Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 F 7
Kuldinn næðir, skafrenn-ingur æðir yfir alla vegi,það er eins og að akagegnum ullarbreiður.
Ekki tekur betra við þegar of-
anhríðin bætist við 15 metra á sek-
úndu storm og svo er slydda og
rigning á næsta leiti.
Það var ekki mulið undir bygging-
ariðnaðarmenn fyrir 40-50 árum.
Tæplega að það þætti ástæða til að
gera hús fokheld fyrr en hita var
hleypt á húsið. Þá að sjálfsögðu vildi
eigandinn halda í hitann eins og
mögulegt var og tryggja að ekki
frysi í leiðslum. Kaldsamasta lagna-
vinnan var þó að liggja í öllum veðr-
um uppi á plötum áður en steypt var
og logsjóða saman geislahit-
unarkerfi, þetta urðu menn að láta
sig hafa svo lengi sem þá fennti ekki
í kaf.
Geislahitun var mjög vinsæl hér-
lendis á árunum 1955-65. Þá dró
mjög úr lögn slíkra kerfa en þau eru
þó í fjölmörgum húsum í þéttbýli,
einkum á höfuðborgarsvæðinu, og
geta enn um ókomin ár gegnt hlut-
verki sínu með prýði ef stjórntæki
þeirra eru endurnýjuð, kerfin geta
enst lengur en húsin.
Samt kom það gömlum lagna-
manni mjög á óvart að geislahit-
unarkerfi, hitakerfi sem er ekki á
veggjum eða gólfi heldur í lofti, sé
að ganga í endurnýjun lífdaga á
meginlandi Evrópu. Þar er í far-
arbroddi fyrirtækið Giacomini á
Norður-Ítalíu. Það var því ekki ann-
að að gera en kanna hvort svo væri
virkilega og heimsækja þetta lagna-
fyrirtæki og sú heimsókn, þótt stutt
væri, var vissulega fyrirhafnarinnar
virði.
Giacomini er við vatnið Orta, mitt
á milli og fyrir norðan stórborgirnar
Tórínó og Mílanó. Það fyrsta sem
grípur augað þangað kominn er
ótrúleg náttúrufegurð og um leið
undrun að í þessum litlu þorpum
umhverfis vatnið leynist einn fram-
sæknasti lagnaframleiðandi í Evr-
ópu.
Þetta byrjaði smátt. Alfredo Gia-
comini byrjaði með einum hjálp-
armanni að framleiða ventla fyir
gasleiðslur árið 1951. Þá var Evrópa
enn í sárum eftir hildarleik heims-
styrjaldarinnar síðari og hver varð
að bjarga sér. Alfredo er enn starf-
andi hress og ern í sínu fyirtæki en
hjálparmennirnir eru nokkru fleiri
en einn, þeir skipta hundruðum í
verksmiðju, tæknideild og á skrif-
stofum. Það fyrsta sem vekur at-
hygli í stuttri heimsókn er snyrti-
mennska hvert sem litið er þótt
framleitt sé úr málmum og plasti.
Þegar sest er niður og innviðir fyr-
irtækisins kynntir kemur í ljós að
það lætur sér ekki aðeins nægja að
framleiða rör, ventla og annað sem
þarf til lagna heldur rekur það mjög
öfluga tækni- og þróunardeild. Þar
eru lagnakerfi krufin til mergjar og
kappkostað að grundvöllur kerf-
anna sé rækilega skoðaður, allt
rannsakað og tilraunir gerðar. Síðan
er allt sem að einu kerfi lýtur fram-
leitt á staðnum eða keypt frá öðrum
framleiðendum eftir fyrirsögn.
Hérlendis hefur fyrirtækið Gia-
comini verið þekktast fyrir gólf-
hitakerfi en nú bætast upprisin
geislahitunarkerfi við. Þótt sá sem
skalf á uppslættinum á 4. hæð fyrir
áratugum hafi farið með nokkurri
tortryggni í þessa ferð sannfærðist
hann um að þetta hitakerfi, geisla-
hitun, á svo sannarlega upprisuna
skilið. Tæplega mun það verða not-
að í íbúðarhúsnæði, þó skal ekkert
fullyrt þar um, en í skrifstofu- og at-
vinnuhúsnæði á það svo sannarlega
erindi. Þetta kerfi er ekki einungis
hitakerfi heldur er hægt að snúa
virkni þess við og láta það kæla. Ef-
laust reka margir upp stór augu og
spyrja hvort það þurfi að kæla hús á
Íslandi og það er bláköld staðreynd
að á því er mikil þörf þegar sólar
nýtur sem mest á sumrin. Þetta
þekkja eflaust margir sem vinna á
skrifstofum, í bönkum, verslunum
og fjölmörgum framleiðslufyr-
irtækjum.
Geislahitunarkerfið frá Giacomini
er í mörgum útfærslum. Kjarninn er
leiðniplata úr málmi en að mestu eru
kerfin lögð úr plaströrum. Undir
geislahitunarkerfin koma plötur
sem ýmist eru úr málmi, stundum
gataðar til að dempa hljóðburð, eða
úr heilu stáli eða gifsi.
En sjón er sögu ríkari og það
verður fróðlegt fyrir hönnuði, pípu-
lagningamenn og húsbyggjendur að
kynna sér þetta merkilega hita- og/
eða kælikerfi nánar.
Heimsókn til Ítalíu
Höfundur er pípulagningameistari.
LAGNAFRÉTTIR
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
siggigretar@internet.is
Náttúrufegurð Það er fagurt við vatnið Orta. Fremst á myndinni eru höf-
uðstöðvar Giacomini en umhverfis vatnið eru mörg smáþorp með þröngum
götum og gömlum húsum.
Hitaflötur Svarta platan er úr
málmi og gegnum málmplötuna er
rör sem vatnið rennur eftir. Málm-
platan dreifir hitanum svo loftið
hitnar/kólnar jafnt.
Gipsplatan Þetta er útfærsla á
geislakerfinu sem mjög líklega
verður bráðalega sett upp í bygg-
ingu í Kópavogi. Málmplatan er fest
á gipsplötu og steypt yfir með úret-
anplasti. Platan snýr öfugt á mynd-
inni miðað við uppsetningu.
a
sb
yr
g
i@
a
sb
yr
g
i.
is
•
w
w
w
.a
sb
yr
g
i.
is
•
w
w
w
.h
u
s.
is
SAMTENGD SÖLUSKRÁ SEX FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR
Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali
RAGNAR GÍSLASON, löggiltur fasteignasali
MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR, SÖLUMAÐUR
Við erum í Félagi fasteignasala
LAUGAVEGUR – VERSLUNARHÚSNÆÐI
Til sölu um 500 fm verlsunar- og þjón-
ustuhúsnæði á frábærum stað við Lauga-
veginn. Húsnæðið er á tveimur hæðum
skiptist í 3 sjálfstæðar einingar og eru
tvær í leigu, en ein gæti losnað fljótlega.
Uppl. á skrifstofu Ásbyrgis fasteignasölu.
40882
ÁSBRAUT – BÍLSKÚR
Mjög falleg og mikið endurnýjuð 4 her-
bergja 85,9 fm íbúð á efstu hæð (4.hæð)
með miklu útsýni ásamt 25,2 fm bílskúr,
samtals 111,1 fm. Í íbúðinni eru tvö svefn-
herb. en búið er að stækka stofu/borð-
stofu á kostnað þriðja herbergisins. Í kjall-
ara er sér geymsla sem er ekki talin með í
fermetratölu FMR.
HEIÐARBÆR 3
Mjög vel staðsett og mikið endurnýjað
einbýlishús á einni hæð ásamt innbyggð-
um bílskúr í Árbænum. Húsið er 167,4 fm
að stærð, þar af er bílskúr 31,5 fm Búið
er að endurnýja eldhúsinnréttingu, bað-
herbergi, skápa og gólfefni. Verð 57,3
millj.
BÍLDSHÖFÐI VERSLUNAR/ATVHÚSNÆÐI
VORUM AÐ FÁ Í EINKASÖLU GOTT 280
FM. VERSLUNARHÚSNÆÐI Á EFRI
JARÐHÆÐ Á MJÖG GÓÐUM STAÐ VIÐ
BÍLDSHÖFÐA. Húsnæðið er á efri jarð-
hæð í enda með stórum verslunarglugg-
um á þrjá vegu. Skipulag er þannig í dag
að það skiptist í verslun og lagerhúsnæði
með innkeyrsludyrum. Allir milliveggir eru
léttir veggir og hægt er að gera húsnæði
allt að einum sal. Húsnæðið býður upp á
margs konar nýtingu, sem verslun eða
skrifstofur.
ÁNANAUST – VESTURBÆR
Vorum að fá í sölu fallegar og vel skipu-
lagðar 2ja og 3ja herb. íbúðir á 2. til 4.
hæð í lyftuhúsi. Íb. seljast fullbúnar með
vönduðum innréttingum, flísalögðum
baðherb., parketi og fullbúinni sameign.
Skemmtileg staðsetning, alveg við sjóinn
og frábært útsýni. Afhending við kaup-
samning. Verð frá 27,0 til 37,5millj. 40348
RAUÐA LJÓNIÐ EIÐISTORGI
Til sölu húsnæði það sem áður var Rauða
Ljónið á Eiðistorgi. Húsnæðið er fullinn-
réttað sem veitingastaður og er að stærð
442 fm. Húsnæðið er laust strax. Engin
leyfi til veitingareksturs fylgja.
Verð 60,0 millj.
MELAHVARF - EINBÝLI -
AUKAÍBÚÐ
MJÖG GLÆSILEGT EINBÝLISHÚS Á
FRÁBÆRUM STAÐ MEÐ ÚTSÝNI YFIR
ELLIÐAVATN OG BLÁFJÖLL. HÚSIÐ
ER 276,4 FM., ÞAR AF ER 57,7 FM.
BÍLSKÚR OG 30 FM. STÚDÍO-ÍBÚÐ.
Húsið er byggt úr bjálkum og meðfram
húsinu er stór timburverönd með heit-
um potti. Bílaplan er munstursteypt
með hita í hluta þess. Verð 92 millj.
STÆRRI EIGNIR
FAXAHVARF EINBÝLI
Mjög fallegt og vandað einbýlishús á
fallegum og góðum stað við Faxahvarf
í Kópavogi. Húsið er samtals 245,0
fm, þar af er bílskúr 46,6 fm Húsið er
sænskt einingahús frá NORDICHUS.
Húsið er á tveimur hæðum og skiptist
m.a. í 4 svefnherbergi, tvær stofur og
tvö baðherbergi. Verð 86 millj.
4RA - 5 HERB.
JÖRFABAKKI
- AUKA HERBERGI
Góð 99,8 fm 4ra herbergja íbúð með
aukaherbergi í kjallara með aðgengi að
wc, yfirbyggðar svalir. Íbúðin sjálf er
76,7 fm, herbergi í kjallara er 11,2 fm
og geymsla er 11,9 fm Íbúðinni getur
fylgt 14 milljón kr. lán á 4,15% vöxtum.
RJÚPUFELL
Erum með í einkasölu 4 herbergja,
109,2 fm íbúð í fjölbýli í Fellahverfi.
Íbúðin er nýlega tekin í gegn, m.a. er
ný eldhúsinnrétting. 7 milljón kr. lán á
4,15% vöxtum frá Glitni getur fylgt
með. Laus strax. Verð 20,9 millj.
TIL LEIGU
LAUGAVEGUR
- SKRIFSTOFUR - LEIGA
TIL LEIGU HJÁ ÁSBYRGI, um 170 fm
skrifstofuhæð með glæsilegu útsýni á
efstu hæð í þessu fallega húsi við
Laugaveginn. Allar nánari upplýsingar
gefur Ingileifur Einarsson hjá Ásbyrgi í
síma 568-2444. tilv. 34432
2JA HERBERGJA
ÁSHOLT 105 REYKJAVÍK
Falleg 2ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt
stæði í bílageymslu við Ásholt í Reykja-
vík. Íbúðin sjálf er 57,8 fm og stæði í
bílageymslu er 26,8 fm, samtals 84,6
fm Íbúðin skiptist í forstofu, baðher-
bergi, svefnherbergi, eldhús og stofu.
Út frá stofu eru svalir til suðurs. Park-
et og flísar á gólfum. Verð: 24 millj.
Ásbyrgi fasteignasala S. 568-2444 /
894-1448 /822-3737.
ATVINNUHÚSNÆÐI
ÁLFHEIMAR - GLÆSIBÆR
ÁSBYRGI KYNNIR: GLÆSIBÆR - TIL
SÖLU EÐA LEIGU. Glæsilegt verslun-
ar- og þjónustuhúsnæði á götuhæð á
einum besta staðnum í húsinu. Glugg-
ar frá gólfi upp í loft og gólf eru flís-
alögð. Góð aðkoma er að húsnæðinu
á tvo vegu og ennfremur aðkeyrsla og
innkeyrsludyr. 40815
Ingileifur
Einarsson,
löggiltur
fasteignasali
Ragnar
Gíslason,
löggiltur
fasteignsali
HAGST
ÆTT LÁ
N
HAGST
ÆTT LÁ
N
HAGST
ÆTT LÁ
N