Morgunblaðið - 19.02.2008, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
Á SJÚKRAHÚSUNUM teppa
aldraðir, sem bíða eftir að komast
á hjúkrunarheimili, pláss á skurð-
og lyflækn-
ingadeildum og
á móttöku-
deildum geð-
sviðs bíður fólk
eftir að komast
í endurhæf-
ingu. Þeir sem
lokið hafa end-
urhæfingu bíða
eftir að komast
í viðeigandi bú-
setuúrræði úti í
samfélaginu og við þetta stíflast
hringrásin sem þarf að vera til að
svokallað fráflæði geti haldist. Til
að bæta ástandið þarf að fjölga við-
eigandi úrræðum fyrir geðfatlaða,
en annað er uppi á teningnum, þar
sem verið er að skerða þá þjónustu
sem geðfötluðum stendur til boða.
Má í því samhengi nefna að sparn-
aðaraðgerðir á geðsviði Landspít-
alans eiga að skila 108 milljónum
kr. í sparnaðaráhrif.
Stjórn Geðlæknafélags Íslands
hefur sent frá sér ályktun um mál-
efni geðfatlaðra þar sem lýst er
þungum áhyggjum yfir þeirri
skerðingu á þjónustu sem þegar er
orðin og sem fyrirhuguð er.
„Við höfum verið mjög óánægðir
með hvernig þrengt hefur verið að
geðsviðinu síðustu árin,“ segir
Kristófer Þorleifsson, formaður
Geðlæknafélags Íslands. „Við er-
um ekki minna óánægðir með það
að nú sé verið að þrengja að end-
urhæfingarsviði geðdeildar, þar
sem við höfum ekki farið fram úr
heldur verið innan ramma fjár-
hagsáætlunar. Samt sem áður er
þrengt að okkur,“ segir Kristófer.
Hann lýsir því sem svo að á
skurðdeildum og lyfjadeildum
Landspítala teppi annars vegar
aldraðir, sem bíði eftir að komast
inn á hjúkrunarheimili, plássin, og
hins vegar á geðsviði séu móttöku-
deildirnar fullar af fólki sem bíði
endurhæfingar. „Endurhæfing-
ardeildirnar eru hins vegar fullar
af fólki sem búið er að endurhæfa
því það fær ekki viðeigandi búsetu-
úrræði úti í bæ.“ Á þennan hátt
verður til stífla sem erfitt er að
losa um og Kristófer kallar frá-
flæðisvanda.
Kristófer segir að á undan-
förnum árum hafi verið fækkað um
rúmlega hundrað móttöku- og end-
urhæfingarrými fyrir geðfatlaða.
„Á sama tíma átti að byggja upp
úrræði utan stofnana en það hefur
ekki gerst. Og reyndar er búið að
þrengja svo að okkur í þessum
endurhæfingargeira að við getum
ekki sinnt okkar hlutverki,“ segir
hann.
Fækkaði með sameiningu
Fyrir um sex árum voru samein-
aðir spítalarnir tveir, Borgarspítali
og Landspítali við Hringbraut, og
að sögn Kristófers fækkaði þá
strax plássum. „Svo var lokað bæði
í Arnarholti og Gunnarsholti og þá
átti að setja fram félagsleg úrræði
sem engin hafa orðið á þeim tíma,
heldur var þessu fólki raðað meira
og minna aftur inn á sjúkrahúsin.“
Hann segir uppbygginguna sem
átti að verða fyrir símapeningana
hafa gengið hægt og illa, til-
tölulega fáir hafi fengið úrræði út á
þá. „Enda skilst mér að frekar lítið
sé orðið eftir af þeim peningum,
við fáum aldrei nein svör um það í
rauninni.“
Til stendur að loka starfsend-
urhæfingu Bergiðjunnar við
Kleppsspítala og breyta deild 28 í
Hátúni 10 úr sólarhringsdeild í
dagdeild. Kristófer segir ekki ljóst
hvað verði um fólkið sem hefur
fengið aðstoð á þessum stöðum.
„Það á eftir að vinna í málum þess
fólks, en það er eitthvað skammt á
veg komið. Lokunin á endurhæf-
ingardeildinni í Hátúni er mjög al-
varleg. Það er kannski fyrsta
skrefið í að leggja þá deild niður,
en hún hefur verið hornsteinn þess
að 70-80 geðfatlaðir öryrkjar hafa
getað búið í Hátúni,“ segir Krist-
ófer.
Hann tekur fram að ekki sé nóg
að reisa húsnæði, fyrir hendi þurfi
að vera þjónusta fyrir þessa ein-
staklinga inni á heimilum þeirra
hvort sem þeir búa í sambýli eða í
sjálfstæðri búsetu. „Fólkið er of
veikt til að búa þar ef það fær ekki
þjónustuna,“ segir Kristófer. „Það
þarf að byggja upp þjónustu og
þar erum við Íslendingar svo
langt, langt á eftir öllum nágranna-
þjóðunum.“ Jafnframt þurfi að
samhæfa kraftana; heilbrigðisyf-
irvöld, félagsmálayfirvöld – ríki og
borg séu ósamhæfð í málaflokkn-
um. „Þetta er svo ósamþætt hér á
landi, það þarf að vinna þetta betur
til að af verði árangur. Peningar
eru ekki nóg.“
Þrengt að geðfötluðum
Þeir sem lokið hafa endurhæfingu á Landspítalanum fá ekki viðeigandi
búsetuúrræði úti í samfélaginu og teppa því endurhæfingarplássin
GEÐLÆKNAFÉLAG Íslands hefur sent frá sér eft-
irfarandi ályktun: „Stjórn Geðlæknafélags Íslands
harmar að enn á ný sé þrengt að meðferð og end-
urhæfingu geðsjúkra á Íslandi með niðurskurði og
sparnaðaraðgerðum við Landspítala Háskóla-
sjúkrahús. Á síðustu árum hefur bæði bráðaplássum
og endurhæfingar- og langvistarrýmum fækkað
m.a. með lokun geðdeildar í Fossvogi og lokun Arn-
arholts. Alls hefur plássum fækkað um 120 án þess
að ný og viðeigandi samfélagsúrræði hafi verið til
reiðu. Þannig hafa möguleikar Geðsviðs LSH bæði
til bráðameðferðar og til endurhæfingar stöðugt
verið að skerðast. Stjórn Geðlæknafélags Íslands
beinir því þeim eindregnu tilmælum til stjórnenda
Geðsviðs LSH að þeir sjái til þess hætt verði við fyr-
irhugaða lokun á starfsendurhæfingu Bergiðjunnar
við Kleppsspítala og breytingu á deild 28 í Hátúni
10 úr sólarhringsdeild í dagdeild. Ef af þessari
ákvörðun verður mun þrengja enn meira að allri
endurhæfingu, sem þegar er mjög takmörkuð og
ekki í sjónmáli nein úrræði sem koma í staðinn.
Stjórn Geðlæknafélags Íslands skorar á yfirvöld að
afturkalla þessa ákvörðun þar til önnur viðunandi
úrræði hafa fundist. Ef dregið verður úr þjónustu
deildar 28 í Hátúni 10 er heilsu 60-80 geðfatlaðra
einstaklinga stefnt í voða. Ekki verður séð hvernig
byggja á nýtt sjúkrahús og reka, ef stöðugt er dreg-
ið saman og lögð af nauðsynleg og vel rekin þjón-
usta en Endurhæfingarsvið Geðsviðs hélt sig innan
ramma fjárhagsáætlunar á árinu 2007.“
Skorar á yfirvöld að afturkalla ákvörðunina
ÞAÐ er ánægjulegt að samningar
hafa nú tekist á vinnumarkaði, ásamt
aðgerðum sem þeim tengjast. Þessi
mikilvæga samn-
ingagerð ætti að
geta greitt fyrir
frekari ákvörðun-
um stjórnvalda til
að efla efnahags-
lífið,“ segir Hall-
dór J. Kristjáns-
son, bankastjóri
Landsbankans.
Aðspurður kýs
Halldór að tjá sig
ekki opinberlega
um fundinn sem ráðamenn bank-
anna héldu með ríkisstjórninni sl.
fimmtudag.
„Varðandi aðgerðir vildi ég leggja
áherslu á tvennt sem ég tel mikil-
vægt til skamms tíma og hefur verið
rætt oft í samtölum milli fjármála-
fyrirtækja. Fyrsta atriðið sem mér
fannst að hefði getað verið hjálplegt í
stöðunni, en ég hef orðið fyrir von-
brigðum með að engin ákvörðun hafi
verið tekin um, varðar aðallega sam-
hengið milli aðgerða Seðlabankans
annars vegar og ríkisstjórnarinnar
hins vegar á sviði vaxtamála.“
Dregur úr virkni peningastefnu
Sérstaklega varði þetta Íbúða-
lánasjóð og vaxtaákvarðanir sjóðs-
ins. „Þetta er ekki nýtt málefni en
það er hægt að lagfæra með tiltölu-
lega einföldum hætti. Samspil ríkis-
stjórnar og Seðlabanka gæti fært
ástandið í efnahagsmálum í eðlilegra
horf með mun skilvirkari hætti.“
Þannig væri hægt að láta vexti
Íbúðalánasjóðs ávallt, og sem reglu,
taka mið af blöndu af styttri og
lengri flokkum skuldabréfa. Það
myndi hraða virkni ákvarðana Seðla-
bankans.
„Seðlabankinn hefði þá ekki þurft
að hækka vexti svo hátt eins og hann
hefur þegar gert og hefði jafnframt
getað hafið lækkunarferlið nú þegar.
Ég bendi á þetta sem einfalda leið til
skamms tíma sem grípa mætti til
strax, samhliða því sem unnið væri
að varanlegri kerfisbreytingu á sviði
íbúðalána,“ segir Halldór.
Við núverandi fyrirkomulag
Íbúðalánasjóðs skili aðgerðir Seðla-
bankans sér afar seint á þennan mik-
ilvæga hluta markaðarins.
„Annað atriði er að þegar sjávar-
útvegur er í vissri lægð og lausafjár-
staða á fjármálamörkuðum svo erfið
sem nú er eru vaxtamöguleikar
minni nú í þessum mikilvægu grein-
um en á síðustu árum, þá er enn
brýnna að greiða fyrir nýtingu orku-
linda til atvinnuuppbyggingar.“
Styrk forysta opinberra aðila til að
greiða fyrir fjárfestingum erlendra
aðila sé nauðsynleg og brýnni nú en
oftast áður. Í því sambandi gangi
ekki að menn velji hvaða greinar séu
æskilegar, heldur verði markaðsöflin
að ráða því.
Segir einfalt að laga
stöðu Íbúðalánasjóðs
Halldór J.
Kristjánsson
LINDA Kristmunds-
dóttir, starfandi sviðs-
stjóri hjúkrunar á geðsviði
LSH, og Hannes Pét-
ursson, sviðsstjóri lækn-
inga á geðsviði, áttu í gær
fund þar sem m.a. var
rætt hvernig bregðast
skyldi við ályktun Geð-
læknafélags Íslands.
Linda segir að félagið
megi búast við svari frá
þeim á allra næstu dögum.
Hún segir að geðsviðinu sé gert að draga
saman í rekstri og hagræða um rúmar 100
milljónir á yfirstandandi ári. „Eftir vandlega
íhugun var ákveðið að draga saman starfsem-
ina í Bergiðjunni og breyta deild 28 í Hátúni
úr sólarhringsdeild í dagdeild. Þetta er sjö
daga dagdeild sem er opin frá átta á morgn-
ana til átta á kvöldin,“ segir Linda. Hún segir
að rætt hafi verið um fleiri tillögur, en þetta
hafi verið tvær af þremur þeim stærstu. „Síð-
an verður lokað einhverjum rúmum. Í raun
og veru erum við að gera þetta eins vel og við
getum með því að skerða þjónustu sem
minnst. Það má benda á það á móti að starf-
semi göngudeildanna okkar hefur stóreflst
og vettvangsteymi líka,“ segir Linda og
þannig megi segja að spítalinn sé að reyna að
auka samfélagslegar áherslur. Vissulega deili
þau áhyggjum Geðlæknafélagsins í tengslum
við búsetuúrræði geðfatlaðra, en nú sé aug-
ljóslega meira að gerast í þeim málefnum í
félagsmálaráðuneytinu en oft áður. Þau séu
þess vegna vongóð upp á framtíðina. „Við
bindum ákveðnar vonir við að það rætist úr
þeim málum á þessu ári og því næsta,“ segir
Linda. „Maður finnur að það er miklu meira
að gerast í þessum málaflokki núna heldur en
oft áður. Ráðuneytin eru bæði að vinna í
þessu, það er að segja heilbrigðis- og félags-
málaráðuneyti, og við bindum miklar vonir
við að úr rætist á þessu ári og næsta.“
Linda segir að sviðin innan LSH þurfi að
minnka kostnað og geðsviðið sé engin und-
antekning þar á. „Við erum að reyna að gera
þetta eins skynsamlega og okkur er unnt,
meðfram því að búsetuúrræðum fjölgi. Þar
með verður auðvitað auðveldara fyrir okkur
að fækka rúmum og auka á móti okkar
göngudeildarþjónustu og vettvangsteymin,
sem við höfum verið að gera, reyndar, und-
anfarin ár.“
Linda segir að í raun og veru megi segja að
nokkur stífla hafi verið í þessum málaflokki,
en hnykkir á að greinilega sé verið að vinna
vel að málunum núna. „Þess vegna erum við
vonbetri en oft áður, við bindum allar okkar
vonir við þá vinnu sem í gangi er og vonum
að úr rætist. Við erum alls ekki svartsýn á
það.“
Vongóð um
að úr rætist
á þessu ári
Meira að gerast í málefnum
geðfatlaðra en oft áður
Linda
Kristmundsdóttir
Kristófer
Þorleifsson
Bergiðjan Ein af sparnaðaraðgerðunum á geðsviði LSH er að loka starfsendurhæfingu Bergiðjunnar.
Árvakur/Ómar
Áreiðanlegasta
fjarskipta-
fyrirtækið