Morgunblaðið - 19.02.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 11
FRÉTTIR
$ %& ' %"
9& 1
9&%
6
( (%' %"
9& 1
9&%
6
( )%' %"
9& 1
9&%
6
( * ' %"
9& 1
9&%
6
( 0*#
##,*#
+#-*+
/*0
/8*0
#.#*8
"*/
,*"
-"*.
#*.
+.*0
-#*,
!."
!,"
!+"
!""
+0"
+."
+,"
++"
+""
&:
++"
+""
#0"
#."
#,"
#+"
#""
0"
."
#0"
#."
#,"
#+"
#""
0"
."
,"
+"
#."
#,"
#+"
#""
0"
."
,"
+"
"
!"
#
$%&! !
'
&
-""
,-"
,""
!-"
!""
+-"
+""
#-"
#""
-"
"
( (( ( ( (
( (( ( ( (
; < '
= $ %&
>
?
(%
>
?
*
>
?
& "+&
!!!
+0#
+#.
+0#
+,0
#!#
+!-
#,,
,' - .%/01
6
##8*,
( (@
(#0&)2&
>
+//&:2 %& ++"&:3%
#8"&:&&
9
( $3%&,' . 4 6
##8*0
(@ /& ' 88*"
& +.#&:
#/*#
%#",&:(
( (( ( ( (
%)
%)
%)
*%)
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„ÞETTA eru alveg hörkubátar og
þola bræluna vel. Það er frekar að
mannskapurinn þoli hana illa. Okkur
varð að minnsta kosti ekki svefnsamt
í látunum milli Raufarhafnar og
Færeyja. Ég held maður reyni þetta
ekki aftur í febrúar,“ sagði Páll
Steingrímsson, skipstjóri í samtali
við Verið í gær.
Páll var þá nýlega farinn frá Fær-
eyjum, en hann er með annan af
tveimur smábátum, 15 tonna, frá
Seiglu á Akureyri, sem verið er að
ferja til kaupenda í Norður-Noregi.
Þeir fóru frá Raufarhöfn áleiðis til
Færeyja á fimmtudagsnóttina og
hrepptu hið versta veður. En hvern-
ig gekk?
Þetta eru hörkubátar
„Þetta gekk, við vorum 28 tíma á
leiðinni. Við fengum þvílíka brælu á
okkur að það var alveg hrikalegt.
Þetta eru hörkubátar og maður hefði
varla trúað því að hægt væri að bjóða
þeim veður og sjó eins og var á leið-
inni til Færeyja. Þeir fóru aldrei
undir 10 mílna ferð. Við hefðum átt
að vera 19 til 20 tíma á leiðinni í
þokkalegu veðri. Bátarnir þoldu
þetta vel en mannskapurinn var orð-
inn anzi lemstraður því það var eng-
inn svefnfriður á leiðinni.
Við þurftum svo að bíða af okkur
haugabrælu í Færeyjum en núna á
mánudag er veðrið fínt og við erum
að keyra á þetta 17 til 18 mílum. Við
gerum ráð fyrir að vera í Álasundi á
þriðjudagsmorgun og þaðan verður
svo haldið norður með Noregi til
Vannvåg í Lófóten, en þaðan verða
bátarnir gerðir út. Alls er siglinga-
leiðin um 1.000 mílur.“
En er ekki óvarlegt að sigla svona
litlum bátum yfir Atlantshafið að
vetri til?
„Ég held ég myndi ekki gera þetta
aftur á þessum árstíma. Við erum
reyndar í mjög góðu sambandi við
Nesradíó, sem hringir í okkur tvisv-
ar á dag. Þeir vita alveg af öllu okkar
ferðalagi og láta okkur vita um leið
og veðrabreytingar eru í vændum.
Þeir náðu til dæmis að vara okkur
við storminum sem gekk yfir Fær-
eyjar um helgina, svo að við biðum
það veður af okkur.
Maður er búinn að prófa þetta.
Þegar maður er vanur að vera á
3.000 til 8.000 tonna skipum eru við-
brigðin mikil. Það er öðruvísi að fara
á 15 tonna bát yfir hafið. Það er mik-
ill munur,“ sagði Páll Steingrímsson.
Ekki aftur í febrúar
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Bátar Páll Steingrímsson er ásamt öðrum að sigla tveimur smábátum frá
Akureyri til Lófóten í Noregi. Siglingaleiðin er um þúsund sjómílur.
ÚR VERINU
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
Árið 1912 bjargaði séra Jón N. Jóhann-essen, prestur að Sandfelli ásamtfleirum, 24 mönnum af frönsku skút-unni Áróru, sem fórst á Skeið-
arársandi. Jón hafði þann sið að ganga daglega
upp í fjall fyrir ofan bæinn með kíki til að fylgj-
ast með skipaferðum og í einni slíkri ferð varð
hann var við Áróru í brimgarðinum.
Þetta þótti mikið afrek og sæmdu frönsk
stjórnvöld Jón heiðursorðu fyrir vasklega fram-
göngu. Áður hafði Jón fengið þýzka orðu vegna
björgunar skipbrotsmanna af þýzku skipi á
sömu slóðum. Nú, tæpum 100 árum síðar hefur
dóttursonur Jóns, Jón Björnsson, afhent safni í
bænum Paimpol helguðu sjósókn Frakka á Ís-
landsmiðum, orðu afa síns.
„Ég fór til Frakklands síðastliðið haust í hópi
90 félaga í Rotaryklúbbum í Kópavogi. Meðal
annars fórum við til Paimpol og nutum þar ein-
stakrar gestrisni afkomenda sjómannanna á Ís-
landsmiðum. Við hjónum höfðum reyndar kom-
ið þangað 10 árum áður, en einnig höfðu
Frakkarnir verið í sambandi við mömmu, Guð-
rúnu Jónsdóttur. Hún fæddist sama dag og afi
kom með 12 af skipbrotsmönnunum heim á
Sandfell,“ segir Jón Björnsson.
Safnvörðurinn klökknaði
„Fyrsta daginn var farið þarna um svæði,
meðal annars í kirkju, sem var helguð sigling-
unum til Íslands, en þar sóttu sjómennirnir ætíð
messu áður en þeir héldu á Íslandsmið. Síðan
skoðuðum við safn, sem er helgað sjósókninni til
Íslands. Þar eru fjölmargir munir sem þessu
tengjast, meðal annars líkön af skipunum.
Þegar við komum upp á efri hæð safnins sá
ég mynd af afa uppi á vegg. Á borði þar undir
voru nokkrar medalíur undir gleri. Þar voru ein
eða tvær, alveg eins og afi hafði fengið. Þá sá ég
að hér var komið ágætis tækifæri til að koma
þessari medalíu sem afi fékk á sinn stað. Ég var
með hana í brjóstvasanum og rétti safnverð-
inum hana. Sagði að hún ætti heima þarna í
borðinu.
Safnvörðurinn varð hreinlega klökkur af
gleði og þakklæti fyrir þetta. Ég hafði tekið orð-
una með mér til að sýna franska fararstjóranum
okkar hana, en það varð aldrei, því við fórum áð-
ur í safnið. Ég hafði ekki hugsað mér að gefa
hana, en þegar ég sá myndina af afa með medal-
íuna, fannst mér ekki koma annað til greina en
að gefa hana á safnið,“ segir Jón Björnsson.
Flæktust um sandinn í 11 daga
Í janúar 1904 varð skipsstrand á Skeið-
arársandi. Þá fórst þýzkur togari við ósa Skeið-
arár, óraveg frá öllum mannabyggðum. Skip-
verjar komust allir í land. Þeir lögðu af stað
fótgangandi vestur eftir sandinum og drukkn-
uðu nokkrir þeirra þar í hættulegum ósum. Þeir
sem eftir lifðu flæktust um sandinn í 11 daga
þar til þeir fundust. Voru þeir mjög illa á sig
komnir.
Um haustið var Jón N. Jóhannessen vígður
prestur að Sandfellsprestakalli í Öræfum og
flutti þangað árið eftir. Hann tók fljótt upp þann
sið að ganga upp í fjallið ofan bæjarins á hverj-
um degi til að fylgjast með skipaferðum undan
Skeiðarársandi, en úr fjörunni var óralangt til
byggða. Þessi siður Jóns varð til þess að hann
varð var við það í febrúar 1907 eða 1908 að skip
var í brimgarðinum.
Hann fór við annan mann niður á sandinn, en
færðin var slæm. Þegar þeir komu að skipinu
var þar engan mann að sjá, en Jón synti í gegn-
um brimgarðinn út í skipið til að sannreyna að
þar væri enginn maður. Þeir ætluðu síðan að
halda vestur sandinn til að leita mannanna. Þá
skall á þá norðan hríð með miklu frosti. Því var
ekki um annað en að halda heim og þangað
komst Jón kaldur og
hrakinn, enda blautur
eftir sundið.
Síðan voru menn send-
ir niður á sandinn og
fundu þeir mennina í ný-
reistu björgunarskýli,
sem reist hafði verið eftir
strandið nokkrum árum
áður.
Fundu skips-
brotsmenn við
ósa Skeiðarár
Það var svo í febrúar
1912, sem Jón sá Áróru í
brimgarðinum. Hann
hélt þegar niður á ógreið-
færan sandinn ásamt
Eyjólfi vinnumanni sín-
um. Þeir fundu skip-
brotsmennina 24 í fjör-
unni við ósa Skeiðarár.
Jón sendi Eyjólf heim
eftir hjálp, en beið sjálfur
með skipbrotsmönnum á
sandinum, en þar urðu
þeir að vera, illa haldnir
yfir nóttina.
„Ég óttaðist að þessir
menn, frá suðlægum
löndum, þar á meðal var
14 ára unglingur, þyldu
ekki að liggja á skjóllaus-
um sandinum heila vetr-
arnótt, án þess að veikj-
ast. Því að sjálfur hafði
ég sára reynslu í þessu
efni. Ég fór því og athug-
aði hvað rekið hefði frá
skipinu. Þar fannst eitt
stórt segl og töluvert af
spýtum. Ég fékk menn-
ina til að reka langar
spýtur niður í sandinn,
og þar yfir breiddum seglið. Í þessu skýli, þó
ófullkomið væri, dvöldum við um nóttina við
sæmilega líðan,“ segir Jón í gamalli frásögn af
björguninni.
Daginn eftir komu Svínfellingar með 30 hesta
til að flytja mennina heim og tók Jón 12 þeirra
inn á heimili sitt að Sandfelli, en þar voru húsa-
kynni lítil og þröng. Auk þess lá kona hans á
sæng og fæddi hún dóttur, Guðrúnu, móður
Jóns Björnssonar sama dag. Skipbrotsmenn-
irnir voru síðan fluttir til Reykjavíkur og þaðan
til Frakklands.
Það er ljóst að hin daglega vakt sem séra Jón
stóð í Sandfelli hefur bjargað lífi þessara
manna, því ekki sást niður á fjöruna frá bæj-
unum. Enda sæmdu frönsk stjórnvöld hann
heiðursorðunni fyrir afrekið.
Jón Björnsson færði
frönsku sjóminjasafni
franska orðu sem afi
hans fékk fyrir björgun
24 franskra sjómanna
á Skeiðarársandi
Söfn Jón Björnsson, til hægri, með safnstjóra sjóminjasafnsins í
Paimpol. Þeir halda á mynd af afa Jóns, Jóni N. Jóhannessen, og
orðunni sem hann var sæmdur fyrir frækilega björgun 24 franskra
skipsbrotsmanna. Jón hafði áður fengið þýzka orðu fyrir björgun.
Var með orðuna í brjóstvasanum
Björgun Séra Jón N. Jóhannessen hlaut í upp-
hafi síðustu aldar franska og þýzka orðu fyrir
björgun skipsbrotsmanna á Skeiðarársandi.
Í HNOTSKURN
»Ég var með orðuna í brjóstvasanum ogrétti safnverðinum hana. Sagði að hún
ætti heima þarna í borðinu. Safnvörðurinn
varð hreinlega klökkur af gleði og þakk-
læti fyrir þetta.
»Jón hafði þann sið að ganga daglegaupp í fjall fyrir ofan bæinn með kíki til
að fylgjast með skipaferðum og í einni
slíkri ferð varð hann var við Áróru í brim-
garðinum.
»Ég óttaðist að þessir menn, frá suðlæg-um löndum, þar á meðal var 14 ára
unglingur, þyldu ekki að liggja á skjóllaus-
um sandinum heila vetrarnótt, án þess að
veikjast.