Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 13
AP
Fögnuður Stuðningsmenn Demetris Christofias fagna niðurstöðum fyrri
umferðar forsetakosninganna með tilheyrandi látum sl. sunnudag.
NÚVERANDI forseti Kýpur, Tassos
Papadopoulos, beið ósigur í fyrri um-
ferð forsetakosninganna á Kýpur
sem fram fóru síðastliðinn sunnudag.
Keppinautar hans, Demetris
Christofias, formaður Kommúnista-
flokksins og Ioannis Kasoulides, úr
hægri flokknum DISY, komust áfram
í seinni umferð kosninganna sem
fram fer nk. sunnudag.
Kosningarnar voru æsispennandi
allt að lokum talningar og munaði að-
eins tæpum 1.000 atkvæðum á efstu
mönnum.
Úrslitin þykja áfellisdómur yfir
Papadopoulos sem hefur gegnt emb-
ætti forseta frá árinu 2003. Kýpur
hefur verið tvískipt allt frá árinu
1974, er Kýpur-Grikkir hugðust ræna
völdum á eynni í því skyni að samein-
ast Grikklandi.
Papadopoulos hefur sett sig gegn
sáttaumleitunum við Tyrki og var
leiðandi þegar Kýpur-Grikkir höfn-
uðu sáttatillögu Sameinuðu þjóðanna
árið 2004, en Kýpur-Tyrkir sam-
þykktu tillöguna í atkvæðagreiðslu
sama ár. Niðurstaðan hafði í för með
sér að gríski hluti eyjarinnar gekk
inn í Evrópusambandið, en sá tyrk-
neski stóð fyrir utan.
Forsetaframbjóðendurnir sem eft-
ir standa, Christofias og Kasoulides,
hafa þrátt fyrir andstæðan hug-
myndafræðilegan bakgrunn, báðir
talað fyrir sáttaviðræðum við Kýpur-
Tyrki.
Kasoulides, fulltrúi hægrimanna,
kom á óvart er hann hafnaði í efsta
sæti að loknum kosningunum á
sunnudag, en hann hafði staðið höll-
um fæti í skoðanakönnunum síðustu
vikurnar fyrir kosningar.
„Við verðum að minnast alls þess
sem sameinar okkur og koma landi
okkar á veg sjálfsöryggis og bjart-
sýni,“ sagði hann eftir að úrslitin voru
ljós. Hann hóf strax að styrkja stöðu
sína með því að höfða til liðsmanna
hægri miðjumannsins Papadopoulos.
Andstæðingur hans lagði áherslu á
að Kýpverjar horfðu fram á veginn.
„Næstkomandi sunnudag segjum
við skilið við allt sem hefur aðskilið
okkur, sjálfhelduna og fortíðarhyggj-
una. Við mótum friðsamlega og ham-
ingjuríkja framtíð fyrir alla Kýp-
verja,“ sagði Christofias.
Forsetaskipti
verða á Kýpur
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 13
ERLENT
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Á ÁTTUNDA tug ríkja ýmist viður-
kenndu eða sögðust myndu viður-
kenna sjálfstæði Kosovo í gær, dag-
inn eftir að þing hins nýstofnaða ríkis
lýsti yfir fullveldi.
Eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna tek-
ur nú við 120 daga umbreytingaferli í
Kosovo þar sem 2.000 manna lög-
regluliði Evrópusambandsins, ESB,
og hópi lögfræðinga er ætlað að
tryggja að allt gangi eftir áætlun og
að leikreglur lýðræðisins verði virtar.
Serbar eru afar mótfallnir sjálf-
stæðinu en hyggjast ekki grípa til
efnahagsþvingana gegn Kosovo.
Á hinn bóginn hyggst Serbíustjórn
reyna að koma í veg fyrir að Kosovo
verði aðildarríki Sameinuðu þjóðanna
og taki þátt í alþjóðasamstarfi. Þá
lagði lögreglan í Serbíu fram ákærur
gegn leiðtogum Kosovo fyrir að
stofna ólögmætt ríki á yfirráðasvæði
Serba.
Utanríkisráðherrum 27 aðildar-
ríkja ESB tókst ekki að ná einhuga
samkomulagi um að viðurkenna sjálf-
stæði Kosovo á fundi í Brussel í gær.
Á hinn bóginn sagði David Mili-
band, utanríkisráðherra Bretlands,
að a.m.k. helmingur ESB-ríkjanna 27
myndi viðurkenna sjálfstæðið og má
þar nefna Pólland, Lettland, Litháen
og Eistland.
Verulega fjölgaði í gær ríkjunum
sem styðja sjálfstæðið þegar samtök
57 íslamskra ríkja viðurkenndu það,
en meirihluti Albana í Kosovo er
múslímar.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
sagði í viðtali við NBC-sjónvarpsstöð-
ina að íbúar Kosovo væru nú sjálf-
stæðir og að formleg viðurkenning á
sjálfstæðinu myndi taka mið af áætl-
un SÞ, sem Martti Ahtisaari, fulltrúi
SÞ, hefur lagt fram.
Stjórnvöld í Rússlandi, Spáni,
Rúmeníu og Kína eru hins vegar and-
víg sjálfstæðinu og sögðust yfirvöld í
Moskvu myndu endurskoða stefnu
sína í garð héraða innan landamæra
fyrrum Sovétlýðvelda sem sæktust
eftir sjálfstæði.
Segja má að leiðin fyrir viðurkenn-
ingu ESB-ríkjanna hafi orðið greið
eftir að utanríkisráðherrar þeirra
samþykktu ályktun á fundinum í
Brussel, þar sem sagði að saga
„átaka, þjóðernishreinsana og
mannlegra hörmunga“ á síðasta
áratug af hálfu Serba gerðu Kosovo
undanþegið þeirri reglu að ekki
væri hægt að breyta alþjóðlegum
landamærum án samþykkis allra
ríkja.
Andstæðingar sjálfstæðisins telja
það skapa hættulegt fordæmi, en
Angela Merkel, kanslari Þýskalands,
sagði slíkar áhyggjur ekki á rökum
reistar, sjónarmið sem hún deilir
með Condoleezzu Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna.
Flokkur Karadzic vill sjálfstæði
Á sama tíma krafðist helsti stjórn-
arandstöðuflokkur Bosníu-Serba í
Bosníu þess að serbneski hlutinn,
Serbneska lýðveldið, sem hefur eigin
stjórn, þing og lögreglu, fengi sjálf-
stæði, með vísun til Kosovo-Albana.
Flokkurinn sem um ræðir var
stofnaður af Radovan Karadzic, fyrr-
um leiðtoga Bosníu-Serba og eftir-
lýstum stríðsglæpamanni, og fara
talsmenn hans fram á að afstaða al-
mennings til sjálfstæðis verði könn-
uð í atkvæðagreiðslu.
Mótmælin í Belgrad héldu áfram í
gær þegar á sjötta þúsund manns,
þar af margir námsmenn, söfnuðust
saman í friðsamlegum mótmælum í
miðborginni. „Kosovo er Serbía“
hrópaði fólkið og bar serbneska fána
um göturnar.
Að sögn AFP-fréttastofunnar
gengu námsmenn til liðs við mót-
mælendur eftir áskorun frá félagi
laganema, en einnig bar á þjóðern-
issinum, mörgum hverjum úr hópi
áhangenda serbneskra knattspyrnu-
liða sem gerðu aðsúg að vestrænum
sendiráðum í borginni í fyrradag.
Hátt í 50 manns, þar af nokkrir
óeirðalögreglumenn, slösuðust í
óeirðunum í Belgrad eftir að Kosovo
lýsti yfir sjálfstæði á sunnudag.
Viðurkenna sjálfstæðið
Á áttunda tug ríkja hafa þegar eða hyggjast viðurkenna sjálfstæði Kosovo Bandaríkjaforseti lýsir
yfir stuðningi við sjálfstæðið Sama gera hátt í sextíu múslímaríki og mörg fjölmennustu ESB-ríkjanna
AP
Mótmæli Ungir Bosníu-Serbar mótmæla sjálfstæðinu í Banja Luka í Bosníu í gær. Fjölmörg ríki, þ.m.t. Ísland,
hyggjast íhuga afstöðuna til sjálfstæðis. Stjórnvöld í yfir 70 ríkjum hafa tilkynnt að þau hafi eða hyggist við-
urkenna það. Sendiherra Serbíu í Washington var snúið heim í mótmælaskyni við stuðning Bandaríkjastjórnar.
www.toyota.is
RAV4 SPORT – með aukahlutapakka að verðmæti 235.000 kr.
Fullbúinn RAV4 tryggir þér fleiri möguleika og færri hindranir á veginum.
Nú bjóðum við RAV4 SPORT með veglegum aukahlutapakka, heilsársdekkjum, dráttarbeisli, krómgrilli,
aurhlífum og skyggðum rúðum, að verðmæti 235.000 kr.
Verð frá 3.120.000 kr.*
Fáðu meira, komdu og reynsluaktu RAV4 SPORT
Toyota Kópavogi
Nýbýlavegi 4
Kópavogur
Sími: 570-5070
Toyota Akureyri
Baldursnesi 1
Akureyri
Sími: 460-4300
Toyota Reykjanesbæ
Njarðarbraut 19
Reykjanesbær
Sími: 420-6600
Toyota Selfossi
Fossnesi 14
Selfoss
Sími: 480-8000
Toyota Austurlandi
Miðási 2
Egilsstaðir
Sími: 470-5070
*Bíll á mynd er RAV4 GX
og kostar 3.400.000 kr.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
T
O
Y
4
09
40
0
2/
08