Morgunblaðið - 19.02.2008, Page 14

Morgunblaðið - 19.02.2008, Page 14
„ÞAÐ er öruggt að það verða breytingar [á ut- anríkisstefnunni] sama hver vinn- ur,“ segir Michael T. Corgan, pró- fessor við Boston University og tíð- ur gistikennari við stjórnmálafræði- skor Háskóla Íslands, en hann heldur í dag fyrirlestur um möguleg úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. Eins og sakir standa er líklegast að repúblikaninn John McCain bítist um forsetaembættið við Hillary Clinton eða Barack Obama, sem berjast um útnefningu Demókrataflokksins. Baráttan milli Obama og Clinton er hörð og Corgan segir ljóst að Hillary eigi á brattann að sækja „Á morgun [í dag] verður kosið í tveimur ríkjum [Hawaii og Wisconsin] og það er næstum ljóst að Barack Obama mun vinna þau. Þá verður hann búinn að vinna í forkosningum í tíu ríkjum í röð,“ segir Corgan. Hann segir að meðal repúblikana sé McCain næsta öruggur um útnefn- ingu sem forsetaframbjóðandi flokks- ins. Hann þurfi þó enn að glíma við Mike Huckabee en fylgjendur Huckabee hafi margir hverjir mjög eindregnar skoðanir, t.a.m. í trúmál- um. Þeir myndu ekki leggja lag sitt við hvaða frambjóðanda flokksins sem væri, ef viðkomandi aðhylltist ekki þessi sjónarmið þeirra. Corgan þykir kosningabaráttan í ár sérlega spennandi, en hann kveðst hafa fylgst vel með forsetakosningum í Bandaríkjunum frá því að hann var ellefu ára, árið 1952. Hann bendir á að kosningarnar í ár séu þær fyrstu frá árinu 1952 þar sem enginn frambjóð- enda sé annaðhvort sitjandi forseti, varaforseti eða gegni embætti ríkis- stjóra, en þau Clinton, Obama og McCain eru öll öldungadeildarþing- menn. Corgan bendir ennfremur á að sjaldgæft sé að gengið sé til forseta- kosninga í Bandaríkjunum með sitj- andi forseta sem nýtur jafnlítilla vin- sælda og Bush gerir um þessar mundir. Vilja aukið samráð Corgan segir að þegar kemur að utanríkisstefnu séu nokkur atriði sem öruggt sé að breytist eftir kosning- arnar. „Þetta eru atriði sem snúast til dæmis um hlutverk bandalagsríkja Bandaríkjanna og um hegðun Banda- ríkjanna innan alþjóðastofnana,“ seg- ir hann. Allir frambjóðendurnir tali um að auka þurfi samráð við banda- lagsríki og endurskoða utanríkis- stefnu Bandaríkjamanna. „Ég held að þetta þýði að stefna Bush sé á fall- anda fæti,“ segir hann og vísar til ein- hliða ákvarðana Bush-stjórnarinnar í alþjóðamálum. „Ég býst við að nýr forseti muni hafa annan stíl á utanríkisstefnu sinni. Sá stíll sem hefur viðgengist hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, en óhætt er að fullyrða að hann hafi verið yfirlætislegur. Þá hefur ekki verið mikið um samráð, heldur hafa ákvarðanir bara verið tilkynntar.“ Af frambjóðendunum þremur segir Corgan Clinton leggja mesta áherslu á samstarf við Evrópuríki. Það þjóni hagsmunum Evrópuríkja því best að hún fari með sigur af hólmi í forseta- kosningunum. Obama leggi áherslu á að betrumbæta Sameinuðu þjóðirnar „en hann horfir ekkert sérstaklega til Evrópu“. McCain segist vilja „banda- lag lýðræðisríkja“ en hann vilji jafn- framt áfram leggja krafta og fjár- magn í Íraksstríðið. En vill Corgan spá um hver verður útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins? „Ertu að grín- ast,“ segir hann hlæjandi. Enn sé langt í landsfund Demókrataflokksins þar sem frambjóðandi flokksins verð- ur útnefndur, en hann fer fram í ágúst. Eins og mál standi í dag virðist Obama geta náð naumum sigri, en ýmislegt geti breyst. Ný utanríkisstefna með nýjum forseta  Bandarísku forsetakosningarnar sérlega spennandi að mati Michael T. Corgan  Á brattann að sækja hjá Clinton Michael T. Corgan Í HNOTSKURN »Corgan telur að ímyndBandaríkjanna breytist með nýjum forseta, einkum ef Barack Obama nær kjöri. »Vinni Obama fái Bandaríkinekki aðeins svartan forseta heldur líka mann sem ber milli- nafnið Hussein. »John McCain skortir aðeinsnokkra tugi kjörmanna til að tryggja sér útnefninguna á landsfundi repúblikana í sept- ember. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is KJÖRSÓKN var dræm í þingkosn- ingunum í Pakistan í gær enda ótt- uðust margir kjósendur að ofstæk- ismenn íslamista myndu efna til árása í tilefni dagsins. Vitað er að 14 manns féllu í átökum í aðdraganda kosninganna á sunnudagskvöld en allt gekk hins vegar tiltölulega frið- samlega í gær, að sögn heimildar- manna. Benda þeir á að oft hafi mun fleiri látið lífið í tengslum við síður mikilvægar kosningar. Búist var við bráðabirgðatölum úr einhverjum kjördæmum seint í gær- kvöldi. Öldungaráð í Peshawar í norðausturhluta landsins ákvað að það bryti í bága við fornar hefðir að konur kysu og var þeim víða meinað að mæta á kjörstað. Helstu stjórn- arandstöðuflokkarnir eru annars vegar Þjóðarflokkur Pakistans (PPP), sem lýtur nú forystu Asifs Ali Zardars, eiginmanns Benazirs Bhutto, hins fallna leiðtoga flokksins og Múslímasamband Pakistans-N (PML-N) undir forystu Nawaz Shar- ifs, fyrrverandi forsætisráðherra. Er talið líklegt að þeir vinni mjög á vegna óvinsælda forseta landsins, Pervez Musharrafs, sem lét þingið kjósa sig í embættið í fyrra. Stjórnarandstaðan hefur sakað Musharraf um að ætla að standa fyr- ir kosningasvikum og er líkleg til að bera brigður á niðurstöðurnar ef þær verða í ósamræmi við væntingarnar. Má þá gera ráð fyrir fjölmennum mótmælum á götum úti og átökum. Kannanir gáfu til kynna að flokkur sem Musharraf styðst við, Múslíma- samband Pakistans-Q (PML-Q), fengi þriðja mesta stuðninginn. Gangi það eftir eru mestar líkur tald- ar á að mynduð verði samsteypu- stjórn PPP og PML-Q. Reuters Sigur? Liðsmenn Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fagna fyrstu tölum í Lahore í gær. Tiltölulega friðsamlegt Öfgamenn efndu ekki til tilræða í Pakistan í gær en þátttaka í þingkosningunum virðist hafa verið lítil 14 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Los Angeles. AP. | Um 65.000 tonn af frosnu nautakjöti frá sláturhúsi Westland/Hallmark Meat Co. í Kaliforníu hafa verið innkölluð að fyrirmælum bandaríska landbún- aðarráðuneytisins. Landbúnaðarráðherra Banda- ríkjanna segir sannanir liggja fyr- ir um að ekki hafi verið haft sam- band við dýralækni þegar einhver hluti dýranna var orðinn ógöngu- fær vegna sjúkleika. Þeim hafi verið, í trássi við bandarísk heil- brigðislög, slátrað og kjötið unnið til neyslu. Yfirvöld sögðu mynd- bandsupptökur að auki sýna starfsfólk sláturhússins veita sjúk- um nautgripunum illa meðferð á leið til slátrunar. Óleyfilegt er að selja kjöt til neyslu í Bandaríkjunum af naut- gripum sem eru ógöngufærir vegna veikinda. Meiri hætta er talin á því að dýrin beri bakt- eríur eða séu veik af kúariðu þar sem ónæm- iskerfi þeirra er oft veikt. Engir sjúkdómar hafa enn verið raktir til kjötsins og er áhættan talin óveruleg. Kjötið var m.a. selt til grunnskóla og hafa 150 skóla- umdæmi auk tveggja skyndibita- keðja hætt við kaup á nautakjöti frá fyrirtækinu. Landbúnaðarráðuneytið hefur sætt gagnrýni vegna málsins. Þrýstihópar segja að ef dýra- verndunarsinna hefði ekki notið við hefði málið aldrei verið af- hjúpað. Gífurlegt magn nautakjöts innkallað vegna sjúkdóma Nautgripir sættu illri meðferð. HUGO Chavez, forseti Venes- úela, hefur mild- að mjög hótanir sínar í garð Bandaríkja- manna. „Við munum ekki stöðva flutninga á olíu til Banda- ríkjanna, höfum ekki gert áætlanir um það,“ sagði forsetinn í hefðbundnum sunnu- dagsþætti sínum í sjónvarpi, „Halló, forseti“, en bætti við að ef Bandaríkja- menn gerðu árás á landið myndi það geta gerst. „Þá verðum við að taka ákvörðun um að láta Bandaríkin ekki fá dropa af olíu. En sem stendur vilj- um við halda áfram að aðstoða bandarísku þjóðina.“ Bandaríska olíufyrirtækið Exx- onMobil segist hafa fengið úrskurð dómara í nokkrum ríkjum um að frystar verði um 12 þúsund millj- ónir dollara af innstæðum ríkisol- íufélagsins í Venesúela, PDVSA, í umræddum ríkjum. ExxonMobil vill bætur fyrir þjóðnýtingu Venesúela á olíulindum á Orinoco-svæðinu, en þar hefur ExxonMobil lengi haft mikil umsvif. Mildari tónn hjá Chavez Hugo Chavez MÖRG hundruð lögreglumenn í París tóku í gær þátt í áhlaupi gegn meintum leiðtogum óeirðanna í hverfinu Villiers-le-Bel í borginni í fyrra. Segist lögreglan hafa hand- tekið 33 af alls 38 manns á leit- arlista sínum. Leiðtogar teknir TALSMENN Sameinuðu þjóðanna saka Erítreumenn um að hindra hundruð friðargæsluliða samtak- anna í að komast frá landinu yfir til Eþíópíu. Gæsluliðarnir eiga að koma í veg fyrir átök á landamær- unum. Gæslulið hindrað VIÐAMIKIL sænsk rannsókn sýnir að börn hegða sér betur og ná betri árangri í lífinu taki faðirinn virkan þátt í uppeldi þeirra. Börnin byrji síður að reykja, fremji síður afbrot, fái betri menntun og líði almennt betur, andlega sem líkamlega. Feður bæta börnin STJÓRNVÖLD í Alsír vilja skila Rússum 15 orrustuþotum af gerð- inni MiG-29 vegna galla í vélunum, að sögn blaðsins Kommersant í gær en Rússar vilja að þeir kaupi þá í staðinn vélar af nýrri gerð. Vopn eru ein helsta útflutningsvara Rússa fyrir utan olíu og gas. Skila MiG-þotum MINNST 35 óbreyttir borgarar létu lífið í sjálfsmorðstilræði talíbana í Spin Boldak í suðaustanverðu Afganistan í gær. Nú er ljóst að yfir 100 manns féllu í öðru sjálfsmorðstilræði nálægt Kandahar á sunnudag. Tilræðinu í gær var beint gegn bílalest kanadískra hermanna í alþjóðlega gæsluliðinu í landinu og munu þrír þeirra hafa særst. Asadullah Khalid, héraðsstjóri í Kandah- ar, sagði að skotmark hryðjuverkamanna á sunnudag hefði verið Abdul Hakim Jan, harður andstæðingur talíbana. Hann var meðal áhorfenda á hundaslag þar sem sjálfsmorðinginn sprengdi sig í mannþröng- inni. Mannskæð tilræði í Afganistan Á verði Bandarískur hermað- ur í austanverðu Afganistan. STUTT Alltaf í sambandi erlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.