Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SKIPULAGSNEFND Akureyrar líst vel á þá hugmynd eigenda Hag- kaups að ný verslun fyrirtækisins verði á lóð Sjafnar við Austursíðu. Þetta er í nyrsta hverfi bæjarins, hinum megin Hörgárbrautar er stórverslun Byko og Húsasmiðjan steinsnar norðar, í Hörgárbyggð. Eigandi Sjafnarhússins og lóð- arinnar er fasteignafélagið Landic Property, sem er að hluta til í eigu Baugs. Þyrping er þróunarfélag Landic Property og segir fram- kvæmdastjóri þess, G. Oddur Víð- isson, að félagið hafi sent inn fyr- irspurn til skipulagsnefndar vegna þessa, í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvort það borgaði sig að halda áfram vinnu við hugmyndina. „Skipulagsnefnd tekur undir áform fyrirtækisins um uppbygg- ingu matvöruverslunar á reitnum og felur skipulagsstjóra að gera að- alskipulagsbreytingu í samræmi við tillöguna. Umsækjanda er heim- ilt í framhaldi af því að gera tillögu að deiliskipulagi reitsins,“ segir í nýjustu fundargerð nefndarinnar. G. Oddur segir að ef af fram- kvæmdum verði muni Sjafnarhúsið standa áfram óbreytt en mikið rými er á lóðinni, vestan og norðan við húsið. Framkvæmdir gætu hafist á haustdögum. Árvakur/Skapti Hallgrímsson Hagkaup gæti byggt á lóð Sjafnar Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segist ekki búinn að mynda sér skoðun á því hvort staðsetja eigi eina af fjórum björg- unarþyrlum Landhelgisgæslunnar á Akureyri og það eru Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri og flokkssystur Guðlaugs, mikil vonbrigði. Á opnum fundi sjálfstæðismanna á Akureyri fyrir helgi spurði Þor- valdur Ingvarsson ráðherrann um þyrlumálið en þess má geta að Þor- valdur er framkvæmdastjóri lækn- inga við Sjúkrahúsið á Akureyri og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Norðausturkjördæmi. Níu af tíu þingmönnum í kjör- dæminu og úr öllum flokkum lögðu nýverið fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þyrlubjörgunar- sveit á Akureyri og bæjarráð Ak- ureyrar tók undir þá ályktun í bók- un á dögunum. „Í skýrslu dómsmálaráðherra í hittifyrra var einblínt á Reykjavík og að það væri meginhlutverk þyrlu að flytja fólk á sjúkrahús í höfuð- borginni. Mér finnst hins vegar að við eigum að horfa á málin eins og gert er á hinum Norðurlöndunum og á Nýja-Sjálandi, og staðsetja þyrlu sem best fyrir alla lands- menn. Akureyri er óumdeilanlega nær miðju landsins en suðvestur- hornið og þyrla hér gæti því annað töluvert stærra svæði landsins á skömmum tíma en þyrla í Reykja- vík,“ sagði Sigrún Björk við Morg- unblaðið í gær og segist vilja ákveðna framtíðarsýn. „Það er oft talað um að fjölga opinberum störf- um úti á landi og vitað mál að það er auðveldara ef störfin eru ný en að þau séu flutt.“ Það segir hún að hafa beri í huga nú vegna þess að „mín tilfinning er sú að færa eigi allar þyrlurnar til Keflavíkur og þá yrði leiðin norður í land enn lengri en ef þær væru í Reykjavík“. Og ef byrjað væri á því að staðsetja þyrl- urnar í Keflavík yrði, miðað við reynsluna, erfiðara að færa eina norður í land síðar. „Mér finnst brýnt að núna, þegar verið er að hugsa þyrlumálin alveg upp á nýtt á Íslandi, verði frá upp- hafi miðað við þarfir landsins og legu,“ sagði Sigrún Björk í samtali við Morgunblaðið. Hún segir Ak- ureyrarbæ hafa sent ráðherra og ríkisstjórn frábærlega unnar skýrslur af Sveinbirni Dúasyni, varðstjóra hjá Slökkviliði Akureyr- ar, og Birni Gunnarssyni lækni og í raun bent á öll nauðsynleg rök fyrir því að ein þyrlan verði á Akureyri. „Ég kaupi einfaldlega ekki þau rök að allar fjórar verði að vera í Kefla- vík,“ sagði Sigrún Björk. Sigrún vonsvikin með svar Guðlaugs Þórs Árvakur/Skapti Hallgrímsson Á vettvangi Þyrla Landhelgisgæslunnar var stödd á Sauðárkróki þegar slys varð í Hlíðarfjalli fyrir nokkrum misserum og því fljót á vettvang. Í HNOTSKURN »Það að hafa björgunarþyrlustaðsetta á Akureyri styttir útkallstímann þar til björgun berst um einn og hálfan klukku- tíma fyrir þá sem eru norðan og austan við Akureyri, sagði Svein- björn Dúason, varðstjóri í Slökkviliðinu á Akureyri, í Morg- unblaðinu í fyrra. SKIPULAGSSTOFNUN hefur ákveðið að framkvæmdir vegna lengingar flugbrautar til suðurs á Akureyrarflugvelli þurfi ekki í um- hverfismat. Í frétt á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi segir að lenging braut- arinnar ásamt gerð vegslóða, upp- setningu aðflugsljósa og gerð örygg- issvæða meðfram braut, öryggissvæðis við suðurenda flug- brautar auk byggingar flughlaðs norðan flugstöðvarbyggingar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtals- verð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun vekur athygli á að framkvæmdirnar eru háðar fram- kvæmdaleyfi Akureyrar og Eyja- fjarðarsveitar og starfsleyfi Heil- brigðiseftirlits Norðurlands eystra skv. reglugerð um starfsleyfi fyrir starfsemi sem getur haft í för með sér mengun. Um er að ræða lengingu flug- brautarinnar um 460 m til suðurs. Kæra má ákvörðun Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra. Kærufrestur er til 25. mars. Umhverfis- mat óþarft Á LÖGFRÆÐITORGI Háskólans á Akureyri í dag halda fyrirlestur nemendur sem keppa fyrir hönd skólans í undankeppni alþjóðlegrar málflutningskeppni sem kennd er við Philip C. Jessup. HA sigraði í ís- lensku undankeppninni 2005 og tók þátt í úrslitakeppninni í Washington árið eftir. HA mætir HÍ og HR um helgina. Lögfræðitorg dagsins hefst kl. 12 í stofu L 201 á Sólborg. Lið HA á Lög- fræðitorgi ♦♦♦ Höfn | Þrjú erlend og sex íslensk blúsbönd koma fram á Blúshátíð- inni Norðurljósablús 2008. Hún verður haldin í þriðja sinn á Höfn 29. febrúar til 2. mars nk. Að þessu sinni var ákveðið að gefa ungu ís- lensku blústónlistarfólki tækifæri til að koma fram og jafnframt að kynna tónlistarmenn frá Norður- löndunum fyrir landsmönnum. Hljómsveitirnar sem koma er- lendis frá eru Øernes blues band frá Danmörku, Street Cowboys frá Smálöndunum í Svíþjóð og Emil & the Ecstatics frá Svíþjóð. Íslensku sveitirnar eru Grasrætur frá Hafn- arfirði, Johnny and the rest frá Reykjavík, Blúsbrot frá Stöðv- arfirði og Vax frá Egilsstöðum. Tvö hornfirsk bönd leika á hátíð- inni, Mæðusveitin Sigurbjörn og Hulda Rós og rökkurtríóið frá Hornafirði. Endasprettur í undirbúningi Norðurljósablúss Egilsstaðir | Héraðsskjalasafn Aust- urlands hyggst ráða í tvö störf tím- bundið vegna verkefnis um að koma manntali á tölvutækt form. Þjóðskjalasafn hefur gert samning við héraðsskjalasöfn á Austurlandi, Sauðárkróki og Vestmannaeyjum sem munu annast tölvuskráningu tíu íslenskra manntala frá 19. og 20. öld, svo að þau verði aðgengileg almenningi. Er verkefnið tengt mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna kvótaniðurskurðar og veitt- ar 240 milljónir alls til þess út árið 2009. Alls verða til 22 ársverk á landsbyggðinni vegna skráningar manntalanna. Manntal hefur ekki verið tekið á Íslandi frá árinu 1981. Manntöl frá 19. og 20. öld tölvuskráð í skjalasöfnum Eftir Kristínu Ágústsdóttur NORÐFIRÐINGAR vilja hafa nýjan veg að Norðfjarðargöngum sunnan Norðfjarðarár. Á íbúafundi sem haldinn var 13. febrúar sl. í tengslum við gerð aðalskipulags fyrir Fjarðabyggð, kom fram skýr vilji þeirra íbúa sem mættu á fund- inn til að hafa veg að Norðfjarð- argöngum sunnan Norðfjarðarár. Báru fundarmenn fram ýmis rök máli sínu til stuðnings, s.s. veð- urfar, vegtæknileg atriði, útivist- argildi og annað slíkt. Tveir kostir tiltækir Vegagerðin hefur í matsáætlun sinni kynnt tvo kosti um legu veg- arins í Norðfirði, annars vegar norðan og hins vegar sunnan Norð- fjarðarár. Enn er þó verið að vinna að frekari útfærslu veglína auk þess sem ekki er búið að staðsetja gangamunnann. Ýmislegt annað var rætt á fundinum, m.a. hvernig íbúar í Neskaupstað sæju fyrir sér verndun sögunnar og þéttingu byggðar og uppbyggingu útivist- arstíga. Fundurinn var sæmilega sóttur og tókst mjög vel. Vilja veg sunnan Norðfjarðarár Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Sammála Best þykir að hafa veg að göngum sunnan Norðfjarðarár.   ! "                #  $                       $%  &     '     Veglína Vegagerðin hefur í matsáætlun kynnt tvo kosti um legu vegar í Norðfirði að Norðfjarðargöngum. Staðsetning gangamunna er óákveðin. Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Fyrir skemmstu stóðu starfs- menn Nesskóla í Neskaup- stað fyrir styrktar- og upp- byggingarkvöldi fyrir Matthildi Matthíasdóttir, sem nýlega greindist með alvarlegan og sjaldgæfan erfðasjúkdóm sem leggst á lifrina. Með þessu vildu Norð- firðingar sýna samkennd sína í verki og styðja Matt- hildi og fjölskyldu hennar í þeirra erfiðu baráttu. Skemmtileg dagskrá var borin uppi af ungu fólki sem söng og lék við hvern sinn fingur. Óhætt að segja að samkennd og hlýhugur hafi einkennt samkomuna sem var vel sótt, en fullt var út úr dyrum í sal Nesskóla og hlýhugur í garð Matthildar og fjöl- skyldu hennar auðsær hjá gestum. Matthildur, sem er 24 ára gömul, greindist með svokallaðan Wilson- sjúkdóm fyrir fjórum mánuðum og var í snatri flutt á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn til meðferðar, þar sem hún hefur dvalist síðan ásamt foreldrum sínum. Nauðsynlegt var að skipta um lifur í Matthildi og fékk hún nýja lifur í lok október sl. Bati hefur gengið hægt eftir lifrar- ígræðsluna og bíður Matthildur þess nú að fá aðra lifur. Fylgjast má með Matthildi á blogginu: http://matta.xblogg.is/. Veikri stúlku sýndur samhugur í verki Hlýja Norðfirðingar sýna veikri stúlku sam- hug á styrktarsamkomu. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Egilsstaðir | Minjasafn Austur- lands, Museum Nord í Vesterålen og Donegal County Museum á Írlandi vinna nú að sameiginlegri sýningu sem opna á samtímis á stöðunum þremur í sumarbyrjun. Þema sýn- ingarinnar verður að skoða hvað líkt er og ólíkt með hefðbundinni miðlun menningararfsins á svæðunum og á að nota sauðkindina og ullina til að varpa ljósi á þessa þætti. M.a. með því að skoða kindina í landslagi, hefðbundna ullarvinnslu, muni úr ull sem notaðir eru sem tákn fyrir sjálfsmynd viðkomandi svæðis og jafnvel þjóðarinnar allrar og nútíma- hönnun og list sem notast við ull og kindina sjálfa. Minjasafn og Menn- ingarráð Austurlands leita nú aust- firskra samstarfsaðila til þátttöku í undirbúningshóp að verkefninu og er Elfa Hlín Pétursdóttir tengiliður. Sauðkindur þriggja landa sameinast í menningunni AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.