Morgunblaðið - 19.02.2008, Side 19

Morgunblaðið - 19.02.2008, Side 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 19 Gunnar Kr. Sigurjónsson hefurbarið saman limrur á bloggi sínu gunnarkr.blog.is. „Þær urðu til af ýmsu tilefni, sumar vegna ákveðinna frétta í Morgunblaðinu, aðrar bara út í loftið, sérstaklega ef ég datt niður á góð þríliða rímorð.“ Hann yrkir: Vinur minn, Vilhjálmur Jósafat veitingamaður, hjá Rósa sat: „Paprikupasta, já punktur og basta, ég dýrka - og allskonar dósamat.“ Það getur verið erfið glíma að ríma: Eins og Páll löngu mér lofaði, er létti í hans kolli og rofaði. (Skelfileg glíma er glíman að ríma.) En hann svaf ekki neitt, heldur „sofaði“. Loks yrkir Gunnar: Það var eitt sinn háttsettur hr. sem hamslaust var nebbann að þr. Hann úðaði í nefið, mjög alvörugefið, en hélt síðan áfram að hnr. Jón Gissurarson hefur gaman af því að skensast í bundnu máli: Margt er nú í veröld valt við þó svara megum hér. Hið góða þökkum þúsundfalt, en þolum hitt sem verra er. Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum yrkir um borgarmálin: Gengi hans er voða valt vilja ánn margir grilla. Vinir ættu að setja salt á svellið fyrir Villa. Allt er gengi Villa valt og voða lítið traust. Félagarnir setja salt í sárin frá í haust. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af pasta og limrum ELSKAR hann mig, elskar hann mig ekki … Það getur stundum verið erfitt að átta sig á því hvaða hug kærastinn/an ber til manns og þá er ekki verra að geta leitað á náðir tækninnar. Kóreanska símafyrirtækið KFT setti nýlega á markað far- síma sem á að geta dregið fram í dagsljósið þann huga sem elsk- huginn ber raunverulega til manns. „Farsíminn getur greint hvort sá sem maður talar við í símann talar með nægri ástúð,“ segir fréttastofa Reuters. „Við þróuðum þessa tækni af því að við töldum að fólk vildi gjarnan vita hverjar tilfinningar annarra í þess garð væru,“ hefur fréttastofan eftir Ahn Hee-jung, talsmanni KFT. Á meðan talað er í símann getur maður fylgst með ástar- mæli sem slær út, þegar ástin leynist í loftinu. Eftir að sam- talinu lýkur er síðan hægt að skoða nákvæmlega, hversu mikil væntumþykja, undrun, einbeiting og heiðarleiki leynist í röddinni á hinum enda línunnar. Morgunblaðið/ÞÖK Elskar hann mig? Það er ekki slæmt að nota símann til að mæla ástina. Ástar- tónninn mældur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Aðalmiðlarar með ríkisverðbréf eru: Fjármálaráðuneytið Arnarhvoli við Lindargötu • 150 Reykjavík sími 545 9200 • bréfasími 562 8280 • postur@fjr.stjr.is Sölufyrirkomulag: Nýr flokkur óverðtryggðra ríkisbréfa til ellefu ára Ný leið til ávöxtunar Ríkissjóður gefur út nýjan flokk ríkisbréfa til ellefu ára. Ríkisbréfin eru óverðtryggð og bera ársvexti sem greiðast eftir á, 26. febrúar ár hvert. Árlegir nafnvextir ákvarðast í kjölfar fyrsta útboðs. Auðkenni flokksins er RIKB 19 0226. Flokkurinn verður skráður í kerfi OMX Nordic Exchange Iceland og verður viðskiptavakt í höndum aðalmiðlara ríkisverðbréfa sem mun tryggja seljanleika á eftirmarkaði. Fyrsta útboð RIKB 19 0226 verður haldið 21. febrúar klukkan 14.00. Til að taka þátt í útboðinu þarf að hafa samband við einhvern af eftirtöldum aðalmiðlurum ríkisverðbréfa en þeir hafa einir heimild til að leggja fram tilboð fyrir hönd fjárfesta. Glitnir Icebank Kaupþing banki Landsbanki Íslands MP Fjárfestingarbanki Saga Capital Fjárfestingarbanki Straumur Fjárfestingarbanki Ánægðustu viðskiptavinir farsímafyrirtækja Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2007

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.