Morgunblaðið - 19.02.2008, Page 22

Morgunblaðið - 19.02.2008, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÚRELT VIÐHORF RÚSSA Rússar hafa farið fyrir þeimsem hvað ákafast hafa tekiðundir andstöðu Serba við sjálfstæði Kosovo. Í gær leituðu þeir stuðnings í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna við kröfu um að lýsa sjálf- stæðisyfirlýsingu Kosovo ógilda. Boris Tadic, forseti Serbíu, kom fyr- ir öryggisráðið og hvatti það til að- gerða. Hann sagði að afleiðingar ein- hliða ákvörðunar Kosovo um að slíta sambandinu við Serbíu myndu skapa „fordæmi, sem mun valda alþjóðlegri skipan mála óbætanlegum skaða“. Rússneska þingið gaf út viðvörun um að þau lönd, sem viðurkenndu Kos- ovo bæru „fulla ábyrgð á því að spenna mun óhjákvæmilega aukast í kringum landadeildur, sem fyrir eru, og ýta undir að nýjar komi fram“. Rússar halda því fram að sjálfstæð- isyfirlýsing Kosovo sé í trássi við þjóðarétt og standist ekki ályktanir öryggisráðsins. Hins vegar er ljóst að þeir munu ekki fá stuðning örygg- isráðsins til að lýsa sjálfstæðisyfir- lýsinguna ógilda. En hvað gengur Rússum til með andstöðu sinni? Hvers vegna ætlast þeir til að íbúar Kosovo, sem flestir eru albanskir að uppruna, sætti sig við yfirráð Serba eftir allt sem á undan er gengið? Tíu þúsund manns voru myrt í stríðinu í Kosovo 1998 til 1999 og átta hundruð þúsund manns hrakin úr landi. Það er næstum því helmingur þjóðarinnar. Ein ástæðan er valdatafl hins rússneska stórveldis. Þeir vilja tryggja sér áhrif með því að styðja kröfur Serba, hversu óraunhæfar sem þær eru í raun. Hins vegar er ljóst að Rússar munu ekki láta sverfa til stáls vegna málsins og í Serbíu mátti þegar í gær heyra gagnrýni á rússneska ráðamenn fyr- ir að hafa ekki mátt til að standa við stóru orðin. Önnur ástæða er ólga innan Rúss- lands. Hernaður Rússa á hendur Téténum var mun grimmilegri en átökin á Balkanskaga. Alþjóðasam- félagið, sem skakkaði leikin til að stöðva blóðsúthellingar Slobodans Milosevic í Kosovo, sat hins vegar hjálparvana hjá á meðan Rússar gengu á milli bols og höfuðs á Tétén- um. Nú óttast Rússar að aðskilnað- arsinnar í Abkazíu og Suður-Ossetíu fari að fordæmi Kosovo. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða er mikilvægur. Á undanförnum árum hefur annars vegar átt sér stað þró- un þar sem undirokaðar þjóðir leita sjálfstæðis og hins vegar til þess að auka vald yfirþjóðlegra stofnana. Framkoma Rússa við aðrar þjóðir, sem búa innan landamæra Rúss- lands, ber því vitni að málflutningur þeirra snýst um land en ekki fólk. Það sama á við um málflutning þeirra um Kosovo. Framkoma Serba gagnvart Kosovo-Albönum sýnir að stefna þeirra snýst um land en ekki fólk. Í þessu máli eru Rússar tals- menn úreltra viðhorfa. AÐ LÁTA EKKI DEIGAN SÍGA Í Lesbók síðastliðinn laugardagvar þeirrar spurningar spurt í fréttaskýringu Einars Fals Ingólfs- sonar hvort allir „græddu á menn- ingunni“. Þar kemur fram að á síð- ustu árum hafi einkageirinn stutt mun betur við menningu en áður tíðkaðist hér á landi, en nú óttist margir að draga muni úr stuðningi ef harðnar á dalnum í viðskiptalífi landsmanna. Víst er að hefð fyrir markvissum og faglegum stuðningi atvinnulífsins við listir á sér ekki langa hefð hér á landi og ef horfið verður til fyrra ástands er hætt við að verulega verði vegið að baklandi menningarlífsins. Sú jákvæða ímynd sem fyrirtæki skapa sér með því að fjárfesta í menningu er ekki síður mikilvæg þegar hart er í ári heldur en á uppgangstímum; sú samfélags- lega ábyrgð sem þannig er sýnd í verki getur ekki verið annað en já- kvæð. En fyrirtækin geta að sjálf- sögðu ekki réttlætt áframhaldandi framlög til menningarmála nema þau séu réttum megin við núllið – og von- andi verður það raunin En spyrja má hvert menningin geti leitað til að bæta sér upp tekju- missi ef fyrirtæki halda að sér hönd- um á næstunni. Við þá spurningu beinast böndin óhjákvæmileg að hin- um skapandi stéttum sjálfum og auð- vitað hinu opinbera – ríki og sveit- arfélögum. Eins og fram kom í fréttaskýring- unni er framlag listamanna sjálfra til menningarlífsins gríðarlegt. Fæstir listamenn sem eru í fastri vinnu við listsköpun sína, svo sem leikarar og tónlistarmenn, eru á háum launum. Aðrir hafa engar tryggar tekjur en njóta sumir hverjir styrkja, svo sem listamannalauna, um stundarsakir. Þessir aðilar leggja mikið og óeig- ingjarnt starf fram til þjóðfélagsins. Úr sköpunarmætti þeirra verða af- urðir menningarinnar að miklu leyti til – hið opinbera, einkafyrirtækin og neytendur sjá síðan um restina með því að fjármagna þann ramma er menningarlífið þrífst í. Ljóst er að listamenn geta ekki fjármagnað stofnanir menningarinnar með meira afgerandi hætti en þeir gera nú þeg- ar á Íslandi. Það virðist því augljóst að hið opinbera hljóti að þurfa að huga að hvernig það getur stuðlað að því að menningarskútan haldi sjó þrátt fyrir ágjöf – afleiðingarnar af minni menningarframleiðslu gætu að öðrum kosti skotið okkar líflegu menningarlegu ásýnd aftur til for- tíðar á stuttum tíma. Því má ekki gleyma að menning er atvinnuskapandi, gríðarlega stór þáttur í þjóðlífinu og ef til vill veiga- meiri þáttur í sjálfsmynd okkar út á við um þessar mundir en nokkur annar atvinnuvegur. Þegar allt kem- ur til alls „græða allir á menning- unni“ og það er vitaskuld mjög mik- ilvægt að láta ekki deiga síga þar þótt framlög einkageirans kunni að dragast tímabundið saman. Að öðr- um kosti fýkur sá ávinningur sem menningarlífið hefur skapað þjóðinni á undanförnum árum fljótt út í veður og vind. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Andra Karl andri@mbl.is EFNAHAGSLEG áhrif af nýgerðum kjarasamn- ingum aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins taka á margan hátt mið af framkvæmd samninganna. Hætta er á launa- skriði í kjölfar mikilla hækkana á lægstu töxtum og eins geta samningarnir haft verðbólguhvetj- andi áhrif til skemmri tíma litið. Samningarnir eru þó til þess fallnir að auka stöðugleika í hagkerfinu þegar líður á seinni hluta samningstímans. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðbrögðum for- svarsmanna greiningardeilda bankanna. Kjarasamningarnir fela í sér að almennir launa- taxtar hækka um 18.000 krónur við undirskrift, 13.500 kr. á næsta ári og 6.500 kr. árið 2010. Launataxtar iðnaðarmanna og skrifstofufólks hækka frekar eða um 21.000 kr. við undirskrift, 17.500 kr. á næsta ári og 10.500 kr. árið 2010. „Yfirleitt þegar svona miklar hækkanir hafa orðið á lægstu launatöxtunum hefur það leitt til mikilla launahækkana í gegnum kerfið,“ segir Ás- geir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. „En svo aftur á móti má velta fyrir sér hvort launaskriðið hafi verið svo mikið undanfarin misseri að raunveruleg laun séu komin langt upp fyrir taxtana og áhrifin verði því minni nú ofar í launastiganum.“ Hann veltir og fyrir sér hversu margir séu raunverulega á strípuðum töxtum og hversu margir á launakjörum sem taka mið af töxtum, s.s. álagi á taxtalaun. Ennfremur hvernig atvinnurekendum munu takast að láta hækkanir aðeins koma til þeirra sem þegar hafa notið launa- skriðs. Hagkerfið er hins vegar á leið í kólnun, þannig að það kann að auðvelda framkvæmd samninganna. Ásgeir telur gott að samningarnir séu til þriggja ára og telur að það stuðli að efnahags- legum stöðugleika. Í Hálffimm fréttum kemur fram að vart verði önnur ályktun dregin en að samningarnir séu verðbólguhvetjandi til skamms tíma og að sum fyrirtæki muni velta þeim að ein- hverju leyti út í verðlagið á næstu mánuðum. „En þó að mögulega gætu orðið einhverjar hækkanir í byrjun samningstímans virðast samningarnir minnka hættuna á víxlhækkun launa og verðlags á næstu þremur árum sem hefur verið áhyggjuefni Seðlabankans. Spurður út í framlag ríkisstjórnarinnar segir Ásgeir það að miklu leyti skynsamlegt. Hann er þó ekki hrifinn af hækkun persónuafsláttar. „Hækkun persónuafsláttar er dýrasta leið að t v á l h a M u Verðbólguhvetj Karphúsið Greiningardeildir bankanna eru almenn  Greiningardeildir Kaupþings og Glitnis telja hættu á stöðugleika í hagkerfinu á seinni hluta samningstíman Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is AUKINN kostnaður atvinnurek- enda vegna kjarasamninganna sem voru undirritaðir um helgina skiptist mjög misjafnlega milli at- vinnugreina, að sögn Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA). Ákveðnir geirar iðnaðarins, fisk- vinnsla, ferðaþjónusta og verslun beri mestan kostnað. Þá hækki kostnaður fyrirtækja á lands- byggðinni meira en annarra af þeirri ástæðu að þar séu laun frekar greidd eftir launatöxtum. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Vilhjálmur að kostn- aður atvinnulífsins í heild af samningunum á þessu ári næmi um 4% af heildarlaunagreiðslum. Innifaldir væru allir hliðarliðir s.s. aukið orlof, endurhæfing, aukin réttindi vegna veikinda barna o.s.frv. Erfiðara væri að sjá fyrir hver kostnaðurinn yrði á næsta ári en slegið hefði verið á að kostnaðaraukningin næmi 3%. Árið 2010 næmi kostnaðarhækk- unin um 2,5%. „Kostn- aðarhækkunin er mjög mis- munandi bæði eftir ein- staklingum og fyrirtækjum af því að það er engin flöt launahækkun,“ sagði Vil- hjálmur. Það skipti því gríðarlega miklu máli hvort fyrirtæki greiddu laun samkvæmt taxta eða ekki. Þær greinar atvinnulífsins sem myndu bera hæsta kostnað væri mat- vælaiðnaður, fiskvinnsla, ferðaþjón- usta og hluti af versluninni, vænt- anlega helst matvöruverslanir. „Þarna er byrðin þyngst og þessi fyrirtæki þurfa ákveðið svigrúm í sambandi við verðlagningu,“ sagði hann. Einhver fyrirtæki yrðu að hækka verð á sínum vörum og þjónustu en á hinn bóginn væru mjög mörg sem þyrftu ekkert að hækka verð. Að sögn Vilhjálms nema launa- greiðslur á almennum vinnumark- aði um 500 milljörðum á Samningarnir sem hefði v skrifað undir um helgina til launa upp á 300-400 m Hækkun launa í ár gæti þ ið 12-16 milljörðum. Árið gæti kostnaðaraukinn num milljörðum og 7,5-10 millj árið 2010. Skattalækkun leiðir ti aukinna skattgreiðsln Í yfirlýsingu ríkisstjórnar sem gefin var út um helg kemur fram að tekjuskat irtækja verði lækkaður ú 15%. Vilhjálmur var í gæ gjörlega ófáanlegur til að um þessa skattalækkun s hvers konar sparnað fyrir vinnulífið. „Við höfum rei með því að fyrirtæki myn með að borga meira í ríki sagði hann. Það hefði nef sýnt sig að þegar tekjusk fyrirtæki var lækkaður ú hefði það haft í för með s ar tekjur til ríkissjóðs þv unin hefði hvatt fyrirtæk festinga og uppbyggingar Meiri kostn- aður á lands- byggðinni Ákveðnir geirar iðnaðar, fiskvinnsla, ferðaþjónusta o verslun bera mestan kostnað af kjarasamningunum Vilhjálmur Egilsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.