Morgunblaðið - 19.02.2008, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÝLEG úttekt Vísbendingar um
stöðu sveitarfélaga varðandi bú-
setugæði er mjög athyglisverð fyrir
margra hluta sakir. Í úttektinni eru
gefnar einkunnir fyrir fimm efna-
hagslega þætti sem gilda hver um sig
fimmtung í lokaeinkunn. Í fyrsta lagi
vöktu athygli mína þau
sveitarfélög sem lenda í
fyrstu þrem sætunum,
Garðabær, Seltjarn-
arnes og Mosfellsbær,
þessi þrjú sveitarfélög
sem hafa boðið íbúum
sínum upp á meiri þjón-
ustu, gæði og stöð-
ugleika en víðast ann-
ars staðar. Á þessum
stöðum hafa sjálfstæð-
ismenn, ýmist einir eða
í samstarfi við aðra,
haldið um stjórn-
artaumana og m.a er
eitt af einkennum
þeirra traust og trú-
verðug fjármálastjórn.
Framþróun stöðvuð
En það var ekki allt
sem gladdi á þessum
lista. Sveitarfélagið
mitt, Álftanes, hafði
fallið um 31 sæti á list-
anum, eða úr 5. í það
36. Þetta mikla fall
hlýtur að vekja talsverða athygli þótt
okkur íbúum komi þetta ekki svo
ýkjamikið á óvart. Við síðustu kosn-
ingar urðu þáttaskil í stjórnun sveit-
arfélagsins, D-listinn, listi Sjálfs-
stæðisfélagsins, lét af völdum og við
tók Á-listinn sem leiddur er af flokki
bæjarstjórans, Vinstri grænum.
Nýju valdhafarnir tóku strax til
óspilltra málanna og stöðvuðu það
framþróunarferli sem D-listinn hafði
leitt, fyrst og fremst með því að
stöðva uppbyggingu miðsvæðisins.
Að glopra tækifærunum þar úr hönd-
um sveitarfélagsins hlýtur að teljast
meiri háttar mistök ef ekki hreint
klúður. Því til viðbótar hafa fasteignir
verið seldar fasteignafyrirtækjum og
því skuldbindið sveitarfélagið til
a.m.k. 150 milljóna leigugreiðslna til
þeirra næstu 30 árin. Tugum milljóna
hefur verið eytt í arkitekta og hönn-
unarferli miðsvæðisins
sem af bæjarstjóra hef-
ur verið kallaður
grænn miðbær. Staðan
er orðin mjög alvarleg
og á síðasta reikn-
ingsári var halli bæj-
arsjóðs þriðjungur af
rekstrartekjum. Bæj-
arstjórn hefur nú þegar
fengið aðvörun frá eft-
irlitsstofnun með fjár-
málum sveitarfélaga
vegna bágrar fjár-
málastöðu.
Pattstaða
Það dæmalausa klúð-
ur í hönnun og und-
irbúningi miðsvæðisins
hefur orðið þess
valdandi að ekkert hef-
ur gerst í uppbyggingu
þess auk þess sem gíf-
urleg óánægja er með
hönnun þess, sbr. að
helmingur atkvæð-
isbærra íbúa sá ástæðu
til skriflegra athugasemda við skipu-
lagið. Nú er staðan þannig að mikill
samdráttur er fyrirsjáanlegur á
byggingamarkaði sökum fjárskorts
og valda því tafirnar enn meiri vand-
ræðum en ella. Ekki verður því séð
að verktakar stökkvi til þegar og ef
áætlanir um uppbyggingu svæðisins
komast á koppinn. Málið er því komið
í pattstöðu sem erfitt verður að sjá
hvernig bæjarstjórn ætlar að vinna
sig út úr.
Ástæður fjárhagsvandræða
Hvað varðar fall Álftaness á lista
draumasveitafélaganna kennir bæj-
arstjóri því um D-listinn hafi skilið
illa við fjármálin. Ef staðreyndir
málsins eru skoðaðar þá lá tilbúið og
samþykkt skipulag miðsvæðisins fyr-
ir á árinu 2006. Búið var að gera víð-
tæka, hagstæða samninga um upp-
bygginguna. Síðan gerist það að
meirihluti D-listans lét af völdum á
miðju ári 2006. Síðan þá hefur Sig-
urður og hans félagar í Á-listanum
haldið um stjórnartaumana og köst-
uðu þeir allri þeirri vinnu og samn-
ingum sem gerðir höfðu verið fyrir
róða með tilheyrandi fjárútlátum og
settu því uppbygginguna aftur á
byrjunarreit. Það er í hnotskurn sá
vandi sem bæjarstjórn glímir við í
dag. Í síðustu könnun Vísbendingar
fyrir árið 2006 var Álftanes í 5. sæti.
Hvers vegna? Hafði D-listinn ekki
verið við stjórn árin þar á undan?
Eins og bæjarstjórans er vandi býður
hann almenningi upp á rangfærslur,
orðhengilshátt og útúrsnúninga þeg-
ar hann er spurður um óþægileg mál
sem þetta. Útsvar Álftnesinga er í
toppi auk þess sem fasteignagjöld
eru með því hæsta sem gerist.
Einnota bæjarstjórn
Könnun Vísbendingar segir okkur
sögu. Sögu um fjármálaóstjórn, rang-
ar, vanhugsaðar framkvæmdir og tál-
sýnir um atvinnuuppbyggingu, hót-
elturn, grænan miðbæ (hvað sem það
annars táknar). Þetta ævintýri Á-
listans er komið út í mýri og bregðast
þarf skjótt við og stöðva sem fyrst ef
ekki á að fara verr en orðið er. Bæj-
arstjórinn og hans fólk hagar sér eins
og fílar í postulínsverslun, virða ekki
skoðanir og vilja bæjarbúa og engu
líkara en þau hafi ekki hug á trausti
og velvild þeirra. Það á að demba yfir
íbúana eins miklu af draumsýnum
bæjarstjórans á kjörtímabilinu eins
og mögulegt er. Hann veit sem er.
Með þessu áframhaldi mun þessi
meirihluti sem hann styðst við ekki
ná endurkjöri.
Því sitjum við uppi með einnota
bæjarstjórn.
Er bæjarstjórn
Álftaness einnota?
Sveinn Ingi Lýðsson skrifar um
sveitarstjórnarmál á Álftanesi
»Eins og bæj-
arstjórans er
vandi býður
hann almenningi
upp á rang-
færslur, orð-
hengilshátt og
útúrsnúninga …
Sveinn Ingi Lýðsson
Höfundur er íbúi á Álftanesi.
ástæðu til að gera at-
hugasemdir við þenn-
an boðskap og tel
raunar að það ætti að
vera mikið áhyggju-
efni fyrir meðlimi
stærsta trúarsafnaðar
landsins hvernig leið-
toginn hefur hagað
málflutningi sínum.
Sem málsvari
kristninnar lýsir bisk-
up eðlilega dásemdum
trúar á Guð og Jesú
Krist. Slík málsvörn
getur þó verið með
ýmsu móti, en til
grundvallar henni
liggur vanalega hin
„helga“ bók, Biblían.
Öflugustu málsvara
„helgra“ rita köllum við bókstafs-
trúarmenn. Það er síðan háð viðkom-
andi samfélagi hverjar afleiðingar
trúarvissu eru: menn drepnir fyrir að
trúa ekki á „réttan“ guð eða meinað
um full réttindi vegna „rangrar“ kyn-
hneigðar. Það kann að vera langur
vegur þarna á milli, en rótin er sú
sama – vissan um sannleika þess sem
ritað er í „bók bókanna“ – „grundvöll
hins góða samfélags“.
Biskup er viss. Trúin er grundvöll-
ur siðferðis, en trúleysi mann-
skemmandi. Það er ekki ætlun mín
hér að rökræða gildi trúar. Menn
deila um hvort trúarbrögðin hafi ver-
ið mikill orsakavaldur styrjalda og
hamlað þróun mannréttinda eða ver-
ið okkar helsta framfaraafl og sá
áhrifahvati sem gerði raunvísindin
yfirhöfuð möguleg, eins og biskup
hélt nýlega fram4). Ég læt hér nægja
að fullyrða að jákvæð áhrif trúar eru
umdeilanleg.
Trúarbrögð hafa flest þróast í já-
kvæða átt, þótt þau séu misjafnlega
stödd á þeirri vegferð, sbr. það of-
* Grein þessi er endurbirt vegna
mistaka í tæknivinnslu.
FELST hætta í því að viðurkenna
að það eitt að líta í augu barna okkar
eða faðma ástvini geti fyllt okkur
kærleika, án þess að trúa á fórn-
ardauða og upprisu Jesú? Er
náungakærleikurinn sprottinn úr
jarðvegi trúar á guð, en trúleysi sál-
ardeyðandi og mannskemmandi?1)
Þetta virðist skoðun æðsta manns
þjóðkirkjunnar, biskups Íslands.
Samkvæmt því er trú á Guð upp-
spretta alls hins besta í samfélaginu.
Trúleysi hins vegar ógn við mannlegt
samfélag og uppeldi barna2), ávísun á
helsi, hatur og dauða3). Þetta eru
skilaboð biskups til okkar sem höfum
„úthýst“ Guði úr lífi okkar. Ég sé
stæki sem íslam getur af
sér. Hin vestræna lút-
erska kirkja er kannski
lengst komin í að losa
sig við bábiljur sem áður
voru bjargföst trú.
Fljótt á litið mætti
álykta að hún hefði sam-
þykkt flestar nið-
urstöður vísindanna.
Biskup lofar vísindin og
treystir væntanlega að
miklu leyti á það sem
þau segja okkur. Þegar
hins vegar kemur að
kenningum um þróun
siðferðiskenndar er
hann ekki bara efins –
biskup hafnar þeim
möguleika að náunga-
kærleikurinn sé okkur
eðlislægur. Aðeins trúin á Guð geri
okkur siðuð.
Hvers vegna rígheldur biskup í þá
vissu að gott siðferði sé háð trú á
æðri máttarvöld? Ætti hann ekki að
geta fallist á að gott siðferði sé eft-
irsóknarvert í sjálfu sér? Er það
hættulegt fyrir kirkjuna að sam-
þykkja að hvert og eitt okkar geti
komist að þeirri niðurstöðu að heið-
arleiki, umhyggja og umburðarlyndi
sé það sem við viljum standa fyrir í
þessu eina lífi okkar? Varla er eftirsjá
að slíkri vantrú á manngildi sem telur
loforð og hótanir um hvað tekur við í
öðru lífi nauðsynleg til að við hegðum
okkur skikkanlega í þessu.
Það sem ég tel alvarlegast við boð-
skap biskups er hvaða kenndir hann
vekur. Biskup átelur alla menn sem
ekki trúa á guð. Hann notar orðið
hatrammur um félaga í samtökunum
Siðmennt, sem vilja efla almennt sið-
ferði og ábyrgð hvers einstaklings
gagnvart náunga sínum. Þetta eru
hatursfullir trúleysingjar samkvæmt
biskupi. Trúleysi er „mannskemm-
andi“. Trúlausir menn eru þar með
vondir menn. Hvað gerum við við
slíka? Drepum? Bannfærum? Útilok-
um frá embættum og athöfnum?
Fyrirlítum? Það hefur auðvitað
breyst með tímanum og er háð því í
hvaða samfélagi við lifum. Við mann-
skemmandi trúleysingjar getum
prísað okkur sæl fyrir að vera uppi á
Íslandi í dag, en ég verð því miður að
segja að málflutningur biskups hefur
auðveldað mér skilning á ofstæki trú-
ar og kirkju fyrr á öldum. Gæti verið
að fleirum hugnist ekki að þessi kær-
leiksboðskapur biskups hafi greiðan
aðgang að skólum barna okkar?
Grein minni er ekki ætlað að vera
árás á kirkjuna. Trú er staðreynd í
lífi fjölmargra og kirkjan hefur hlut-
verki að gegna. Það er ekki þar með
sagt að forsvarsmenn hennar séu
hafnir yfir gagnrýni. Ég leyfi mér að
efast um að boðskapur biskups sé til
þess fallinn að efla kirkjuna. Gæti
ekki verið að styrkur hennar fælist
frekar í að opna fyrir öllum sem með-
taka kærleiksboðskap, trúuðum jafnt
sem trúlausum? Ætti þjóðkirkjan,
sem nýtur sérstakra forréttinda á
meðal trúfélaga, ekki að gæta þess
sérstaklega að vera auðmjúk og um-
burðarlynd í stað þess að vera hroka-
full og viss? Það er mín trú að þjóð-
kirkjan muni ekki dafna nema hún
leggi áherslu á jafnrétti og umburð-
arlyndi. Að hún opni dyr sínar fyrir
öllum sem telja hana geta gegnt mik-
ilvægu hlutverki í samfélaginu, veitt
styrk í erfiðleikum og sorg og verið
vettvangur til að stuðla að góðu sið-
ferði. Einnig þeim sem ekki meðtaka
trú á hið yfirnáttúrulega eða bókstaf
fornra handrita.
1) Karl Sigurbjörnsson (KS), flutt í Ás-
kirkju, 6. mars 2005
2) KS, flutt í Dómkirkjunni, 1. jan. 2003
3) KS, flutt í Hvalsneskirkju, 9. des. 2007
4) KS, flutt í Dómkirkjunni, 1. jan. 2008
Biskup Íslands, trúleysi og kærleikur
Viktor J. Vigfússon
skrifar um trúmál
Viktor J. Vigfússon
»Er trúleysi
ávísun á
helsi, hatur og
dauða?
Höfundur er verkfræðingur.
JÓN Bjarnason þingmaður VG
ritar um Ólaf F. Magnússon, D-
listann og flugið í Morgunblaðið 1.
febrúar sl. líkt og hann hafi hvorki
frétt að 2001 kusu Reykvíkingar
Vatnsmýrarflugvöll
burt né að 14 af 15
núverandi borg-
arfulltrúum vilja hann
burt fyrir 2016.
Ekki skal fjölyrt
um heilsufar, ímynd-
aðar höfuðborg-
arskyldur og meint
svik D-lista við Ólaf
F., en um skipulags-
umræðu, kosninga-
sigur F-lista, mál-
efnaplagg og
Vatnsmýri er þetta að
segja:
Umræðusiðferðis
gætir vart í íslenskri
pólitík þó í tugþús-
undir ára hafi vís-
indi, samskipti og
samfélög manna
byggst á tölulegri
greiningu hagsmuna,
áhættu, ábata
o.s.fr.v., fyrst með að
telja tær og fingur
en nú með tölvum.
Jöfnuður, réttlæti og
lýðræði byggjast á
jöfnunni 2x2=4, sem alheimssátt
er um.
Hér er þetta öðruvísi. Ójöfnuði,
ranglæti og lýðræðishindrunum
gegn 63% landsmanna í höf-
uðborginni er viðhaldið með for-
dæmalausu misvægi atkvæða, sem
er innmúrað í 129. gr. laga um
kosningar til Alþingis.
Úr skugga þessara aðstæðna
geta Jón Bjarnason þingmaður og
kumpánar hans talað niður til
borgarbúa, sópað af borðinu rök-
semdum þeirra og rannsóknum
með rökleysur, tilvistarangist og
annað bull að vopni. Og þeir geta
hoppað hæð sína af kæti með nýja
borgarstjórann og málefnaplaggið
hans. En misvægi atkvæða afbak-
ar umræður, gildismat og ákvarð-
anir og brenglar störf
stjórnmálaflokka, Al-
þingis og sveitar-
stjórna.
Háar lýðræð-
ishindranir tryggja
völd landsbyggð-
arstýrðra lands-
málaflokka á Alþingi
og í borgarstjórn
Reykjavíkur og verja
þá gegn borgaralegri
samkeppni úr gras-
rótinni. Afleiðingar
eru þaulseta, fáræði,
samfelld fórn mikilla
almannahagsmuna,
handstýring, sóun
tækifæra og ógagnsæ-
ir stjórnunarhættir.
Kosningasigur F-
lista 2006 varð við
þessar skuggalegu að-
stæður. Ólafur F.
borgarfulltrúi, sem
hafði áralangan að-
gang að vel rök-
studdum, hlutlægum
og gagnsæjum upplýs-
ingum og tillögum um
borgarskipulag og borgarhag-
fræði, hafði enga afsökun en þó
vann hann þvert gegn brýnustu
hagsmunum borgarbúa með því
að gera út á örugg atkvæðamið
flugvallarsinna í borginni, sem
hafa að sjálfsögðu níðþrönga
einkahagsmuni að leiðarljósi.
Ólafi F. hefði í síðasta lagi átt
að verða ljóst hvar brýnustu hags-
munir borgarbúa liggja þegar
Enn um
umræðusiðferði
Örn Sigurðsson skrifar
um flugvallar- og
borgarstjórnarmál
» Ójöfnuði,
ranglæti og
lýðræðishindr-
unum gegn höf-
uðborgarbúum
er viðhaldið með
fordæmalausu
misvægi at-
kvæða...
Örn Sigurðsson
Meira á mbl.is/greinar
Glæsilegt verslunarhúsnæði á jarðhæð, allt að 1285 fm.
Möguleiki á að skipta niður í smærri einingar.
Góð aðkoma að verslun, í alfaraleið við stóra íbúaabyggð.
Aðgengileg vörumóttaka, góð lofthæð og mikið af
bílastæðum.
Húsnæðið er vel sýnilegt frá Reykjanesbraut og með mikið
auglýsingagildi. Ný Europris verslun opnar fljótlega í sama
húsnæði.
Tilbúið til afhendingar c.a 15. apríl.
Upplýsingar í síma: 898 7510
TIL LEIGU
Tjarnarvellir 11, Hafnarfirði