Morgunblaðið - 19.02.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 27
✝ Eggert Ólafs-son fæddist á
Þyrnum í Gler-
árþorpi 3. sept-
ember 1924. Hann
lést á heimili sínu
Skarðshlíð 23e Ak-
ureyri 7. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jónína Karítas
Tryggvadóttir, f.
10.6. 1896, d. 20.11.
1976, og Ólafur
Stefánsson, f. 4.11
1899, d. 2.11. 1962.
Systur Eggerts eru Þórunn, f.
26.11. 1917, d. 8.6. 1994, og Krist-
ín, f. 27.2. 1929. Eggert ólst upp
hjá móður sinni og föðurfólki í
Glerárþorpi. Aðalstarf Eggerts
var matsveinn á sjó og við kjöt-
vinnslu hjá KEA. Hinn 26.12.
1948 giftist Eggert Sigríði Stef-
ánsdóttur frá Hvammi í Höfð-
ahverfi, f. 18.8. 1927, d. 23.10.
2007. Þau eignuðust fjögur börn:
1) Sigurlaug Anna,
gift Bergvini Jó-
hannssyni, þau eiga
fjórar dætur, Sig-
ríði Valdísi, Önnu
Báru, Berglindi og
Ásdísi Hönnu. 2)
Steinunn Pálína,
gift Jóhanni Jó-
hannssyni, þau eiga
þrjú börn, Huldu
Björk, Eydísi Unni
og Eggert Má. 3)
Stefán. 4) Elín Val-
gerður, gift Hilm-
ari Stefánssyni, þau
eiga tvær dætur, Hörpu og
Agnesi. Fyrir átti Eggert soninn
Sigurð Grétar, sambýliskona
hans er Rósa Helgadóttir og eru
þau búsett í Danmörku. Börn
hans eru: Snæbjörn, Ágústa,
Hilmir og Eva. Langafabörnin
eru 17.
Eggert verður jarðsunginn frá
Glerárkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Já, nú er tómlegt í Skarðshlíðinni.
Mig langar til að minnast ömmu og
afa, þessara yndislegu og samheldnu
hjóna sem bjuggu síðustu árin í
Skarðshlíð en þar var samkomustað-
ur fjölskyldunnar. Heimsóknir okk-
ar voru svo tíðar að íbúar í blokkinni
héldu að það væri alltaf veisla hjá
Siggu og Eggerti en þá voru það
bara við að kíkja í heimsókn. Eftir
vinnu eða skóla var notalegt að
koma við og njóta félagsskapar, þar
tók á móti manni glaðlyndi og hlýja
ásamt ýmsu bragðgóðu bakkelsi.
Svo margs er að minnast, gott var
að sækja ömmu heim og deila með
henni ferðasögum, daglegu lífi eða
framtíðardraumum. Við amma
ræddum oft um handavinnu og gaf
hún mér góð ráð við að útfæra hug-
myndir mínar. Í æsku fylgist ég með
henni við saumavélina, þar sem ég
sat á gólfinu og lék mér, en hún var
einkar lagin í höndunum. Amma var
einstaklega dugleg og æðrulaus í
veikindum sínum og lét aldrei á
neinu bera og hugsaði vel um gesti
sína. Afi hugsaði svo vel um og
hjálpaði ömmu í veikindum hennar
og stóð vaktina í Skarðshlíðinni eftir
að hún lést 23. október síðastliðinn.
Afi var mikið snyrtimenni og
einkar vinnusamur, „ekki gera á
morgun það sem hægt er að gera í
dag“ voru hans einkunnarorð.
Gönguferðir og út á klöpp eða í
berjamóinn koma sterkt upp í huga
minn og sagði hann mér frá á göml-
um bæjum og öðrum kennileitum í
þorpinu. Afi hafði smekk fyrir fal-
legum fötum og fylgdist með tísk-
unni, ég fékk alltaf hrós fyrir ef ég
kom í pilsi, og ef skórnir voru ekki
nógu vel pússaðir þá var búið að
bæta úr því þegar ég kvaddi. Að afi
skyldi deyja svo stuttu á eftir ömmu
sýnir vel hversu óvenjusterkur
þráður var á milli þeirra, en kær-
leiksríkt samband þeirra og nær-
vera er mér svo sannarlega góð fyr-
irmynd.
Þó samverustundirnar verði ekki
fleiri þakka ég fyrir og geymi minn-
ingarnar um yndislegan afa og ynd-
islega ömmu sem höfðu kærleikann
að leiðarljósi, voru mér í senn vinir
og fjölskylda, og kveð ég þau með
djúpri virðingu og þakklæti.
Agnes.
Ævin líður árin hverfa
í aldadjúpið.
Öldur falla, öldur rísa
yfir hafið stjörnur lýsa.
(Maríus Ólafsson.)
Það er stutt þungra högga á milli.
Sæmdarhjón eru fallin í valinn. Fyr-
ir tæplega fjórum mánuðum kvödd-
um við ömmu í hinsta sinn og nú
sendum við afa okkar hinstu kveðju.
Afi og amma voru afar samrýmd
hjón og því var söknuður hans mikill
þegar amma lést á síðasta ári. Það
er huggun harmi gegn að nú eru þau
sameinuð á nýjan leik. Afi var ein-
stakur maður: hæglátur, þolinmóð-
ur, skapgóður og léttur í lund. Hann
var frár á fæti og brá sér í berjamó
hvert haust. Hann var góður við
menn og málleysingja og hugsaði
hlýtt til þeirra sem minna máttu sín.
Jafnvel fuglarnir í hverfinu munu
sakna hans en þegar hart var í ári
fór afi á kreik og gaf þeim gott í
gogginn.
Um árabil stundaði afi sjóinn,
virti hann og elskaði. Það kom því
engum á óvart þegar hann keypti
sér trillu og stundaði veiðarnar sem
áhugamál ásamt Stefáni syni sínum
eftir að hann hóf störf í landi. Ætt-
ingjarnir nutu svo sannarlega góðs
af útgerðinni og oft fengu þeir fisk í
soðið. Okkur krökkunum þótti alltaf
jafnspennandi að fara með afa niður
í Bót og skreppa með honum í stutta
túra á trillunni út á Pollinn. Þar var
nýjum kynslóðum kennt að veiða á
færi og gera að fiski.
Afi var einstaklega barngóður
maður. Hann gaf sér alltaf tíma til
að leika við okkur, sparka bolta og
fara með okkur í göngutúra þegar
við komum í heimsókn. Sérstaklega
minnisstæðar voru ferðirnar upp á
klappirnar fyrir ofan Lyngholtið, en
þar eyddum við mörgum góðum
stundum saman. Einnig þótti okkur
gaman að fara með afa niður í kjall-
ara og fá dýrindis harðfisk sem hann
hafði verkað sjálfur.
Afi var mikill fjölskyldumaður og
bar ávallt hag sinna nánustu fyrir
brjósti. Þegar amma átti við erfið
veikindi að stríða kom innri maður
afa vel í ljós. Hann stóð eins og
klettur við hlið ömmu og hugsaði um
hana af mikilli alúð. Fyrir umhyggju
og dugnað hans virtum við hann og
dáðum.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
alla þína ást og umhyggju.
Guð veri með þér.
Þín barnabörn,
Hulda Björk, Eydís Unnur og
Eggert Már Jóhannsbörn
Með djúpri virðingu og kærri
þökk kveðjum við þig, elsku afi, en
það er stórt skarð sem myndast í lífi
okkar allra þegar bæði þú og amma
eru farin. Allar vorum við systur
vanar að leggja leið okkar í heim-
sókn til þín og ömmu, en gestrisni
ykkar, ást, umhyggja og kærleikur
tók alltaf á móti okkur í dyragætt-
inni, enda var mikill gestagangur
hjá ykkur og ómetanleg fjölskyldu-
tengsl hafa myndast milli afkom-
enda ykkar, fólk hafði orð á því
hvort alltaf væri afmæli eða veislur
hjá ykkur sökum gestagangs.
Fyrstu minningar okkar eru þeg-
ar við sveitastelpurnar heimsóttum
ykkur í Lyngholtið, þú fórst með
okkur út á lóð, í göngutúr á klapp-
irnar eða niður í „bót“. Þú unnir
náttúrunni vel bæði til sjós og lands
og stóðst oft lengi og horfðir yfir
fjörðinn og bátahöfnina enda sjóari
mikill og alltaf hátíð á sjómannadag-
inn, þú fínn og flottur með slaufu og
amma með kaffi og pönnukökur.
Einnig varstu sannur dýravinur og
allt fram á síðasta dag gafstu fugl-
unum mat á lóðinni hjá þér. Þegar
þú komst í Áshól þá stukku hund-
arnir til um leið og þeir sáu bílinn
þinn, þeir vissu að nú ættu þeir von
á góðgæti úr vasa þínum. Það var
alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur
þegar von var á þér því að þú gafst
þér alltaf tíma í spjall og fróðleik og
útiveru. Í kartöfluupptektinni á Ás-
hóli sást þú til þess að senda okkur
reglulega „bolsíur“ í garðinn sem
okkur fannst svo gott og skemmti-
legast var þegar þú komst á upp-
tökuvélina með okkur sem var mjög
oft. Berjamórinn átti hug þinn allan,
svo sannarlega, og á haustin voru
alltaf ber og rjómi á boðstólum í
Skarðshlíðinni.
Þú varst mikill barnavinur og öll
börn hændust að notalegri nærveru
þinni. Nú seinni árin þegar börnin
okkar komu til þín var alltaf það
fyrsta sem þau sögðu: „afi, komdu
að leika.“ Á hverjum öskudegi kom-
um við til ykkar ömmu, þú uppá-
klæddur og sperrtur; glöddum við
ykkur með söng og fengum að laun-
um góðgæti. Alla tíð hefur þú verið
rómaður fyrir snyrtimennsku, alltaf
vel til hafður og snyrtilegt í kringum
þig; þú spurðir okkur iðulega eftir
að amma dó: „Er ekki bara fínt hjá
mér?“ og horfðir rogginn um húsið,
ánægður með frammistöðu þína. Þú
hafðir gott auga fyrir klæðnaði og
hældir okkur ef þér fannst við vel
klæddar, það fannst okkur gaman.
Allt þitt líf varstu einstaklega
heilsuhraustur og gast þar af leið-
andi á einstakan hátt hlúð að ömmu
okkar í veikindum hennar. Þú varst
atorkusamur og gast aldrei setið
auðum höndum og geymdir engin
verkefni til næsta dags. En nú er
komið að lokum okkar samveru í
þessu lífi, ykkur er greinilega ætlað
að vera saman, þér og ömmu.
Hver minning um þig, elsku afi
okkar, er ljós í lífi okkar, þín ljúfu og
góðu kynni af alhuga þökkum við
þér. Guð geymi þig og varðveiti.
Megi hið eilífa ljós lýsa þér og
ömmu, ykkar er sárt saknað. Fjöl-
skyldur okkar þakka ómetanlegar
stundir, ást, kærleika og umhyggju.
Mamma og pabbi blessa þín spor.
Megi englar vernda þig. Með þökk
fyrir allt og allt.
Kveðja, systurnar frá Áshóli,
Sigríður Valdís, Anna Bára,
Berglind og Ásdís Hanna
Bergvinsdætur.
Elsku hjartans langiafi okkar, eða
afi „rétt hjá“ eins og við sögðum allt-
af. Lífið finnst okkur dálítið skrýtið,
það er svo rosalega stutt síðan
amma fór frá okkur og nú ert þú far-
inn. Mamma segir að okkur megi
ekki líða allt of illa út af því, því þú
sért kominn til elsku ömmu okkar
þar sem ykkur líður vel saman, en
við erum samt rosalega sorgmædd-
ir. Það er víst í lagi að vera sorg-
mæddur en við erum líka rosalega
glaðir yfir að hafa átt ykkur að í lífi
okkar.
Við erum heppnir að hafa átt
langömmu og langafa í næsta húsi,
að hafa alltaf á hvaða stundu sem er
getað leitað til ykkar. Þegar mamma
og pabbi voru að vinna var svo nota-
legt að koma og leika við þig afi, fá
sér mjólkurglas og kleinur, líta eftir
fuglunum, skoða trén og gróðurinn,
spila við ömmu, lita og teikna og
spjalla um lífið og tilveruna. Það
voru líka ómetanlegar stundir þegar
við vorum lasnir, þá passaðir þú
okkur rosalega oft meðan mamma
var að vinna, það var svo stutt fyrir
þig að koma úr næsta húsi. Það er
mikill fróðleikur sem við förum með
með okkur út í lífið frá ykkur ömmu,
sem mamma segir að við eigum eftir
að búa að alla ævi.
Elsku afi, það verður erfitt að
geta ekki komið við hjá þér eftir fót-
boltaæfingu, yljað sér á köldum dög-
um og fengið sér mjólkursopa. Við
biðjum nú kærlega að heilsa ömmu
okkar, þú mátt kyssa hana á kinnina
frá okkur elsku drengjunum ykkar.
Bergvin og Svanur Berg
Jóhannssynir.
Eggert Ólafsson ✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, bróðir og mágur,
MAGNÚS SIGURÐUR HELGASON,
Múla, Kollafirði,
Reykhólahreppi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11E,
þriðjudaginn 5. febrúar.
Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn
22. febrúar kl. 13:00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Heimaaðhlynninguna Karitas.
Ingrid Ísafold Oddsdóttir,
Oddur Hannes Magnússon, Guðrún Þ. Hallgrímsdóttir,
Páll Sigurður Magnússon, Dagbjört Brynjarsdóttir,
Ísleifur Helgi Magnússon,
Hulda Líney Magnúsdóttir, Eggert Björgvinsson,
Kristján Ingi Magnússon, Lilja Björk Andrésdóttir,
Sesselja Guðný Helgadóttir, Stefán Jónsson
og barnabörn.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
✝
Elskulegi sonur, bróðir, frændi og vinur,
FINNUR FREYR GUÐBJÖRNSSON,
Kirkjuvegi 5,
Keflavík,
lést á sjúkrahúsi í Tælandi 7. febrúar.
Útför hans verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju,
miðvikudaginn 20. febrúar kl. 14.00.
Guðbjörn Ragnarsson, Stefanía Finnsdóttir,
Kam Senglee,
Sigurður Hólm Guðbjörnsson, Kristjana Eyvindsdóttir,
Guðmundur Kristján Guðbjörnsson, Sigurlaug Finnsdóttir,
Guðbjörn Þór Sigurðsson,
Margrét Sigurðardóttir, Bjarni Ágústsson,
Tinna María Sigurðardóttir, Rúnar Þór Ólason,
Davíð Freyr Guðmundsson, Þórdís Jakobsdóttir,
Stefán Berg Guðmundsson, Eva Helgadóttir,
Þórunn Þorbjörg Guðmundsdóttir
og aðrir ættingjar og vinir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SNORRI ÞÓR RÖGNVALDSSON,
húsgagnasmíðameistari,
Goðabyggð 12,
Akureyri,
andaðist á FSA miðvikudaginn 13. febrúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 21. febrúar kl. 13.30.
Margrét Hrefna Ögmundsdóttir,
Ögmundur Snorrason, Deslijati Zjarif,
Oddný Stella Snorradóttir, Níels Einarsson,
Rögnvaldur Örn Snorrason, Kristjana Jóhannsdóttir,
Ingibjörg Halla Snorradóttir, Hreinn F. Arndal,
Kolfinna Hrönn Snorradóttir, Raymond Sweeney,
Hanna Margrét Snorradóttir, Thomas Tue Jensen
og barnabörn.
✝
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
HRAFNKELL HELGASON,
Holtabyggð 2,
Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn
17. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Helgi Kristjánsson, Edda Guðmundsdóttir,
Steinar Helgason,