Morgunblaðið - 19.02.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 19.02.2008, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ JóhannesGunnarsson fæddist á Sauð- árkróki 16. febrúar 1943. Hann lést á heimili sínu 8. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Rann- veig Ingibjörg Þor- valdsdóttir trygg- ingafulltrúi, f. 1. janúar 1921, d. 6. júlí 2002, og Gunn- ar Stefánsson skip- stjóri, f. 9. maí 1892, d. 31. júlí 1963. Bræður Jóhannesar samfeðra eru Gunn- ar Sævar, f. 8. janúar 1934, d. 10. janúar 1970, og Jón Rúnar, f. 29. nóvember 1940. Eiginkona Jóhannesar er Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, f. 13. október 1943. Synir þeirra eru: 1) Kristján, f. 7. nóvember 1964, kvæntur Þóreyju Gísla- dóttur, f. 3. febrúar 1972, börn þeirra eru Jóhannes, f. 7. júní 1999, og Inga Rún, f. 27. mars 2004. 2) Helgi, f. 4. nóvember 1967, börn hans eru Heiðar Örn, f. 21. júní 1994, og Ásrún, f. 2. júlí 1996. Sambýliskona Helga er Margrét Ingibergs- dóttir, f. 26. októ- ber 1970, dóttir þeirra er Elísabet Inga, f. 6. sept- ember 2006. Jóhannes ólst upp og kláraði skólagöngu sína á Sauðárkróki, fór í Samvinnuskólann á Bifröst og útskrif- aðist þaðan 1962. Hann vann við verslunarstörf fyrstu árin á Sauð- árkróki, Skaga- strönd og á Blönduósi. Jóhannes var skrifstofumaður í Reykjavík hjá Járni og gleri, stofnaði Heildverslunina Hraðberg, var fjármálastjóri hjá S. Óskarssyni og síðar framkvæmdastjóri hjá Sverri Þóroddssyni. Frá árinu 1990 vann hann sem tollend- urskoðandi hjá Tollstjóranum í Reykjavík og vann hann þar til dánardags. Jóhannes var félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu frá 1978-1981 og frá árinu 2001. Hann var forseti Kiwanisklúbbs- ins Kötlu síðastliðið ár. Útför Jóhannesar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku pabbi, þegar mér bárust fregnir af því að þú hefðir fallið frá var ég staddur úti á sjó. Þetta hljómaði fyrir mér eins og að það gæti ekki staðist, vegna þess að þegar við hittumst síðast þá varstu í fullu fjöri, kankvís og stríðinn eins og þú áttir að þér að vera. En einhvern veginn er nú lífið samt þannig að við vitum aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér. Þín er sárt saknað af okkur öllum og þú varst alltof fljótt tekinn frá okkur. Ég er stoltur af þér og tel það vera mína stærstu gjöf að hafa fengið að vera þér samferða, þú varst alla tíð ráðagóður og þau ráð sem þú gafst voru gefin af heilum hug. Heilsteyptur, hagmæltur og vel lesinn með góðan húmor fyrir lífinu og ekki síst fyrir þér sjálfum, það varst þú. Þú áttir alltaf auðvelt með að gleðjast og að gleðjast með öðrum. Maður eins og þú pabbi er ekki á hverju strái. Ég verð að minnast á alla þá hjálpsemi sem þú sýndir okkur. Það er ómetanlegt, aldrei var spurt af hverju einungis hvort þú gætir komið því við, ekki man ég eftir því að þú hafir nokkurn tímann sagt nei. Ég bið góðan Guð um að gefa móður minni styrk til að takst á við fráfall þitt. Einnig bið ég góðan Guð um að styrkja Heiðu frænku. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Þinn sonur, Kristján. Ekki átti ég von á að skrifa þess- ar línur strax enda bar fráfall þitt brátt að. Við mamma voru sammála um það að fyrst þetta þurfti að koma upp þá væri það nú gott að þú skyldir hafa fengið þá ósk þína upp- fyllta að fá að fara heima hjá þér. Það eru margar hugsanir sem fljúga í gegnum hugann þegar ég hugsa um þig elsku pabbi minn, all- ar þær stundir sem við áttum sam- an, hvort sem það var þegar ég var lítill strákur og við bræðurnir vorum á ferð með þér og mömmu eða þá á seinni árum þegar við vorum á flakki og Heiðar minn var með okkur. Þó svo að við værum ekki alltaf sam- mála þá varstu alltaf til staðar þegar ég þurfti á að halda, hvort sem það var að aðstoða mig eða þá að snúast í kringum krakkana. Þú og mamma hjálpuðuð mér mikið þegar ég var einn og þá sér- staklega að kaupa mér fyrstu íbúð- ina. Mikið vorum við sammála þá um hvað hún kom vel út fyrir mig og þá sérstaklega aukaherbergið sem Heiðar og Ásrún voru í þegar þau voru hjá mér. Alltaf varstu tilbúinn að ná í krakkana fyrir mig ef ég var að snúast í íþróttum og gat ekki náð í þau tímalega og hafðir þú gaman af því. Þú gladdist með mér þegar ég náði hana Möggu mína og þegar við fluttum í nýju íbúðina okkar. Ég minnist ennþá ánægju þinnar þegar Elísabet litla kom í heiminn og þú hélst fyrst á henni. Þín er sárt sakn- að af okkur öllum og þá sérstaklega af krökkunum. Elísabet litla er alltaf að leita að þér þegar hún kemur í heimsókn til ömmu sinnar og hún kallar hana reyndar alltaf afa þessa dagana, það er stutt í stríðnina hjá þeirri litlu. Sú litla skilur ekki hvað er að gerast en finnur það vel að eitthvað er öðruvísi. Hann Heiðar minn tekur það sárt að komst ekki til að kveðja þig en það er langt ferðalag fyrir hann að fara frá Nýja- Sjálandi og hingað. Eins og við vit- um báðir þá var hann alltaf þinn afa- strákur, nokkuð sem hann var mjög ánægður með og eigum við eftir að halda saman minningarstund svo hann fái tækifæri til að kveðja þig eins og hann hefði viljað. Elsku pabbi minn, nú ertu búinn að fá hvíldina þína en oft varstu þreyttur þó svo að þú hafir ekki vilj- að láta bera á því. Hvíldu í friði pabbi minn og passaðu vel upp á krakkana mína. Þinn sonur, Helgi. Afi minn var einstakur maður. Hann var góður, hlýr og alltaf til staðar fyrir mig. Þegar ég var að læra að lesa hjálpaði hann mér, það gekk aldrei betur að lesa en þegar afi hlustaði. Það var margt fleira sem afi kenndi mér. Hann kenndi mér að spila svartapétur og hann spiluðum við oft. Ein af bestu stund- um okkar afa var fyrir jólin þegar við gerðum jólanammi eftir leyni- uppskrift hans. Ég mun sakna afa mjög mikið og er hryggur að geta ekki verið viðstaddur jarðarförina þar sem ég bý hinum megin á hnett- inum. Stundunum sem ég átti með honum mun ég aldrei gleyma. Þinn afastrákur Heiðar Örn. Fjölskyldan var farin að horfa til bjartari daga og hlakka til sumars- ins er símtalið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti: „Hann Jói dó í morg- un“. Augnablik var eins og allt hefði stoppað. Hann sem búinn var að berjast við ótrúlega hluti í gegnum sitt líf og alltaf haft sigur hafði loks- ins orðið að lúta í lægra haldi. Lífin hans voru að minnsta kosti níu en ekkert okkar grunaði að þau væru að lokum komin. Í litlum fjölskyld- um eins og okkar myndast stórt skarð er einn hverfur á braut. Jóa var mjög annt um barnabörnin sín og viljum við senda sérstakar kveðj- ur til Heiðars Arnar í Nýja-Sjálandi en hann var mikill afastrákur og við söknum hans á þessari stundu. Jóhannes Gunnarsson ✝ Óli SteinþórGuðlaugsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1942. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 11. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Bjarna- son, f. 31.1. 1908, d. 2.1. 2000, og Mar- grét Ólafsdóttir, f. 12.2. 1895, d. 7.8. 1969. Bróðir Óla er Bjarni Garðar Guð- laugsson, f. 12.9. 1935, kvæntur Önnu Kristínu Bjarnadóttur, f. 29.9. 1937, d. 5.9. 2001. Dætur þeirra eru 1) Stefanía, f. 5.1. 1962, gift Lárusi Daníel Stef- ánssyni, börn þeirra eru Sigfríð, Guðlaugur Garðar og Anna Kristín, og 2) Margrét, f. 20.1. 1964, fyrri sam- býlismaður Gunnar Gunnarsson, börn þeirra Bjarni Garð- ar og Hansína Rut, seinni sambýlis- maður Sigurður Óli Sigurðsson og dótt- ir þeirra Ólöf Stein- unn. Seinni kona Bjarna er Hjördís Hjaltadóttir, f. 19.9. 1945. Óli Steinþór bjó mestan hluta ævi sinnar á Kópavogshæli, sem nú er Landspítalinn í Kópavogi. Útför Óla fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Elsku Óli, nú ertu kominn til pabba og mömmu, og nú líður þér vel. Vér biðjum þig, Drottinn, að blessa þá hrjáðu, þú birtir oss syndugum mátt þinn á jörð. Lát náðarsól rísa, veg þeim öllum vísa er villir fóru leið, hafa týnt sinni hjörð. Þú leiðir oss, Drottinn, að lindunum hreinu, þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. Vér flytjum þér lofgjörð, þú líknar og græðir og léttir oss göngu í stormanna klið. Frá ánauð og helsi gef hjörð þinni frelsi, þín hjálp er jafnan nær. Ó, Guð, veit oss frið. Veit oss þinn frið. (Óskar Ingimarsson) Með þessum sálmi kveðjum við þig, kæri frændi. Hvíl þú í friði. Stefanía og Margrét. Óli Steinþór Guðlaugsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, þú hefur alltaf ver- ið okkur svo vænn og góður, við elskum þig mikið. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Þín afabörn, Jóhannes og Inga Rún. ✝ Eiginmaður minn ,faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR GUÐMUNDSSON , hárskerameistari, Funalind 13, Kópavogi, áður til heimilis í Keflavík. verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. febrúar kl 15.00. Rósa Helgadóttir, Helga Harðardóttir, Halla Harðardóttir, Þóra Harðardóttir, Sigurgeir Þorleifsson, Inga Sigríður Harðardóttir, Gunnar Guðjónsson, og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GEIRS PÉTURSSONAR Jóhanna Hjörleifsdóttir, Ella Kristín Geirsdóttir, Davíð Áskelsson, Guðrún Björk Geirsdóttir, Hallgrímur Óli Björgvinsson, Hjörleifur Víðir Geirsson, Jenny Örnberg, og barnabörn. ✝ Alúðarþakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og minntust VALBORGAR GUÐJÓNSDÓTTUR sem andaðist á Grund 26. janúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks og stjórnenda Grundar og starfsfólks á Skólabraut 3 - 5 á Seltjarnarnesi fyrir einstakt viðmót og aðstoð. Edda V. Sigurðardóttir, Guðjón Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir vináttu, hlýhug og sýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS HANSSONAR STEPHENSEN. Sérstakar þakkir til séra Þóris Stephensens og Karlakórs Reykjavíkur. Hadda Benediktsdóttir, Stefán Hans Stephensen, Kristín Jóhanna Kjartansdóttir, Lára G. Stephensen, Jakob Bjarnason, Eiríkur G. Stephensen, María Gunnarsdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra frænka og vinkona, ÁSTA KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR frá Borgarfirði eystra, Háaleitisbraut 111, verður jarðsungin fimmtudaginn 21. febrúar frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Ásdís Runólfsdóttir, Móeiður Þorláksdóttir, Ragna Þorsteins, og aðrir ættingjar og vinir. ✝ Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS BJARNASONAR hæstaréttarlögmanns, Bergstaðastræti 44, sem lést sunnudaginn 10. febrúar, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.00. Kristín Haraldsdóttir, Bjarni Jónsson, Ásthildur Helga Jónsson, Haraldur Örn Jónsson, Agla Ástbjörnsdóttir, Ásgeir Pálsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.