Morgunblaðið - 19.02.2008, Page 38

Morgunblaðið - 19.02.2008, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er við hæfi að kvikmyndin Jumper stökkvi beint í annað sætið yfir tekjuhæstu kvikmyndir helg- arinnar en myndinni gekk langbest af þeim fjórum myndum sem frum- sýndar voru um síðustu helgi. Nýj- asta kvikmynd Seans Penn Into the Wild kemst naumlega á topp tíu listann en hinar helgarfrumsýning- arnar, Lovewrecke og Before the Devil Knows You’re Dead, höfnuðu í 16. og 20. sæti þessa vikuna. En það er hins vegar kvikmynd Baltasars Kormáks Brúðguminn sem situr í fyrsta sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir landsins um þessar mundir en hvorki meira né minna en 40.321 bíógestur hefur gert sér ferð á þessa stórgóðu mynd sem skartar þeim Hilmi Snæ Guðnasyni, Mar- gréti Vilhjálms og Laufeyju Elías- dóttur í aðalhlutverkum. Myndin hef- ur halað inn rúmar 43 milljónir króna frá því hún fór í sýningar og eins og staðan er í dag virðist fátt geta ógnað yfirburðastöðu hennar á íslenskum bíómarkaði. Síðasta myndin um John Rambo fellur niður um eitt sæti á milli vikna en hana hafa nú um sjö þúsund bíógestir séð. Sömu sögu er ekki að segja með Ástrík á Ólympíu- leikunum því sú mynd hífir sig upp um eitt sæti á milli vikna. Rúmlega fimm þúsund manns hafa borgað sig inn á þessa frönsku stórmynd. Verð- launakvikmynd þeirra Cohen- bræðra, No Country for Old Men fellur niður um eitt sæti á milli vikna. Tæplega 1.700 bíógestir sóttu mynd- ina um helgina sem þýðir að heildar- tekjur myndarinnar til þessa eru orðnar um 4,2 milljónir króna. Þá má einnig benda á stórmyndina Atone- ment sem stendur í stað. Heildar- aðsókn er komin yfir 6.000 manns og tekjur um 4,1 milljón króna. Tekjuhæstu kvikmyndir landsins Fátt ógnar yfirburða- stöðu Brúðgumans        >6E                       !"!#$%  $ &!'  %!( !)$*!+ +!,!-   .-!/!01!2 3    4  5$ / !6,!7 $*               Stökkvarinn Hayden Christensen í hlutverki sínu sem ofurhetjan í Jump- er. Myndin fór beint í 2. sætið eftir sýningar helgarinnar. KLEISER er maðurinn sem leik- stýrði The Blue Lagoon og Grease, sem heldur nafni hans á lofti um ókomin ár. Síðan eru liðnir þrír ára- tugir í einskismannslandi og gamli frægðarljóminn löngu slokknaður. Lovewrecked er rómantísk gam- anmynd fyrir unglinga, um vinina Jenny (Baynes) og Ryan (Bennett). Þau fá bæði sumarvinnu í ferða- mannaparadís á eyju í Karíbahafinu áður en æðra nám hefst með haust- inu. Á milli þeirra, vel að merkja, ríkir platónskt samband, því Jenny er hrifin upp fyrir haus af popp- stjörnunni Jason (Carmack), og kætist mjög þegar goðið birtist á eyjunni. Jenny á harðan keppinaut í truntunni Alexis (Di Scala), en Jenny er ósköp ljúf og fín stelpa. Nema hvað, Jenny og Jason fara saman í skemmtisiglingu, falla fyrir borð í ofviðri sem skellur á. Áður en Jenny lendir í sjónum hefur hún vit á að henda út björgunarbátnum. Saman rekur þau að landi á eyðiey, að þau halda og er Jenny litla komin vel á veg með að góma bráðina þegar Alexis og Ryan birtast og rústa plönin. Það er ein ástæða til að sjá Love- wrecked, sem er Amanda Bynes, þetta er önnur B-myndin sem ég hef séð (hin er She’s the Man), sem bjargast fyrir horn sakir skörulegs einkaframtaks leikkonunnar. Hún minnir á Goldie Hawn í gamla daga, full af fjöri og ósviknum gamanleiks- hæfileikum, og þá er mikið sagt. Að flestu öðru leyti er myndin fáfengi- leg della, Carmack er ekki alls varn- að og tekst að gera góðlátlegt grín að rokkstjörnuímyndinni og Di Scala á örlitla von, en Bynes er ósvikið stjörnuefni. Rómantísk Amanda Bynes minnir á Goldie Hawn í gamla daga. Poppguðinn og gell- urnar á ströndinni KVIKMYND Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Randal Kleiser. Aðalleikarar: Amanda Bynes, Chris Carmack, Jonath- an Bennett, Jamie-Lynn DiScala. 85 mín. Bandaríkin 2005. Lovewrecked bbnnn Sæbjörn Valdimarsson * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 SÝND Í REGNBOGANUM eee - V.I.J., 24 STUNDIR eee - S.V, MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í REGNBOGANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum - S.V. MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÞAÐ ÁTTI ENGINN AÐ MEIÐAST SÝND Í REGNBOGANUM NJÓTTU MEÐAN Á NEFINU STENDUR LEIKSTÝRT AF SIDNEY LUMET LEIKSTJÓRA SERPICO OG DOG DAY AFTERNOON STÓRKOSTLEG MYND Í LEIKSTJÓRN SEAN PENN. BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM. HAMINGJAN FELST EKKI Í EFNISLEGUM GÆÐUM. Jumper kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Before the devil knows you’re dead kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Meet the Spartans kl. 6 - 8 - 10 Walk hard kl. 6 - 8 B.i. 14 ára Aliens vs. Predator kl. 10:10 B.i. 16 ára SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI eee DÓRI DNA, DV Cloverfield kl. 8 - 10 B.i.14 ára Ástríkur á Ól... ísl. tal kl. 3:30 - 5:40 Nú mætast þau aftur! - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Jumper kl. 5:50 - 8 - 10 B.i. 12 ára Rambo kl. 10 B.i. 16 ára Ástríkur á Ól... kl. 5:50 Brúðguminn kl. 8 B.i. 12 ára Jumper kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Jumper kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Meet the Spartans kl. 4 - 6 - 10:20 Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára eeee „Into the Wild skilur við áhorfandann snortinn af andstæðum, fegurðinni og vægðarleysinu sem hún lýsir svo skýrt og fallega.“ -S.V., Mbl TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A. FYRIR BESTA AUKALEIKARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.