Morgunblaðið - 19.02.2008, Page 40

Morgunblaðið - 19.02.2008, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VERKIÐ er í gangi. Þetta tekur hins vegar lengri tíma en við höfð- um áætlað, en það vill nú bara verða með verk eins og þetta. En þetta gengur ágætlega,“ segir Sig- urður Gísli Pálmason, einn af framleiðendum Draumalandsins, heimildarmyndar sem byggð er á samnefndri metsölubók Andra Snæs Magnasonar. Leikstjóri myndarinnar er Þorfinnur Guðna- son, en að sögn Sigurðar er mynd- in langt komin. „Við erum að klára að viða að okkur efni, og það er byrjað að klippa hana,“ segir hann, en vinna við myndina hefur staðið yfir í rúmt ár. Fráleit hugmyndafræði Eins og margir eflaust muna er bók Andra Snæs hörð ádeila á virkjanaframkvæmdir á hálendi landsins, og kom hún út þegar um- ræðan um Kárahnjúkavirkjun stóð sem hæst. En telur Sigurður að mynd sem þessi eigi erindi í dag, löngu eftir að Hálslón hefur verið fyllt? „Við erum að taka fyrir miklu víðara sjónarhorn, myndin fjallar sáralítið um Kárahnjúka. Og svo ég taki nú aðeins upp hanskann fyrir Andra Snæ vil ég ekki alveg fallast á að bókin hafi eingöngu fjallað um Kárahnjúka,“ segir hann. „Við erum að hugsa um hvað gerir það að verkum að við sem þjóð, ein af ríkustu þjóðum ver- aldar ár eftir ár, tökum svona ákvarðanir. Mér finnst þetta svolít- ið byggt á óttanum, með svip- uðum hætti og Bandaríkjamenn sannfærðust um að nauðsynlegt væri að fara í stríð út af því að það steðjaði að þeim einhver ógn, sem er náttúrlega fráleit hug- myndafræði. Með sama hætti má segja að hér sé fólk sannfært um það ár eftir ár að ef ekki verður virkjað og farið á fjóra fætur fyrir framan alþjóðlegar málmbræðslur muni bresta á mikið atvinnuleysi. Staðreyndin er hins vegar sú að hér hefur ekki verið atvinnuleysi lengi og núna hafa verið á bilinu 17 til 18 þúsund erlendir verka- menn hér á landi til þess að moka kolunum hraðar inn í efnahagsvél- ina.“ Spegilmynd Af orðum Sigurðar að dæma má gera ráð fyrir að myndin muni taka fremur afdráttarlausa af- stöðu gegn stóriðjustefnunni, með svipuðum hætti og gert var í bók Andra Snæs. Aðspurður segir hann það þó ekki aðalatriðið varð- andi myndina. „Ég lagði meira upp með að bregða upp spegli fyrir okkur til að horfa í. Það er ekki verið að gera umhverf- isverndarsinnum hærra undir höfði heldur en hinum sem hafa mikinn áhuga á þessu málefni og trúa því í hjarta sínu að þetta sé nauðsynlegt og gott – að fórna landi og byggja málmbræðslur. Helmingur þjóðarinnar trúir því og heldur að það sé mjög gott. Ég vil alls ekki gera lítið úr því við- horfi því öll viðhorf eiga rétt á sér. Þannig að myndin mun ekki taka einhverja harkalega afstöðu, heldur bregða upp þessum spegli.“ Myndin verður byggð upp á við- tölum og safnaefni, innlendu sem erlendu. Að sögn Sigurðar verður einnig eitthvað af leiknu efni í myndinni, þótt það verði í minni- hluta. Sigurður gerir ráð fyrir að myndin verði frumsýnd síðar á þessu ári, jafnvel strax í sumar, en hún verður sýnd í kvikmynda- húsum hér á landi. „Vonandi munu útlendingar líka hafa áhuga á að sjá þessa mynd því ég held að Ís- land sé að mörgu leyti heimurinn í hnotskurn,“ segir Sigurður. „Það væri líka mjög undarlegt ef Rík- issjónvarpið hefði ekki áhuga á að kaupa þessa mynd því hún er nú byggð á einhverri mest seldu bók Íslandssögunnar.“ Það er fyrirtæki Sigurðar, Ground Control Productions / Jarðstöðin, sem framleiðir mynd- ina ásamt Hrönn Kristinsdóttur og fyrirtæki hennar, Tröllakirkju. Myndin fékk 12 milljónir úr Kvik- myndasjóði, en Sigurður telur að heildarkostnaður við myndina muni nema í kringum 60 milljónum króna. Draumalandið í bíó Heimildarmynd byggð á metsölubók Andra Snæs Magnasonar verður frumsýnd hér á landi síðar á þessu ári Árvakur/Ómar Vinsæll Andri Snær hefur haldið fjölda fyrirlestra í kjölfarið á útgáfu Draumalandsins – sjálfshjálparbókar handa hræddri þjóð. Hér má sjá hann flytja einn slíkan fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu. Sigurður Gísli Pálmason Andri Snær Magnason Þorfinnur Guðnason HLJÓMSVEITIN Nýdönsk heldur upp á tvítugsafmæli sitt um þessar mundir. Fyrir jól kom út hjá Senu glæsilegur afmælispakki sem inni- hélt allar plötur sveitarinnar í einni öskju ásamt því að safnplata með helstu lögum sveitarinnar og tveim- ur nýjum lögum kom út. Annað nýja lagið heitir „Verðbólgin augu“ og hefur mikið verið spilað í út- varpinu undanfarið. Nýdanskir létu sér þetta ekki nægja til að fagna afmælinu heldur stormuðu í Borgarleikhúsið með tvenna tónleika í lok október sem voru smekkuppseldir og viku síðar endurtóku þeir leikinn í Samkomu- húsi Leikfélags Akureyrar með tvennum smekkuppseldum tón- leikum einnig. Nýdönsk heldur áfram að fagna afmælinu og fer sveitin nú til Ísa- fjarðar og verður með afmælistón- leika í Edinborgarhúsinu laug- ardagskvöldið 15. mars. Rúmlega 10 ár eru síðan hljómsveitin spilaði síðast á Ísafirði og er mikill spenn- ingur í herbúðum sveitarinnar. Daníel Ágúst gekk nýverið aftur til liðs við Nýdanska eftir 12 ára fjarveru og verður að sjálfsögðu með á tónleikunum á Ísafirði og mun flagga Nýdanska fánanum af kappi með félögum sínum. Forsala á afmælistónleika Ný- danskrar í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði er hafin á midi.is og af- greiðslustöðum mida.is og verða 300 sæti í boði. Árvakur/Eggert Sameinaðir Afmælisbörnin verða eflaust í góðum gír fyrir vestan. Afmælisveisla á Ísafirði Nýdönsk í Edinborgarhúsinu laugardagskvöldið 15. mars / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSISÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI JUMPER kl. 6 - 8 - 10 B.i.12 ára MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 6 - 8 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP MR. MAGORIUMS WONDER .... kl. 6 LEYFÐ P.S. I LOVE YOU kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára UNTRACEABLE kl. 5:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP SWEENEY TODD kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 10:30 B.i.12 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 B.i.7 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.