Morgunblaðið - 19.02.2008, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 19.02.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2008 41 Þriðjudagur 12. febrúar Við flugum frá Bali til Jakartaí gær og í kvöld héldum viðtónleika í einhverri tenn- ishöll skammt frá hótelinu. Frétt var um Björk í ensku dagblaði sem ég fékk óumbeðið á hótelherbergið mitt. Þar var fólk hvatt til að fara á tónleikana hennar. Sagt var að Björk væri vissulega óvanalegur músíkant og „alls ekki eins og Cel- ine Dion,“ (?) en samt væri tónlist hennar vel þess virði að heyra. Í leiðara blaðsins var fólki hins vegar ráðlagt að fara EKKI á rokk- tónleika í Indónesíu. Ástæðan var sú að nýlega höfðu verið haldnir tónleikar þar sem ellefu ungmenni tróðust til bana og greinilegt væri að öryggisgæsla væri ekki full- nægjandi í landinu. Kannski þess vegna var heill her af lögreglumönnum sem stóðu fyrir utan hjá okkur, sumir með skildi. Og kannski þess vegna var óvanalega fámennt á tónleikunum, trúlega ekki meira en tvö þúsund manns. Viðtökurnar voru þó frá- bærar og það var gaman að spila fyrir fólkið. Eftir tónleikana fóru flest okkar á barinn á hótelinu. Mér var sagt að flestar konurnar þar væru vændis- konur. Það er auðvitað alltaf sorg- legt þegar konur þurfa að selja sig, en það er ennþá sorglegra að þær selji sig fyrir tæplega fjögur þús- und íslenskar krónur. Segir það allt sem þarf um efnahagsástandið í landinu. Fimmtudagur 14. febrúar Við flugum til Seoul í Kóreu ígær. Ferðin tók um sjö oghálfan tíma og ég var orðinn býsna lúinn þegar við komum á leiðarenda. Mér gengur ekki vel að sofa í flugvélum, sennilega vegna þess að ég vil ekki sjá svefnpillur. Sumir taka lyf til að geta sofið á löngum flugferðum, en ég veit um mann sem gerði það og pissaði á sig! Ekki beint skemmtilegt að lenda í því, allra síst í flugvél. Seoul er sérkennileg borg. Að stórum hluta er hún samsett af þyrpingum blokka sem allar líta ná- kvæmlega eins út. Það er eitthvað þráhyggjukennt við það – og kulda- legt. Ekki bætti úr skák að það var svo kalt að maður nötraði. Mikil viðbrigði frá veðursældinni í Indónesíu. Enskukunnátta Kóreubúa virðist af skornum skammti. Við komum á hótelið um níuleytið um morguninn og ég lenti strax í miklu basli við að panta mér morgunmat. Starfsfólkið á hótelinu var þó viðkunnanlegt, kannski einum of. Það var eitthvað gervilegt við endalaust brosið og hneigingarnar. Eins og að eiga samskipti við vélmenni. En senni- lega var ég bara svona ergilegur eftir langt ferðalagið um nóttina. Langar ferðir taka vissulega á taugarnar. Laugardagur 16. febrúar Í kvöld voru tónleikarnir okkar íÓlympíuhöllinni í Seoul, enhún var byggð fyrir Ólympíu- leikana þar árið 1988. Höllin var full og tókust tónleikarnir verulega vel. Hljómburðurinn í höllinni er mjög þurr, þ.e. endurómunin er nánast engin, sem er gott því þá hefur Björk og hljóðmennirnir hennar fulla stjórn á því hvernig tónlistin hljómar. Eitt flottasta lagið á nýju plöt- unni hennar Bjarkar, Volta, heitir „Vertebrae By Vertebrae“, og hingað til höfum við aldrei getað flutt það á tónleikunum vegna of mikils bergmáls. Eða þá að hljóm- urinn er of loðinn og ófókuseraður, eins og gerist oft á útitónleikum. En núna var hljómburðurinn full- kominn og lagið fékk að hljóma í fyrsta sinn í lifandi flutningi. Eftir tónleikana hittumst nokkur okkar í lobbíinu í hótelinu. Þar er stór bar með glæsilegu útsýni yfir borgina. Enn magnaðra er þó eins konar tréspegill, þ.e. stór flötur samsettur úr ótal litlum, hreyf- anlegum trékubbum. Fyrir ofan spegilinn er falin myndavél sem stjórnar hreyfingum kubbanna, og mynda þeir skuggamyndir af fólk- inu er stendur fyrir framan eða gengur framhjá. Björk og Mark Bell, sem er einn af félögum mínum í hljómsveitinni, tóku það að sér að gerast plötu- snúðar á barnum. Tónlistin sem þau spiluðu var talsvert framsæknari en sú sem venjulega er leikin þar, og ég tók eftir því að sumir gest- anna settu upp furðusvip. En það var bara enn skemmtilegra og var kvöldið hið ánægjulegasta. Höfundur leikur á píanó, selestu, orgel og önnur hljómborðs- hljóðfæri í hljómsveit Bjarkar Guð- mundsdóttur. Banvænir rokktónleikar Í HEIMSREISU MEÐ BJÖRK Jónas Sen »Kannski þess vegnavar heill her af lög- reglumönnum sem stóðu fyrir utan hjá okk- ur, sumir með skildi. Ljósmynd/Jónas Sen Seoul Þráhyggjukennd blokkaþyrping í höfuðborg Suður-Kóreu. senjonas@gmail.com 16.02.2008 3 7 14 15 35 6 2 8 1 4 1 5 5 3 0 18 13.02.2008 9 12 15 25 38 43 3614 41 Ánægðustu viðskiptavinir farsímafyrirtækja Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2007 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI JUMPER kl. 8 - 10 B.i.12 ára MEET THE SPARTANS kl. 8 B.i. 7 ára SWEENEY TODD kl. 10 B.i. 16 ára DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS. HVERNIG FINNURÐU RAÐMORÐINGJA SEM SKILUR EKKI EFTIR SIG NEINA SLÓÐ? S.V., MBL eee „Hressandi hryllingur“ „...besta mynd Tim Burton í áraraðir.“ R.E.V. – FBL. eee eeee „Sweeney Todd er sterkasta mynd þessa ágæta leikstjóra í háa herrans tíð...“ H.J. MBL O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP eeee „...EIN SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA...“ „...HENTAR FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI - FRÁBÆR SKEMMTUN!“ HULDA G. GEIRSDÓTTIR – RÚV/RÁS2 "VEL SPUNNINN FARSI" "...HIN BESTA SKEMMTUN." HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR eee VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á JOHNNY DEPP BESTI LEIKARISIGURVEGARI GOLDEN GLOBE® SÖNGLEIKUR/ GAMANMYND BESTA MYND SÝND Á AKUREYRI OG KEFLAVÍK MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 6 - 8 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:30 B.i.16 ára UNTRACEABLE kl. 10 B.i.16 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ MEET THE SPARTANS kl. 6 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eee - S.V, MBL eee DÓRI DNA, DV eee - V.I.J., 24 STUNDIR EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! SÝND Á SELFOSSI ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA eeee „ Charlie Wilson’s War er stórskemmtileg og vönduð kvikmynd - V.J.V., TOPP5.IS „Myndin er meinfyndin“ „Philip Seymour Hoffman fer á kostum í frábærri mynd“ - T.S.K. 24 STUNDIR eeee „Sérlega vel heppnað og meinfyndið bandarískt sjálfsháð...“ Ó.H.T., RÚV/Rás 2 SÝND Í ÁLFABAKKA MR. MAGORIUMS WONDER ... kl. 8 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára CLOVERFIELD kl. 10:10 B.i. 14 ára BRÚÐGUMINN Sýnd lau. og sun. B.i. 7 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.