Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR L augardaginn var birti loks til í Reykjavík. Miðbær- inn, sem hefur verið alveg steindauður í vetur, vakn- aði skyndilega til lífsins og Reykvíkingar streymdu í bæinn. Ég var farin að halda að enginn hefði er- indi í bæinn lengur, en víst hefur veðr- ið haft mikil áhrif á sálartetur landans. Þá daga sem ég dvelst í Reykjavík hef ég helst rekist á ábúðarmikla lögmenn á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur, krakka að berjast heim úr skólanum og svo blessaða útigangsmennina sem ekki hafa átt sjö dagana sæla í veð- urofsanum í vetur. En laugardaginn var hýrnaði yfir bænum. Sól skein í heiði, dálítið kalt en það var allt í lagi. Búðirnar á Lauga- veginum voru opnar allan daginn. Laugavegurinn fullur af fólki sem virt- ist alveg tilbúið í verslunarferð og eng- in leið að fá bílastæði neins staðar, það var ekki þverfótað fyrir glænýjum jeppum og lúxusbílum af öllum gerð- um. Annars staðar í bænum var mikið að gera í útivistarbúðunum þar sem heilu fjölskyldurnar höfðu komið sér fyrir í glæsilegum hjólhýsum, fullar eftirvæntingar fyrir komandi sumar. Hvernig rímar þessi upplifun mín við fregnir af samdrætti í efnahagslíf- inu, þrengingu á lánsfjármörkuðum, erfiðleikum hjá atvinnurekendum víða um land vegna hárra vaxta og svo því, að bæði fyrir og eftir helgina voru fjöldauppsagnir á vinnustöðum? Hvernig stendur á því að á síðustu örfáu vikum hafa 400 nýir Landcruiser lúxusjeppar verið fluttir inn? Fyrir ut- an alla Range Roverana? Og hvernig stendur á því að innflutningur á bílum er meiri í upphafi þessa árs en þess síðasta? Bílaviðskipti landans eru farin að vekja eftirtekt hjá erlendum fram- leiðendum. Velta í greiðslukortum og debetkortum hefur vaxið milli mánaða og engin áreiðanleg merki virðast vera um samdrátt einkaneyslu. Á sama tíma og einkaneyslan er í miklum hæðum er varað við samdrætti og harkalegri lendingu í efnahagslífinu. Slíkur samdráttur kemur vitaskuld fyrst fram hjá atvinnurekendum en ætti samt að vekja athygli heimilanna í landinu. Staðreyndin er samt sú, að undanfarin ár hafa heimilin skuldsett sig gríðarlega, í krónum en einnig, sem er breyting frá því sem áður var, í er- lendri mynt. Aukin skuldastaða heim- ilanna í erlendum gjaldmiðlum er var- hugaverð, þegar á allt er litið. Það er erfitt fyrir heimilin að verjast því þeg- ar breytingar verða á gjaldeyrismörk- uðum og hættan er sú að það geti reynst mörgum heimilunum í landinu erfitt þegar til lengri tíma er litið. Það má velta fyrir sér hvers vegna mörg heimili eru svo skuldsett og hvers vegna það hefur verið svo al- gengt að taka lán fyrir almennri neyslu og íþyngja þar með rekstri heimilanna. Án efa hefur aðgangur að fjármagni vegið þar hvað þyngst. Breyting á fast- eignalánamarkaði skipti miklu máli í þessu. Og svo að bjartsýnin og kraft- urinn hefur verið svo mikill í þjóðfélag- inu. Ég vil líka leyfa mér að halda því fram, að þær kynslóðir sem nú fjár- festa hvað mest muni hreinlega ekki eftir slöku efnahagsástandi eða hafi ekki reynt það á eigin skinni. Ég held að margir trúi einfaldlega ekki öðru en þetta verði allt í lagi. Að við hljótum að sigla aftur inn í lygnan sjó fljótt og vel. Og kannski þess vegna látum við ekki bilbug á okkur finna. Það er stundum sagt að hlutabréfa- markaðurinn sé tilfinninganæmur. Þar má kannski segja að bjartsýnin en ekki bókvitið verði í askana látin. Nú fækk- ar einkaþotunum á Reykjavíkur- flugvelli. Menn tala varlegar en áður og gyllingin hefur minnkað á útrásar- víkingum okkar. En það sem skiptir mestu máli er að íslensk heimili átti sig PISTILL »Menn tala varlegar en áður og gyllingin hefur minnkað á útrásarvík- ingum okkar. En það sem skiptir mestu máli er að íslensk heimili átti sig á því að þau verða líka að laga til hjá sér. Ólöf Nordal Bjartsýnir Íslendingar? á því að þau verða líka að laga til hjá sér. Að þessu sögðu er ágætt að hugsa til þess að bjartsýnir Íslendingar lögðu grunninn að búsetu hér, lifðu af erf- iðleika og þrautir og hafa uppskorið ríkulega á liðnum árum. Þessi sterki eiginleiki þjóðarinnar mun án efa blása okkur í brjóst þoli og þrautseigju þessa dagana. Við skulum samt hafa það hugfast að byggja á traustum grunni. Hljóðpislar Morgunblaðsins Ólöf Nordal les pistilinn HLJÓÐVARP | mbl.is LÖGREGLAN á Vestfjörðum lagði hald á um 400 grömm af hassi í húsleit sem gerð var í heimahúsi á Ísafirði í á þriðju- dag. Er þetta mesta magn fíkniefna sem lög- reglan hefur tekið í umdæminu. Húsráðandi, karlmaður á þrítugs- aldri, var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins, en hann hafði skömmu áður verið stöðvaður við al- mennt umferðareftirlit, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var í haldi lögreglunnar þar til í gær en þá var honum sleppt. Ekki var talin ástæða til að halda manninum lengur í þágu rannsóknar málsins. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Af magninu að ráða má ætla að efnið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar á norðanverðum Vest- fjörðum. Fundu hass við húsleit Stærsta fíkniefnamál Vestfjarða upplýst Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ viljum færa fólk aðeins meira yfir í upp- byggingarstarf þar sem það er hægt. Talið er að það sé hægt í Maymana-héraði,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, spurð hvers vegna verið sé að senda fleiri íslenska friðargæsluliða til Afganistan. Þar eru þegar þrettán íslenskir friðargæsluliðar við ýmis störf – enginn þó í Maymana-héraði. Til stendur að senda einn til tvo friðargæsluliða til að byrja með, líklega í apríl nk. en ekki er búið að tímasetja förina nákvæmlega. „Við sendum einn til tvo þróunarfulltrúa í apríl og svo verða þeir allt að fjórir þegar verkefnið verið komið á fullt skrið,“ segir Urður. Fyrstu mennirnir sem sendir verða út munu m.a. meta aðstæður og þau verkefni sem liggja fyrir. Urður segir erfitt að segja til um það enn hvaða verkefni um ræðir en tekur sem dæmi fræðslu í heilbrigðismálum og uppbyggingu í stjórnsýslu. Um er að ræða borgaraleg verkefni og verða friðargæsluliðarnir því hvorki í herbún- ingum né munu þeir bera vopn. Hún bendir á að íslenskir friðargæsluliðar séu að vinna við sam- bærileg verkefni í Gor-héraði sem er ekki langt frá Maymana. Öryggisgæsla frá Norðmönnum Öryggismál friðargæsluliða hafa verið lengi í umræðunni og ekki síst að undanförnu þar sem ófriður hefur ríkt í landinu. „Það er búið að skoða öryggismálin mjög vandlega. Borgaralegir starfs- menn eru ekki sendir á svæðið nema mat á örygg- ismálum hafi farið fram,“ segir Urður og bendir þar að auki á að íslensk stjórnvöld séu í góðu sam- starfi við Norðmenn og Letta og munu Íslending- arnir njóta öryggisgæslu þeirra, þegar þess gerist þörf. Leiða má að því líkum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsæki héraðið þegar hún fer utan. Fleiri til starfa í Afganistan  Vonast er til að verkefni í Maymana-héraði geti hafist í apríl næstkomandi  Tveir friðargæsluliðar verða sendir út í fyrstu og verða borgaralega klæddir Í HNOTSKURN »Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG,flutti nýverið þingsályktunartillögu um að fela utanríkisráðherra að kalla friðargæslu- liða Íslands heim frá Afganistan. » Ingibjörg Sólrún sagði það ábyrgðarlaustog hvatti Steingrím til að kynna sér frá fyrstu hendi aðstæður í landinu. »Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hefursagt framlag Íslendinga mikils metið. ÍSLENSK stjórn- völd hafa form- lega viðurkennt sjálfstæði Kosovo og tilkynnti Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra Hashim Thaci, forsætisráðherra Kosovo, það bréflega í gær- morgun. Hún hefur ennfremur til- kynnt serbneskum yfirvöldum mál- ið. Í bréfinu leggur hún áherslu á að Kosovo sé lýðveldi margra þjóða og mikilvægt sé að það hafi jafn- ræði og réttarvernd allra að leið- arljósi. „Við væntum þess að Kosovo sýni í verki fulla virðingu fyrir mann- réttindum og réttindum minni- hlutahópa, eins og það hefur skuld- bundið sig til í sjálfstæðisyfirlýsingunni,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Sjálfstæðið viðurkennt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sýni í verki virðingu fyrir mannréttindum ♦♦♦ FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BÚAST má við að samkeppni í fóður- innflutningi aukist í kjölfar ákvörðun landbúnaðarráðherra að afnema kjarnfóðurgjald. Meðal þeirra sem eru að hefja innflutning á kjarnfóðri er SS, en Hjalti Hjaltason, fjár- málastjóri SS, segir að kjarnfóð- urgjaldið hafi haft neikvæð áhrif á þennan innflutning. Fóðurtolli var komið á hér á landi í kringum 1980 var hann upphaflega hugsaður sem tæki til að draga úr of- framleiðslu á landbúnaðarvörum. Tollurinn var til að byrja með um 200%. Undanfarin ár hafa bændur og raunar einnig samtök neytenda hvatt til að tollurinn yrði afnuminn. Um mitt ár 2006 tók Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ákvörðun um að draga úr þessari gjaldtöku. Svokall- aður fóðurtollur á efni til fóðugerðar var afnuminn og tollur á tilbúnar fóð- urblöndur var lækkaður úr 7,80 kr/kg í 3,90 kr/kg. Undanfarin ár hefur nán- ast allt skepnufóður sem notað hefur verið hér á landi verið blandað hér og því sáralítill innflutningur verið á til- búnum fóðurblöndum. Tvö fyrirtæki, Fóðurblandan og Lífland, hafa verið ráðandi á markaðinum. Engin áhrif á tekjur ríkissjóðs Íslenskir bændur hafa kvartað und- an því að mikill verðmunur sé á fóðri sem selt er hér á landi og fóðri sem selt er í nágrannalöndunum. Áhugi hefur því vaknað hjá nýjum aðilum á að flytja inn tilbúnar fóðurblöndur. Kjarnfóðurgjaldið hefur hins vegar haft neikvæð áhrif á þennan innflutn- ing. Nú þegar Einar K. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra, hefur ákveðið að afnema þetta gjald ætti leiðin að vera greiðari fyrir nýja aðila inn á markaðinn. Af- nám gjaldsins hefur hins vegar nánast engin áhrif á tekjur ríkissjóðs. Hjalti sagði að SS hefði undanfarna mánuði flutt inn kjarnfóður í tilrauna- skyni frá danska samvinnufyrirtæk- inu DLG. Prófunum á fóðrinu væri lokið og niðurstaðan væri mjög já- kvæð. Steinefnainnihald tegundanna hefði verið aðlagað aðstæðum hér á landi. SS flytur inn fóðrið í gámum og úr þeim er því dælt í fóðursíló bænda með hefðbundnum hætti. Prófunum á þessum búnaði væri að ljúka. Hjalti sagði að SS hefði verið að bjóða ívið lægra verð en samkeppnisaðilarnir þrátt fyrir kjarnfóðurgjaldið. Ný fyrirtæki í innflutningi Morgunblaðið/Atli Vigfússon Tollar Fóðurtollur var upphaflega hugsaður til að draga úr offramleiðslu. Afnám kjarn- fóðurgjalds ýtir undir samkeppni TVÆR konur, sem hugðust heim- sækja fanga á Litla-Hrauni, voru í gær handteknar með töluvert magn fíknefna. Fíkniefnahundurinn Moli hafði gefið til kynna að konunar væru með fíkniefni á sér. Lögreglan á Sel- fossi var kölluð til og tók konurnar til yfirheyrslu. Viðurkenndi önnur að vera með efni, sem reyndust að- allega vera lyf, og framvísaði þeim. Hin neitaði og var því færð til rönt- genmyndatöku á sjúkrahúsið á Sel- fossi og kom þá í ljós að hún var með töluvert magn fíkniefna innvortis. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru það bæði lyf og meint amfeta- mín í duftformi sem verið er að rannsaka nánar sem fannst við leit- ina. Morgunblaðið/RAX Tvær teknar með fíkniefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.