Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI GAGNRÝNISRADDIR gegn einkarekstri koma alltaf úr sömu átt og hafa alltaf rangt fyrir sér, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í utan- dagskrárumræðum á Alþingi í gær. Kolbrún Halldórs- dóttir, þingmaður VG, sagði Þorgerði hafa verið í far- arbroddi við að einkavæða Iðnskólann í Reykjavík án nokkurs samráðs við starfsfólk og nemendur og án að- komu Alþingis. „Leysir það vanda ungs fólks í iðnnámi? Leysir það vanda kennaranna þeirra? Leysir þessi einka- væðing skortinn á frambærilegu námsefni í iðn- og verk- námi? Nei, hæstv. forseti, en hún gæti falið hann,“ sagði Kolbrún og bætti við að það væri skammgóður vermir að pissa í skóinn. Þorgerður áréttaði að um einkarekstur, ekki einka- væðingu, væri að ræða. „Það er ekkert óljóst í þessu mál- um. Einkaaðilar taka í rauninni að sér ákveðna þjónustu fyrir hönd ríkisins,“ sagði Þorgerður og sagði jafnframt tóma þvælu að málið hefði enga umræðu fengið. Morgunblaðið/Ómar Hafa alltaf rangt fyrir sér Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is LANDSVIRKJUN notar mögulegt gagnaver í Keflavík sem fjárkúgun á Alþingi, sagði Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í gær og spurði hversu lengi „þetta sjálfstýrða apparat“ ætti að komast upp með dónaskap og frekju í garð kjörinna fulltrúa, ríkisstjórnarinnar og alls almennings. Tilefnið var sá fyrirvari Lands- virkjunar á sölu rafmagns til gagna- versins að virkjanaáform gangi eftir í Þjórsá. Mörður sagði umrætt gagnaver þurfa 25 megavött af raf- magni og margar leiðir vera til að afla þeirrar orku. Landsvirkjun ræki hins vegar áróður og notaði vinsælt mál til að koma áfram fyr- irætlunum sínum um óvinsælar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Kristján Þór Júlíusson, Sjálf- stæðisflokki, blés á þetta og þótti ekki líðandi að gefa í skyn að fyr- irtæki úti í bæ gæti kúgað fé út úr Alþingi. „Stjórnarmeirihlutinn á Al- þingi mun ekki láta fara þannig með sig og velkominn í þann hóp,“ sagði Kristján og beindi máli sínu til Marðar. Þá sagði hann virkj- unarkosti í neðri hluta Þjórsár vera þá albestu í landinu nú um stundir og það væri óábyrgt að nýta þá ekki. Fjárkúgun og frekja Mörður Árnason var harðorður í garð Landsvirkjunar en Kristján Þór bauð hann velkominn í stjórnarliðið Gjaldmiðilsmál voru enn á ný rædd á Alþingi í gær en Bjarni Harðarson beindi þeirri spurningu til Geirs H. Haarde hvaða áform forsæt- isráðuneytið hefði í gjaldeyr- ismálum þjóð- arinnar. Bjarni fékk stutt og laggott svar: „Ráðuneytið hefur ekki uppi áform um að beita sér fyrir því að breyta um gjaldmiðil.“ Jón Magnússon, Frjálslyndum, taldi Ísland eiga að tengjast stærra myntsvæði en Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, vildi standa vörð um krónuna og sagði vandamál dagsins í dag vera meira eða minna heimatilbúinn. Íslendingar hefðu 600 ára reynslu af að vera tengdir þjóðum út í Evrópu. „Sú reynsla var ekki góð.“ Árna Johnsen, Sjálfstæðisflokki, þótti umræðan hvimleið og sagði að menn ættu að „að sjá metnað sinn í að hætta þessu horngrýtis kjaftæði“ og halda í sjálfstæðið, tunguna og krónuna. Ekkert svikið Námsgögn verða ódýrari fyrir fram- haldsskólanema og staðið verður við stjórnarsátt- málann í þeim efnum. Þetta kom fram í svari Þorgerðar Katr- ínar Gunn- arsdóttur, mennta- málaráðherra, við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, Framsókn. „Það hefur þegar verið lögð nokkur vinna í það í ráðuneytinu að skoða hvernig að slíkum stuðningi verður staðið,“ sagði Þorgerður. Verði seld Æskilegt væri að Ríkissjóður seldi Lögreglustöðina við Hlemm og nýtti andvirðið í að reisa nýjar höf- uðstöðvar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu ásamt aðstöðu til að hýsa fanga til skamms tíma. Þetta er skoðun Björns Bjarnason- ar, dómsmálaráðherra, en Siv Frið- leifdóttir, Framsókn, spurði hann út í málefni fangelsa og fyrirhugaðra höfuðstöðva lögreglunnar. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10:30 í dag. Skýrslur alþjóðanefnda verða ræddar og um nónbil er utan- dagskrárumræða um stöðu sjáv- arplássa. 600 ára reynsla Bjarni Harðarson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir FORRÁÐAMENN Lögregluskóla ríkisins hafa tekið dræmt í hug- myndir um flutning skólans til Keflavíkur og telja hann starfa við hin bestu skilyrði á Krók- hálsi í Reykja- vík. Þetta kom fram í svari Björns Bjarna- sonar dóms- málraráðherra við fyrirspurn Bjarkar Guð- jónsdóttur, þing- manns Sjálfstæð- isflokks, á Alþingi í gær en Björk taldi Keflavíkurflugvöll vera ákjósanlegan stað fyrir nýjan lög- gæsluskóla. Björn var á sama máli og Björk en benti á að sérstök nefnd hefði málið nú til umfjöllunar og að ákvarðanir yrðu ekki teknar fyrr en hún skilaði áfangaskýrslu Löggumennt- un í Keflavík? Björk Guðjónsdóttir ♦♦♦ ÞETTA HELST Landssöfnun fyrir Styrktar- sjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum Söfnunarreikningur: Bankanr. 0101-15-630052 kt. 551090-2489 Hringdu núna og hafðu fiðrildaáhrif! 904- 1000 styrkir um 1000 kr. styrkir um 5000 kr. styrkir um 3000 kr. Söfnunar- símar: 904- 3000 904- 5000 FiðrildaáhrifHAFÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.