Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 65. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ENN ER SPENNA
CLINTON SNERI VÖRN Í SÓKN EN
DUGAR ÞAÐ TIL AÐ NÁ OBAMA? >> 13
FRÉTTASKÝRING
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ATHYGLI hafa vakið tveir uppkveðnir dóm-
ar í héraði með stuttu millibili nýverið þar
sem dómari beitti svonefndri lögjöfnun. Alla-
jafna er lögjöfnun ekki algeng og heimild til
notkunar hennar er ekki bundin í lög þótt all-
löng hefð sé fyrir heimild
dómara til að beita þessu
úrræði.
Með lögjöfnun er átt
við það þegar lagaákvæði
er beitt um ólögákveðið
atriði sem er efnislega
skylt því sem rúmast inn-
an ákvæðisins. Með öðr-
um orðum er möguleiki á
að leysa úr máli með lög-
jöfnun þótt hið umdeilda tilvik falli ekki undir
ákveðna lagagrein en þykir eigi að síður sam-
bærilegt öðrum tilvikum sem lög fjalla um.
Dómarnir tveir sem að ofan gat varða ann-
ars vegar meiðyrðamálið sem Ómar R. Valdi-
marsson höfðaði gegn bloggaranum Gauki
Úlfarssyni og vann. Í hinu málinu, svonefndu
DC++-máli, var ákæruvaldið málshöfðandi
og fékk níu sakborninga sakfellda fyrir brot á
höfundalögum. Var það í fyrsta sinn sem
reyndi á að dómstóll beitti ákvæðum hegn-
ingarlaga um hlutdeild með lögjöfnun.
Sambærileg tilvik
Í bloggmáli Ómars féllst dómurinn m.a. á
kröfu hans um að Gaukur skyldi birta dóms-
niðurstöðuna á bloggi sínu og byggðist sú
niðurstaða á ákvæði laga um prentrétt.
Ákvæðið tekur til birtingar efnis í blöðum eða
tímaritum en ekki til efnis sem birt er á vef-
síðum.
Í dómi sagði að ekki væri til að dreifa laga-
ákvæðum um slík tilvik en telja yrði að efn-
islega væri um sambærileg tilvik að ræða
enda staðreynd að mörg dagblöð væru gefin
út á vefmiðlum.
Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við
HR, sagði aðspurð af þessu tilefni að dóm-
stóllinn væri að horfast í augu við að blogg
félli ekki undir prentrétt – en að hann teldi
hins vegar að um væri að ræða fyllilega sam-
bærileg tilvik og því ætti sama regla að gilda
og um annars konar miðla.
Ákvörðun liggur fyrir um áfrýjun blogg-
málsins til Hæstaréttar af hálfu stefnda og
má þess vænta að bloggsamfélagið bíði
spennt eftir niðurstöðu réttarins.
Þeirri skoðun hefur verið hreyft meðal lög-
fróðra að hæpið sé að beita lögjöfnun í refsi-
málum en þess ber að geta að bæði málin
sem hér um ræðir eru refsimál, þar af blogg-
málið einkaréttarlegt refsimál. Í 69. gr.
stjórnarskrárinnar segir að engum verði gert
að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur
um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt
lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað
eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi.
Segja má að í þessu ákvæði felist heimild til
að beita lögjöfnun en Mannréttindasáttmáli
Evrópu gerir hins vegar strangari kröfur til
stjórnvalda að þessu leyti. Samkvæmt sátt-
málanum verður að vera refsiheimild í lög-
um.
Tímamóta-
mál með
lögjöfnun
Tvö dómsmál með
stuttu millibili
Tölvur og blogg
eru fyrir dómi.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
HEIMILIN eru nánast hætt að
taka almenn verðtryggð skulda-
bréfalán í íslenskum krónum. Á
sama tíma vaxa lántökur heimil-
anna í erlendri mynt hröðum
skrefum. Þetta sýna tölur frá
Seðlabanka Íslands. Talsmenn
viðskiptabankanna staðfesta að
eftirspurn heimilanna eftir lánum í
íslenskum krónum hafi dregist
mikið saman. Skýringarnar séu
m.a. aukinn áhugi á erlendum lán-
um og að heimilin séu að fresta
lántökum.
Frá ágúst í fyrra til janúar á
þessu ári hafa verðtryggð skulda-
bréfalán bankanna dregist saman
um 3% eða um fjóra milljarða, en í
þessari tölu eru húsnæðislánin
undanþegin. Á sama tíma hafa lán
bankanna í erlendri mynt aukist
um 25 milljarða (húsnæðislán ekki
talin með).
„Það er miklu minni ásókn í ís-
lensk lán en verið hefur,“ segir
Benedikt Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi hjá Kaupþingi. Hann telur
að skýringin á þessu sé tvíþætt.
Annars vegar hafi margir ákveðið
að fresta fjárfestingum og neyslu
m.a. vegna óvissu í efnahagsmál-
um. Hins vegar hafi fólk í auknum
mæli snúið sér að erlendum lán-
um.
Benedikt segir að almennt sé
Kaupþing fastheldnara á fé en áð-
ur þegar kemur að útlánum.
Bankinn hafi hins vegar ekki gert
breytingar á lánareglum.
Birna Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
Glitnis, sagði að lánaumsóknum
hefði fækkað, en bankinn sinnti
áfram venjulegum beiðnum ein-
staklinga. Þegar krónan veiktist
væri alltaf einhver færsla yfir í er-
lend lán, þá helst húsnæðislán.
Aðrir stjórnendur í bankakerf-
inu sem rætt var við höfðu sömu
sögu að segja. Eftirspurn eftir lán-
um hefði minnkað. Greinilegt væri
að margir hefðu ákveðið að bíða og
sjá til með hver þróunin yrði í
efnahagsmálum. Sumir sem væru
að hugleiða fjárfestingar væru að
vonast eftir vaxtalækkun og lækk-
un á fasteignaverði.
Yfir í erlend lán
Kristinn Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Frjálsa fjárfest-
ingabankans, segir að eftirspurn
eftir lánum í erlendri mynt sé mik-
il. Bankinn hafi um áramót ákveð-
ið að lækka veðsetningarhlutfall
úr 70% í 50% og hann segist vita
að bankarnir hafi sömuleiðis verið
að gera strangari kröfu um veð.
Frjálsi fjárfestingabankinn hafi
einnig hækkað vaxtaálag, sem
kemur ofan á Libor-vexti, úr 3% í
4%. „Samt er eftirspurn eftir þess-
um lánum enn ótrúlega mikil,“
segir Kristinn.
Heimilin hætta að taka
almenn verðtryggð lán
!
"# $ % &
' (
)*+,
-*+,
--* ./*+,
FIÐRILDAGANGA UNIFEM og BAS, þar sem vakin er athygli á ofbeldi gegn konum í þróun-
arlöndum og á stríðshrjáðum svæðum, var farin í gærkvöldi og var gengið frá húsakynnum UNI-
FEM á horni Laugavegar og Frakkastígs og niður á Austurvöll. Þjóðþekktir einstaklingar fóru fyr-
ir göngunni með kyndla. | Miðopna
Morgunblaðið/Ómar
Ofbeldi gegn konum mótmælt
NÆSTA skref fataframleiðandans 66°
Norður er að reisa eigin verksmiðju í
Kína, en hluti af fatalínu fyrirtækisins er
nú þegar framleiddur í
verksmiðjum þar í
landi. Sigurjón Sig-
hvatsson, stjórnar-
formaður fyrirtækisins,
segir í samtali við
Morgunblaðið að stefna
66° Norður sé að hafa
sem flesta þætti starf-
seminnar á eigin hendi,
enda fylgi því betri yf-
irsýn og stjórn á fram-
leiðslu og gæðaeftirliti. Því sé bygging
verksmiðju í Kína eðlilegt næsta skref fyr-
ir fyrirtækið og ætti ekki að kosta mikið.
Segir hann að núverandi verksmiðjur
66° Norður í Litháen verði starfræktar
áfram.
Velta fyrirtækisins tvöfaldaðist á milli
áranna 2005 og 2007 úr einum í tvo millj-
arða króna og gert er ráð fyrir áframhald-
andi vexti og veltu upp á 2,5 milljarða
króna í ár. | Viðskipti
66° Norður
reisa verk-
smiðju í Kína
Sigurjón
Sighvatsson
VERÐLAGNING á Skiptum er ívið hærri
en á öðrum fjarskiptafélögum af sambæri-
legri stærð, segja greiningardeildir Glitn-
is og Landsbankans.
Til samanburðar má nefna Teymi, Tele-
nor í Noregi, Elisa í Finnlandi og Belge-
com í Belgíu, en miðað við hlutfall útboðs-
gengis af skuldum og hagnaði eru Skipti
dýrari en þessi félög. | Viðskipti
Skipti hf. í
dýrara lagi
Kommúnan >> 37
Magnaðar
stundir
í leikhúsinu
Leikhúsin í landinu
♦♦♦