Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Nú ættum við að vera í góðum málum, herra, algjör DE LÚX draumaskápur með öllum nýj- ustu græjum til að „koma út úr skápnum“. Þau Þorgerður Katrín Gunn-arsdóttir menntamálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra léku sama leik í Morgunblaðinu í fyrradag og Illugi Gunnarsson og Bjarni Benedikts- son alþingismenn gerðu í liðinni viku – þau skrifuðu í sameiningu grein. Grein þeirra var um Lífs- hlaup Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem hleypt var af stokk- unum á þriðju- dag. Lífshlaupið er hvatningar- og átaksverkefni sem miðar að því að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig meira og auka líkams- rækt.     Þótt grein ráð-herranna hafi hvergi nærri vakið jafnmiklar umræður og við- brögð og grein þeirra Illuga og Bjarna, var hún jákvætt og upp- byggilegt framtak, til stuðnings átaki, sem eflt getur hreysti þjóð- arinnar og bætt heilsu.     En ráðherrarnir létu ekki viðgreinarskrifin tóm sitja, heldur tóku þátt í Lífshlaupinu, þar sem þau öttu kappi hvort við annað og reyndu með sér í dekkjahlaupi og hefðbundnu sippi og „Þorgerður vann“, eins og stóð í myndatexta hér í Morgunblaðinu í gær! Þarf heilbrigðisráðherra ekki að koma sér í betra form?!     Þetta framtak þeirra ÞorgerðarKatrínar og Guðlaugs Þórs er til fyrirmyndar, rétt eins og for- sætisráðherra veitti gott lið, með því að koma fram á tónleikum með Bubba Morthens á dögunum, þar sem sungið var gegn kynþátta- fordómum.     Það sést líka á nemendum Álfta-mýrarskóla á myndinni í Morg- unblaðinu í gær að þau skemmtu sér vel og fylgdust með keppni ráð- herranna af einlægum áhuga. STAKSTEINAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður vann!                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          ! " #  !$            :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? % %   % % % %  %   % % %   % %                         *$BC                         ! "#  $  %       &%   '   &   (    $    )    *   *! $$ B *! &'( )   (      $#* $ <2 <! <2 <! <2 &) ! + ", - !$.  D                  B  +     # ,           & - .    /       +  % # /     "  0   . <7  +  %  0   #  1  # . / $    2% )   . )      '  /0!! ' $11  !$ # ' 2 $  #$ + " VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kristín M. Jóhannsdóttir | 5. mars Þegar gott lið á sér ömurlega fylgismenn Það er fátt sem ég þoli eins illa eins og fylgj- endur hópíþrótta. Það er eins og að minnsta kosti helmingurinn séu asnar með enga þol- inmæði. Þegar liðinu gengur illa þá öskra þessir hálfvitar og heimta að hinn og þessi verði rekn- ir, en ef vel gengur þá eru allir æð- islegir. Ég var að lesa aðeins skrifin inni á heimasíðu Canucks hokkíliðsins en okkur hefur ekki gengið alveg sem skyldi síðustu fjóra leikina. Og nú hóp- ast inn á síðuna liðið sem heimtar ... Meira: stinajohanns.blog.is Svavar Alfreð Jónsson | 5. mars Ekki gera ekki neitt Heimurinn er ekki svart- hvítur, samanstendur ekki af góðu fólki ann- ars vegar og vondu fólki hins vegar og oft getur verið snúið að átta sig á því hvað sé gott og hvað sé slæmt. Mörg verstu ódæði mann- kynssögunnar hafa verið unnin í góðri trú, af fólki sem var sannfært um að það væri að gera rétt. Þetta þýðir samt ekki að allt sé afstætt, ómögu- legt sé að eiga sannfæringu og hug- sjónir og vonlaust sé að reyna að ... Meira: svavaralfred.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 5. mars Snjóþyngsli – blogg- þyngsli – þyngsli Eftir því sem snjóskafl- arnir hækka og veg- unum fækkar sem ferðast má um hér í ná- grenni Ísafjarðar, því hærri verður blogg- stíflan innra með mér. Ég þjáist af bloggþyngslum - þau aukast með snjóþyngslunum. Síðdegis í gær ætlaði ég í göngutúr með hundinn, en komst hvorki lönd né strönd fyrir lokuðum gönguleiðum. Snjófljóðahættan var hvarvetna. ... Meira: olinathorv.blog.is Kristján B. Jónasson | 5. mars Námsefnisútgáfa á Íslandi Á hlaupársdag, 29. febrúar, stóð Félag ís- lenskra bókaútgefenda fyrir morgunverðarfundi um námsefnisútgáfu fyrir nemendur á skóla- skyldualdri. Staðan í þeim málum er eins og sakir standa nokkuð skrítin. Vorið 2007 voru lög samþykkt á alþingi um námsgagna- sjóð, Námsgagnastofnun og þróun- arsjóð námsgagna. Aðdragandi þess- arar lagasetningar var langur og mér eldri menn höfðu oft og mörgum sinn- um komið á fund ýmissa nefnda og starfshópa sem menntamálaráðu- neyti hafði skipað til að ræða hugs- anlegar breytingar á tilhögun inn- kaupa námsgagna fyrir grunnskóla og námsgagnagerð í skyldunámi. Úr- skurðir Samkeppniseftirlits í fyrra í kærum Æskunnar og Árna Árnasonar á hendur Námsgagnastofnunar um mismunun á námsefnismarkaði urðu hins vegar til þess að nauðsynlegt þótti að breyta lögum um Náms- gagnastofnun og um leið koma til móts við sjónarmið þeirra sem hafa talað fyrir minni miðstýringu á inn- kaupum námsefnis í grunnskólum. Fyrirhugað var að formaður stjórnar námsgagnasjóðs, Þorbjörg Helga Vig- fúsdóttir, tæki til máls, en því miður átti hún ekki heimangengt sökum anna, og aðrir stjórnarmenn voru er- lendis. Því varð kannski minni um- ræða en ella um lögin og vonir og væntingar námsgagnasjóðs. Náms- gagnasjóður úthlutaði 100 milljónum á síðasta ári til grunnskóla á Íslandi (frekar lág upphæð í raun og veru, 2.300 kr. á nemanda) og mun aftur úthluta 100 milljónum nú í vor. Við bókaútgefendur höfum orðið áþreif- anlega varir við að tilgangur og eðli þessa sjóðs er lítt þekkt meðal kenn- ara og oft einnig meðal skólastjórn- enda. Mjög margir vita t.d. ekki að það er yfirleitt hægt að kaupa beint námsefni af útgefanda eða höfundi. Þorsteinn Helgason, dósent við KHÍ og Ásdís Olsen, aðjúnkt við KHÍ ræddu námsefnisgerðina á faglegum nótum og voru í raun á öndverðum meiði. Þorsteinn er talsmaður var- færni í námsefnisgerð, þ.e. hann hugar að gæðum og gæðahugtakið er í hans augum óhjákvæmileg afleið- ing faglegs ferlis í framleiðslu og um- fjöllun. Hann benti á þá einföldu staðreynd að í ómiðstýrðu inn- kaupakerfi námsgagna yrði líka að vera til ... Meira: kristjanb.blog.is BLOG.IS TEPPI Á STIGAHÚS - gott verð - komum og gerum verðtilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.