Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 9
JÚLÍUS Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýndi skýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur á fundi borgar- stjórnar í fyrri- nótt og sagði jafn- framt að Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, og Sig- rún Elsa Smára- dóttir, borgar- fulltrúi Samfylk- ingarinnar, hefðu verið vanhæfar að hans mati til að vera í stýrihópnum. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvars- sonar fór hann yfir skýrsluna og benti á að í hana vantaði ýmsar upplýsingar sem eðlilegt væri að fylgdu skýrslu sem þessari. Til dæmis upplýsingar um hvernig stýrihópurinn hefði fundað, hverjir hefðu mætt á fundi nefndarinnar, hvaða gögn hefðu verið skoðuð af nefndinni og hver kostnað- ur við vinnu hennar væri. Auk þess hefði hann bent á að það vantaði ýms- ar lögfræðilegar skýringar eins og t.d. varðandi samrunann. Skýrslan fjallaði um viðskipti frekar en stjórn- mál en hina viðskiptalegu hugmynd vantaði í hana. Ekkert væri fjallað um verðmat á REI og Geysir Green og hvernig það verðmat væri hugsað eft- ir sameiningu. Eins hefði hann bent á að Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir hefðu báðar verið í stjórn OR og komið að málinu á ýms- um stigum. Því væri það umhugsun- arefni og leiddi til vanhæfni að þær sætu í nefnd sem rannsakaði sérstak- lega mál þar sem þær væru gerendur og kæmust að niðurstöðu um það hvernig að málinu væri staðið, meðal annars með tilliti til lagareglna og stjórnsýsluréttar. Hann hefði óskað eftir því að Svandís Svavarsdóttir gerði grein fyrir því hvort hún hefði tekið þátt í því að búa til lista yfir valda starfsmenn sem hefðu átt að njóta þeirra forréttinda að kaupa hlut í hinu sameiginlega félagi á sérstak- lega hagstæðu gengi. Hún hefði lýst því hvernig hún, Sigrún Elsa og Dag- ur B. Eggertsson hefðu farið yfir þessa lista og breytt þeim og þannig hefðu þeir farið frá þeim. Þessir samningar hefðu verið gagnrýndir í skýrslunni, en ekki væri minnst á þátt þessara þriggja borgarfulltrúa varð- andi þetta atriði og það væri ekki til að auka trúverðugleika skýrslunnar. Upphaflega hefði nefndin verið hugs- uð sem nefnd oddvita en oddvitar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks hefðu séð að það gengi ekki, þar sem þeir hefðu komið að málinu á ákveðnum stigum. Oddviti Vinstri grænna hefði hins vegar ekki aðeins ákveðið að sitja í nefndinni heldur taka einnig að sér formennsk- una. „Það finnst mér að oddvitinn hefði átt að hugsa betur,“ segir hann. Rétti vettvangurinn Spurður hvort gagnrýnin á skýrsl- una og tiltekna nefndarmenn sé ekki of seint á ferðinni segir Júlíus Vífill Ingvarsson svo ekki vera. Í fyrsta lagi hafi gilt algjör trúnaður um vinnu stýrihópsins og hann hafi haft tak- markaðar upplýsingar um störfin sem hafi farið fram með mikilli leynd. Hann hafi gagnrýnt nefndina strax í byrjun en borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafi ákveðið að starfa með nefndinni og fulltrúar flokksins hafi starfað vel og af heilindum í nefndinni. Margt sé gagnlegt og gott í skýrsl- unni og sjálfsagt að borgarkerfið fari yfir það. Borgarstjórn sé hins vegar rétti vettvangurinn til að gera athuga- semdir því þar hafi hún verið lögð fram til umræðu í fyrsta skipti í fyrra- dag. Gagnrýnir skýrslu um REI og segir fulltrúa vanhæfa Júlíus Vífill Ingvarsson Júlíus Vífill Ingvarsson segir samt margt gott í skýrslunni MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 9 FRÉTTIR KRINGLUNNI - Sími: 568 9955 OPIÐ TIL 9 SKARTGRIPATRÉ TILBOÐSVERÐ KR. 4.990.- NÝ SENDING SP A RI BA U K U R Skartgripaskrín yfir 20 teg. stelpu&stráka www.tk.is FERMINGAR GJAFIR Ný sending Einnig í stórum stærðum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Nýjar vörur Kjólar, mussur, ermar og leggings Str. S-XXL. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 frá iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Glæsilegt úrval af vorfatnaði frá Páskavörur Páskaeggjamót (5 stærðir) og kransakökuform 495 kr. settið 895 kr. 895 kr. 195 kr. 195 kr. 595 kr. 750 kr. 995 kr. 295 kr. Klappastíg 44 - Sími 562 3614 Laugavegi 63 • S: 551 4422 GLÆSILEGT ÚRVAL AF SPARIFATNAÐI SKOÐIÐ BÆKLINGINN Á WWW. LAXDAL.IS SVANDÍS Svavarsdóttir telur allar athugasemdir Júlíusar Vífils Ingv- arssonar eiga jafnframt við um full- trúa Sjálfstæðisflokksins í stýri- hópnum og auk þess veki undrun hvað þær komi seint fram. Svandís segir að Júlíus Vífill hafi ekki fyrr gert athugasemdir við mönnun stýrihópsins, sem hafi ver- ið skipaður þverpólitískt 18. októ- ber. Enginn hafi reyndar gert at- hugasemdir við setu sína og Sigrúnar Elsu Smáradóttur í stýri- hópnum. Hefðu komið fram at- hugasemdir hefði hún skoðað þær. Júlíus Vífill hafi gert ýmsar góðar athugasemdir við innihald skýrsl- unnar, en þessar athugasemdir komi seint fram og hann hljóti að hafa getað komið þeim fyrr á fram- færi við fulltrúa sína í stýrihópnum. 6. febrúar hafi til dæmis allir borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins set- ið yfir skýrslunni og samþykkt hana fyrir sitt leyti og þar á meðal Júlíus. Í seinni ræðu sinni á borg- arstjórnarfundinum í fyrrinótt seg- ist Svandís hafa tekið undir ýmsar athugasemdir Júlíusar á skýrsl- unni, eins og til dæmis að ástæða hefði verið að greina sérstaklega frá efni einstakra funda. Seint á ferðinni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.