Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 17
AUSTURLAND SUÐURNES
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | „Við þökkum Guði
fyrir að búa ekki í Reykjavík. Við
hefðum hvorki haft tíma né ímynd-
unarafl til að skrifa um þann farsa
sem þar fór í gang. Við vorum reynd-
ar að hugsa um að senda bæjar-
stjórninni þakkir fyrir að láta þetta
ekki gerast hér,“ segir Rúnar Hann-
ah úr hljómsveitinni Breiðbandinu
en hljómsveitarmeðlimir sömdu rev-
íu fyrir Leikfélag Keflavíkur sem
frumsýnd verður í Frumleikhúsinu
annað kvöld.
Breiðbandið er þekkt fyrir að
blanda saman gríni og tónlist. „Þetta
var hugmynd sem kom upp í fyrra,
að fá Breiðbandið til að semja revíu
fyrir okkur. Þeir skrifuðu þetta á
mánuði,“ segir Guðný Kristjánsdótt-
ir, framkvæmdastjóri Leikfélags
Keflavíkur og leikari og aðstoðar-
leikstjóri í sýningunni sem nefnist
„Bærinn breiðir úr sér“.
„Okkur dauðbrá þegar við vorum
beðnir um þetta en auðvitað er þetta
mikill heiður,“ segir Rúnar. Hann
segir að furðu vel hafi gengið að
semja verkið. Revían fjallar um það
sem mest hefur verið áberandi í bæj-
arlífinu að undanförnu. Brottför
varnarliðsins kemur meðal annars
við sögu.
Ekki of staðbundinn húmor
Auk Rúnars eru Ómar Ólafsson og
Magnús Sigurðsson í Breiðbandinu.
Ómar og Rúnar hafa leikið í nokkr-
um revíum hjá Leikfélaginu. Rúnar
segir að verkið sé samið í anda Óm-
ars Jóhannssonar sem samdi Kefla-
víkurrevíurnar fyrir Leikfélagið og í
minningu hans. Hann segir þó að
reynt sé að hafa húmorinn ekki of
staðbundinn. „Þetta svæði og ýmis-
legt sem hér hefur gerst hefur verið
áberandi að undanförnu þannig að
ég held að leikhúsgestir geti skilið
stærstan hluta af gríninu, hvaðan
sem þeir koma,“ segir Rúnar.
Revíurnar voru afar vinsælar og
lögðu fjárhaglegan grunn fyrir Leik-
félagið á sínum tíma, að sögn Guð-
nýjar. Hún hefur ekki aðrar skýr-
ingar á vinsældum revíanna en að
þær hafi verið vel gerðar. „Við fáum
fólk til að koma í leikhúsið, fólk vill
greinilega fylgjast með,“ segir
Guðný. Leikfélagið er öflugt og hef-
ur ráðist í fjölbreytt verkefni. Fyrir
jólin var sýnt barnaleikrit.
Hin þekkta gamanleikkona, Helga
Braga Jónsdóttir, leikstýrir verkinu
en hún stýrði einnig síðustu revíu
Ómars Jóhannssonar. Júlíus Guð-
mundsson er tónlistarstjóri en hann
átti hugmyndina að því að leita til
Breiðbandsins um að semja verkið.
Rúnar Hannah segir að höfund-
arnir bíði spenntir eftir frumsýning-
unni. „Það er frábært að hafa Helgu
Brögu sem leikstjóra. Við litum inn á
æfingu um daginn og sáum að hún
gefur verkinu mikið,“ segir Rúnar.
Revían er sýnd í Frumleikhúsinu
við Vesturgötu. Frumsýningin er
annað kvöld, klukkan 20, og næsta
sýning á sunnudag.
Heiður að fá að semja
revíu um bæjarlífið
Ljósmynd/Víkurfréttir
Þekktir borgarar Rúnar Jóhannesson í gervi Steinþórs Jónssonar hót-
elstjóra og Arnar Bergmann sem Tómas J. Knútsson kafari í revíunni.
Revía Breiðbands-
ins frumsýnd á
föstudagskvöld
Í HNOTSKURN
»Keflavíkurrevíurnar fjórarsem Ómar Jóhannsson samdi
fyrir Leikfélag Keflavíkur voru
vinsælar. Ómar lést 2004. Síðasta
revía hans, „Í bænum okkar er
best að vera“, var sýnd 2002.
»Breiðbandið hefur samiðnýja revíu í anda Ómars,
„Bærinn breiðir úr sér“. Leik-
ararnir eru um þrjátíu, frá níu
ára aldri til fimmtugs.
Eftir Jón Sigurðarson
Vopnafjörður | Árleg styrkveiting
úr Menntasjóði Kvenfélagsins
Lindarinnar á Vopnafirði fór fram
sl. þriðjudag í Miklagarði.
Styrkþegar þetta árið voru
Fanney Hauksdóttir, Hildur Hall-
dórsdóttir og Kristín Steingríms-
dóttir.
Þetta er í tíunda skipti sem veitt
er úr sjóðnum, en til hans var
stofnað af Kvenfélaginu Lindinni
1998. Markmið sjóðsins er að
styrkja konur til náms og hafa nú
þrjátíu konur notið styrkja sjóðs-
ins.
Fram kom við styrkveitinguna að
höfuðstóll sjóðsins stendur nú orðið
undir styrkveitingum, en sjóðurinn
nýtur áfram velvilja Vopnafjarðar-
hrepps og einstaklingar leggja
sjóðnum einnig til fé, sumir árlega.
Mikil ánægja ríkti að vanda við
þessa athöfn, enda fátt ánægju-
legra en sjá og frétta af fádæma
áhuga vopnfirskra kvenna á hinum
ýmsu menntabrautum. Lindin er
eitt af rótgrónari kvenfélögum
landsins.
Vopnfirskar
konur efldar
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Afhending Styrkþegar menntasjóðs kvenfélagsins Lindarinnar.
Menntasjóður Lindarinnar veitir fé til kvenna
Egilsstaðir | Söngkeppni Mennta-
skólans á Egilsstöðum, Barkinn,
var haldin fyrir skömmu. Hrafn-
hildur Baldursdóttir vann keppnina
með flutningi sínum á laginu Litli
tónlistarmaðurinn. Í öðru sæti varð
Katrín Huld Káradóttir og í því
þriðja Hafþór Þórarinsson. Tinna
Björk Guðjónsdóttir var vinsælasti
keppandinn og Dagrún Drótt Val-
garðsdóttir, Kolbjörg Lilja Bene-
diktsdóttir og Bergljót Halla Krist-
jánsdóttir, fengu verðlaun fyrir
frumlegasta atriðið.
Ljósmynd/Sara Björk Sigurðardóttir
Sigurvegari Hrafnhildur Baldursdóttir söng lagið Litli tónlistarmaðurinn.
Hrafnhildur Barki ME
Egilsstaðir | Í dag hefst kl. 13 mál-
þing um íslenskukennslu og móttöku
útlendinga, á vegum Þekkingarnets
og Þróunarfélags Austurlands.
Þingið er liður í að efla samstarf
og samþættingu í íslenskukennslu
fyrir útlendinga og naut verkefnið
stuðnings Þróunarsjóðs innflytj-
endamála.
Samræmd stefna í móttöku
Segja aðstandendur málþingsins
að það eigi að verða fyrsta skrefið í
áframhaldandi samvinnu skólastiga
um íslenskunám, sem og samvinnu
skóla, sveitarfélaga og hins opinbera
um samræmda stefnu í móttöku út-
lendinga og aðlögun að íslensku sam-
félagi.
Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í
Fjarðabyggð, setur þingið. Meðal
framsögumanna er Amal Tamimi,
varaformaður innflytjendaráðs og
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Hansína
Halldórsdóttir, frá félagi eldri borg-
ara á Eskifirði, en félagið hefur í
samstarfi við Þekkingarnetið kennt
útlendingum íslensku í vetur. Þá
fjallar Daniela Barbara Gscheidel
um sjónarhorn nemandans og Þrúð-
ur Gísladóttir íslenskukennari um
kennslu og símenntun innflytjenda í
Danmörku og Svíþjóð. Önnur erindi
eru í höndum Laufeyjar Eiríksdótt-
ur, Helgu Steinsson, Fríðu Bjarn-
eyjar Jónsdóttur, Þórodds Helga-
sonar og Hilmars Sigurjónssonar.
Þar verður m.a. til skoðunar hvernig
leikskólar bregðast við börnum og
foreldrum af erlendum uppruna og
fjölmenningu í sinni víðustu mynd.
Málþingið fer fram að Tjarnar-
braut 39 E, Vonarlandi, á Egilsstöð-
um og hefst eins og fyrr segir kl. 13.
Íslenskukennsla og
móttaka útlendinga