Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ RögnvaldurÓlafur Johnsen
fæddist í Ásbyrgi í
Vestmannaeyjum 5.
apríl 1920. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
að morgni 26. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Jó-
hanna Erlends-
dóttir húsfreyja, f.
1888, d. 1970, og
Guðni Hjörtur
Johnsen útgerð-
armaður, f. 1888, d. 1921. Al-
systkini Rögnvaldar voru Frið-
þjófur Johnsen, f. 1911, d. 1963,
maki Gudrun Rolighed Johnsen,
f. 1918, d. 2006, Ágústa Sigríður
Möller, fædd Johnsen, f. 1913, d.
2007, maki Gunnar J. Möller, f.
1911, d. 1988, og Erla, f. 1916, d.
1917. Hálfsystkini Rögnvaldar,
börn móður hans og seinni maka,
Störkers Sedrup Hermansen,
voru Guðni Hermansen, f. 1928,
d. 1989, maki Sigríður Jóna Krist-
insdóttir, f. 1929, Sveinbjörn Her-
mansen, f. 1930, d. 1980, og Erla
Ágústa Björg Hermansen, f. 1934,
maki Þráinn Hjartarson, f. 1930,
þau skildu.
Hinn 12.10. 1948 kvæntist
ir, f. 1975, sambýliskona Ásdís
Jónsdóttir, f. 1972, þau skildu,
synir þeirra Gunnar Valdimar, f.
1997, og Daníel Breki, f. 2000,
sambýliskona Íris Hallvarðsdóttir,
f. 1966, þau skildu, sonur þeirra,
Gabríel Rómeó, f. 2003. c) Unnur,
f. 1983, maki Sigurður Garðar
Barðason, f. 1977, börn þeirra
Tryggvi og Heiðdís Emma, f.
2005. 3) Þórður, f. 1951, d. 1989,
maki Málfríður Skjaldberg, f.
1953, þau skildu. Barn þeirra Sig-
urður, f. 1975, sambýliskona Ellý
Emilsdóttir, f. 1980, börn þeirra
Freyja Dögg, f. 2003 og Þórður, f.
2006. Barnsmóðir Þórðar, Borg-
hildur Árnadóttir, f. 1959, barn
þeirra Árni Baldvin, f. 1985. 4)
Guðni Ingi, f. 1963, maki Helga
Sæmundsdóttir, f. 1965, börn
þeirra a) Sæmundur Ingi, f. 1988,
unnusta María Theresa Halldórs-
dóttir, f. 1988 b) Þórður Ingi, f.
1993 c) Guðný Helga, f. 1998.
Rögnvaldur ólst upp í Vest-
mannaeyjum en bjó í mörg ár
Bandaríkjunum, lengst af í Kali-
forníu og nam þar húsateiknun.
Hér heima vann hann sem húsa-
teiknari og teiknaði m.a. fjölda
frystihúsa um allt land.
Útför Rögnvaldar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Rögnvaldur Dóru
Guðfinnu Valdimars-
dóttur, f. í Reykjavík
12.10. 1927. For-
eldrar hennar voru
hjónin Inga Dagmar
Halldórsdóttir, f.
1907, d. 1949 og
Gunnar Valdimar
Þórðarson, f. 1898,
d. 1959. Börn Rögn-
valdar og Dóru eru:
1) Ástríður, f. 1945,
maki Sigvaldi Þor-
gilsson, f. 1933, þau
skildu. Börn þeirra
a) Inga Dóra, f. 1966, sambýlis-
maður Kristján Sigurðsson, f.
1974, þau skildu, dóttir þeirra
Sandra, f. 2004. b) Anna María, f.
1969, maki Magnús Þór Bjarna-
son, f. 1963, börn þeirra Lilja Sif,
f. 1993 og Bjarni Reykjalín, f.
1998. c) Þorgils, f. 1975, sambýlis-
kona Ída Jensdóttir, f. 1975, dæt-
ur þeirra Ásthildur Emelía, f.
2004, og Dóra Jensína, f. 2007. 2)
Gunnar Valdimar, f. 1949, maki
Bergþóra Sigmundsdóttir, f.
1950, börn þeirra a) Þorsteinn
Rafn, f. 1973, sambýliskona Ásta
Hrafnhildur Garðarsdóttir, f.
1971, synir þeirra Gunnar Berg-
þór, f. 2002, og Þorsteinn Valdi-
mar, f. 2004. b) Rögnvaldur Birg-
Þótt tengdafaðir minn, Rögnvald-
ur Johnsen, hafi verið orðinn tæp-
lega 88 ára gamall, hvarflaði það
ekki að mér að hans tími væri kom-
inn. Hann bar sig vel allt fram í and-
látið og dó með þeirri reisn sem ein-
kenndi fas hans alla tíð.
Ég var 16 ára þegar ég sá tengda-
föður minn í fyrsta skipti. Í mínum
augum leit hann út eins og heldri
maður, snyrtimenni, glæsilega
klæddur með yfirvaraskegg, jafnvel
dálítið eins og breskur „gentlemað-
ur“, eins og Gunna frænka hefði orð-
að það. Þótt honum hafi e.t.v. þótt
sonurinn nokkuð ungur til að hefja
fast samband og jafnvel fundist und-
irrituð ákveðin og fylgin sér í sam-
skiptum við soninn varð ég aldrei
vör við annað en velvilja og hlýju í
minn garð strax í upphafi okkar
kynna. Ég var strax tekin sem hluti
af fjölskyldunni hjá þeim báðum,
Stellu og Rögnvaldi.
Minningar frá dvöl okkar Gunn-
ars, og síðar með börnum okkar, í
sumarbústaðnum við Þingvallavatn,
þar sem Rögnvaldur var sífellt að
breyta og bæta og Stella að stjana
við okkur, eru ógleymanlegar. Hann
tengdafaðir minn var þúsundþjala-
smiður. Sú kunnátta hefur skilað sér
til sona hans með ágætum enda var
hann laginn við að fá þeim verkefni
við hæfi. Aðstoð hans við byggingu
húsnæðis okkar Gunnars var ómet-
anleg. Að sjálfsögðu teiknaði hann
húsið og auk þess fylgdist hann með
öllu sem fram fór á byggingartím-
anum og gætti þess að allt væri nú
unnið á sem bestan hátt. Hann lærði
arkitektúr í Kaliforníu og átti lítið
eftir af náminu þegar honum var
gert að flytja strax með alla fjöl-
skylduna frá Bandaríkjunum, nema
Gunnar þar sem að hann fæddist
þar ytra. Þetta var á McCarthytím-
anum og ástæða þessa var að hann
hafði lýst því yfir, þegar hann var í
Bandaríkjunum um sautján árum
áður, að hann ætlaði ekki að taka
þátt í stríði. Hugur tengdapabba var
að setjast að í Bandaríkjunum en af
því varð sem sagt ekki.
Rögnvaldur var kallaður Dalli og
þegar hann varð afi varð nafn hans
að sjálfsögðu Afi Dalli. Hann jafnvel
óskaði eftir því að bera það nafn í
símaskránni en ekki gekk það eftir.
Hann fylgdist vel með barnabörnum
sínum og hafði mikla ánægju af því
gleðja þau á sinn hátt. Þorsteinn var
ekki hár í loftinu þegar afi Dalli
mætti til Svíþjóðar, en þar vorum
við í námi, með stóran bíl handa
honum sem hann gat ekið sjálfur. Þá
er ógleymanleg stundin í Svíþjóð
þegar við nefndum yngri son okkar
Rögnvald í höfuðið á tengdapabba.
Sérstakt samband var milli afa
Dalla og Unnar dóttur okkar. Í svo
til hvert skipti sem afi Dalli kom
heim frá útlöndum kom hann með
prinsessukjól handa Unni sinni.
Ekki var undirrituð nú alltaf ánægð
með valið en sú stutta var alsæl og
krafðist þess að vera í kjólunum frá
afa Dalla við sem flest tækifæri.
Fyrir stuttu var Heiðdís Emma,
tveggja ára dóttir Unnar, hæst-
ánægð í einum af gömlu prinsess-
ukjólunum frá afa Dalla.
Eftir langa og viðburðaríka ævi er
komið að kveðjustund. Hann taldi
sjálfur að hans tími væri kominn.
Ég þakka Rögnvaldi tengdaföður
mínum fyrir allar samverustundir
okkar og kveð hann með söknuði.
Bergþóra Sigmundsdóttir.
Elsku afi hefur kvatt þennan
heim og haldið á þann stað sem bíð-
ur okkar allra. Afi minn var einn af
flottustu og virðulegustu mönnum
sem ég hef séð, sjarminn geislaði af
honum og brosið hans eitt það allra
fallegasta. Hann var maður sem tek-
ið var eftir, svo tignarlegur og flott-
ur.
Afi minn var eins og afar eiga að
vera. Alltaf hægt að leita til hans og
alltaf hlustaði hann af athygli. Hann
sýndi okkur alltaf mikinn áhuga og
hlustaði á sögur fjölskyldu okkar um
allt og ekkert. Afi minn var alltaf
mikill ævintýramaður og sögurnar
sem hann hefur sagt mér í gegnum
tíðina eru ævintýri líkastar og munu
aldrei gleymast. Ævi hans hefur
verið löng og skemmtileg og sög-
urnar í samræmi við það. Hann hef-
ur ferðast víða um heiminn og ekki
bara í þessum venjulega ferðapakka
eins og flestir. Hann þekkti skip-
stjórana og hikaði ekki við að skella
sér á fraktara vestur um höf þó sigl-
ingin ein og sér tæki mánuð. Enda
var hans annað heimili í Bandaríkj-
unum og leitaði því hugur hans oft
þangað, þar sem hann bjó í mörg ár
og stofnaði fjölskyldu.
Þegar ég var yngri var afi í miklu
uppáhaldi eftir þessar Bandaríkja-
ferðir því alltaf beið mín skemmti-
legur pakki. Það var enginn venju-
legur pakki því alltaf fékk ég
draumaprinsessukjólinn minn.
Hann afi elskaði nefnilega að kaupa
handa mér kjóla og ófáa fallega
prinsessukjóla átti ég þegar ég var
yngri, mömmu til mikillar mæðu,
þar sem henni fannst þeir ekki eins
flottir og mér. Ég klæddist þeim þó
eins mikið og hægt var og nú er mín
litla dama farin að máta gömlu kjól-
ana mína.
Elsku afi, við fjölskyldan söknum
þín svo mikið en huggum okkur við
þá hvíld sem þú nú færð, þar sem þú
endurheimtir mátt þinn í faðmi
Guðs. Heiðdís Emma litla komst vel
að orði þegar hún sagði að við gæt-
um talað við þig þegar við förum
með bænirnar, en þar munt þú fá
áframhaldandi sögur úr okkar lífi.
Elsku afi, við kveðjum með söknuði.
Góði Guð, gef þú fjölskyldunni og
elsku ömmu Stellu styrk á þessum
erfiðu tímum.
Unnur, Sigurður Garðar,
Tryggvi og Heiðdís Emma.
Elsku afi Dalli.
Það eru margar minningar sem
hellast yfir mig á þessum tímamót-
um. Við höfum ýmislegt gert saman.
Ég hef alltaf átt mitt annað heimili
hjá þér og ömmu Stellu. Þú tókst
alltaf á móti mér opnum örmum og
alltaf var nóg pláss og nægur tími
fyrir mig.
Þú varst þekktur sem afi Dalli,
allir mínir vinir þekkja þig sem afa
Dalla, þú kynntir þig jafnvel sem afi
Dalli.
Þú varst mjög laghentur og áttir
auðvelt með að búa til alls konar
hluti. Þú vildir alltaf að hlutirnir
yrðu gerðir strax, ekki eftir neinu að
bíða. Þegar ég kom með hugmynd,
fórstu strax að framkvæma hana,
hvort sem það var að teikna upp og
undirbúa eða fórst strax í fram-
kvæmdir. Sama hvort um var að
ræða framleiðsluborð, sérútbúinn
aðventukrans, veggvasa upp á vegg
eða hillur sérgerðar til að hafa kerti
á. Alltaf bjóst þú þetta til handa
mér. Jólagjafir til vinkvenna minna
voru jafnvel úr þinni smiðju. Svona
hefur þetta alltaf verið, þú afi Dalli
hefur alltaf leyst mín vandamál bæði
stór og smá.
Þegar ég var sex ára og fór í
fyrstu utanlandsferðina með ömmu
Stellu og afa Dalla til Spánar, vildi
ég bara íslenskt smjör og alltaf var
afi með íslenskt smjör. Mörgum ár-
um seinna sagði hann mér að ég
hefði nú verið að borða smjör frá
Spáni. Hann hafði tekið með bréf af
íslensku smjöri og sett yfir það
spænska.
Ameríka og Kalifornía voru alltaf
stór hluti af lífi þínu. Þú varst alltaf
svo virðulegur á stóru amerískum
bílunum þínum og alltaf keyrðir þú
með bílhanska. Ég á margar minn-
ingar um ferðir okkar til Ameríku,
bæði þegar ég bjó þar og einnig
þegar við fórum saman í frí.
Ferðir okkar til Kaliforníu voru
nokkrar og það var alltaf mjög gam-
an að ferðast með þér. Þegar við
keyrðum á milli fylkja stoppuðum
við alltaf á Denny’s því þar fannst
þér kaffið svo gott og ameríski
morgunmaturinn bestur. Þegar ég
bjó í Kaliforníu hugsaði ég alltaf til
þín þegar ég sá Denny’s.
Þú varst svo duglegur að fara
með mig á ýmsa staði og segja mér
frá enda varst þú mjög fróður um
Ameríku og þá sérstaklega Kali-
forníu. Að keyra með þér í LA var
eins og sögutími þar sem þú sagðir
mér frá hvernig borgin hefði breyst
og það er mér mjög minnisstætt
þegar þú sýndir mér hvar þið amma
höfðuð búið í borginni.
Ég er mjög glöð að Sandra dóttir
mín náði að kynnast þér, afi Dalli,
og eiga nokkur ár með þér. Henni
fannst alltaf mjög gaman að koma til
afa Dalla á Háteigsveg og var því
ekki sátt við að fá ekki að heim-
sækja þig síðustu dagana þína.
Hana langaði að sýna þér hvað
hún er dugleg að spila á fiðluna svo
ég tók myndir af henni og sýndi þér.
Ég átti mörg góð kvöld með þér
síðustu vikurnar á spítalanum og er
mjög þakklát fyrir þann tíma. Ég
veit að þú varst sáttur við að fara
enda varstu farinn að óska þess und-
ir það síðasta
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma .
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Inga Dóra.
Einkennilegt hve heiðríkja fer
sumu fólki betur en öðru. Fannst í
æsku að sólskin passaði Rögnvaldi
betur en flestum öðrum. Hár, hnar-
reistur, skreflangur og öruggur í
fasi, glaðlegur, æðrulaus, með blik í
auga og bros á vör. Þannig kom
hann fyrir sjónir.
Í minningargrein, ritaðri í Vest-
mannaeyjum fyrir 87 árum, segir:
„Átti hann þar miklum vinsældum
að fagna sökum prúðmannlegrar
framkomu, drenglundar sinnar,
óeigingirni og hjálpsemi við aðra.
Hann ólst upp hjá móður sinni – föð-
ur sinn missti hann í bernsku.
Reglusemi og góð umgengni ein-
kenndi allt, sem hann hafði undir
höndum. Hann var með hæstu
mönnum vexti, fríður sýnum og
karlmannlegur, hugprúður og lá
ekki á liði sínu.“ Má lýsa eðlisein-
kennum, lund og atgervi Rögnvalds
betur? Varla, en Dalli var aðeins 9
mánaða gamall þegar sá sem ritað
var um, Guðni faðir hans, lézt 32 ára
að aldri.
Sigldi ungur vestur um haf að
leita sér menntunar í húsagerðar-
list. Varð það á undir lok síðari
heimsstyrjaldar að skrifa undir
plagg þess efnis að hann færðist
undan herskyldu fyrir Bandaríkin,
eins og margir aðrir námsmenn, í
mishvítum húsum.
Fundum þeirra Stellu bar saman í
New York 1947. Það var ást við
fyrstu sýn og þau giftust árið eftir, á
afmælisdegi Stellu. Þeim leið vel og
fjölskyldan dafnaði á Íslandi. En
Dalli saknaði sólarinnar í Kaliforníu
og haustið 1951 afréðu þau að halda
vestur um haf með börnin, Öddu,
Gunnar og Þórð. Þeim vegnaði vel,
og árið 1957 ákvað Dalli að sækja
um ríkisfang vestra. Grófst þá upp
plaggið frá stríðslokum, þar sem
námsmaðurinn frá Íslandi hafði
færzt undan herkvaðningu. Draum-
urinn var úti og Dalla var vísað úr
landi.
Atvinnulaus í Austurstræti 1958
mætti hann tveimur mönnum. Ann-
ar þeirra bar kennsl á Dalla frá ár-
um hans í Eyjum; hafði haft ein-
hverjar spurnir af honum síðan:
„Kanntu að teikna hús?“ „Já,“ svar-
aði Rögnvaldur svolítið hikandi. „En
kanntu að teikna frystihús? Við
Ólafur þurfum að láta reisa frysti-
hús og þau mörg.“ „Já,“ svaraði
Rögnvaldur ákveðinn, þótt hann
hefði aldrei á ævinni teiknað frysti-
hús. „Komdu þá með okkur niður á
skrifstofu, Rögnvaldur minn,“ sagði
Einar ríki og Dalli gekk með þeim
Ólafi Þórðarsyni niður í Morgun-
blaðshöll. Þetta var upphafið að ára-
tugalöngu farsælu starfi Dalla fyrir
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Ný
og vegleg frystihús risu í bæjunum
við strendur landsins. Sum urðu
sýningarstolt Sölumiðstöðvarinnar,
enda í fremstu röð í heiminum.
Yngsti sonurinn, Guðni, hafði bætzt
í hópinn og fjölskyldan óx úr grasi.
Barnabörn og barnabarnabörn
fæddust. En lífið er sjaldan áfalla-
laust. Óveðursskýin lögðust yfir fjöl-
skylduna, þegar Þórður dó á jólum
fyrir 18 árum.
Við sátum saman á Horninu sem
oftar og gæddum okkur á góðri
fiskisúpu. Hann leit út um gluggann,
hugsi: „Mikið lán að þeir ráku mig
að vestan. Annars hefðum við senni-
lega aldrei komið heim.“ Og nú er
hann kominn heim í heiðríkjuna,
heim til ástvina, sem fóru á undan
honum, bæði þeirra sem hann
þekkti og þekkti ekki. Blessuð sé
ykkur, eftirlifandi ástvinum, minn-
ingin um góðan dreng.
Jakob Þ. Möller.
Rögnvaldur Ólafur Johnsen
Elsku afi Dalli.
Ó, Jesú bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái að spilla.
(Páll Jónsson.)
Þín
Sandra.
HINSTA KVEÐJA
✝
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
DAÐA GUÐJÓNSSONAR,
Vitabraut 3,
Hólmavík,
fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 8. mars
kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg,
Bolungarvík, bankareikning 1176-18-640527,
kt. 450290-2469.
Kristín Lilja Gunnarsdóttir,
Arnar Barði Daðason, Kolbrún Unnarsdóttir,
Rakel Daðadóttir, Matthías Þórðarson,
Gunnar Trausti Daðason, Guðrún Margrét Jökulsdóttir,
Guðjón Ingi Daðason, Þuríður Sigurrós Sigurðardóttir,
Karen Daðadóttir, Ívar Örn Ívarsson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir sýndan samhug og hlýju
vegna fráfalls ástkærs sonar okkar og bróður,
ÍVARS JÖRGENSSONAR,
sem lést 4. febrúar.
Hallý, Jörgen og Arnar.