Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 43 Drauma eldhu´s ...á drauma verði Innrettingar Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur Sími 577 1170 • Fax 533 1127 • www.innx.is 376.138,- m/vsk. Innifalið: Höldur, álsökklar, hillusam- stæða 90 x 217cm, hillur og plata undir efri skápum, hnífaparabakki, mjúklokun á skúffum og skápum. Ekki innifalið: Borðplötur, uppsetning, blöndunartæki, vaskur, eldhúsborð, rafmagnstæki, ljós og stólar. Mia innrétting I´talskt gaeðaeldhu´s XEINN IX 08 01 007 Allar innréttingar hjá Inn X eru smíðaðar úr fyrsta flokks hráefni. Lamir eru með mjúklokun í öllum uppsettum skápum og skúffur og skúffuskápar með fullum útdrætti og mjúklokun. Hafðu samband og fáðu okkur í heimsókn til þín gegn vægu gjaldi og við hönnum með þér draumaeldhúsið þitt, eða komdu í heimsókn í sýningarsal okkar að Dalvegi 10-14 og skoðaðu úrvalið. Við tökum vel á móti þér – barnahornið er á sínum stað. Opnunartími er 9-18 virka daga og 11-16 laugardaga. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LEIKVERKIÐ No Dice sem leik- hópurinn Nature Theatre of Okla- homa sýnir á leiklistarhátíðinni Lókal er heldur óvenjulegt, ef marka má lýsingu af því á vef hátíð- arinnar. Í því eru túlkuð hljóðrituð símtöl leikstjóra verksins, Pavol Liska, við vini og vandamenn. Leik- arar hlusta á upptökurnar úr I-pod- spilurum og flytja og túlka samtölin með margvíslegum hætti á meðan á sýningu stendur. Engar tvær sýn- ingar eru eins því það er ekki farið eftir handriti, aðeins fyrir fram sett- um reglum leikstjóra. Liska segir titilinn vísa í ákveðna tegund neitunar í ensku máli. Spyrji maður einhvern hvort hann geti gert fyrir mann eitthvað ákveðið getur sá svarað ,,no dice“, sem þýðir ,,alls ekki“ eða ,,engan veginn“. ,,Dice“ þýðir teningar en í verki sínu Poet- ics: a ballet brut notaði leikhópurinn einmitt teninga til að ákveða hreyf- ingar og atriði. Í No Dice voru hins vegar notuð spil. Eins konar söguljóð Liska segir sýninguna ekki bein- línis tilraunakennda því leikararnir fylgi ströngum reglum og þurfi að hreyfa sig með ákveðnum hætti. Tungumálið og röð atriða eru aftur á móti fyrir fram ákveðnir þættir í verkinu. Í lýsingu á vefsíðu Lókal segir að hér sé eins konar söguljóð á ferð, ,,ort til heiðurs hvunndags- hetjum hins kapítalíska heims“. Í upphafi voru til um 100 klst. af sím- tölum og voru þau grisjuð niður í fjögurra klukkustunda sýningu. Liska vill ekki ljóstra of miklu upp um efni símtalanna, í þeim sé rætt um daginn og veginn. Hann gefur þó upp að í þeim samtölum sem notuð eru í sýningunni sé ákveðnum hlut- um gefið vægi sem venjulega séu taldir heldur ómerkilegir, ekki þess virði að um þá sé samið leikverk. Hvað fyrrnefndar reglur varðar seg- ir Liska ákveðnar leikrænar hreyf- ingar og myndrænar lýsingar verða að koma fram í hverri sýningu. Þess- ar hreyfingar og myndir eru 13 tals- ins. ,,Leikararnir eru að opna ákveð- in svæði á sviðinu hver fyrir annan, þeir þvinga hver annan á ákveðna staði og þetta er því ekki svo frjáls- legt að þú megir vera hvar sem er á sviðinu,“ útskýrir hann. Sýningin er heilir fjórir klukkutímar að lengd og því heldur betur mikið lagt á leik- arana. Ólíkt hefðbundnum leikritum er enginn texti lærður utan bókar heldur áherslan lögð á hreyfiþjálfun og myndræna túlkun. Nature Theatre of Oklahoma starfar sjálfstætt í New York. Liska segir hópinn ekki vilja setja upp sí- gild verk, þau segi hreinlega ,,no dice“ við öllum slíkum boðum. Kassastykki á Broadway heilla ekki. Liska segir nokkuð erfitt fjárhags- lega að reka sjálfstæðan leikhóp í stórborginni, starfsemin krefjist mikilla fórna og skuldindinga af leik- hópnum. ,,Þetta er ekki áfangi á leið- inni að einhverju öðru, þetta er það sem við viljum gera,“ segir Liska. No Dice verður sýnt annað kvöld kl. 20 í Sætúni 8, þar sem Heimilistæki voru áður til húsa. Liska segir sýn- ingarstaðina mikilvæga, þeir verði að vera óvenjulegir. Verkið verði að sýna í rými sem er ekki leikhús og ekki ætlað til listrænnar starfsemi. Engan veginn Morgunblaðið/Frikki Lókal fólk Þau Pavol Liska og Kelly Copper standa að baki No Dice. www.lokal.is POPPSÖNGKONAN Rihanna hef- ur bannað fólki að mæta með regn- hlífar á tónleika á yfirstandandi tónleikaferðalagi hennar um Bret- landseyjar. Hún óttast að aðdá- endur hennar fari að herma eftir dansatriðinu úr myndbandinu við sumarsmellinn „Umbrella“ eða „Regnhlíf“ á hinu ástkæra ylhýra. Snöggar hreyfingar með hvassa regnhlífartinda gætu valdið stór- slysum í áhorfendaþvögunni. Öryggisvörðurinn Andy McDo- nald var við störf á nýafstöðnum tónleikum í sýningarhöllinni í Aberdeen í Skotlandi þar sem regn- hlífar voru gerðar upptækar til þess að forðast slys. „Við vildum ekki að fólk færi að dansa með þær og stinga augað úr næsta manni í leiðinni.“ Ónefndur aðdáandi söngkon- unnar var hinsvegar ekki par hrif- inn. „Ég hlakkaði mikið til að vippa fram regnhlífinni þegar hún myndi syngja lagið. Ég er búin að æfa sporin í margar vikur og nú er það allt til einskis.“ Reuters Ábyrg Rihanna vill ekki að áhorf- endur slasi sig á tónleikum hennar. Bannað að mæta með regnhlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.