Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 13 ERLENT NORÐMENN ætla að grípa til rót- tækra ráðstafana til að bjarga villta laxinum, banna veiðar með öllu í sumum ám en setja kvóta á aðrar. Verður hann víða einn fiskur á dag. Um þetta er sátt en styrinn stendur hins vegar um laxveiðina í sjó. Laxveiðin í Noregi í sjó og í ám á síðasta ári var sú minnsta, sem sögur fara af, 189.997 laxar. Hefur ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðið, eindreg- ið hvatt til verulega minni veiði og því hefur verið ákveðið að stytta veiðitímann og banna raunar alla veiði í 40 ám. Um aðrar gildir kvóti, allt niður í einn lax á dag að því er fram kemur í Aftenposten. Til stendur einnig að draga úr lax- veiði í sjó en tillögur þar um hafa ekki verið kynntar enn. Hafa samtök til bjargar laxinum í mörgum Evr- ópulöndum gagnrýnt Norðmenn harðlega fyrir þessa veiði og t.d. segjast Rússar vissir um, að minni laxagengd í rússneskum ám megi rekja til netaveiði Norðmanna. Kem- ur það fram í bréfi, sem þeir hafa sent NASF, Verndarsjóði villtra laxa, en Orri Vigfússon er formaður hans. „Norðmenn verja stórfé í rannsóknir á villtum laxi en gleyma því, að besta aðferðin við að vernda laxinn er að leyfa honum að komast upp í árnar til að hrygna,“ hefur Aft- enposten eftir Orra en NASF berj- ast fyrir því að stöðva laxveiðar í sjó. Halda samtökin því fram, að með laxveiðum í sjó séu Norðmenn að brjóta Hafréttarsáttmálann en sam- tök sjómanna, sem þær stunda, segj- ast hafa sama rétt til að veiða lax í sjó og þeir, sem veiða hann í ám. Það má því búast við hörðum slag við þá. Laxinum sleppt Í Noregi eru laxveiðimenn nú hvattir til að sleppa fiskinum aftur en ekki er langt síðan hlegið var að slíku í Noregi. Þetta er hins vegar víða stundað, til dæmis í Bretlandi, og því er þökkuð sú ánægjulega þró- un, sem orðið hefur í skoskum lax- veiðiám. „Við höfum fyrir því ótal sannanir, að lax, sem er sleppt, veiðist aftur, jafnvel nokkrum sinnum, en nær samt að hrygna,“ segir Andrew Wal- lace hjá Skosku laxveiðisamtökun- um. Reynt að bjarga norska laxinum Morgunblaðið/Einar Falur Framtíð laxins felst fyrst og fremst í því, að hann fái frið til að hrygna. Veiðar í ám verulega takmarkaðar en styrinn stendur um laxveiðar í sjó Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HILLARY Clinton fór með sigur af hólmi í þremur af fjórum ríkjum í forkosningum demókrata í fyrradag eftir að hafa snúið vörn í sókn með hörðum árásum á Barack Obama. Keppinauturinn sakaði Clinton um hræðsluáróður en þessi aðferð virðist hafa borið árangur. Kannanir fyrir utan kjörstaði bentu til þess að rúm 60% þeirra, sem gerðu upp hug sinn síðustu þrjá dagana fyrir for- kosningarnar, hefðu kosið Clinton. Henni tókst að vekja efasemdir meðal kjósenda um að Obama væri nógu vel undir það búinn að gegna embætti forseta Bandaríkjanna, einkum í öryggismálum. Henni tókst einnig að auka fylgi sitt að nýju í kjósendahópum sem hneigðust til að styðja hana í upphafi kosningabaráttunnar en tóku að streyma til Obama í síðasta mánuði þegar hann sigraði í ellefu ríkjum í röð. Clinton hefur sýnt á sér ýmsar hliðar í kosningabaráttunni með misjöfnum árangri. Hún sýndi til að mynda á sér mannlegu hliðina þegar henni vöknaði um augu fyrir for- kosningarnar í New Hampshire 8. janúar og talið er að það hafi stuðlað að óvæntum sigri hennar þar. Hún hefur yfirleitt sýnt keppinaut sínum kurteisi í kosningabaráttunni og fékk dynjandi lófaklapp þegar hún lýsti því yfir á kosningafundi fyrir hálfum mánuði að hún væri stolt af því að etja kappi við Barack Obama. Tónninn breyttist hins vegar síð- ustu dagana fyrir forkosningarnar í fyrradag. Clinton virtist reiðari, hvassari og miklu neikvæðari í garð Obama. Clinton og stuðningsmenn hennar birtu t.a.m. sjónvarpsauglýsingu þar sem ýjað var að því að Obama væri of ungur og reynslulítill til að þjóðin gæti treyst honum þegar hættu- ástand skapaðist í öryggismálum. Hún dró siðferði hans í efa með því að vekja athygli á tengslum hans við Tony Rezko, sem var á meðal stuðn- ingsmanna hans í Chicago en hefur verið sóttur til saka fyrir fjársvik. Hún þráspurði einnig hvort einn af helstu ráðgjöfum Obama í efnahags- málum hefði sagt á fundi með kan- adískum embættismanni að harðorð ummæli Obama um fríverslunar- samning Norður-Ameríkuríkja væru aðeins pólitískt orðagjálfur. Hún lýsti Obama sem dæmigerðum stjórnmálamanni sem léki tveim skjöldum, lofaði kjósendum að breyta óvinsælum fríverslunarsamn- ingi en fullvissaði síðan fulltrúa er- lends ríkis um að ekki yrði staðið við stóru orðin. „Urðum vitni að upprisu“ Margir höfðu afskrifað Clinton fyrir forkosningarnar í fyrradag og hún sýndi – líkt og í New Hampshire í janúar – að hún stendur sig best þegar öll sund virðast vera lokuð. „Mér finnst það athyglisvert að margir álitsgjafar héldu að þetta yrði útför Hillary Clinton,“ sagði Paul Regala, sem var á meðal ráð- gjafa eiginmanns hennar í forsetatíð hans. „Þess í stað urðum við vitni að upprisu.“ Clinton sigraði með miklum mun, 55% atkvæða gegn 44%, í Ohio-ríki. Hún fékk 51% atkvæðanna í Texas og Obama 47%. Viðhorfskannanir fyrir utan kjör- staði bentu til þess að margir kjós- endanna hefðu snúist á sveif með Clinton vegna loforða hennar um „lausnir, ekki ræður“. „Ég tel að árásir Clinton á Obama séu linkulegar miðað við það sem repúblikanar myndu demba yfir hann í forsetakosningum,“ sagði Costas Panagopoulos, stjórnmála- fræðingur við Fordham-háskóla í New York. „Obama hefur leitt árásir Clinton hjá sér í forkosningunum með fremur þóttafullum hætti. Obama kæmist ekki upp með það í forsetakosningum. Hann myndi þurfa að verja sig.“ Clinton lýsti sigrunum í fyrradag sem upphafi „nýs kafla í þessari sögulegu baráttu“ sem hún sagði að myndi enda í Hvíta húsinu. Hún von- ast nú til þess að fara með sigur af hólmi í Pennsylvaníu 22. apríl þegar keppt verður um 158 kjörmenn. Tólf kjörmenn verða í boði í Wyoming á laugardaginn kemur og 33 í Miss- issippi í næstu viku. Þrátt fyrir sigrana á þriðjudag þykir ólíklegt að Clinton takist að vinna upp forskot Obama sem hefur tryggt sér mun fleiri kjörmenn. Til að það geti gerst þarf Clinton að vinna með að minnsta kosti 20 pró- sentustiga mun í ríkjum á borð við Pennsylvaníu, Mississippi og Ken- tucky. Barátta Obama og Clinton er nú þegar orðin sú lengsta og dýrasta í sögu forkosninga í Bandaríkjunum og nokkrir stjórnmálaskýrendur hafa spáð því að henni ljúki ekki fyrr en á flokksþingi demókrata í ágúst þegar forsetaefni flokksins verður valið formlega. Um 800 „ofur- kjörmenn“, sem fá atkvæðisrétt sjálfkrafa á flokksþinginu, geta þá ráðið úrslitum. Nokkrir af frammámönnum demókrata hafa varað við því að ef barátta Obama og Clinton dregst á langinn geti það leitt til sundrungar í flokknum og aukið sigurlíkur John McCains, sem hefur þegar tryggt sér nógu marga kjörmenn til að verða forsetaefni repúblikana. Árásir Clinton á Obama báru árangur Vakti efasemdir um að hann væri fær um að stjórna á hættutímum                    ! " !       #$  %    & '"  !  !    ()                     !"!##$%##%                   &'()"%% *+, **, *-, .-, /0, /*, /1, 21,   !"# $ #% &'&( )*+ %    $  %  '*+"%#% ! ! !,"#  $ #% --- )*+ /0, .-, ./, +3, 21, 20, 33, 0*, 45 45 6 7 "# $ %& '( "' '$ $  )  7  6 "# $ %& '( "' '$ *+,) -",$ Í HNOTSKURN » Konur snerust á sveif meðClinton í Texas og Ohio eftir að hafa valdið henni vonbrigðum í öðrum ríkjum. » Clinton fékk mest fylgi með-al hvítra karla og kvenna, eldri kjósenda og félaga í verka- lýðssamtökum. » Obama fékk nær öll atkvæðiblökkumanna og mikið fylgi meðal ungra kjósenda og tekju- hæstu kjósendanna eins og í fyrri forkosningum. LITLI húnninn í dýragarðinum í Moskvu á svo sannarlega hlýja móður og nýtur þess vel. Hann fæddist í nóvember og nærast húnar yfirleitt á móð- urmjólkinni fyrstu 18 mánuðina. Húnar vega yfirleitt aðeins um hálft kíló við fæðingu, en fullvaxnir ísbirnir geta orðið 800 kíló. Reuters Móðurást í Moskvu YFIRVÖLD í Suður-Ossetíu, sem vilja segja skilið við Georgíu, báðu í gær um alþjóðlega viðurkenningu á sjálfstæði héraðsins. Sögðu þau, að tónninn hefði verið sleginn í Kosovo og því hlytu þau að geta búist við sömu undirtektum. „Fordæmið, sem gefið hefur ver- ið með Kosovo, er mjög sannfær- andi,“ sagði í yfirlýsingu þingsins í Suður-Ossetíu en Suður-Ossetar og einnig Abkhazar brutust undan yf- irráðum Georgíumanna snemma á síðasta áratug. Að því er fram kom hjá rúss- nesku fréttastofunni Interfax eru yfirvöld í Abkhazíu einnig að und- irbúa formlega sjálfstæðisyfirlýs- ingu og ætla þá eins og Suður- Ossetar að fara fram á alþjóðlega viðurkenningu. Kosovo er fyrirmyndin SÝNT hefur verið fram á það í mörgum rannsóknum, að svokölluð lyfleysa getur haft góð áhrif eða svo lengi sem sjúklingurinn trúir því, að um raunverulegt lyf sé að ræða. Nú er líka búið að sanna með rannsóknum, að sé fólki talin trú um, að lyfleysan sé mjög dýrt lyf, þá verkar hún enn betur en ella. Dan Ariely, atferlishagfræðingur við Duke-háskóla í Bandaríkjunum, segir, að þessi áhrif lyfleysunnar eða öllu heldur trúarinnar feli í sér mik- inn en ónýttan kraft. Segir hann, að læknar haldi gjarnan, að lyfin ein skipti máli en ekki áhugi þeirra á velferð sjúklingsins en nú sé rétt að endurskoða það. Virkni lyfjanna geti augljóslega ráðist af trú sjúk- lingsins og andlegri líðan. Dýra lyfleys- an er best

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.