Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 23
Það voru konurnar semurðu verst úti og eru þaðenn. Og börnin,“ sagðiunga konan Eva í Suður-
Súdan og hagræddi sér varlega á
kollinum þar sem hún sat.
„En það er nú held ég ekkert
nýtt, er það?“ bætti hún sposk við.
Ég var stödd í bænum Juba, nokkr-
um mánuðum eftir undirritun frið-
arsamninganna sem bundu enda á
borgarastyrjöldina milli norður- og
suðurhluta landsins og gerðu Suð-
ur-Súdan að sjálfsstjórnarsvæði.
Mér varð hugsað til Evu þegar
ég rakst á netinu á ummæli konu
sem er meðlimur í Kvennabanda-
lagi hins nýja Súdan. Hún benti á
að konur og börn væru þau sem
átökin hefðu bitnað mest á.
„Þegar tveir fílar berjast, þá er
það grasið sem skaðast,“ sagði hún.
„Konur og börn í Súdan eru gras-
ið.“
Skaðað gras
Eftir margra áratuga átök í Suð-
ur-Súdan er grasið skaðað. Veru-
lega skaðað. Stúlkur og konur á
svæðinu urðu fyrir kynferðislegu
ofbeldi í stríðinu, verða enn fyrir of-
beldi, vinna langan vinnudag og
hafa í langflestum tilvikum ekki
fengið tækifæri til að ganga í skóla.
Áætlað er að 90% kvenna á svæð-
inu séu ólæsar.
Grasið er hins vegar ekki bara
skaðað, jarðvegurinn er það einnig.
Átök þýða niðurbrot og þegar nið-
urbrotið hefur varað í marga ára-
tugi eru innviðir samfélagsins í
rúst. Í Suður-Súdan er ekkert raf-
magn sem hið opinbera útvegar,
engir malbikaðir vegir eða vatn á
vegum ríkisins.
Þær allra fátækustu
Þótt skólum og sjúkrahúsum hafi
fjölgað ört eftir stríðslok árið 2005
er framboðið engan veginn nóg.
Hvergi í heiminum er mæðradauði
álitinn hærri en í Suður-Súdan.
Talið er að í 95% tilvika sé hvorki
ljósmóðir né læknir viðstödd fæð-
ingar.
hlæjandi fyrir sér af hverju hárið á
mér væri svona ljóst á litinn og
spurðu forvitnar hvað Íslendingar
ræktuðu, var auðvelt að gleyma of-
beldi og nauðgunum í stríðinu.
Konurnar töluðu um börnin sín og
sýndu mér stoltar útsaum og eigið
handverk.
Nauðgun sem vopn
En þrátt fyrir hlátur og bros
höfðu þær auðvitað engu gleymt.
Þær höfðu ekki gleymt því sem
gerst hafði í stríðinu. Og þrátt fyrir
að öflugt uppbyggingarstarf væri
hafið voru unglingsstúlkurnar
þeirra ennþá mörgum sinnum lík-
legri til að láta lífið af völdum
barnsburðar og vera beittar of-
beldi, en að ljúka grunnskólaprófi.
„Þessu þarf að breyta,“ hvísluðu
mæðurnar.
Og þessu eru kvennasamtök á
svæðinu raunar að reyna að breyta.
Konur í Suður-Súdan eru ekki bara
fórnarlömb, þær eru líka gerendur.
Kvennahreyfingar hafa lagt
áherslu á að afnám kynbundins of-
beldis sé álitið forgangsatriði og
stjórn svæðisins hefur viðurkennt
þörfina á að takast á við vandann.
UNIFEM í Súdan hefur í sam-
starfi við stjórnvöld og kvenna-
samtök lagt áherslu á að auka þátt-
töku kvenna í uppbyggingarferlinu
og vinna gegn kynbundnu ofbeldi.
Það er til styrktar fleiri slíkum
verkefnum sem styrktarsjóður
UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn
konum er hugsaður.
Eftir stríð og streð, átök og ein-
angrun eru konurnar í Suður-
Súdan þær fátækustu af þeim fá-
tæku, svo notuð sé orð John Gar-
angs, fyrrum varaforseta Súdan.
Hann benti á að konurnar væru
ekki einungis þær sem byggju við
sárustu fátæktina, heldur einnig sá
hópur sem væri mest gleymdur í
samfélaginu.
Þótt konur í Suður-Súdan séu
margs konar – alveg eins og konur
á Íslandi og raunar enn fjölbreytt-
ari enda margir tugir ólíkra þjóð-
arbrota í Súdan – eiga þær það
sameiginlegt að staða þeirra er erf-
ið einmitt vegna þess að þær eru
konur. Þær verða fyrir svokölluðu
kynbundnu ofbeldi: Heimilis-
ofbeldi, árásum utan veggja heim-
ilisins, kynferðislegu ofbeldi og
nauðgunum bæði nú og í stríðinu.
Auk þess eru þær oftar en ekki
giftar ungar eða erfast til ættingja
látins eiginmanns.
Almennt ríkir refsileysi varðandi
glæpi gegn konum í Suður-Súdan. Í
ljósi stöðu kvennanna er athyglis-
vert að hafa í huga að þær eru í dag
taldar vera um 65% íbúanna.
Lok, lok og læs
Í Suður-Súdan eftir stríðið er
mikið af sjálfskipuðum löggæslu-
mönnum, enn meira af vopnum og
yfirhöfuð erfitt að halda uppi lögum
og reglu á jafnstóru svæði með
jafnslæmar samgöngur.
Í kjölfar friðarsamninganna hef-
ur verið unnið að nýrri stjórnar-
skrá, nýjum lögum og dómstólum
sem dæma eiga eftir þeim. Hefðin
fyrir því að leysa málin öðruvísi er
hins vegar rík og hefðarlögin stuðla
sjaldan að hagsmunum kvenna.
Rödd þeirra verður auðveldlega
þögguð niður.
Fangavörðurinn fyrir utan fang-
elsið í bænum Rumbek þar sem
konum var haldið inni fyrir hina og
þessa „glæpi“ hristi bara höfuðið
þegar ég spurði hann hvenær og
hvernig þær myndu sleppa út.
Þegar konurnar sem ég dvaldi
með í þorpinu Agangrial veltu því
Fiðrildavika UNIFEM: Suður-Súdan
Morgunblaðið/SVJ
Heima Konur í Suður-Súdan snúa aftur heim eftir undirritun friðarsamninganna árið 2005. Samningarnir
bundu enda á borgarastyrjöldina milli norður- og suðurhluta landsins. Darfur er aftur í vesturhluta Súdan.
Þegar tveir fílar
berjast skaðast grasið
Stúlka í Suður-Súdan er margfalt líklegri til að láta
lífið af völdum barnsburðar eða heimilisofbeldis en
að ljúka grunnskólaprófi. UNIFEM á Íslandi safnar
nú fé til að styrkja verkefni í Suður-Súdan sem miða
að því að draga úr kynbundnu ofbeldi og bæta hag
kvenna. Sigríður Víðis Jónsdóttir kynnti sér málið.
Í HNOTSKURN
»Í Suður-Súdan voru átök frá1956-1972 og aftur frá 1984-
2005.
»UNIFEM safnar nú fé til aðstyrkja verkefni sem draga
eiga úr kynbundnu ofbeldi í
Suður-Súdan, Líberíu og Aust-
ur-Kongó.
»Þar er kynbundið ofbeldialls staðar útbreitt í kjölfar
langvarandi átaka.
»Um fjársöfnunina má lesa ávefnum unifem.is
sigridurv@mbl.is
Á morgun:
Líbería – Hvenær lýkur stríði?
skylduhugtakið. Við brutumst út
úr því. Hér vinna menn 42,86 tíma
á viku og þar í felst allt sem þarf
að gera. Menn hafa notað
kennsluskylduna sem tæki í kjara-
baráttunni og því eðlilegt að þeir
standi vörð um hugtakið, þó svo
að ég telji mjög mikilvægt að
mögulegt sé að fara aðrar leiðir.“
Sif vildi ekki gera mikið úr mót-
byr Kennarasambandsins vegna
breyttra starfshátta í Norðlinga-
skóla. Hún sagði þessa mótbyrs
einkum hafa orðið vart fyrsta vet-
urinn en hans hefði hvorki orðið
vart í ár né í fyrra.
„Hins vegar hefur verið mikill
áhugi á þessu fyrirkomulagi af
hálfu kennara, skólastjórnenda og
sveitarstjórnarmanna,“ sagði Sif
og nefndi fjölda heimsókna í
Norðlingaskóla til vitnis um það.
Í næstu kjarasamningum kenn-
ara á að leggja áherslu á að semja
um raunverulega kauphækkun í
stað þess að breyta nöfnum á mín-
útum vinnuvikunnar, að mati
Sifjar. Hún benti á að í und-
anförnum kjarasamningum hefði
kostnaðarauki sveitarfélaganna
ekki farið óskertur í vasa kenn-
ara. T.d. þegar samið var 2001
var kostnaðaraukinn 26% en
kennarar fengu 13,75% launa-
hækkun.
„Næstum því helmingurinn af
kostnaðarauka sveitarfélaga þá
fór í að minnka kennsluskylduna.
Þá þurfti annaðhvort að greiða yf-
irvinnu eða ráða fleiri kennara til
að allir fengju kennslu,“ sagði Sif.
Þá telur hún út í hött að ganga út
frá því að hver 40 mínútna
kennslustund krefjist 20 mínútna
undirbúnings, eins og gert er í
kjarasamningum kennara. Hún
segir að í raun þurfi ekkert að
undirbúa sumar kennslustundir
en aðrar þurfi jafnvel hálfan
vinnudag til að undirbúa.
„Það er svo margt í þessum
kjarasamningum sem ekki er í
takt við mjög breyttan veruleika í
skólum landsins,“ sagði Sif.
ldaði
a und-
g verið
ma tíma.
fram-
einn
p. Það
og það
ykur á
ta sínu
tið í
Austur-
kvaðst
rur risu í
nnar í
um að
kilgrein-
ngi og
nda-
r er fólk í
verkefni
ni,“ sagði
mbands-
mkvæmt
ennslu-
ið breyttan veruleika
lingaskóla væri við eldhúsborðið heima hjá
nemendum. Sif hefði þann háttinn á að starfs-
menn skólans færu tveir og tveir og heim-
sæktu alla nemendur í upphafi skólaársins. Á
liðnu hausti fóru t.d. skólastjórinn og húsvörð-
urinn saman í húsvitjanirnar.
Þá þótti MPA-nemum athyglisvert að Sif
gerði ekki greinarmun á kennurum og öðrum
starfsmönnum heldur ræddi ævinlega um
starfsfólk skólans sem eina heild. Einna
mesta athygli vakti þó að beiting bókunar 5
hefur leitt til umtalsverðrar kjarabótar fyrir
starfsmenn Norðlingaskóla, án þess að fram-
lög til skólans séu hlutfallslega meiri en til
annarra grunnskóla í Reykjavík. Þannig er
starfsfólk í Norðlingaskóla með allt að því
35% hærri laun en starfsfólk í öðrum grunn-
skólum borgarinnar. Þessi árangur náðist
með því að binda viðveru starfsfólksins frá kl.
8-17 hvern vinnudag og nýta vel starfskraft-
ana m.a. með teymisvinnu. Í Norðlingaskóla
vinna kennarar aldrei einir heldur í teymum
sem samanstanda af hópi kennara og stuðn-
ingsaðila. Hvert teymi heldur utan um ákveð-
inn fjölda nemenda. Við skólann eru 34 starfs-
menn, þar af 13 karlmenn, sem ku vera
óvenjujafnt kynjahlutfall meðal starfsmanna í
grunnskólum. MPA-nemarnir komust að því
að þegar Reykjavíkurborg lét greina vellíðan
á vinnustöðum borgarinnar skipuðu starfs-
menn við Norðlingaskóla sér í næstefsta sæti.
Leiðtogar lenda í mótbyr
Það felst í forystuhugtakinu að standa fyrir
breytingum, og forystumenn og -konur lenda
ósjaldan í mótbyr þegar þeir reyna að ná fram
breytingum sem rekast á ríka hagsmuni eða
viðteknar venjur og vanahugsun. MPA-
nemarnir sögðu þetta hafa gerst í tilviki
Sifjar.
Þannig hefðu samtök kennara á Austur-
landi, að áeggjan kennaraforystunnar, sent
frá sér ályktun um að Kennarasambandið
„mótmæli öllum tilraunum sem fela í sér af-
nám kennsluskyldunnar á grundvelli bókunar
5“. Þá urðu Sif og samstarfsfólk hennar fyrir
ýmsum persónulegum árásum og aðkasti.
Kennarar skólans fengu ekki stuðning frá fag-
félagi sínu en birtu sjálfir yfirlýsingu þar sem
þeir fögnuðu tilrauninni sem fram fer í Norð-
lingaskóla.
Vinnuhópnum fannst mjög athyglisvert að
kynnast störfum skólastjórnanda sem hefur
náð frábærum árangri í rekstri, sem ekki er
vandalaus, og passaði auk þess vel inn í marg-
ar kenningar um breytingastjórnun, forystu
og vanda þess að taka forystu, einkum í op-
inberum rekstri. Þau töldu Sif hafa til að bera
mikla hæfileika til að vera leiðtogi, ekki síður
en stjórnandi. Hún væri sterkur persónuleiki
sem ætti auðvelt með að hrífa fólk með sér.
Það eitt væri þó ekki nóg til að ná árangri,
enda væri það alltaf samspil margra þátta
sem gerði einstakling að afburðagóðum for-
ystumanni, samkvæmt kenningum þeirra sem
um þau mál fjölluðu. Slíkt væri ávallt samspil
margvíslegra eiginleika bæði leiðtogans og
samverkamanna hans, tengsla þeirra og sam-
starfs, en einnig yrðu réttar aðstæður að vera
fyrir hendi.
msstað en var ráðin til að stýra þessum
kóla. Fræðsluyfirvöld í Reykjavík ráð-
þegar í upphafi að við Norðlingaskóla
erð tilraun til að beita svonefndri bókun
rasamningi Kennarasambandsins og
nefndar sveitarfélaga. Þar segir m.a. að
naskyni megi taka upp, til eins árs í
hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá
háskólamenntuðum starfsmönnum
rfélaga, þ.e. á bilinu kl. 08.00 til 17.00 og
þeirra tímamarka sé öll vinnuskylda
ra (kennsla, undirbúningstími, verk-
artími og tími vegna símenntunar)“.
Páll og Kristín sögðu þetta þýða að við
reiðslur í Norðlingaskóla væri ekki ver-
na til atriði eins og undirbúning, gæslu,
jórn, viðveru í frímínútum og að matast
emendum svo dæmi séu tekin. MPA-
nir studdust m.a. við matsskýrslu Krist-
rlu Harðardóttur o.fl. frá 2006 um þessa
í Norðlingaskóla sem Félagsvís-
ofnun HÍ gaf út.
al atriða sem skoðuð voru var starfs-
avelta. Sif hefur gengið vel að fá starfs-
haldist vel á því. Raunar hefur hún get-
ð úr umsækjendum og má nefna að á
austi voru um 60 umsækjendur um átta
við skólann.
r nemendur með nafni
tarfið í Norðlingaskóla er einstaklings-
og voru skólinn og Sif tilnefnd til hvatn-
erðlauna Öryrkjabandalags Íslands fyr-
byggingu skólastarfsins í desember
iðnum. Samkvæmt hugmyndum Sifjar
ir nemendur með sérþarfir og er reynt
ma til móts við þær eftir bestu getu. Það
ína sögu að hún þekkir alla 200 nem-
skólans með nafni.
tín nefndi að fyrsti skóladagur í Norð-
iningu á skólastjóra sem fer nýjar leiðir
i á réttum stað
Morgunblaðið/Valdís Thor
on meistaranemar.