Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Nú veit ég ekki hvað þér finnst, kæri les-andi, en ég hef ævinlega goldið varhugvið ævisögum manna sem rifja upp eftir minni orðrétt samtöl sem þeir áttu fyrir mörgum árum eða áratugum. Ekki batnar það þegar menn hafa orðrétt eftir án þess að hafa verið á staðnum.    Aftur á móti telst það íþrótt að kunna að færa ístílinn, að barna frásögn til að gera hana eft- irminni- og skemmtilegri og allir góðir sögumenn búa yfir slíku í ríkum mæli, hvort sem þeir eru að skreyta sögur af öðrum eða þeim sjálfum. Það kemur líka ekki að sök – allir sem á hlýða vita væntanlega að inntak frásagnarinnar er satt þó að umbúðirnar, smáatriðin, séu login.    Það er alsiða að stjórnmálamenn og aðrar sjón-varpsstjörnur lappi upp á mannorð sitt í sjálfsævisögum og eins hefur það reynst ábata- samt ef ævisagan er harmsaga. Það sannaðist vissulega á James Frey sem skrifaði metsölubók- ina Mölbrotinn (A Million Little Pieces) fyrir nokkrum árum. Í bókinni segir Frey frá öm- urlegri ævi, glímu upp á líf og dauða við fíkniefni og erfiða fangavist. Síðar kom í ljós að megnið af sögunni væri lygi, að Frey krítaði liðugt, þó að hann og útgefandi hans hafi kynnt bókina sem sannleik.    James Frey gerðist sekur um ýkjur og fékk aðvonum bágt fyrir, gekk of langt í skreytninni, en Laura Albert gekk enn lengra þegar hún bjó til sögupersónuna Jeremiah „Terminator“ LeRoy / JT LeRoy, og skrifaði „sjálfsævisögu“ LeRoys, The Heart Is Deceitful Above All Things. Hlut- skipti LeRoys var enn ömurlegra en Freys og svo ömurlegt reyndar að ekki er eftir hafandi á prenti í virðulegu dagblaði, en margir vildu lesa um það og lásu. Blekkingin var svo umfangsmikil að Albert fékk vinkonu sína til að þykjast vera LeRoy búin hárkollu og sólgleraugum og eign- aðist þannig fullt af „vinum“, en upp komust svik um síðir og í dag vilja margir helst gleyma sam- skiptum sínum við LeRoy.    Álíka bar og við í vikunni þegar spurðist að„ævisagan“ Love and Consequences eftir Margaret B. Jones væri lygasaga. Bókin segir frá ungri stúlku, að hálfu indíáni og að hálfu hvít, sem elst upp hjá fósturforeldrum meðal blökku- manna í glæpahverfi í Los Angeles og byrjar snemma að selja eiturlyf með alvæpni. Sá er hængurinn á sögunni, sem fengið hafði fína dóma og þótti átakanleg, að höfundurinn er í raun hvít stúlka sem alin var upp við allsnægtir í friðsælu hverfi menntamanna og gekk í fyrirmyndarskóla þar sem kennd var önnur og heilsusamlegri iðja en selja krakk og skjóta fólk.    Fyrirtækið sem gaf bókina út, Riverhead Bo-oks, sem er í eigu Penguin-útgáfurisans, kynnti bókina af krafti og mikið var fjallað um höfundinn í helstu dagblöðum, þar á meðal í New York Times, sem má alla jafna ekki vamm sitt vita. Það var þó einmitt mikil grein í New York Times sem varð til þess að allt komst upp því þeg- ar systir Margaret Seltzer sá hana kynnta í blaðinu sem rithöfundinn Margaret B. Jones og las um ömurlega æsku hennar gat hún ekki orða bundist og hafði samband við blaðið.    Í kjölfar þeirrar afhjúpunar hafa menn gagn-rýnt höfundinn, nema hvað, en mest gagnrýni hefur þó beinst að útgefandanum og New York Times fyrir að hafa ekki kynnt sér uppruna höf- undarins og fyrir að hafa látið nægja þær skýr- ingar að allir sem staðfest gætu söguna væru ým- ist dauðir, týndir eða tröllum gefnir og því yrðu þeir bara að trúa. Gleymum því ekki að New York Times gekk í vatnið með James Frey (líkt og aðrir fjölmiðlar reyndar) og eins með JT LeRoy og svo má líka rifja upp að Riverhead gerði einmitt út- gáfusamning við James Frey á sínum tíma. Barnað, skreytt og logið AF LISTUM Árni Matthíasson » Aftur á móti telst það íþróttað kunna að færa í stílinn, að barna frásögn til að gera hana eftirminni- og skemmtilegri. Hjá Opruh Ævisaga Frey fékk umfjöllun í bókahorni Opruh Winfrey og seldist gríðarlega vel í kjöl- farið. Þegar upp komst um svikin var Oprah hins vegar ekki lengi að slátra bókinni og höfundinum. * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA M.A. FYRIR BESTA AUKALEIKARA SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI FRUMSÝNING SÝND Í REGNBOGANUM KÖFUNARKÚPAN OG FIÐRILDIÐ „Tilfinningalega sannfærandi og konfekt fyrir augun“ Jan Stuart, Newsday eeeee 1 - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! eeeee „Gullfalleg, ljúfsár og heillandi.“ -B.B., 24 Stundir eeee „Into the Wild telst til einna sterkustu mynda það sem af er árinu.“ -L.I.B., TOPP5.IS Frá framleiðendum The Devil Wears Prada Jumper kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Ástríkur á Ól... m/ísl. tali kl. 3:40 Be kind rewind kl. 5:45 - 8 - 10:15 Be kind rewind kl. 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS 27 dresses kl. 5:30 - 8 - 10:30 Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára Be kind rewind kl. 8 - 10 The Kite runner kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára 27 dresses Síðasta sýning kl. 6 B.i. 12 ára Brúðguminn kl. 6 B.i. 7 ára Be kind rewind kl. 5:45 - 8 - 10:15 The Diving Bell And The Butterfly kl. 5:40 - 8 - 10:15 B.i. 7 ára 27 dresses kl. 5:30 - 8 - 10:20 Jumper kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI eee - S.V. MBL eeee „Into the Wild skilur við áhorfandann snortinn af andstæðum, fegurðinni og vægðarleysinu sem hún lýsir svo skýrt og fallega.“ -S.V., Mbl eeeee „Bráðsnjöll gamanmynd, þar sem aðalleikararnir Mos Def og Jack Black leika á alls oddi“ -H.J., Mbl Frábær gamanmynd frá leikstjóra Eternal Sunshine of the Spotless Mind með Jack Black í fantaformi! l i j l i l i l í i JESSICA Alba er nú stödd í París og er orðin háð því að borða grillaðar samlokur, eða Croque Monsieur eins og þær eru kallaðar þar. Hún ber fyrsta barn sitt og kærastans Cash Warrens undir belti og sagði á vef- síðu sinni: „Ég er búin að borða osta- og skinkusamlokur á hverjum degi og fæ ekki nóg af þeim. Mikið vildi ég að hægt væri að fá svona heima í Bandaríkjunum, brauðið hérna er stórkostlegt!“ Gert er ráð fyrir því að barnið fæðist í byrjun júní og Alba fylgist spennt með breytingum á líkama sínum. „Maginn á mér verður stærri með hverri sekúndunni sem líður og krílinu hlýtur að líka allar samlok- urnar því það spriklar og sparkar á fullu.“ Reuters Ólétt Jessica Alba og Cash Warren. Háð grill- uðum samlokum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.