Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.03.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2008 27 ✝ Einar BjarniSturluson fædd- ist á Hreggsstöðum á Barðaströnd í Vestur-Barða- strandarsýslu 22. janúar 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sturla Ein- arsson, bóndi á Hreggsstöðum, f. 1. júní 1885, d. 10. júlí 1930, og Valgerður Bjarnadóttir, húsfreyja og bóndi, f. 17. október 1889, d. 18. ágúst 1978. Systkini Einars voru Krist- ján Pétur, f. 1908, d. 1908, Ragnar Valdimar, f. 1909, d. 1974, Jónína, f. 1911, d. 1928, Margrét Björg, f. 1915, d. 1993, Unnur Hólmfríður, f. 1924, d. 1998 og Kristjana Há- konía, f. 1926, d. 2000. Einar kvæntist hinn 24. desem- ber árið 1950 Kristínu Andr- ésdóttur frá Hamri í Múlasveit, f. 11. maí 1924. Foreldrar hennar voru Andrés Gíslason bóndi, f. 20. apríl 1888, d. 5. mars 1976 og Guðný Gestsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1895, d. 9. apríl 1987. Börn Einars og Kristínar eru: 1) Gísli Már, f. 1951, d. 1970; 2) Valgerður Björk, f. 1952, maki Einar Helgi Björnsson, f. 1948, skilin, börn þeirra a) Helga Björk, f. 1973, maki Guðlaug F. Þorsteinsdóttir, f. 1968, b) Ágúst Freyr, f. 1979, unnusta Nína Dröfn Eggerts- dóttir, f. 1987, dóttir hans og Sig- nýjar Hafsteinsdóttur, f. 1983, er Rakel Björk, f. 2000; 3) Guðný Alda, f. 1953, maki Ingimundur 2003. Fyrir átti Kristín; Maríu Henley, f. 1944, unnusti Kristján Ólafsson, f. 1939, börn hennar og eiginmanns hennar Vilhjálms Þórs Þorbergssonar, f. 1931, d. 1992, a) Kristín, f. 1967, maki Bárður Ol- sen, f. 1967, börn þeirra María Henley, f. 1999 og Vilhjálmur Þór, f. 2005, b) Vilhjálmur Þór, f. 1975, maki Anna Dóra Sverrisdóttir, f. 1978, börn þeirra Kristín María, f. 1999 og Sverrir Þór, f. 2005. Einar hleypti heimdraganum 17 ára og fór að læra bátasmíðar hjá Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum á Breiðafirði og fékkst við það í nokkur ár ásamt bátasmíðum heima í sveitinni. Eftir það fór hann til Reykjavíkur þar sem hann vann í Slippfélaginu meðfram námi sínu við Iðnskólann í Reykja- vík. Hann lauk sveinsprófi í skipa- smíði og hlaut síðar meistararétt- indi í iðninni. Hann var einn stofnenda Bátasmíðastöðvar Breiðfirðinga (síðar Bátalón hf.) í Hafnarfirði. Árið 1957 söðluðu þau hjón um og fluttu vestur að Hreggsstöðum á Barðaströnd, ættaróðali Einars, þar sem hann stundaði búskap ásamt smíðum, auk þess að vera virkur í sveit- arstjórnarmálum, til ársins 1966 er þau fluttu suður aftur. Þau bjuggu fyrst í Mosfellssveit en síð- an á Akranesi. Einar vann um tíma við Búrfellsvirkjun enda stóð hugur hans ávallt mjög til virkj- ana og framfara. Hann hóf síðan aftur störf hjá Bátalóni hf. sem verkstjóri og vann þar til starfs- loka. Þau Einar og Kristín fluttu árið 1973 í Æsufell 4 í Reykjavík þar sem þau bjuggu til þess er þau fluttu á Hrafnistu í Reykjavík í árslok 2004. Útför Einars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Brynjólfsson, f. 1920, d. 1988; 4) Þórdís Heiða, f. 1955, börn hennar a) Einar Már Jónsson, f. 1974, d. 2001, dóttir hans og Berglindar Garð- arsdóttur, f. 1977 er Hrafnhildur Eva, f. 1999. Með fyrrver- andi maka, Ásgrími Guðmundssyni, f. 1957, b) Ásgrímur Fannar, f. 1982, unn- usta Katrín Dröfn Guðmundsdóttir, f. 1983, c) Ásdís Erla, f. 1989; 5) Sturla, f. 1957, maki Freyja Val- geirsdóttir, f. 1957, börn þeirra a) Valgeir Már, f. 1978, maki Berg- lind Hansen, f. 1976, synir þeirra Kristófer Númi, f. 1999 og Nikulás Ýmir, f. 2002, b) Einar Bjarni, f. 1980, maki Þórdís Steinarsdóttir, f. 1980, barn þeirra Frosti, f. 2006, c) Elvar Örn, f. 1984, maki Jenný Lind Sigurjónsdóttir, f. 1985, dótt- ir Elvars, Elva Marín, f. 2004, d) Jón Kristófer , f. 1992, e) Sigríður Lena, f. 1993, f) Gunnlaugur Berg, f. 1995; 6) Andrés Einar, f. 1960, maki Halldóra Berglind Brynj- arsdóttir, f. 1961, börn þeirra a) Sandra Ösp, f. 1981, sonur hennar, Almar Blær Ragnarsson, f. 2000, b) Kristín Lind, f. 1983, sambýlis- maður Kormákur Friðriksson, f. 1984, c) Brynjar Már, f. 1986, d) Einar Logi, f. 2002; 7) Guðrún Björg, f. 1966, maki Helgi Guðjón Bjarnason, f. 1965, börn þeirra a) Alexander, f. 1986, maki Rakel Ágústsdóttir, f. 1981, b) Rík- harður, f. 1991, c) Arinbjörn Helgi, f. 2001, d) Matthías Einar, f. Til minningar um ástkæran eig- inmann. Hve lán mitt var stórt, þegar leið okkar sveigðist saman og líf mitt var tengt þér með börnum og björtum vonum. Og allt sem þú gafst þótt laun yrðu lítil stundum, margt ljúft er í minni frá liðnum árum. (Einar B. Sturluson.) Með þökk fyrir árin okkar saman. Kristín Andrésdóttir. Elsku pabbi minn. Þú ortir þetta ljóð til mín fyrir nokkrum árum og þykir mér óskap- lega vænt um það. Mín hugsun til þín endurspeglast í þessu ljóði: Þú átt svo margt sem öðrum miðlað getur og allar þínar gjörðir lýsa þér. Þá ekkert sýnir innri mann þinn betur og góðleik hugans sem þitt viðmót ber. Því líkt og sólin ljós og yl oss gefur en birtan dofnar ef hún ekki skín. Slík áhrif þú á aðra stundum hefur megi það ávallt vera gæfa þín. (EBS.) Þú gafst mér svo margt og ég er svo þakklát fyrir það. Takk fyrir að vera pabbi minn. Þín dóttir Valgerður Björk. Mig langar að kveðja elsku pabba minn, með þökk fyrir allt og allt. Einnig með byrjun á einu af hans uppáhaldsljóðum, sem mér þykir mjög lýsandi fyrir hann. Þú fólk með eymd í arf! Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, litla þjóð, sem geldur stórra synda, reistu í verki viljans merki – vilji er allt, sem þarf. Trúðu á sjálfs þín hönd, en undur eigi. Upp með plóginn. Hér er þúfa í vegi. Bókadraumnum, böguglaumnum breyt í vöku og starf. Þú, sonur kappakyns! Lít ei svo með löngun yfir sæinn, lút ei svo við gamla, fallna bæinn, byggðu nýjan, bjartan, hlýjan, brjóttu tóftir hins. Líttu út og lát þér segjast, góður, líttu út, en gleym ei vorri móður. Níð ei landið, brjót ei bandið, boðorð hjarta þíns. (Einar Benediktsson.) Minning hans mun lifa. Megi Guð vera með okkur öllum. Elskandi dóttir, Þórdís Heiða. Elsku pabbi, ég kveð þig með sár- um söknuði. Við áttum eftir að gera svo margt saman, t.d. að fara austur að Kárahnjúkum á þessu ári í okkar þriðju ferð, en þangað höfum við far- ið með tveggja ára millibili til að fylgjast með framkvæmdum þar. Slíkar stórframkvæmdir sem og aðrar smærri vöktu ætíð áhuga þinn – og ef hægt hefði verið að koma því við hefðir þú hreinlega viljað vera með annan fótinn fyrir austan á þessu stórframkvæmdasvæði. Þú varst mikill hugsjónamaður og áhugasamur um allar framkvæmdir sem lutu að framförum og fram- gangi góðra málefna í þjóðfélaginu, sem t.d. sýndi sig vel á þeim níu ár- um er við bjuggum á Hreggsstöðum. Þar vannst þú ötullega að sveitar- stjórnarmálum, úrræðagóður, og barðist fyrir úrbótum á ýmsum svið- um í sveitinni. Reyndar var elja þín, dugnaður og nákvæmni við allt sem þú tókst þér fyrir hendur eftirtekt- arvert og þitt aðalsmerki. Vonast ég til að geta eftir mætti fylgt þínum hugsjónum eftir á sem flestum svið- um. Að þurfa allt í einu að minnast þín breytir svo miklu og hugurinn reik- ar til liðinna stunda, sem við áttum svo margar og góðar saman, enda hefur þú í fimmtíu ár staðið við bak- ið á mér og seinna mínum. Á þessum vettvangi í stuttum pistli verður erf- itt að gera því sem í hugarfylgsninu lifir nema takmörkuð skil, og að reyna að lýsa þér og þínum stór- brotna persónuleika er ekki hægt í fáum orðum. En víst er að eftir sitja margar góðar og ljúfar minningar um æðrulausan og traustan fjöl- skylduföður. Mig langar að nefna hreint frá- bæra ferð sem við fórum síðsumars á síðasta ári ásamt Völlu systur til heimahaga okkar vestur á Barða- strönd. Við komum að Hreggsstöð- um, okkar ættaróðali, ásamt því að vísitera nokkra bæi á Ströndinni og varst þú óþreytandi í að miðla sögu sveitarinnar og fróðleik til okkar systkinanna. Eftir á að hyggja er eins og þú hafir í innstu fylgsnum huga þíns gert þér grein fyrir að þú ættir ekki afturkvæmt á þessar slóð- ir. Kæri faðir, bara að ég hefði brot af þinni djúpu hugsun og atferli, þú varst í mínum huga einstakur mað- ur, og ég leyfi mér að trúa því og treysta að eitthvað af eiginleikum þínum fylgi mér og verði mér til eft- irbreytni á lífsleiðinni. Á haustdögum tók heilsu þinni að hraka til muna sem endaði með að síðustu þrír mánuðirnir urðu afskap- lega erfiðir, fyrst og fremst fyrir þig en einnig fyrir okkur sem elskuðum þig svo mikið. Um leið og ég kveð þig, kæri faðir, langar mig að þakka þér innilega fyrir að hafa verið sá sem þú varst – einlægur og umhyggjusamur, faðir, afi og langafi. Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran – endurheimt í hafið. Svo skapast allt, jafnt orð sem dáð, við iðugeislann, fagra og hlýja. Og lífstréð rís í röðuls náð frá rústum vona – í hallir skýja. Og hátt til lofts, sem lauf þess nær, og lágt til djúps, sem rót þess grær, skal blað hvert stofnsins vexti vígja. (Einar Benediktsson.) Megi guð og góðar vættir vaka yf- ir þér, elsku pabbi, þar til við um síð- ir hittumst hinum megin. Elskulegri móður minni votta ég innilega samúð mína. Sturla Einarsson. Nokkur orð að skilnaði.Vissulega er skarðið stórt sem eftir stendur við brottför þína og þetta skarð verður aldrei hægt að fylla en þar sem þú kemur til með að lifa í minn- ingunni um ókomna tíð og hvetja til dáða verður skarðið brúað með tíð og tíma. Ekki get ég farið að viðra allar þær góðu minningar sem hrannast upp í hugann við þessi kaflaskil því það yrði efni í heila bók en ákveðnir mannkostir þínir tvinna þó allar þessar minningar saman, svo sem óbifandi styrkur, trygg- lyndi, umhyggja, kímni og framtaks- semi. Eilíflega mun ég verða þakklátur fyrir þá gæfu sem ég varð aðnjót- andi að eiga þig að og allar þær sam- verustundir sem við áttum. Þó ein- ungis lítið brot þeirra fræja sem þú sáðir í sál mína nái að dafna munu þau samt gera mig að mun betri manni. Ef framhaldið ræðst af því hverju þú sáðir í lifanda lífi þá er ég viss um að þín bíður góð uppskera. Takk fyrir allt, pabbi minn, og megi allar góðar vættir halda þér í hönd. Þinn sonur Andrés Einar Einarsson. Nú þegar Einar tengdafaðir minn og vinur er fallinn frá langar mig í nokkrum orðum að minnast þess sem hann gaf mér með vinskap sín- um. Leiðir okkar Einars lágu fyrst saman þegar ég kom á heimili hans og Kristínar og var kynntur sem verðandi tengdasonur. Strax við fyrstu kynni fann ég fyrir hversu gott var að vera nálægt Einari. Við- mót hans einkenndist af hlýju og áhuga hans á því fólki sem hann kynntist. Einar var góður eiginmað- ur og faðir. Þetta sást vel á sam- bandi hans við fjölskyldu sína, hann var nærgætinn við fólkið sitt, hafði næmt auga fyrir hvenær einhver í hópnum var ekki upp á sitt besta og reyndi eftir megni að hjálpa til. Og þegar hópurinn stækkaði nutu bæði tengdabörn og barnabörn sömu hlýju. Einar var alla ævi ákaflega vinnu- samur, hann byrjaði ungur að aldri að hjálpa til við heimilið. Snemma kom í ljós að Einar var mikill hag- leiksmaður, hann hafði alla ævi ánægju af því að vinna, sér í lagi átti þetta við um smíðar og við þær undi hann sér löngum stundum. Hann lauk námi í skipasmíði frá Iðnskól- anum í Reykjavík og gerðist meist- ari í þeirri grein. Það voru mikil sér- réttindi að fá að vinna með Einari og njóta leiðsagnar hans. Hann taldi ekkert verk svo lítið að ekki þyrfti að gera sitt besta. Þetta sást á verk- um hans, þau voru alltaf unnin af al- úð. Einar hafði alla tíð mikinn áhuga á umhverfinu, hann var vel lesinn og lagði sig fram um að fylgjast með nýjungum, það var ekki sjaldan sem Einar hafði samband til að fá ein- hvern með sér til að skoða fram- kvæmdir sem voru í gangi. Einar upplifði miklar breytingar á sinni lífsleið og hann fékk sinn skerf af áföllum í lífinu, þau áföll nálgaðist hann af skynsemi. Það var einmitt ró og skynsemi sem voru aðalsmerki Einars. Það voru mikil sérréttindi að fá að þekkja Einar og tel ég að hann hafi átt stóran þátt í að móta mína lífssýn og gera mig að betri manni. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur en því miður er komið að kveðjustund. Helgi Guðjón. Einar Bjarni Sturluson ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Vesturvegi 4, 900 Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja laugar- daginn 1. mars. Jarðarför auglýst síðar. Aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓR ÞORSTEINSSON, fyrrv. kaupmaður og lögskráningafulltrúi, sem lést þriðjudaginn 4. mars í Skógarbæ verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 13. mars kl. 13.00. Anna Hulda Sveinsdóttir, Guðrún Þórsdóttir, Ólafur Stefánsson, Einar Þór Þórsson, Anna Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR, Suðurgötu 51, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 3. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldóra Jensdóttir, Ari Sigurðsson, Magnea Eyrún Jensdóttir, Sveinbjörg Eygló Jensdóttir, Jóhannna Jensdóttir, Erich Sehner, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir okkar, HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli miðvikudaginn 5. mars. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Hafsteinn Sigurjónsson, Henný Bartels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.