Morgunblaðið - 31.03.2008, Page 11

Morgunblaðið - 31.03.2008, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 11 FRÉTTIR Nám í kennslufræði er skipulagt annars vegar með tilliti til þeirra sem lokið hafa bakkalárprófi og hins vegar þeirra sem uppfylla skilyrði laganna en hafa ekki lokið bakkalárprófi, t.a.m. meistara í iðngrein. Kennt verður í lotum og hefst sú fyrsta þann 3. september. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á www.unak.is. Einnig er hægt að hafa samband við Ingólf Ásgeir Jóhannesson brautarstjóra framhaldsbrautar (sími 460 8558, ingo@unak.is) eða skrifstofu kennaradeildar (sími 460 8041/460 8042, kennaradeild@unak.is). FYRRI UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. APRÍL* *Seinni umsóknarfrestur er til 5. júní. Athugið að takmarkaður fjöldi fær skólavist og umsækjendur í fyrri umferð eiga betri möguleika að uppfylltum inntökuskilyrðum. Framboð náms er háð því skilyrði að næg þátttaka fáist. KENNSLUFRÆÐI TIL KENNSLURÉTTINDA Oddur Sigurðsson rafeindavirkja- meistari starfar á þjónustuborði Glitnis í Reykjavík og hefur það að aðalhlutverki að kenna fólki og aðstoða, bæði í kennslustofu og í gegnum síma. „Ég hef starfað við kennslu í tengslum við tölvur síðastliðin tólf ár og taldi rétt að ná mér í réttindi sem kennari. HA hefur hentað mér mjög vel til að stíga mín fyrstu skref á háskóla- stigi, þar eru úrvals kennarar og persónulegt viðmót. Frábært að fara norður úr hversdagsleika- num og helga sig náminu þá daga sem loturnar eru.“ www.unak.is. SÝN KENNARADEILDAR HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Að nemendur geti lagt mat á menntamál á gagnrýninn og ígrundaðan hátt. Metnaður framhaldsbrautar kennaradeildar HA er að mennta fagfólk sem hefur þekkingu, færni og vilja til að veita forystu og axla ábyrgð í skólakerfinu og vill efla skóla þar sem allir geta þroskast í starfi, lært hver af öðrum og hver með öðrum. GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra og Auður Guðjóns- dóttir, stjórnarformaður Mænu- skaðastofnunar Íslands, hafa undirritað samning um söfnun og úrvinnslu upplýsinga um meðferð við mænuskaða. Gagnabankinn um mænuskaða var formlega tekinn í notkun á árinu 2005 og er ætlað að vera al- þjóðleg upplýsingabrú um nýjungar í meðferð við mænuskaða og hefur hann vaxið umtalsvert frá því hann tók til starfa. Dr. Laurance Jo- hnston er yfirmaður gagnabankans og sér um að sannreyna allar þær upplýsingar sem verða hluti af hon- um. Læknar, vísindamenn og lamaðir frá 169 löndum hafa aflað sér upp- lýsinga úr gagnabankanum um mænuskaða frá því hann var tekinn í notkun 2005. Liggja þær nú fyrir á ensku, spænsku, arabísku og kín- versku. Unnið er að því að þýða efnið yfir á rússnesku en þýðend- urnir eru allir læknar eða vísinda- menn. Þeir eru fimm og eru frá Kúbu, Mexíkó, Ísrael, Kína og Rússlandi. Gagnabanki um mænu- skaða hefur tekið upp samstarf við Samtök lamaðra, bandaríska her- manna (Paralized Veterans of Am- erica, PVA). Samtökin vinna nú að því að gefa innihald bankans út á bók. Heilbrigðisráðuneytið greiðir rekstrarkostnað gagnabankans en ráðuneytið og Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur hafa í sameiningu greitt kostnað við að þýða upplýsingarnar. Samningurinn er til eins árs. Í árslok 2008 skal skila skýrslu um rekstur gagnabankans og önnur at- riði sem snúa að þróun verkefnisins. Upplýsingar þýdd- ar á fimm tungumál Guðlaugur Þór Þórðarson Auður Guðjónsdóttir Egilsstaðir | Fimleikadeild Hattar hefur undanfarin misseri verið með heldur óvenjulega fjáröflunarleið. Felst hún í að deildin safnar tómum mjólkurfernum og pappa frá heim- ilum í þéttbýli á Fljótsdalshéraði og kemur í endurvinnslu. Iðkendur og foreldrar þeirra taka götur í fóstur yfir ákveðið tímabil, ganga í hús 1. og 3. fimmtu- dag í mánuði og safna. Svo er af- rakstrinum komið í endur- vinnslustöðina, þar sem hann er pressaður og sendur áfram til Ak- ureyrar til endurvinnslu. Árið 2007 söfnuðust á Fljótsdals- héraði tæp 9 tonn af fernum og sléttum pappa, sem gaf deildinni um 400 þúsund krónur í tekjur. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kvöldgestir Þær systur Ingibjörg Ásta og Elva Dögg Ingvarsdætur bönk- uðu upp á og báðu um mjólkurfernur fyrir fimleikadeild Hattar. Heima- sætan Ragnheiður blandaði sér í málið. Áttu tóm- ar mjólk- urfernur? ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra hefur skipað Hallgrím Jónasson, fram- kvæmdastjóra hjá Nýsköpunar- miðstöð Íslands, forstöðumann Rannsóknamið- stöðvar Íslands. Hallgrímur er fæddur árið 1952. Hann lauk B.Sc.-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1977, B.Sc.hon.-gráðu í jarðefnafræði ár- ið 1978 og M.Sc.-prófi í jarðverk- fræði frá Durham University árið 1981. Hallgrímur hóf störf hjá Iðn- tæknistofnun árið 1980 og var for- stjóri hennar frá árinu 1992 til 2007. Frá 1. ágúst árið 2007 hefur Hallgrímur starfað sem fram- kvæmdastjóri fyrir erlend sam- skipti og viðskiptaþróun hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Stjórnar Rannsókna- miðstöð Hallgrímur Jónasson. ENN er verið að vinna úr gögnum sem aflað var í húsleitum Samkeppniseft- irlitsins í nóvember sl. hjá Bónus, Krónunni og nokkrum birgjum þeirra. Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, for- stjóra Samkeppniseftirlitsins, er rann- sókninni hraðað eftir því sem kostur er. Hann sagði ekki hægt að segja nú hve- nær henni lyki. Sem kunnugt er gerði Samkeppn- iseftirlitið húsleit hjá Högum, sem m.a. reka Bónus, Kaupási, sem m.a. rekur Krónuna, og heildverslununum Inn- nesi, Íslensk-ameríska og O. Johnson & Kaaber hinn 15. nóvember 2007. Nokkru síðar var gerð sambærileg húsleit hjá Danól. Í haust kom fram hjá Samkeppnis- eftirlitinu að rannsóknin beindist bæði að hugsanlegu ólögmætu samráði smá- söluaðila og birgja og einnig ólögmætu samráði milli smásöluverslana. Rannsókn á samráði heldur áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.