Morgunblaðið - 31.03.2008, Page 23

Morgunblaðið - 31.03.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 23 MINNINGAR Elsku mamma mín. Í dag hefði verið stór dagur, 60 ára af- mæli. En því miður hafði krabbinn betur eftir hetju- lega baráttu í 9 mánuði. Enn koma dagar þar sem ég trúi ekki og vil ekki trúa að þú sért ekki lengur hjá okkur. Það er svo oft sem ég hugsa: „Núna hefði ég hringt í mömmu og sagt henni frá þessu eða spurt hana um þetta.“ Ef ég þarf að fara með krakk- ana til læknis hugsa ég alltaf þeg- ar við erum búin þar: „Nú hefði mamma hringt til að athuga hvað læknirinn sagði um barnabörnin hennar sem hún dáði svo mikið og þau hana.“ Þú varst þeim alltaf svo góð en hún Svava, nafna þín, Sigríður Svava Kristinsdóttir ✝ Sigríður SvavaKristinsdóttir fæddist í Reykjavík 31. mars 1948. Hún lést á Landspít- alanum í Reykjavík 27. desember 2005 og var jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ 4. janúar 2006. er ekki eins heppin og bræður hennar að hafa notið nærveru þinnar þó að árin hafi verið allt of fá sem þeir fengu með þér. Aðeins einu sinni náðir þú að sjá hana og faðma en þá var hún nafna þín aðeins 10 klukkutíma gömul en þrátt fyrir það veit hún svo sannar- lega hver amma Svava er því hún nær reglulega í myndina af þér og segir „þetta er amma mín“ svo kyssir hún myndina ótrú- lega stolt. Kristófer Ingi og Arnór Ingi sakna þín mikið og eru mörg kvöldin sem þeir gráta því þeir sakna ömmu sinnar, sakna þess að spila við þig sakna þess að gista hjá þér, baka með þér og góðu spjallstundanna. Já, minningin um yndislega ömmu, mömmu og tengdamömmu er alltaf ofarlega í huga okkar og söknuðurinn ólýsanlegur. Við elsku þig alltaf. Þín, Ingibjörg. ✝ Eygló BryndalÓskarsdóttir fæddist í Skorhaga í Brynjudal 28. júlí 1940. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Óskar Benja- mín Benediktsson, f. 17.10. 1918, d. 17.7. 1996, og Magnea Þóra Guð- jónsdóttir, f. 22.5. 1921. Systkini Eyglóar eru Birna Guðlaug, f. 13.5. 1942, Ingvar Júlíus, f. 13.9. 1943, Eyrún Sigurlaug, f. 5.10. 1944, Már Óskar, f. 21.11. 1945, Sigurður Baldvin, f. 4.5. 1947, Birgir, f. 15.3. 1951, Kornína Björg, f. 10.6. 1956, og Erla Þóra, f. 13.3. 1959. Eygló giftist 18.10. 1958 Steinólfi Jóhannessyni, f. 27.9. 1914, d. 11.1. 2008. Börn þeirra eru: 1) Jóhannes Klemens, f. 21.3. 1961. Dóttir hans og Eddu unnusti Valur Hermannsson, f. 2.10. 1984, d) Davíð Helgi, f. 24.3. 1990 og e) Bjarki Þór, f. 17.9. 2000. 3) Eysteinn Þór Bryndal, f. 9.2. 1974, kvæntur Kristínu Önnu Guðbjartsdóttur, f. 9.9. 1973. Börn þeirra eru Sigmundur Þór, f. 11.2. 2000, Guðlaug Ágústa, f. 10.3. 2003, Hlynur Snær, f. 15.11. 2007. Eygló og Steinólfur slitu sam- vistum 1983. Eygló giftist 15.5. 1993 Kristni Thomsen Holm, f. 14.5. 1937. Hann reyndist henni mjög vel í veikindum hennar í kring- um árið 2000 en þau slitu sam- vistum árið 2006. Eygló ólst upp í Skorhaga í Kjósinni hjá ömmu sinni og afa þeim Ingveldi Guðfinnu Bald- vinsdóttur og Júlíusi Þórð- arsyni. Gekk hún þar í skóla, fluttist svo suður til Reykjavík- ur, kynntist Steinólfi og fór að búa. Eftir að hún eignaðist börnin gerðist hún heimavinn- andi húsmóðir. Um þrítugt fór hún að vinna hjá Hampiðjuni. Vann hún þar í yfir 30 ár og þar af 20 ár sem verkstjóri en vegna veikinda hætti hún árið 2000. Eygló verður jarðsungin frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Gerðar Guðmunds- dóttur er Hjördís Inga, f. 16.4. 1983, sonur hennar er Viktor Örn Ein- arsson, f. 1.1. 2006. Jóhannes kvæntist Báru Sveinsdóttur, f. 1.5. 1962, d. 4.2. 2004, dætur þeirra eru Þóra Birgit, f. 15.12. 1988, Stein- unn Lilja, f. 8.8. 1991, Helga Rut, f. 23.3. 1993, og stjúpdóttir Aðal- björg Jóhanna Bárudóttir, f. 17.6. 1982. Unnusta Jóhannesar er Hafdís Rósa Bragadóttir, f. 19.6. 1961. 2) Ástríður Björg, f. 17.6. 1962, gift Hermanni Þór Jónssyni, f. 16.11. 1960. Börn þeirra eru a) Eygló Halla, f. 15.6. 1981, dóttir hennar er Ásta Guðrún Freysdóttir, f. 29.5. 2005, b) Þórey Björg, f. 22.7. 1984, sonur hennar er Ey- þór Örn Birgisson, f. 24.9. 2004, c) Hanna María, f. 21.10. 1988, Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Eygló mágkona mín lést á páskadag. Það er margt sem fer um hugann á sorgarstundu sem þessari. Hugurinn fyllist söknuði og trega. Ég hugsa til baka og rifja upp allar minningarnar sem ég á um Eygló. Hún var mér alltaf svo góð. Ég minnist allra heim- sóknanna til hennar á sunnudögum fyrstu búskaparárin okkar Sigga. Hún tók okkur fagnandi og var höfðingi heim að sækja. Þannig var það alltaf. Fyrir nokkrum ár- um heimsóttum við Siggi hana til Vestmannaeyja. Hún fór með okk- ur um alla Heimaey og naut þess að sýna okkur eyjuna. Hún var ótrúlega fróð um allt sem viðkom eyjunum, þótt hún hefði ekki búið þar lengi. Eygló flutti á síðasta ári á Eyrabakka, þar var hún búin að koma sér vel fyrir í nýju húsi og þangað heimsóttum við hana á skírdag. Hún breiddi út faðminn á móti okkur og sagði: „Auðvitað er ég heima“. Hún fór með okkur út á sólpallinn sinn og sagði okkur að fyrir nokkrum dögum hefði hún setið þar og notið sólarinnar. Hún hlakkaði til sumarsins. Við nutum stundarinnar á fallega, hlýlega heimilinu hennar. Okkur gat ekki órað fyrir því að þetta yrði síðasta heimsóknin til hennar. Ég sé hana fyrir mér standa brosandi í dyr- unum og veifa okkur í kveðju- skyni. Okkur mönnunum er ekki ætlað að dæma um hvenær starfsdeg- inum er lokið. Æðri máttur ræður þar öllu. Við berum heldur ekki skynbragð á lengd mannsævinnar nema með okkar jarðneska tíma en í eilífðinni er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir. Ég þakka Eygló fyrir elsku hennar og umhyggjusemi. Við Siggi og fjölskylda okkar sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Leifsdóttir. Elsku amma. Söknuður minn eftir þér er óbærilegur. Mér finnst mjög erfitt að sætta mig við að þú ert ekki lengur hér hjá okkur. En þú munt ávallt vera í hjarta mínu. Minning- arnar um þig eru margar og áttum við ófáar góðar stundir. Ég man t.d. að þú gast setið heilu stund- irnar við borðið og pússlað, stærð- in skipti ekki neinu máli, bara það að þú gast pússlað. Í fyrstu skildi ég ekkert hvernig þú nenntir þessu en þegar ég fór að gera hið sama þá fór ég að skilja hvað fólst í því að pússla. Svo um jólin í hitt- iðfyrra þegar þú prílaðir upp í stiga og festir jólaseríuna utan um húsið þitt. Mér fannst alltaf jafn gaman að sjá þig svona duglega og það fyllti hjartað mitt að eiga þig sem ömmu. Heimilið þitt veitti manni gleði, því á hverjum vegg leyndust hinar ýmsu minningar. Þú hafðir svo mikið yndi af því að taka myndir. Við urðum alltaf jafn-hissa þegar ein enn myndin birtist á veggnum en fljótlega fundum við gleðina sem fylgdi hverri mynd. Ég þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman þegar ég og Viktor Örn bjuggum úti í Eyjum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. (Valdimar Briem.) Hjördís Inga. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast ömmu okkar. Við hitt- um hana lítið á okkar yngri árum þar sem við bjuggum í Eyjum og hún í Reykjavík. En þegar við hitt- um hana þá var hún alltaf æðislega góð við okkur, hún átti líka mikið af skemmtilegu dóti og mikið af litabókum og dúkkulísum sem var mjög gaman að leika sér að. Þegar hún og Kiddi fluttu á Vallengið keyptu þau sér rafmagnsrúm sem var rosalega vinsælt leiktæki, við systurnar gátum legið þar tímun- um saman að leika okkur í rúminu með fjarstýringuna. Amma átti hjólhýsi á Laugarvatni sem var rosalega stórt og flott. Sumrinu var oft eytt þar. Við frændsystk- inin sátum oft í eldhúskróknum í hjólhýsinu að spila og borðuðum matarkex sem var í boxi undir borðinu. Ef enginn vildi spila við okkur var amma okkar alltaf til í það. Síðan ákváðu hún og Kiddi að flytja til Eyja, þar keyptu þau sér stórt hús. Amma og Kiddi hjálpuðu okkur í gegnum erfiðan tíma þegar móðir okkar lést. Og ekki má gleyma bestu köku í heimi sem alltaf var til. Hún passaði mikið upp á það að eiga svala handa okkur þegar við komum í heimsókn. Alltaf var hún glöð þegar við komum í heim- sókn. Amma okkar var líka mikil jólamanneskja og var mikið skreytt hjá henni. Við kveðjum ömmu okkar með söknuði en einnig með þakklæti í huga, þakklæti fyrir að hafa átt hana að í lífinu. Þóra Birgit, Steinunn Lilja og Helga Rut Jóhannesardætur. Amma mín. Ég kveð þig með söknuð í huga, þú ert í minningu minni ljúf og góð. Aldrei mun ég gleyma þér, því þú varst ávallt svo hörð af þér og dugleg, stundum kannski einum of dugleg, t.d. þegar þú varst hér síðast, þá vorum við saman að þrífa bókahilluna stóru. Þá man ég hversu dugleg þú varst miðað við hvernig svitinn rann af enni þér og samt stoppaðir þú ekki. Ég er mjög hreykin af þér, þú afrekaðir mikið á jörðinni og varst öllum til sóma, ég er stolt af þér. Mig langar að syngja fyrir þig Maístjörnuna eins og ég gerði þeg- ar ég var ung og þér fannst það svo fallegt að þú fékkst tár í aug- un. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. (Halldór Laxness.) Þú munt ávallt lifa í minningu minni. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku besta amma mín. Þín, Þórey. Elsku amma. Ég trúi ekki að þú hafir farið svo snemma frá okkur. Þú sem varst nýbúin að koma þér fyrir á Eyrarbakka með Lubba okkar. Ég man í gamla daga þegar þú áttir lítinn sumarbústað, núna hefðum við kallað hann skúrinn, það eru margar góðar minningar þaðan. Ég man svo vel eftir þér við eld- húsborðið yfir kaffibolla, þú nudd- aðir oft höndunum þínum saman og beiðst eftir nýjustu fréttunum. Ég man jólaboðin í Grafarvog- inum á jóladag, hangikjötið, kart- öflurnar og hvítu sósuna, þeim gleymir maður aldrei. Ég man í Vestmannaeyjum, all- ar myndirnar sem þú settir upp á veggina, þú vildir hafa alla hjá þér, eins á Eyrarbakka, þú vannst hörðum höndum að því að setja allar myndirnar af okkur sem þér þótti vænt um upp á vegg aftur, sem fyrst. Það var alltaf nóg að gera en samt hafðir þú alltaf tíma fyrir gestina, það var svo gott að tala við þig. Þú hlustaðir alltaf og skildir okkur og þú sást alltaf ef okkur leið illa, þá komstu strax og faðmaðir okkur að þér og sagðir: „Þetta verður allt í lagi“. Rosalega vantar mig þetta faðmlag og þessi orð frá þér núna. Guð geymi þig elsku amma mín. Þín Eygló Halla. Mér andlátsfregn að eyrum berst og út í stari bláinn og hugsa um það, sem hefur gerst, til hjarta mér sú fregnin skerst, hún móðir mín er dáin! Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld, í sorg og þrautum. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, og tállaus, falslaus og reyndist þú, ég veit þú látin lifir! Ei þar sem standa leiðin lág ég leita mun þíns anda, er lít ég fjöllin fagurblá mér finnst þeim ofar þig ég sjá í bjarma skýjalanda! (Steinn Sigurðsson.) Jóhannes og Hafdís. Elsku Eygló mín Ég beið eftir að Ásta hringdi í mig, til að segja mér að aðgerðin hefði gengið vel, en það var ekki svo. Ég er búin að hugsa mikið um þig og góðu dagana sem við áttum saman. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa mér í öllu. Þegar ég átti Möggu Gunnu varstu alltaf tilbúin að vera með hana. Ég kom með hana á náttfötunum á morgnana til þín og þið hélduð áfram að kúra. Þetta gerðir þú þangað til að hún fór á leikskólann. Það var alltaf gaman að koma til þín og Kidda á Laugarvatn á sumrin, tekið var vel á móti okkur og við fengum ekki að fara fyrr en við vorum búin að borða. Nokkrar verslunarmanna- helgar komum við til ykkar Kidda á Laugarvatn, það var alltaf fullt út að dyrum hjá ykkur. Við köll- uðum þetta litlu þjóðhátíðina okk- ar. Það voru margar góðar stundir sem við áttum saman. Ég sakna þess að geta hringt í þig, en ég hugsa því meira til þín elsku syst- ir. Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Erla. Það var ávallt mikið tilhlökk- unarefni að fá að fara í heimsókn til ömmu Eyglóar. Þar var maður hlaðinn miklum kærleika og ekki vantaði kræsingarnar. Ostapopp og kók var einmitt í sérstöku uppáhaldi hjá okkur ömmu. Hún amma sá sko til þess að mann skorti ekki neitt. Og ekki var það verra þegar við fengum að fara með henni og Kidda afa heilu vik- urnar á sumrin á Laugarvatn þar sem við dvöldum í hjólhýsi sem þau áttu. Ömmu þótti afar vænt um hjólhýsið sitt og dvaldi þar ávallt á sumrin en því miður neyddist hún til að selja það sök- um veikinda. Að fara á hjólhýsa- svæðið var eins og að fara í sum- arbústað nema miklu betra. Þar var að finna allan þann félagsskap sem hægt var að hugsa sér. Þarna þekkja allir alla og það má segja að amma hafi verið drottning svæðisins. Allir þekktu hana og ekkert sem gerðist fór framhjá henni. Þessi ferðalög á Laugarvatn voru það skemmtilegasta sem ég og litli bróðir minn gerðum á sumrin. Þar var gert margt skemmtilegt, meðal annars sátum við og spiluðum með ömmu tím- unum saman en amma hafði alltaf ákaflega gaman af spilum, ekkert minna en við börnin og þótti okkur afar gaman að því. Amma sýndi alltaf öllu því sem ég var að gera í lífinu mikinn áhuga. Mér þótti afar vænt um það því það sýndi mér hversu vænt henni þótti um mig. Það var orðin hefð hjá okkur ömmu að ég hringdi í hana um leið og ég fékk einkunnirnar frá skólanum, ég var meira að segja farin að hringja í ömmu áður en ég hringdi í mömmu. Hún var alltaf rosa stolt af mér og ég held að hún hafi verið farin að hlakka meira til útskrift- arinnar minnar í vor heldur en ég. Ég veit að hún mun vera þar með mér sama hvað. Amma mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og verður henni aldrei gleymt. Hvíldu í friði elsku amma. Þín dótturdóttir, Hanna María Hermannsdóttir. Eygló Bryndal Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.