Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 24

Morgunblaðið - 31.03.2008, Side 24
24 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðjón SverrirSigurðsson fæddist í Keflavík 17. október 1925. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu 22. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Ingjalds- son Pétursson út- vegsbóndi og kaup- maður í Keflavík, f. 16.10. 1895, d. 8.8. 1972 og Birna Ingi- björg Hafliðadóttir húsmóðir, f. 2.10 1899, d. 3.1. 1986. Bróðir Guðjóns var Pétur Sigurðs- son sjómaður, alþingismaður og forstjóri Hrafnistu í Hafnarfirði, f. 2.7. 1928, d. 15.12. 1996. Bróðir Guðjóns samfeðra er Ágúst Ísfeld Sigurðsson, f. 2.8. 1924. Guðjón kvæntist hinn 27.12. 1947 Valdísi Sigurlaugu Daníels- dóttur, f. 8.8. 1924 . Börn þeirra eru: 1) Bragi, f. 1947, kvæntur Ingibjörgu Júlíusdóttur, f. 1955. Dóttir þeirra er Valdís Sigurlaug, f. 1984. Fyrir átti Ingibjörg soninn Keflavík en flutti síðan til Reykja- víkur með foreldrum sínum. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1946. Hann stundaði nám við Háskóla Ís- lands m.a. í efnafræði og guð- fræði. Dvaldi einnig við nám í Du- blin á Írlandi 1947-1950. Að loknu námi starfaði Guðjón hjá atvinnu- deild H.Í. 1952-1955, verkstjóri hjá málningarverksmiðjunni Hörpu 1955-1967, auk þess að vera for- maður Iðju félags verksmiðju- fólks, 1957-1970. Var starfsmaður Rannsóknarstofnunar Iðnaðarins frá 1970 og Iðntæknistofnunar frá 1977 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1995. Guðjón gegndi trúnaðarstörfum fyrir ým- is félagasamtök. Hann var borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1962-1966, í miðstjórn ASÍ 1968-1971, formaður knatt- spyrnufélagsins Þróttar 1965- 1971. Hann var sæmdur gullmerki Iðju og Þróttar fyrir störf sín. Guðjón var fæddur veiðimaður og naut þess að vera úti í nátt- úrunni hvort sem var við skot- eða stangveiðar. Einnig hafði hann mikinn áhuga á garðyrkju og ól upp plöntur til dauðadags. Síðustu tvö árin dvaldi Guðjón á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Útför Guðjóns Sverris fer fram frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hrein Hjartarson, f. 1979. 2) Herdís, f. 1953, gift Bjarna Magnúsi Jóhann- essyni, f. 1953. Synir þeirra eru a) Jóhann- es Bragi, f. 1976, í sambúð með Evu Ýr Gunnlaugsdóttur, f. 1979, sonur þeirra er Bjarni Magnús, f. 2007, fyrir átti Eva dótturina Aldísi Eyju Axelsdóttur. b) Guð- jón Sverrir, f. 1978, kvæntur Andreu Tryggvadóttur, f. 1977, börn þeirra eru Alexandra, f. 2003 og Benedikt, f. 2007. 3) Sigríður Birna, f. 1955, gift Guðmundi Gíslasyni, f. 1950. Synir þeirra eru a) Guðjón Sverrir, f. 1973, kvænt- ur Jónínu Kristínu Snorradóttur, f. 1973, synir þeirra eru Óskar Ísak, f. 2004 og Andri Snær, f. 2006. b) Gísli, f. 1978, kvæntur Önnu Gígju Kristjánsdóttur, f. 1983, dætur þeirra eru Fjóla María, f. 2003. og Thelma Rós, f. 2006. Guðjón ólst upp fyrstu árin í Kær vinur og tengdafaðir minn, Guðjón S. Sigurðsson, er fallinn í val- inn. Allt frá fyrsta degi er ég kom með dóttur hans heim tók hann mér oppnum örmum. Fyrir það er ég þakklátur. Guðjón var einn af þeim sem vildu allt fyrir alla gera. Höfðingi var hann heim að sækja, var ekkert til sparað svo að öllum liði vel. Hann var mikið fyrir að sökkva sér niður í bækur og sameiginlegt áhugamál okkar, klassíka músík. Guðjóns verð- ur þó sérstaklega minnst fyrir græna fingur. Það var sama hvaða tré, blóm eða rós hann kom nálægt, það blómstraði allt. Enda ber skógurinn kringum Keldnaholt þess merki. Það var reyndar sama hvað hann gerði, hann gaf allt í það. Hvort sem það var sem formaður Iðju eða formaður Þróttar, starfsmaður Hörpu eða Tæknistofnunar, öllu var sinnt af samviskusemi og kærleika. Sérstak- lega var honum þó kært þegar barna- börnin komu í heimsókn, var þá glatt á hjalla og mikið hlegið. Kæri vinur. Ég kveð þig með sökn- uði og djúpri virðingu. Megi hinn al- góði guð taka þér opnum örmum. Guðmundur Gíslason. Elsku afi. Þú varst stór hluti af lífi mínu og ég ber hluta af þér í minni sál. Ég man alltaf eftir því hvað þú varst góður við mig. Þú áttir svo mik- ið af skemmtilegu dóti sem var hægt að nota til að gera eitthvað skemmti- legt. Ég man líka sérstaklega eftir því að þú gafst mér og strákunum alltaf niðursoðna ávexti þegar við komum í heimsókn áður en við fórum heim. Það var líka alltaf gaman að boðunum sem þú og amma voruð með, við strákarnir lékum okkur mikið hjá ykkur. Það var líka alltaf gaman þeg- ar þú varst að grallarast með mér, t.d. þegar þú varst að sýna mér hvernig átti að búa til flugdreka. Við bjuggum hann til úr gömlum spýtum og svo plasti og varð hann rosalega stór, en að vísu fór hann ekki langt upp í loftið en hugmyndin og skemmtunin að vera með afa sínum að búa til flugdreka var rosalega stór- kostleg og lifir ennþá með mér. Það var líka alltaf svona afalykt af þér, vindlalykt, og mér fannst hún stund- um svo góð. Einu sinni fórst þú með mér upp í Iðntæknistofnun og við gróðursettum tré saman hlið við hlið fyrir utan og þú sagðir við mig að þegar ég yrði eldri þá yrði það rosa- lega stórt, ég held að það sé kominn tími til að kíkja á hvernig trjánum vegnar. Þú komst stundum með fiski- popp heim, stóran svartan poka full- an af fiskipoppi. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín og ömmu, það var alltaf eitthvað hægt að gera hjá ykkur, hvort sem það var að hjóla, teikna, búa til kofa eða hvað sem er. Stundum fóruð þið til Kanaríeyja og þá var aldrei neitt að gera heima, það var eins og vantaði hluta af manni þegar þið fóruð enda var alveg ótrú- lega skemmtilegt þegar þið komuð heim. Einu sinni komuð þið heim með Sinclair Spectrum-tölvu sem maður gat spilað leiki með, ef þið hefðuð ekki komið með Sinclair-tölvuna heim þá hefði ég sennilega aldrei orðið tölvu- fræðingur. Einu sinni þegar ég var lítill og vildi ekki borða sagðir þú við mig: Þú verður að vera svona stór og feitur eins og afi þinn. Þessi frasi er notaður enn þann dag í dag. Ég man eftir því þegar ég og konan mín gift- um okkur og ég horfði á þig og sá þig brosa til mín, að ég sá gleðitárin í augum þér. Mér fannst svo gott að geta hvíslað í eyra þitt: Bless, afi minn, ég elska þig, og ég sá á svipn- um á þér að þú heyrðir þetta. Við kveðjum þig með gleði í hjarta. Þín fjölskylda Gísli, Gígja, Fjóla María, Thelma Rós. Elsku afi minn. Nú ert þú farinn. Þú sem varst alltaf mín fyrirmynd. Allt sem þú gerðir og sagðir var það frábærasta sem til var. Hláturinn þinn varð til þess að leiðinlegar bíó- myndir urðu frábærar og fyndnar. Myndarlegri mann var ekki hægt að finna. Og að koma í heimsókn og heyra skemmtilegar sögur, borða góðan mat, fá niðursoðna ávexti og lesa gamlar myndasögur var stór hluti af barnæsku minni. Allar þessar góðu minningar sem gleðja mig svo mikið, gera mig núna hryggan því ég finn hvað ég sakna þín mikið. Þú ætt- ir bara að vita hvað mikið af þínum ráðleggingum ég hef notað til að gera sjálfan mig að betri manni og þá sér- staklega að vera í vel pússuðum skóm. Ég sá þig í síðasta sinn á miðviku- dagskvöldið fyrir andlát þitt. Ég var á leið til útlanda í vinnu. Ég veit að þú heyrðir til mín því þú lagðir höndina þína ofan á mína og horfðir hlýlega til mín. Ég veit líka að þú kvaddir mig þegar ég stóð upp til að fara því þú hreyfðir varirnar og varst að reyna að segja eitthvað en komst því ekki frá þér. Elsku afi minn, mig langar svo mikið til að þakka þér fyrir svo margt, sérstaklega fyrir að hafa gert líf mitt áhugavert, skemmtilegt og fullt minninga. Megi Guð geyma þig, elsku afi minn. Nafni þinn Guðjón Sverrir Guðmundsson. Það var tilhlökkunarefni hjá okkur bræðrunum að fá að fara „vestur eft- ir“ en svo kallaðist Grímshaginn í daglegu tali heima hjá okkur. Þar hafði afi reist sér stórt og mikið virki innst í botnlanga og maður fékk á til- finninguna að í þessari götu væri bara einn sem réði. Afi Sverrir var spennandi kall og alltaf eitthvað spennandi að gera en það var fátt sem toppaði það að kom- ast óséður inn í herbergi til hans, fullt af bókum, byssum, sverðum og öðru sem hann hafði safnað að sér. Nema kannski ferð í Keldnaholt, en fyrir litla stráka að koma í Iðntæknistofn- un var svolítið eins og að fá að heim- sækja verkstæði Q í James Bond. „Afi minn ætlar að verða frétta- maður þegar að hann verður stór, en núna er hann vísindamaður,“ sagði einhver af okkur frændum einhvern tímann en það var regla á Grímshag- anum að afi skyldi fá að horfa á frétt- irnar án truflana. Hann var líka oft með bindi án þess að vera að fara neitt sérstakt. Þetta þótti okkur mjög sérstakt og skýr vísbending um að afa langaði til að verða fréttamaður. Rúnturinn var tekinn á morgnana um helgar, keyrður af meira öryggi en þekktist. Farið niður á höfn og út á Granda en við strákarnir fengum stundum að fara með aftan í rauða Volvoinum. Það var gaman að horfa á afa með bláa skipstjórahattinn sinn, hlusta á klassíska músík af spólu, brosandi út að eyrum að segja sögur af hinu og þessu. Þá var oft hlegið svo mikið að endar á bröndurum heyrð- ust illa eða alls ekki. Enduðu þessar ferðir oft með því að hann bauð upp á kleinur í Kaffivagninum. Matur skipaði stórt hlutverk á Grímshaganum, en áður en kalda stríðinu lauk var talið nauðsynlegt að eiga nóg af dósamat inni í búri. „Viljið þið niðursoðna ávexti?“ spurði afi. Við borðuðum dísæta ávextina með bestu lyst meðan afi gaf hundinum okkar umframbirgðir af lambakjöti en hann var sannfærður um það að dýrið væri vannært. Að fara með afa út í skúr var rosa- leg upplifun en þar ægði saman alls konar dóti, alltaf var verið að vinna einhver verkefni og við horfðum alltaf dolfallnir á bátinn sem afi var að smíða, en hann hafði, löngu á undan öðrum, að sjálfsögðu, byrjað að smíða sér trefjaplastbát, sjálfsagt með teikningar á reiðum höndum úr Po- pular Mechanics. Afi var duglegur við að hvetja okk- ur til að kynna okkur nýja hluti, alltaf að sýna okkur eitthvað nýtt og við frændurnir eigum honum að þakka áhuga okkar á tölvum og tækjum en hann gaf okkur Sinclair Spectrum- tölvu ásamt kennslubókum í forritun. Hann kenndi okkur að mála, en afi var mikill áhugamaður um myndlist og gleymist seint lyktin í herberginu hans en hún var einhverskonar blanda af þynni, málningu, jurtum, bjórbruggi og pappír. Þau verða ekki fleiri minningar- brotin sem rata hingað en við gætum auðveldlega skrifað margar blaðsíður í viðbót. Á kveðjustund viljum við þakka fyrir allt sem hann kenndi okk- ur og allar stundirnar okkar saman. Megi minningin um góðan mann lifa. Jóhannes Bragi Bjarnason, Guðjón Sverrir Bjarnason. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast svila míns, kærs vinar og velgjörðarmanns, Guð- jóns Sverris Sigurðssonar. Það var fyrir næstum 50 árum að við tengd- umst fjölskylduböndum. Ég kom þá inn í fjölskylduna kornungur nýstúd- ent og blautur á bak við eyrun þegar ég giftist mágkonu hans og skákaði hans stöðu innan fjölskyldunnar og fékk svo sem að heyra það en allt saman í góðu. Hann reyndist mér svo síðan alla tíð sem besti vinur og vel- gjörðarmaður í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur því Guðjón var ein- staklega hjálpsamur maður og vildi hvers manns götu greiða og naut ég þess hvenær sem hann gat því við komið. Guðjón naut þess alla tíð meðan heilsan leyfði að vinna og standa í ein- hverjum framkvæmdum og var mikill atorkumaður í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Sem dæmi um það þá byggði hann þrjú hús nánast á sömu þúfunni eins og sagt er. Fyrsta húsið var Tómasarhagi 9, fjölskylduó- ðalið sem hann byggði ásamt tengda- föður sínum Daníel J. Tómassyni byggingarmeistara og Þorvaldi Daní- elssyni mági sínum, sem einnig var byggingarmeistari. Þá var það ein- býlishús í Grímshaga 8 en sú lóð lá að Tómasarhagalóðinni að austanverðu og loks Grímshagi 7 en þar reisti hann þríbýlishús þar sem þau Dæja bjuggu uns þau fluttu á Hrafnistu. Fyrir utan þetta þá stóð hann fyrir byggingu íbúðablokkar í Háaleitis- hverfinu á vegum Iðju, félags verk- smiðjufólks, og loks ásamt fleirum einu eða tveimur fjölbýlishúsum á Melunum á vegum Málfundafélags- ins Óðins. Guðjón var mikið náttúrubarn og unni náttúrunni í öllum hennar myndum og hann hafði yndi af veiði- skap hvort heldur var með byssu, stöng eða á sjó. Við keyptum okkar fyrstu veiðibyssur á svipuðum tíma og fórum í ótal veiðiferðir, ýmist tveir eða með öðrum veiðifélögum, og urðu margar þeirra hreinar ævintýraferð- ir og væri það efni í heila bók að segja frá þeim. Hann hafði græna fingur eins og sagt er og var sífellt að rækta hinar ýmsu plöntur og tré, bæði í görðun- um (sem nánast náðu saman) eða bíl- skúrsgluggunum og stofugluggun- um, og öllum plöntum kom hann til. Söngmaður var hann góður og þeg- ar vel lá á Guðjóni og honum leið vel þá var yfirleitt stutt í sönginn. Mátti oft heyra óminn af söng hans um allt Grímsstaðarholtið þegar kvölda tók og hann var að vinna í húsunum sín- um að afloknum starfsdegi sínum í fé- lagsstörfum og stjórnmálum. Guðjón lagði gjörva hönd á margt á sinni starfsævi. Hann vann í atvinnu- Guðjón Sverrir Sigurðsson ✝ Vilhjálmur Rún-ar Vilhjálmsson fæddist á Egils- stöðum 31. desem- ber 1966, hann lést 22. mars 2008. Foreldrar hans eru Oddrún Val- borg Sigurð- ardóttir, f. 3.1. 1927, frá Vallanesi Vall- arhreppi og Vil- hjálmur Frímann Magnússon, f. 31.7. 1937, d. 18.1. 1998, frá Jórvíkur- hjáleigu Hjaltastaðaþinghá. Bræður Vilhjálms Rúnars, taldir í aldursröð, Sigurður Klausen, f. 24.11. 1950, búsettur á Egils- stöðum, Jónatan Klausen, f. 10.6. 1953, d. 6.12. 1967. Emil Thorodd- sen, f. 26.12. 1956, búsettur í Reykjavík. Magnús Már Vil- hjálmsson, f. 11.11. 1958, búsettur í Kópavogi. Dreng- ur, fæddur 11.11. 1958, dáinn sama dag. Birgir Vil- hjálmsson, f. 1.3. 1960, búsettur á Eg- ilsstöðum. Snæbjörn Ómar Vilhjálmsson, fæddur 1.3. 1961, búsettur á Djúpa- vogi. Jónatan Fjalar Vilhjálmsson, f. 10.10. 1971, búsett- ur í Hafnafirði. Vilhjálmur Rúnar á tvo syni sem báðir eru búsettir á Seyðisfirði og heita þeir Vilhjálmur Rúnar fæddur 22.10. 1987, móðir hans er Guð- rún Gísladóttir, og Emil Dan, fæddur 8.11. 1994, móðir hans er Sólrún Jónsdóttir. Vilhjálmur Rúnar verður jarð- sunginn í dag í Egilsstaðakirkju og hefst athöfnin kl. 14. Elskulegi bróðir og vinur minn er látinn. Þegar ég hugsa til þín hef ég ekkert nema ást og það helling af henni sem ég sendi með þér yfir til pabba. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, kæri bróðir, en ég verð að viðurkenna að ég kvaddi þig fyrir nokkrum árum og ég sá óskap- lega lítið af sanna þér síðustu árin. Þó svo að þú hafir verið á staðnum var bróðir minn sem ég þekkti ungan ekki þar. Það er margt sem ég á þér að þakka fyrir frá uppvaxtarárum mínum og það var unum að horfa á þig keppa í hlaupum og fótbolta. Allt- af varstu fremstur eða framarlega að skora falleg mörk. Aldrei gleymi ég því þegar þú og vinir þínir létu mig og Halla frænda slást svo úr varð feikna boxbardagi en allt í góðu þó. Fötin erfði ég frá þér og enn í dag man ég upplitið á kennaranum mín- um þegar ég 12 ára gelgjan labbaði inn í svarthvítri hlébarðaskyrtu af þér með svart bindi í tíma á mánu- degi í grunnskólanum. Slík var hrifn- ingin á þér, minn kæri bróðir, að allt var apað upp eftir þér. Lífið sem fylgdi þér í þá daga var yndislegt og svo skemmtilegt og það leið varla dagur að ekki gerðist eitt- hvað broslegt hjá okkur á Laufásn- um. En það varð ekki alltaf svo ein- falt hjá þér, elsku bróðir minn, og var gatan þín grýtt í framhaldinu og eig- inlega eru það ekki nógu sterk orð yfir það sem við tók hjá þér. Þegar ég hugsa núna til baka er eins og þú haf- ir verið hermaður á vígvelli lífsins og endalaust rifið holdið þitt á gaddavír og þyrnum þar sem þú hefur þurft að beygja þig fyrir kúlnahríð sem dunið hefur á þér. Það eru ekki margir sem gætu staðið svo oft upp eins og þú reyndir að gera á þinni ævi. Ég hefði lagst flatur á fyrsta degi stríðsins og það segi ég með fyllstu lotningu fyrir þreki þínu og krafti sem bjó innra með þér. Þessi kraftur þinn skóp líka þessa tvo undurfögru drengi sem þú átt og munu halda á kyndlinum og fara með hann alla leið til Ólympíu. Ég sé þig í þeim og þá sérstaklega á hjartalagi þeirra sem er blítt og auð- mjúkt sem þitt. Auðvitað eru þeir nauðalíkir þér í útliti og það er ekki slæmt í ljósi þess að þú varst mjög myndarlegur maður. Þegar ég hugsa austur til strák- anna þinna get ég ekki hugsað um þá nema að séu þeir líkt og tveir fjalla- tindar fullir af visku og fegurð sem mig langar að hitta á hverjum degi. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og fyrir það elskaði ég þig. Þú sýndir mér að lífið er hverfult og ekki alltaf dans á rósum. Lífið er furðuleg blanda af fólki sem allt leitar eftir ást og ástina gafstu mér, kæri bróðir og félagi. Gangi þér vel í víðavangshlaupinu á himnum og segðu mér allt um hvernig þú vannst það. Þinn bróðir, Jónatan Fjalar. Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.