Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.2008, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 31. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, ÞÓR WILLEMOES PETERSEN, Arnarhrauni 40, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minning- arsjóð sem stofnaður verður af vinum í samvinnu við Liverpoolklúbbinn á Íslandi, kt. 131155 3369, reikn. no 140 - 26 - 9140. Sigrid Foss, Guðmundur Jónsson, Per Willemoes, Laufey, Steinunn Ruth, Jón og Gobeline Willemoes, Þóra Antonsdóttir, Friðþjófur Sigurðsson, Tormod Willemoes, Kristín Erla Þorgeirsdóttir. ✝ Hermína Guð-rún Sig- urbjörnsdóttir fæddist á Ökrum í Fljótum í Skagafirði 4. ágúst 1916. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi föstudaginn 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurbjörn Jósepsson, bóndi á Ökrum og í Lang- húsum í Fljótum, og Jóhanna Gottskálksdóttir hús- móðir. Eiginmaður Hermínu var Hall- grímur Márusson, frá Minni Reykjum í Fljótum í Skaga- firði, d. 24. júní 1998. Börn þeirra eru Steinar, f. 1937, Dúa Stefanía, f. 1942, Jónas, f. 1945, Þráinn, f. 1948, og Pálmar, f. 1953. Útför Hermínu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Ein af fyrstu minningum um mömmu er atburður sem greyptist í barnsminnið. Fjölskyldan var þá bú- sett á Hvanneyrarbrautinni á Siglu- firði og ég hef verið þriggja eða fjög- urra ára. Ég kom inn heima og þá hafði mamma verið að þrífa og skorið sig illa á spegli sem hafði brotnað í svefnherberginu. Ég horfði á stóran skurð í handarkrikanum og hafði aldrei séð svo mikið blóð. Hún hafði litlar áhyggjur. Hún lét sauma sárið og hélt síðan áfram að vinna eins og ekkert hefði í skorist. Hún hafði allt- af nóg að gera, hún mamma. Þetta litla atvik úr bernsku minni lýsir mömmu vel. Hún var af þeirri kynslóð sem lagði jafnt að mörkum á við karlana, hvort sem það var við húsverkin, í síldinni, að keyra vöru- bílinn á móti pabba eða á saumastof- unni sem hann rak á Siglufirði. Það er umhugsunarefni að allt sitt líf helgaði hún öðrum, fyrst okkur systkinum og síðan hóf hún vinnu við umönnunarstörf og húshjálp eftir að við höfðum flutt suður. Það var ómet- anlegt að alla tíð var einhver heima eftir skólann og heitur matur á borð- um, mamma alltaf fastur punktur í tilverunni. Eitt bar vott um mikla framsýni og metnað mömmu og pabba til að láta gott af sér leiða. Það var sá mikli áhugi og hvatning sem þau sýndu menntun okkar. Á þeim tíma var það síður en svo lenska að allir færu í framhaldsskóla og háskóla. Ég minnist þess hve þau hvöttu okkur til að afla okkur góðrar menntunar. Pabbi hafði sjálfur barist bláfátækur til mennta og lært klæðskeraiðn í Kaupmannahöfn. Þekking og mennt- un voru honum alla tíð hugleikin. Það var sérstök stund að koma heim með góðan námsárangur og sjá ánægju- svipinn breiðast yfir andlitin. Þetta viðhorf þeirra var sem rauður þráð- ur, fyrst gagnvart okkur systkinun- um og síðar gagnvart börnum okkar. Mamma lagði alltaf alúð við útlit sitt. Hún var há og grannvaxin og myndarleg kona. Ég man vel þegar ég var að klára Gaggó Vest að strák- ur á Ljósvallagötunni sagði við mig að hann vildi að hann ætti svona flotta mömmu. Ég hafði nú aldrei hugsað út í það. Þetta var líka ekki alveg aldurinn til að flagga miðaldra foreldrum. Við áttum margar skemmtilegar stundir á heimilinu og á ferðalögum. Þau voru náttúrunnendur og ferðuð- ust um allt land. Mikið var spilað og teflt og stundum rifist um þjóðmál. Mamma hafði mikla vantrú á stjórn- málaflokkum og -stefnum. Þeim mun meiri trú hafði hún á mönnum. Hennar menn voru þeir Davíð Odds- son og Friðrik Sophusson. Mér fannst það alltaf afrek að fá hana til að kjósa Rannveigu Guðmundsdótt- ur í prófkjöri. Hvað hún gerði í kjör- klefanum vissi ég aldrei. Nú þegar komið er að leiðarlokum er þakklætið efst í huga. Það voru erfið ár hjá mömmu eftir að hún fékk slag og lamaðist árið 2003. Hún hélt samt áfram að gefa af sér með sitt fallega bros sem var umtalað í Sunnuhlíð. Ég vil að lokum þakka starfsfólki Sunnuhlíðar, fyrir hönd okkar systkinanna, innilega fyrir góða umönnun og góð samskipti síð- ustu árin hennar. Þráinn Hallgrímsson. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Hermínu Guðrúnar Sigurbjörnsdóttur, með fáeinum orð- um. Hermína var einstök manneskja. Frá henni stafaði góðvild og kærleiki og í návist hennar leið fólki vel. Hermína og maður hennar, Hall- grímur Márusson, voru bæði úr Fljótum í Skagafirði en fluttu til Siglufjarðar og áttu þar heima sín bestu ár og þar eignuðust þau börnin sín fimm. Þó Hermína væri heima- vinnandi húsmóðir eins og þá tíðk- aðist vann hún líka utan heimilis, meðal annars með manni sínum á klæðskeraverkstæði hans og við síld- arsöltun. Þegar dró úr vinnu þar nyrðra fluttu þau suður árið 1956. Þau hjónin voru frændrækin og vinamörg. Á heimili þeirra voru allir velkomnir. Þar var oft margt um manninn, glatt á hjalla og alltaf pláss fyrir einn í viðbót. Hermínu var ótrú- lega margt til lista lagt en hún var hlédræg og lítið fyrir að láta á sér bera. Hún átti sitt stolt og hafði sterka réttlætiskennd. Hún hafði sín prinsipp og vildi að hennar fólk stæði sig. Fyrir fimm árum fékk hún heila- blæðingu, lamaðist illa og var ekki söm síðan. Síðustu árin dvaldi hún í Sunnu- hlíð farin heilsu en persónueinkenn- um sínum glataði hún ekki. Aðdáun- arvert var hvernig henni tókst í veikindum sínum að sýna hverjum manni góðvild og hún ávann sér vin- áttu og hlýhug allra sem umgengust hana. Hermína var ekki aðeins tengda- móðir mín og yndisleg amma dætra minna, hún var vinur minn og félagi. Við leiðarlok er margs að minnast. Efst í huga mér er þakklæti fyrir vin- áttu hennar og öll okkar samskipti. Blessuð sé minning hennar. Arnór Eggertsson. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem maður elskar og þrátt fyrir að amma Hermína hafi átt langa og góða ævi þá er samt erfitt að kveðja, það er svo endanlegt. En við sem minnumst hennar eigum ótal góðar minningar um góða konu og frábæra ömmu. Mínar fyrstu minningarnar eru frá þeim tíma sem amma og afi bjuggu á Melabraut á Seltjarnarnesi. Það var alltaf sport að fá að fara út á Nes því þangað þurfti ég að taka strætó og í fyrstu skiptin beið amma á stoppistöðinni eftir mér svo ég myndi ekki týnast. Þegar heim var komið voru alltaf kræsingar á boð- stólum, því frá ömmu fór enginn svangur. Þegar maginn var mettur fékk ég margvísleg hlutverk, allt frá því að skræla kartöflur, leggja á borð og til þess að fara með henni að skúra. Mér þótti mikil upphefð í því að fá að fara með að skúra, ekki síst vegna þess að þegar við vorum búnar kom afi að sækja okkur á leigubíln- um sínum og keyrði okkur um bæinn eins og fínar frúr. Það þurfti ekki mikið til að gleðja mann þá. Ég gæti haldið lengi áfram því minningarnar halda áfram að streyma, um allt sem við gerðum saman og allt sem amma kenndi mér um lífið og tilveruna. Ég minnist ömmu með gleði, þakklæti og sökn- uði og veit að hún mun ávallt vaka yf- ir mér. Elsku amma, hvíl í friði. Valdís Arnórsdóttir. Margar góðar minningar koma upp í hugann nú þegar við kveðjum ömmu í síðasta sinn. Amma var glæsileg kona, glaðlynd og hlý. Fas hennar einkenndist af hógværð og manngæsku. Mér leið alla tíð vel með ömmu og sótti mikið í félagsskap hennar. Fyrstu minningarnar tengjast Brávallagötu 12. Á þeim tíma var alltaf sól úti á sumrin en mjólk og kleinur inni. Á veturna var snjór úti en langavitleysa, ólsen, vist, kapall, vöfflur og ekta súkkulaði inni. Amma og afi fluttu á Seltjarnarnes og síðan í Kópavog. Það hætti að vera alltaf sól á sumrin og snjór á veturna en við héldum áfram að þiggja mjólk og kleinur, spila á spil, hlæja saman og spjalla um heima og geima. Gestkvæmt var á heimili ömmu og afa enda áttu þau fimm börn, næst- um óteljandi barna- og barnabarna- börn og fjölda annarra ættingja og vina sem sóttu þau gjarnan heim. Þar var ævinlega rúm fyrir fleiri og menn skyldu endilega fá sér meira því það var „nóg til frammi“. Oftar en ekki voru sagðar sögur úr Fljótunum og frá árunum á Siglufirði. Þar eru víst fallegri hestar, stærri ber og til- komumeiri fjöll en annars staðar á landinu og þótt víðar væri leitað. Frásagnirnar um lífið fyrir norðan voru svo lifandi og skemmtilegar að maður óskaði þess að hafa verið þar með þeim. Amma sagði ekki bara skemmtilega frá heldur hlustaði hún af einlægum áhuga á það sem aðrir höfðu að segja. Hún fylgdist vel með okkur barnabörnunum og síðan okk- ar börnum, gladdist með okkur þeg- ar vel gekk og hvatti okkur til dáða. Langömmubörnin sín dekraði hún við og skipti út mjólkurpottinum fyr- ir kókflösku. Enn var spilaður ólsen. Jafnvel eftir að amma veiktist og gat enga björg sér veitt var spilastokk- urinn dreginn fram og hún var bros- andi með í að byggja spilaborgir. Þannig gat hún allt til enda á sinn einstaka hátt glatt aðra og látið þeim líða vel með sér. Það er með þakklæti og gleði sem ég kveð ömmu mína Hermínu. Minn- ingin um góða konu lifir. Jóhanna Arnórsdóttir. Hermína Guðrún Sigurbjörnsdóttir ✝ Sigurbjörn Sig-urpálsson fædd- ist að Egg í Hegra- nesi, Skagafirði, hinn 15. janúar 1917. Hann lést á Eir hjúkrunarheimili 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurpáll Sigurðs- son, ættaður frá Sælu í Skíðadal, f. 9.6. 1890, d. 4.10. 1963, og Ingibjörg Jónsdóttir ættuð frá Hofdölum í Skaga- firði, f. 3.6. 1889, d. 3.7. 1976. Þau bjuggu mestan sinn búskap að Steindyrum í Svarfaðardal. Al- systkini Sigurbjörns eru: 1) Laufey, f. 23.12. 1913, d. 12.5. 1999, 2) Guð- rún Jónína, f. 27.2. 1919, 3) Kristín Sigríður, f. 25.3. 1922, d. 17.6. 2003, 4) Margrét Kristjana, f. 4.2. 1925, 5) Rósalind, f. 16.1. 1929, 6) Reim- ar, f. 20.11. 1931, d. 12.11. 1994, 7) Marinó Pétur, f. 9.11. 1934. Sig- urbjörn fór á fyrsta árinu í fóstur að Ingveldarstöðum á Reykja- strönd til hjónanna Önnu Sigríðar Sigurðardóttur og Þorkels Jóns- sonar og átti þar heima til tvítugs er hann flutti til Sauðárkróks. Fyr- ir áttu þau hjónin 9 börn; fóst- ursystkini Sigurbjörns voru Sig- urlaug, Anna, Sigmundur, Haukur, Margét, Sigríður, Jón, Sigurður og Páll, sem öll eru látin. Sigurbjörn kvæntist Guðrúnu Helgu Sigurbjörnsdóttur, f. 6.10. 1917, d. 30.12. 1997 og eignuðust þau eina dóttur, Hafdísi, f. 24.7. 1953. Dætur hennar og Hjartar O. Aðalsteinssonar, f. 27.2. 1952 (þau skildu), eru 1): Guðrún Svava, f. 22.11. 1972, gift Hauki Ófeigssyni, f. 30.3. 1973. Börn þeirra eru Ey- þór Daði, f. 4.9. 1997, Atli Fannar, f. 6.3.2001, og Hafdís Anna, f. 28.12. 2006. 2) Hjördís Anna, f. 2.11. 1978, unnusti Simon Foster, f. 21.6. 1979. Sambýlis- maður Hafdísar er Kristján Tómasson, f. 7.12. 1949. Börn Guðrúnar Helgu og fyrri manns hennar Garðars M. Páls- sonar, f. 10.8. 1903, d. 13.8. 1982, eru: 1) Sigurpáll, f. 5.11. 1934, dóttir hans er Margrét, f. 10.2. 1967. 2) Grétar, f. 5.7. 1936, d. 4.10. 1999, kvæntur Krist- ínu Huldu Eyfelds, f. 29.1. 1936, d. 23.12. 1998. 3) Lilja, f. 19.4. 1942, d. 19.7. 1942. 4) Haf- steinn, f. 4.12. 1944, kvæntur Hildi J. Pálsdóttur, f. 7.6. 1947. Börn þeirra eru: a) Guðrún Bryndís, f. 4.2. 1969, gift Einari Brynjólfssyni, f. 5.8. 1966, dætur þeirra eru Hild- ur Karen, f. 29.4. 1990, Hjördís Ósk, f. 21.2. 1994, og Vigdís Helga, f. 30.6. 2002. b) Lilja Sigrún, f. 1.5. 1974, sambýlismaður Ingvar Inga- son, f. 21. 12. 1970, sonur þeirra er Daði Steinn, f. 10.11. 2006. c) Haf- steinn Garðar, f. 12.5. 1975, sam- býliskona hans er Stella Sverr- isdóttir, f. 16.7. 1980 Börn þeirra eru Gabríel Ómar, f. 4.1. 2000, Stef- án Máni, f. 18.1. 2005, og Sesselja, f. 6.8. 2007. Hafsteinn fluttist með móður sinni til Sigurbjörns 1952 og ólst upp hjá honum frá þeim tíma. Sigurbjörn og Guðrún bjuggu síð- ast á Vitastíg 12 í Reykavík. Sigurbjörn stundaði sjómennsku og önnur störf á sínum yngri árum á Sauðárkróki í tíu ár og flutti síð- an til Reykjavíkur árið 1945. Árið 1946 réð Sigurbjörn sig til starfa hjá Sláturfélagi Suðurlands, fyrst við afgreiðslu og slátrun, síðan sem verkstjóri. Vann hann samfleytt hjá Sláturfélaginu í 43 ár. Sigurbjörn verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar. Þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér, ljóma í sálu minni. (Gísli frá Uppsölum.) Hvíl í friði. Hafdís og Hafsteinn. Sigurbjörn Sigurpálsson, tengda- faðir minn, andaðist á hjúkrunar- heimilinu Eir 18. marz sl. 91 árs að aldri. Eiginkona hans var Guðrún Sigurbjörnsdóttir, en hún lést fyrir röskum 10 árum, 30. desember 1997. Sigurbjörn annaðist hana af stakri natni fyrir andlát hennar. Sigurbjörn greindist með Park- insonsveiki árið 1997 og var hann orðinn harla máttfarinn undir það síðasta. Hann bjó áður á Vitastíg 12, þangað til hann fluttist á hjúkr- unarheimilið Eir sumarið 2003 og í einstaklingsherbergi í janúar 2004. Hafsteinn Garðarsson (fóstur- sonur hans) heimsótti hann á Eir nánast daglega, einnig kom Ólafur Þór Friðriksson oft og hvarf þá sælgætið fljótt, og enn hraðar þeg- ar við vorum allir mættir. Ég kynntist Hafdísi, dóttur Sig- urbjarnar, veturinn 1996. Sigur- björn fór með okkur til Spánar sumarið 2000 og hafði gaman af, hélt til allan daginn í sólskálanum, þar sem hitinn gat farið upp í 40 gráður og lét hann sér það vel lynda! Við Sigurbjörn urðum góðir vin- ir, ekki síst vegna sameiginlegs áhuga okkar á íþróttum. Hann var mikill íþróttaunnandi og var sér- staklega áhugasamur um fótbolta, og hélt með ÍA og Liverpool, mér til mikillar armæðu! Það breytti þó engu um það, að ég horfði með honum á fjölmarga leiki í sjónvarp- inu, vikulega hið minnsta. Annars heimsótti ég hann oft í viku og þá ræddum við um heima og geima, ekki síst þjóðfélagsmál. Sjaldan kom maður að tómum kof- anum hjá Sigurbirni enda fylgdist hann einstaklega vel með, að því marki sem veikindin leyfðu. En aldrei heyrði maður hann kvarta undan veikindum sínum, þótt oft væri fyllsta ástæða til. Er hann fór í einstaklingsher- bergið á Eir, þá fékk hann sér að sjálfsögðu ADSL-tengingu og gerð- ist áskrifandi að enska fótboltan- um, örugglega sá eini á Eir. Sigurbjörn Sigurpálsson dó saddur lífdaga. Parkinsonsveikin var farinn að gera honum lífið erf- itt. Við sem umgengumst hann undir lokin fundum að hann var orðinn þreyttur og að farið væri að styttast í kveðjustundina. Hafði hann þá stundum á orði, að nú væri nóg komið. Ég kveð góðan mann, sem ég þekkti í rösk 10 ár. Ég er þakk- látur fyrir þær stundir sem við átt- um saman og er betri maður fyrir vikið. Sigurbjörn, farðu á Guðs vegum. Ég og Hafdís viljum færa sér- stakar þakkir til umhyggjusamra starfsmanna á Eir. Kristján Tómasson. Þegar ástvinur kveður eru það minningarnar um hann sem leita á hugann. Minningar mínar um afa Bubba, eins og hann var ætíð kall- aður, eru margar. Fyrstu æviár mín bjó ég ásamt foreldrum mínum hjá afa og ömmu í Fellsmúlanum og því voru samverustundir mínar með afa og ömmu ófáar. Eftir að afi og amma fluttu á Vitastíginn átti ég alltaf griðarstað í bæjarferðum. Sem unglingur vann ég nokkur sumur í grennd við miðbæinn og labbaði í hverju há- Sigurbjörn Sigurpálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.