Morgunblaðið - 03.04.2008, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Afsláttur af málningarvörum
20%
Sætúni 4 Sími 517 1500
Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.
Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
N1 lækkaði verð á olíu- og bensín-
lítranum um 25 krónur í gærmorgun
frá fullu þjónustuverði og gilti lækk-
unin einungis í gær. Verðið á lítr-
anum á bensíni var 129,40 kr. og á
olílítranum 138,40 kr. Mörg önnur
olíufélög fylgdu í kjölfarið og lækk-
uðu einnig verðið niður í það sama
og verðið var hjá N1. Skapaðist ör-
tröð víða á bensínstöðvum og sagði
Guðjón Auðunsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækjasviðs N1 að salan
hefði margfaldast í gær frá því sem
væri á venjulegum degi. Þeir hefðu
gert ráð fyrir þreföldun, en ljóst
væri að salan hefði verið mun meiri
en það.
Vildu koma inn í umræðuna
„Við vildum koma inn í umræðuna
um eldsneytisverð á Íslandi með af-
gerandi hætti,“ sagði Guðjón að-
spurður um ástæður þess að þeir
hefðu ákveðið þessa lækkun.
Hann sagði að ástæðurnar fyrir
hækkun eldsneytisverðs hér á landi
að undanförnu væru gífurlegar
hækkanir á heimsmarkaðsverði og
lækkun á gengi Bandaríkjadals.
„Það er þetta sem er að búa til him-
inhátt eldsneytisverð á Íslandi í dag
og ekkert annað. Mjög lítill hluti af
verðmyndun eldsneytis verður til á
Íslandi hvort sem horft er til ríkisins
eða olíufélagana og við erum með
þessu hreinlega að draga athyglina
að þessari staðreynd og kostum
þessu til,“ sagði Guðjón ennfremur.
Hann bætti því við að þeir væru
mjög ánægðir með daginn, því þeir
hefðu bæði náð athygli viðskiptavina
og fjölmiðla. Síðan væri það því mið-
ur bara aftur gamla verðið í dag.
„Ég vildi að við gætum haldið þessu
áfram, en þá yrðum við ekki í rekstri
mjög lengi,“ sagði Guðjón ennfrem-
ur og bætti við að strax og heims-
markaðsverðið lækkaði eða dalurinn
styrktist myndi fólk sjá þess stað í
lækkun eldsneytisverðsins. „Það er
staðreynd að það er engin vara með
jafn-gegnsæja verðlagningu og elds-
neyti. Það getur hver sem er sem
kann að fara inn á netið fylgst með
heimsmarkaðsverði á eldsneyti á al-
þjóðamörkuðum og það getur nátt-
úrlega hver sem er fylgst með gengi
dollars.“
Lækkuðu lítr-
ann um 25 kr.
Morgunblaðið/Ómar
Lækkun enn í gildi víða seint í gærkvöldi
Í HNOTSKURN
»Lækkun á eldsneytisverði um25 kr. var enn í gildi hjá
nokkrum olíufélögum kl. 22 í
gærkveldi ef marka má heima-
síður félaganna,
»Það gilti til dæmis umOrkuna og ÓB þar sem verð-
ið var rúmar 129 kr. bensínið og
138 kr. olían. Verðið hjá Olís var
það sama en verðið hjá Egó var
hins vegar tæpum 20 kr.
hærra,148 kr. tæpar og 156 kr.
fyrir olíuna. Upplýsingar um
eldsneytisverð voru ekki á
heimasíðu N1.
Örtröð Langar biðraðir mynduðust við bensínstöðvarnar í gær.
VALDIMAR
Ólafsson, fyrrver-
andi flugumferðar-
stjóri, lést miðviku-
daginn 2. apríl, á
82. aldursári. Valdi-
mar fæddist 13.
ágúst 1926 í
Reykjavík. For-
eldrar hans voru
Ólafur B. Hjálm-
arsson og Ragn-
heiður Guðmunds-
dóttir.
Valdimar lauk
loftskeytaprófi árið
1946 og flugum-
ferðarstjóraprófi
ári síðar. Hann fór þá í framhalds-
nám til Bandaríkjanna og Eng-
lands.
Valdimar starfaði sem loft-
skeytamaður hjá flugumferðar-
stjórn árin 1946-1947, flugum-
ferðarstjóri frá 1947, varðstjóri í
flugturni, aðflugsstjórn og flug-
stjórnarmiðstöð
1951. Hann starfaði
sem aðstoðaryfir-
flugumferðarstjóri
frá 1962 og yfirflug-
umferðarstjóri frá
1971. Hann hætti
störfum í ársbyrjun
1991.
Valdimar var fyrsti
formaður Félags ís-
lenskra flugumferð-
arstjóra, gegndi stöð-
unni frá 1955-1966.
Árið 1985 var hann
kjörinn heiðursfélagi
Félags íslenskra
flugumferðarstjóra.
Valdimar sinnti einnig alls kyns
nefnda- og trúnaðarstörfum.
Hann var m.a. í sóknarnefnd
Fella- og Hólakirkju í fjölda ára,
auk þess að vera félagi í Rótarý og
Oddfellow.
Valdimar lætur eftir sig eigin-
konu og tólf uppkomin börn.
Andlát
Valdimar Ólafsson
Valdimar Ólafsson
„VIÐ fögnum þessu og erum mjög
ánægð með að loksins skuli vera
komin tímasetning á þetta,“ sagði
Grétar Jónasson, framkvæmda-
stjóri Félags fasteignasala, um
nýtt frumvarp sem varðar niður-
fellingu stimpilgjalda af fyrstu
íbúð.
Grétar sagði að fasteignasalar
hefðu viljað sjá þetta gerast fyrr.
Hann sagði einnig að menn ótt-
uðust að ákvæði frumvarpsins um
að lögin taki gildi 1. júlí næstkom-
andi mundimynda ákveðna stíflu
þangað til á fasteignamarkaði. Með
því væri óbeint verið að ýta undir
að fólk biði með fasteignakaup
þangað til. Hættan væri sú að þá
mundi stíflan bresta og margir
kaupendur koma inn á markaðinn.
Snögg aukning eftirspurnar á fast-
Óttast stíflu á fasteigna-
markaði fram til 1. júlí
eignamarkaði gæti leitt til hækk-
unar fasteignaverðs. Afnám stimp-
ilgjalda skiptir fólk miklu og
nefndi Grétar til dæmis að fólk
sem tekur 25 milljóna króna lán
mundi spara sér tæpar 400 þúsund
krónur. Hann telur að ríkisstjórnin
hefði átt að ganga lengra.
„Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar-
innar segir að fella eigi stimpil-
gjöldin niður á þessu kjörtímabili.
Það er ljóst að það munu koma upp
vandamál við að skilgreina hvað sé
fyrsta eign og ýmis túlkunarvanda-
mál. Auðvitað hefði verið langfar-
sælast að stíga skrefið til fulls og
fella stimpilgjöldin alfarið niður,“
sagði Grétar.
Gjöld upp á 500 milljónir
Stimpilgjöld vegna fyrstu kaupa
á húsnæði árið 2007 eru lauslega
áætluð af Fjársýslu ríkisins vera
um 600 milljónir króna. Umsvif á
fasteignamarkaði hafa dregist
verulega saman á undanförnum
mánuðum. Því er áætlað að stimp-
ilgjald á skuldabréf og trygginga-
bréf vegna kaupa á fyrstu íbúð
sem fellt verður niður geti numið
um 500 milljónum við eðlilegar
markaðsaðstæður.
Þetta kemur fram í umsögn fjár-
lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis-
ins sem fylgir með frumvarpi um
breytingu á lögum um stimpil-
gjald.
Þar kemur einnig fram að tekjur
ríkissjóðs af stimpilgjaldi hafi ver-
ið óvenju miklar á undanförnum
árum, einkum vegna mikilla um-
svifa á fasteignamarkaði. Mest var
innheimt árið 2005 þegar tekjur
ríkissjóðs af stimpilgjaldi voru lið-
lega níu milljarðar króna. Sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Fjár-
sýslu ríkisins nam innheimta á
stimpilgjaldi 6,2 milljörðum í fyrra.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
LANGDRÆGT 3G-farsímakerfi mun
leysa NMT-farsímakerfi Símans af hólmi
og mun það þjóna landsbyggðinni og mið-
unum í kringum landið, að því er fram
kemur í upplýsingum frá Símanum. Þjón-
ustan verður í boði í sumar.
Fram kemur að kerfið auki langdrægi
senda margfalt frá því sem áður var og
henti því vel til uppbyggingar í dreifbýli.
3G-kerfið hefur miklu fjölbreyttari
notkunarmöguleika en NMT-kerfið. Nýja
kerfið gerir til að mynda fólki hvar sem
er á landinu kleift að tengjast inn á há-
hraða gagnaflutninganet með síma eða
tölvu, óháð staðsetningu.
Hraðinn eins og í ADSL
Þá kemur fram að hraði gagnaflutn-
ingsins sé sambærilegur því sem gerist
með ADSL-tengingum sem geri það að
verkum að auðvelt sé að horfa á sjónvarp
í símanum eða hlaða niður netsíðum.
Síminn sé meðal fyrstu fyrirtækja í heim-
inum til að taka upp kerfið, en það hafi
m.a. verið tekið upp í Ástralíu og Finn-
landi.
3G tekur
við af NMT
VÍSINDAMENN hjá Íslenskri
erfðagreiningu hafa ásamt sam-
starfsaðilum sínum fundið tengsl
milli breytileika í erfðavísi í mönnum
og líkum á því að ánetjast nikótíni,
en frá þessu er skýrt í tímaritinu
Nature í gær.
„Um helmingur þeirra sem teljast
af evrópskum uppruna hefur í sér
þennan breytileika í a.m.k. einu ein-
taki og er áætlað að um 18% lungna-
krabbameinstilfella og 10% útæða-
sjúkdómstilfella megi rekja til hans.
Þessi erfðabreytileiki er þar með
hugsanlega stærsti áhættuþáttur
þessara sjúkdóma sem vitað er um.
Vegna þeirra áhrifa sem breytileik-
inn hefur á reykingavenjur þeirra
sem hafa hann í sér fylgir honum um
30% aukning á líkum á því að fá
lungnakrabbamein og 20% aukning
á líkum á því að fá útæðasjúkdóm
(PAD), algenga þrengingu æða í fót-
um,“ segir í frétt frá fyrirtækinu.
50.000 spurðir
Rannsóknin hófst á því að lagður
var spurningalisti fyrir 50 þúsund Ís-
lendinga þar sem spurt var um reyk-
ingavenjur. 300 þús. erfðabreytileik-
ar voru svo skoðaðir og reyndist
umræddur breytileiki algengari hjá
stórreykingamönnum en öðrum
reykingamönnum og þátttakendum
almennt. Breytileikinn var í kjölfarið
skoðaður hjá 32.000 sjúklingum og
viðmiðunarhópum á Íslandi, Nýja-
Sjálandi, í Austurríki, Svíþjóð, Ítalíu,
Hollandi og á Spáni þar sem niður-
stöðurnar voru staðfestar.
Erfðir hafa áhrif
á nikótínfíkn
30% aukning á líkum á lungnakrabbameini
Morgunblaðið/Golli
STJÓRN AFLS Starfsgreinafélags
telur að nýgerðum kjarasamningum
sé stefnt í hættu með verðhækkun-
um sem dynji á landsmönnum og
áskilur sér rétt til aðgerða. „Verði
ekki gripið tafarlaust til aðgerða til
verndar kaupmætti launafólks áskil-
ur félagið sér rétt til þeirra aðgerða
sem nauðsynleg kunna að teljast til
að verja árangur kjarasamninga.
Ennfremur áréttar félagið að ekki er
tímabært að ganga frá kjarasamn-
ingum fyrir aðra starfshópa en þeg-
ar er samið fyrir,“ segir í ályktun
stjórnarinnar.
Þá lýsti stjórnin yfir stuðningi við
bílstjóra sem mótmælt hafa verð-
hækkunum á eldsneyti og álögum á
bifreiðar síðustu daga en harmaði að
ástandið í þjóðfélaginu væri orðið
þannig að launafólk teldi sig knúið til
að efna til mótmæla á götum úti,
nokkrum vikum eftir að gengið var
frá kjarasamningi.
„AFL Starfsgreinafélag hvetur
önnur verkalýðsfélög er gengu frá
kjarasamningum í febrúar til að und-
irbúa aðgerðir til að knýja á um að
þær kjarabætur sem samið var um
haldi,“ ályktaði stjórnin einnig.
Áskilur
sér rétt til
aðgerða