Morgunblaðið - 03.04.2008, Qupperneq 8
RANNSÓKN lögreglunnar á hvarfi
fjölda sýna í eigu Náttúru-
fræðistofnunar Íslands árið 2006
leiddi ekki í ljós neitt sem talið var
„sýna fram á refsiverða háttsemi,
óháð því hvort bótaskylda hafi stof-
nast“, að sögn lögreglu höfuðborg-
arsvæðisins. Morgunblaðið óskaði
eftir nánari skýringum á því að
rannsókninni var hætt, eins og
fram kom í frétt blaðsins sl. þriðju-
dag.
Í svari lögregluembættisins kem-
ur fram að Náttúrufræðistofnun
hafi verið send tilkynning um af-
greiðslu málsins, en stofnunin ósk-
aði eftir opinberri rannsókn á
hvarfi sýnanna haustið 2006. Varð-
andi það að engar skýringar af
hálfu lögreglunnar komu fram í til-
kynningunni til Náttúrufræðistofn-
unar um lok rannsóknarinnar segir
að þegar slík bréf séu send út án
rökstuðnings geti sá sem á hags-
muna að gæta óskað rökstuðnings
fyrir ákvörðuninni innan 14 daga.
Ekki liggi fyrir að Náttúru-
fræðistofnun hafi óskað slíks rök-
stuðnings en fram kemur að stofn-
unin geti óskað eftir að sjá gögn
málsins og hún geti einnig óskað
eftir því, með skriflegri, rökstuddri
beiðni, að fá afrit af gögnum máls-
ins.
Engar vísbend-
ingar um refsi-
verða háttsemi
8 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRAMKVÆMDA- og eignasvið
Reykjavíkurborgar (FER) flytur
starfsemi sína dagana 2. til 4. apríl
yfir götuna í nýtt húsnæði við
Höfðatorg, nánar tiltekið við Borg-
artún 10-12, en þar verður til húsa
margvísleg starfsemi á vegum
borgarinnar. Þjónustuver fram-
kvæmda- og eignasviðs verður
fyrst um sinn áfram á gamla staðn-
um. Meðan starfsfólk er að koma
sér fyrir má búast við að tafsamt
geti orðið að ná símasambandi.
Flutt yfir göt-
una í Höfðatorg
Flutningar Fyrsta starfsfólkið flutti
í gærmorgun ásamt hafurtaski.
FYRSTA veiði-
keppni ársins í
Reynisvatni
verður laug-
ardaginn 5. apr-
íl nk. Sá veiði-
maður sem
landar fyrsta
fiski tímabilsins
fær flugu-
veiðistöng í verðlaun. Veiði-
keppni verður svo haldin hvern
laugardag á yfirstandandi veiði-
tímabili. Þátttakendur verða að
hafa veiðileyfi.
Eins og þeir þekkja sem hafa
rennt fyrir fisk í Reynisvatni er
veiðin góð og má þar fá regn-
bogasilung frá tveggja punda og
upp í 15 punda fiska. Auk þess
eru nokkrir laxar í vatninu. Nán-
ar á www.reynisvatn.is.
Veiðikeppni í
Reynisvatni
STUTT
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing frá Íslenskum
aðalverktökum, ÍAV.
„ ÍAV harmar val Morgunblaðsins
á fyrirsögn með frétt á forsíðu blaðs-
ins í morgun um starfsemi félagsins
og vill að það komi skýrt fram að sú
framsetning er alfarið á ábyrgð
Morgunblaðsins, en mat stjórnenda
ÍAV er hinsvegar að sjaldan eða aldr-
ei hafi verið jafnlífvænlegt á Austur-
landi.
Á undanförnum árum hefur ÍAV
tekið þátt í veigamikilli uppbyggingu
á Austurlandi. Félagið hefur komið að
nokkrum verkefnum í tengslum við
byggingu Kárahnjúkavirkjunar og
byggingu álvers í Reyðarfirði, einnig
stækkun Lagarfossvirkjunar, bygg-
ingu snjóflóðavarnargarða fyrir ofan
Seyðisfjörð, byggingu frystigeymslna
á Norðfirði og Hornafirði, byggingu
verslunarhúsnæðis á Reyðarfirði og
Egilsstöðum, byggingu sundlaugar í
Eskifirði, leikskóla á Egilsstöðum
auk byggingar íbúða á Egilsstöðum
og Reyðarfirði. Í dag vinnur félagið
að byggingu vélsmiðju á Reyðarfirði
og byggingu íbúðarblokkar á Reyð-
arfirði auk þess sem verið er að leggja
lokahönd á þær íbúðarbyggingar sem
félagið hefur byggt fyrir eigin reikn-
ing. ÍAV á í dag 13 íbúðum óráðstafað
á Austurlandi.
Stórt verktakafélag eins og ÍAV
nær ekki hagkvæmni í staðbundnum
rekstri sínum nema félagið nái að
tryggja sér stór verkefni á hverjum
stað sem akkeri fyrir starfsemi sína.
Meðan slík verkefni eru í gangi getur
reynst hagkvæmt að styðja við starf-
semina með smærri tengdum verk-
efnum svo sem íbúðarbyggingum og
ná með því betri nýtingu á mannskap
og búnaði.
Það er mat stjórnenda ÍAV á þess-
ari stundu að þegar þeim verkefnum
sem nú eru í gangi lýkur muni félagið
vanta verkefni af nægjanlegri stærð
til þess að hagkvæmt geti talist fyrir
félagið að halda úti sérstakri starfs-
stöð á Austurlandi. Í ljósi þess hefur
félagið gripið til þess ráðs að segja
upp þremur starfsmönnum sem unn-
ið hafa á starfsstöð félagsins þar. Aðr-
ir starfsmenn sem hafa fasta búsetu á
Austurlandi utan einn hafa þegar tek-
ið að sér ný störf á svæðinu samhliða
því sem þeir taka þátt í að ljúka þeim
verkefnum sem félagið vinnur nú að á
Austurlandi. Veruleg áframhaldandi
tækifæri eru í verklegum fram-
kvæmdum á Austurlandi, margt er
ógert sem var frestað meðan á stór-
iðjuuppbyggingu stóð auk þess sem
eftir er að byggja upp margvíslega
stoðstarfsemi við stóriðjuna í Reyð-
arfirði. ÍAV starfar á öllu landinu og
mun að sjálfsögðu sækjast áfram eftir
verkefnum fyrir starfsmenn sína þar
sem þau bjóðast enda séu verkefnin af
þeirri stærðargráðu að nauðsynlegri
rekstrarhagkvæmni verði náð. ÍAV
mun því hér eftir sem hingað til taka
þátt í útboðum á vænlegum verkefn-
um sem bjóðast ekki síður á Austur-
landi en á öðrum stöðum á landinu,“
segir í tilkynningu ÍAV.
Undir yfirlýsinguna ritar Gunnar
Sverrisson forstjóri.
ÍAV harma val á fyrirsögn
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„ÉG FÆ hvorki séð að ég hafi brotið lög né hefur
mig skort þau leyfi sem á þarf að halda í svona
rannsókn,“ segir Stefán Hjörleifsson, læknir og
heimspekingur, um doktors-
rannsókn sína á íslenskum
erfðavísindum, sem fjallað var
um í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, hef-
ur gagnrýnt rannsókn Stefáns.
Kári sagði í Morgunblaðinu á
þriðjudag að rannsókn á við-
horfum starfsmanna ÍE og
þátttakenda í rannsóknum á vegum fyrirtækisins
hefði Stefán framkvæmt án þess að hafa leyfi Vís-
indasiðanefndar, án þess að hafa leyfi Persónu-
verndar og án þess að leggja fyrir fólk upplýst
samþykki
„Það er rétt sem fram kemur í Morgunblaðinu í
dag [gær] að ég framkvæmdi rannsókn þar sem ég
tók viðtal við nokkra þátttakendur í rannsóknum
Íslenskrar erfðagreiningar. Það var með sam-
þykki forstjóra fyrirtækisins, í samvinnu við Þjón-
ustumiðstöð rannsóknarverkefna og með tilskildu
leyfi frá Vísindasiðanefnd,“ segir Stefán.
Hafði samband við Persónuvernd
Fram kom í Morgunblaðinu í gær að sótt var um
leyfi til Vísindasiðanefndar vegna þess hluta rann-
sóknarinnar sem sneri að þátttakendum í rann-
sóknum ÍE. Þar var jafnframt sagt að rannsóknin
hefði ekki komið á borð Persónuverndar, en Stef-
án segir þetta rangt. Hann hafi haft samband við
Persónuvernd áður en þátttakendur í rannsóknum
ÍE voru teknir inn í rannsóknina. „Ég leitaði álits
Persónuverndar og fékk þau svör, eftir að hafa
lýst eðli rannsóknarinnar, að ekki þyrfti að sækja
um leyfi vegna hennar til Persónuverndar,“ segir
Stefán.
Ræddi ítrekað við Kára
Hann segir að í þeirri rannsókn þar sem hann
hafi tekið viðtöl við starfsmenn ÍE og forstjóra,
hafi hvorki verið leitað til Persónuverndar né
Vísindasiðanefndar. „Sú rannsókn heyrir ekki
undir þau lög sem þessir aðilar starfa eftir. Það er
ekki lagaleg krafa og ekki hefð fyrir því að leitað sé
til þessara aðila varðandi rannsókn af því tagi sem
ég framkvæmdi þegar ég tók viðtöl innan ÍE.“
Rannsóknin hafi verið gerð með samþykki Kára
Stefánssonar. „Ég ræddi það ítrekað við hann og
fékk aldrei neinar mótbárur og ekki annað en fyr-
irgreiðslu frá honum. Ég tók líka viðtöl við hann
sem hluta af þessari sömu rannsókn. Í fyrirspurn
til fyrirtækisins, í samráði við forstjóra og í upp-
hafi viðtalanna, kom skýrt fram að um væri að
ræða vísindarannsókn, hver tilgangur rannsókn-
arinnar væri og að niðurstöðurnar yrðu birtar í
vísindagreinum og á opinberum vettvangi. Mönn-
um var gert það fullkomlega ljóst, við því hreyfði
enginn mótbárum og menn tóku þátt í þessu af
fúsum og frjálsum vilja. Mér var satt best að segja
mjög vel tekið,“ segir Stefán.
„Fæ hvorki séð að ég hafi
brotið lög né skort leyfi“
Stefán Hjörleifsson
Í HNOTSKURN
» Rannsókn þar sem tekin voru viðtöl viðstarfsmenn ÍE og forstjóra heyri ekki und-
ir Persónuvernd né Vísindasiðanefnd.
» Skýrt kom fram að um væri að ræða vís-indarannsókn, hver tilgangur rannsókn-
arinnar væri og að niðurstöðurnar yrðu birtar
í vísindagreinum og á opinberum vettvangi.
♦♦♦