Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 11
DÚFUR halda til við Iðnó og Ráð-
hús Reykjavíkur og njóta góðs af
molunum sem verða afgangs af
andabrauðinu. Jóhann Óli Hilm-
arsson, sem fylgst hefur með
fuglalífi við Tjörnina um árabil,
segir að á þessum slóðum séu að
jafnaði 20-40 dúfur. Þær sitja
gjarnan á brík framan á Iðnó og
fylgjast vökulum augum með þeim
sem koma færandi hendi á tjarn-
arbakkann. Annar dúfnahópur
heldur sig í kringum korngeymsl-
urnar í Sundahöfn. Eins munu dúf-
ur hafa komið í húsdýragarðinn í
Laugardal og fengið sér þar í
gogginn.
Austur á landi verpa bjargdúfur
en þær munu vera náskyldar húsa-
dúfunum í höfuðborginni. Jóhann
Óli sagði að bjargdúfurnar yrpu
m.a. á Norðfirði, Mjóafirði, Eski-
firði, Reyðarfirði og Berufirði. Þá
munu villtar dúfur verpa á Síðunni.
Dúfum hefur fækkað mikið í
miðborginni frá árum áður og eins
mun það orðið sjaldgæft að krakk-
ar reisi dúfnakofa og haldi þar dúf-
ur sér til ánægju. Bréfdúfna-
samband Íslands er þó í fullu fjöri
en það er félag áhugamanna um
bréfdúfnaflug (www.brefdufur.is).
Eigendur bréfdúfna þjálfa þær til
flugs og keppni sem felst í því að
dúfunum er sleppt fjarri heimili
sínu og síðan fljúga þær heim.Morgunblaðið/Ómar
Vakað yfir molunum
FAROE Ship, dótturfélag Eimskips
í Færeyjum, hefur tekið í notkun
nýjan hafnarkrana. Tilkoma nýja
kranans er hluti af nýju og end-
urbættu siglingakerfi sem tekið var
í notkun um síðustu áramót og styð-
ur vel við vaxandi starfsemi félags-
ins á svæðinu.
Krananum hefur verið gefið
nafnið Greppur, sem þýðir risinn.
Greppur vegur um 415 tonn, er
um 35 metra hár og sá stærsti í
Færeyjum. Þá hefur hann mjög
breitt vinnslusvið sem nýtist vel í
vinnu við losun og lestun gáma-
skipa. Kraninn er búinn öllum
helstu þægindum og nýjungum, t.d
myndavél í bómu og loftkælingu,
segir í tilkynningu.
Þar kemur einnig fram að fyr-
irtækið er meðal stærstu atvinnu-
rekenda í Færeyjum, með um 170
manns í vinnu.
Greppur
vegur um
415 tonn
XXII. landsþing Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga verður haldið
á Hilton Reykjavík Nordica hóteli,
Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík á
morgun, föstudaginn 4. apríl. Þingið
verður sett kl. 9 og er gert ráð fyrir
að því ljúki kl. 15.
Aðalumræðuefni landsþingsins er
staðan í viðræðum um breytingar á
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga og drög að stefnu og aðgerð-
aráætlun sambandsins 2008-2010.
Þingið hefst með ræðu formanns
sambandsins, Halldórs Halldórs-
sonar, og síðan mun Kristján L.
Möller, ráðherra sveitarstjórnar-
mála, ávarpa þingið.
Verkaskipt-
ing rædd á
landsþingi
· við veitum faglega ráðgjöf við val á víni með mat
· við aðstoðum við að ákvarða magn fyrir veisluhöld
· við erum reglulega til aðstoðar í vínbúðinni þinni
· við skrifum fróðleik um vín á vinbud.is
· við höfum alþjóðlega gráðu frá vínskólanum WSET í London
vinbud.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
0
4
0
1