Morgunblaðið - 03.04.2008, Qupperneq 19
eyðilögðu hana í stríðinu. Gömlu fal-
legu byggingarnar í gamla bænum
og hallir, kirkjur og aðrar stórbygg-
ingar við konunglegu leiðina (Trakt
Królewski) eru því í raun ekki
„gamlar“ byggingar, heldur end-
urreistar nákvæmlega eins útlítandi
og þær sem fyrir voru.
Garðar, tónlist og kaffinudd
Heilmikla náttúru er að finna í
Varsjá, enda eru 21% af borginni
græn svæði. Auk þess rennur áin
Vistula í gegnum hana (og landið
allt) og eru bakkar hennar grónir og
fagrir. Fjölda garða er að finna
borginni en stærstur þeirra og vin-
sælastur er Ùazienki garðurinn.
Þetta er konunglegur hallargarður
þar sem fólk safnast saman, fær sér
göngutúr eða sest niður og nýtur
náttúrunnar. Hann er einkar fagur
með gömlum byggingum, páfuglum,
íkornum og gróðri. Þar eru tónleikar
haldnir undir berum himni yfir sum-
artímann, öllum opnir, sem og úti-
leiksýningar og notaleg kaffihús.
Tónlistarlíf er í miklum blóma í
Varsjá, hvort sem tónlistin er klass-
ík, djass eða hipp hopp. Af nægu er
að taka en nefna skal Tygmont
djassbarinn við götu sem heitir
Mazowiecka, en þar er spiluð lifandi
djasstónlist á hverju kvöldi. Að lok-
um eru allir hvattir til að skella sér í
níutíu mínútna kaffinudd á stofu í
miðbænum sem kennd er við Svíþjóð
og heitir Ce-Ce. Algjör himnasæla.
khk@mbl.is
www.warsawtour.pl
www.warsawinsider.pl
www.1944.pl
www.salon.cece.pl
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 19
fagnar því almennt þeg-
ar menn rísa upp og
mótmæla. Verandi svo
fúll á móti sem hann er,
áskilur Víkverji sér þó
allan rétt til að mót-
mæla mótmælum. Og
það ætlar hann að gera
hér og nú. Nefnilega að
mótmæla mótmælum
atvinnubílstjóra vegna
of hás eldsneytisverðs,
sem hafa sett svip sinn á
samfélagið undanfarna
daga.
Víkverja finnst að
bensín og olía eigi að kosta peninga
enda eru blóðug stríð háð um heim
allan vegna „svarta gullsins“. Þar að
auki verður hjólagarpurinn Víkverji
fyrir ómældum óþægindum af meng-
un þegar hann kemur sér milli staða á
eigin orku yfir daginn.
x x x
Víkverji telur jafnframt að eflækka ætti virðisaukaskatt á
einhverjum vörum ætti bensín og olía
varla að fara í forgang. Fremur ætti
að auka hvatningu til notkunar á um-
hverfisvænum orkugjöfum og al-
menningssamgöngum.
Víkverji hefur líka átt dálítið bágt
með að skilja hvers vegna atvinnubíl-
stjórarnir hafa ekki verið handteknir.
Nú hafa þeir mótmælt án tilskilinna
leyfa og með því stofnað almannaheill
í hættu.
x x x
Víkverji getur vel ímyndað sér aðværu þarna á ferðinni friðelsk-
andi grænmetisætur með von um
betri heim eða færri virkjanir væri
búið að handtaka sem flestar þeirra
og senda útlendinga úr landi ef ein-
hverjir væru.
Víkingasveitin hefði eflaust verið í
viðbragðsstöðu við Alþingishúsið í
fyrradag þegar bílstjórarnir þustu
niður að Alþingi og komu skoðunum
sínum á framfæri. Víkverji stendur
fast á þeirri skoðun sinnii að eitt eigi
yfir alla mótmælendur að ganga.
Víkverji er mikillandspyrnumaður í
eðli sínu og þarf yf-
irleitt að vera á móti
öllu. Væri hann aðeins
meiri töffari en hann er,
myndi Víkverji eflaust
hanga í bygg-
ingakrönum út um borg
og bý daglega til að
mótmæla öllu sem hon-
um dettur í hug. En þar
sem hann er óttalegur
smáborgari gerir hann
sjaldnast meira en að
tuða yfir vanda landsins
og heimsins á kaffistofunni.
Andspyrnumaðurinn Víkverji
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Um firði og
fjöll í Fær-
eyjum
Ferðaskrif-
stofan Trex býð-
ur upp á vorferð
til Færeyja dag-
ana 21.-28. maí. Í
ferðinni verður
gengið um gamlar þjóðleiðir milli
byggðarlaga á fjórum af 18 eyjum
Færeyja. Einnig verður gengið upp
á nokkur fjöll eftir því sem veður og
útsýni leyfir. Einungis þarf að bera
dagpoka með nesti og aukafatnaði á
göngunum en gist verður í upp-
búnum rúmum á farfugla- og gisti-
heimilum með morgunverði. Far-
arstjóri er Sigrún Valbergsdóttir
sem er vel kunnug Færeyjum.
Myndakvöld með fjalla-
leiðsögumönnum
Annað mynda-
kvöld Íslenskra
fjallaleiðsögu-
manna verður
haldið í kvöld
fimmtudag kl. 20
í höfuðstöðvum
fyrirtækisins að
Vagnhöfða 7,
Reykjavík. Á
myndakvöldinu
verða kynntar fjórar gönguferðir.
Fyrst kynnir Leifur Örn Svavarsson
gönguferð til Ammassalik á austur-
strönd Grænlands en þangað verður
farið dagana 15.-21. ágúst. Dagný
Indriðadóttir kynnir síðan ferð til
Nepal sem farin verður dagana 18.
október til 10 nóvember. Í lokin mun
svo Hjörleifur Finnsson kynna
göngu um slóðir norrænna manna í
Eystri byggð á vesturströnd Græn-
lands en þangað eru fyrirhugaðar
þrjár vikulangar ferðir í sumar
TREX, Hesthálsi 10,
Sími: 587 6000
Vefslóð: www.trex.is
Netfang: info@trex.is
Vefslóð: www.mountainguides.is
vítt og breitt