Morgunblaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 25 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is VEGNA svars Jórunnar Frí- mannsdóttur við grein minni „Úr- ræðaleysi borgaryfirvalda við neyð heimilislausra útigangsmanna“ í Morgunblaðinu 30. mars sl. vil ég taka eftirfar- andi fram: Jórunn Frí- mannsdóttir seg- ir mig fara op- inberlega með rangfærslur þegar ég greini orðrétt frá samtali sem ég átti við hana 13. mars sl. og birti í grein um úrræðaleysi borgaryfirvalda við neyð heimilislausra útigangs- manna. Með svargrein sinni er greini- legt að hún álítur að það sé henni ekki til framdráttar að hafa sagt það sem ég hafði eftir henni, og viðbrögð hennar sýna að henni fannst hún ekki hafa komið fram sem skyldi. En orð hennar í svar- grein sinni: „Ég ætla ekki að leið- rétta rangfærslurnar sem þar koma fram …“ eru aftur á móti klassískur þoku-texti, til þess gerður að gefa í skyn, þegar hún getur ekki bent á neina rang- færslu. Ráð mitt til Jórunnar Frímanns- dóttur er að hún láti verkin tala ef hún raunverulega vill vinna að úr- bótum á aðbúnaði heimilislausra Reykvíkinga, og sýni þannig vilja sinn í verki, frekar en að reyna að kasta rýrð á mannorð mitt, því að það er ekki vandamálið. Í grein JF kemur fram að 40-60 einstaklingar séu jafnan heim- ilislausir í Reykjavík, en fyrir hendi er þjónusta við 24 ein- staklinga. Þá má áætla að á milli 16 og 36 einstaklingar séu á göt- unni í Reykjavík á hverjum tíma! Er það þá bara eins og hvert ann- að óumflýjanlegt náttúrulögmál, sem borgarfulltrúar Reykvíkinga ráða ekkert við? RÓSA ÓLÖF ÓLAFÍUDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og kennari. Vegna svars Jórunnar Frímannsdóttur Frá Rósu Ólöfu Ólafíudóttur Rósa Ólöf Ólafíudóttir Sími 551 3010 Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2008 NÝTT Á mbl.is               !                   ! " !  # $   %& $&& ' (!    ) * # "! &! " + # ! , #&!        " #  $   $   !"-  . /  ."0                    1  2#& 3. -  &  - . , / !            4%5- 4" "  ! . 6" !          !   76"! 8 9   Orkuver 6 í Svartsengi er 30 MW gufuaflsvirkjun. Gufan er fengin úr þremur háþrýstum þurrgufuholum og er inntaksþrýstingur hverfils 15 bar. Eimsvali og hjálparkerfi eru vatnskæld með hringrásarvatni frá kæliturni um 2.000 l/sek. Byggingar virkjunarinnar eru samtals 5.600 m2. Hönnun virkjunarinnar hófst í janúar 2006, framkvæmdir hófust í maí sama ár og gangsetning orkuversins var í desember 2007. Í tilefni af vígslu Orkuvers 6 í Svartsengi óskum við Hitaveitu Suðurnesja og öllum starfsmönnum fyrirtækisins til hamingju með merkan áfanga. Verkfræðingar og arkitektar Orkuvers 6 í Svartsengi TIL HAMINGJU MEÐ ORKUVER 6 Í SVARTSENGI! USB minnislyklar með rispufríu lógói. Ódýr auglýsing sem lifir lengi. 512 MB, 1 GB, 2 GB, 4 GB og nú líka 8 GB. www.alltmerkt.is sala@alltmerkt.is S: 511 1080 / 861 2510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.