Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 26

Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhannes Sæv-ar Jóhann- esson, fyrrverandi slökkviliðsmaður, pípulagningameist- ari, atvinnurekandi og umsjónarmaður reykköfunarbún- aðar hjá Slökkvi- liði höfuðborg- arsvæðisins, fæddist í Vest- mannaeyjum 15. júlí 1941. Hann lést 20. mars síð- astliðinn. For- eldrar hans eru hjónin Þórunn Alda Björnsdóttir húsmóðir, f. 20. apríl 1915, og Jóhannes Gunnar Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri í Vestmanna- eyjum, f. 20. sept. 1908, d. 27. maí 1973. Systkini Sævars eru Lára Halla, f. 25. okt. 1935, gift Páli Sigurðarsyni, f. 20. ágúst 1934, Birna Valgerður, f. 10. okt. 1937, gift Jóhanni Inga Ein- arssyni, f. 29. febr. 1940, Guð- björg Ásta, f. 8. apríl 1940, gift Adolf Bjarnasyni, f. 7. mars 1935, og Brynjólfur, f. 21. júní 1953, kvæntur Maríu Björgu Fil- hóf hann afleysingastörf hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Hann var fastráðinn af borgarráði 10. febrúar 1971 og varð aðstoð- arvarðstjóri 1. janúar 1975. Hann sinnti formennsku í Brunavarðafélagi Reykjavíkur starfsárin 1979-1982 og sat á sama tíma í stjórn Námsdaga norrænna slökkviliðsmanna. Hann var mjög virkur í öðrum störfum fyrir félagið og á þing- um Landssambands slökkviliðs- manna. Sævar sat í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkur fyrir slökkviliðsmenn. sem vara- maður árin 1974-1980 og að- almaður 1980-1982. Þá var hann í samninganefnd félagsins 1980. Árið 1985 stofnaði hann fyr- irtækið Prófun ehf. Það rak hann ásamt konu sinni meðfram slökkviliðsstörfunum þar til hann lét af störfum hjá slökkvi- liðinu vorið 1990 og snéri sér al- farið að rekstri fyrirtækisins. Haustið 2001 seldi hann rekst- urinn til Slökkvitækjaþjónust- unnar og vann þar til haustsins 2004. Hann starfaði hjá Land- vélum hf. þar til hann hóf aftur störf hjá slökkviliðinu vorið 2005 og starfaði þar við eftirlit á öndunarbúnaði til dauðadags. Hann gekk í Ingólf, stúku nr. 1 í Oddfellow-reglunni árið 1987. Útför Sævars fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ippusdóttur, f. 15. nóv. 1954. Hinn 17. des. 1966 gekk Sævar að eiga Ágústu Guðfinnu Maríu Ágústsdóttur sjúkraliða, f. 7. mars 1936. For- eldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Svava Jóhann- esdóttir, f. 15. des. 1901, d. 5. júní 1978, og Ágúst Ein- arsson Hansen, f. 5. sept. 1898, d. 7. feb.1938. Dætur Sævars og Ágústu eru Svava, framhalds- skólakennari, f. 18. jan. 1964, dóttir hennar Jóhanna María, f. 1992, og Alda Lára, húsmóðir, f. 3. júní 1967, gift Halldóri Klemenzsyni, framkvæmda- stjóra, f. 29. júní 1969, dætur þeirra eru Þórunn Ágústa, f. 1998, Ella, f. 2000, og Anna Lillý, f. 2005. Um tvítugt fór Sævar til Reykjavíkur og nam pípulagnir hjá Sigurði Þorkelssyni. Hann tók sveinspróf 1964 og fékk meistarabréf 1968. Vorið 1969 Elsku pabbi. Það er svo sárt og erf- itt að hugsa til þess að þú sért farinn, aðeins 66 ára. Að setjast niður og reyna að skrifa minningargrein um þig er svo óraunverulegt. Minning- arnar streyma frá því við vorum litlar stelpur og allt fram til dagsins í dag, því þú tókst þátt í öllu okkar lífi, bæði gleði og sorg. Þær minningar geym- um við í hjarta okkar og yljum okkur við. Elsku pabbi, ljóðið sem skrautrit- að var inn í Biblíuna sem Jóhanna María fékk í fermingargjöf gefi okkur öllum styrk og þér líka í nýjum heim- kynnum. Þegar eitthvað fer úrskeiðis eins og stundum gerist, þegar vegurinn sem þú ferð eftir virðist allur upp í móti, þegar afraksturinn er lítill og væntingarnar miklar, þegar þig langar til að brosa en neyðist til að andvarpa, þegar áhyggjurnar verða þrúgandi, þá hvíldu þig en gefstu ekki upp! (Höf. ókunnur.) Við þökkum fyrir að hafa átt þig að. Guð geymi þig. Þínar, Svava og Alda Lára. Það er erfitt að finna réttu orðin á stundu sem þessari. Takk er þó það fyrsta sem kemur upp í hugann. Ég horfi til baka og segi takk. Takk fyrir öll góðu árin. Ég horfi til baka og segi takk. Takk fyrir öll þerruðu tárin. Ég horfi til baka og segi takk. Takk fyrir öll góðu minnin. Ég horfi til baka og segi takk. Takk fyrir öll góðu kynnin. Ég horfi til baka og segi takk. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Nú lít ég til framtíðar og enn segi takk. Takk fyrir allt sem hún ber með sér. Hvíl í friði. Halldór Klemenzson. Elsku bróðir, ó hvað ég sakna þín. Þú varst svo ljúfur og hjálplegur og vildir öllum vel. Lífið lék ekki alltaf við þig Sævar minn. Sem ungur drengur veiktist þú á mjöðm og þurftir að dvelja lang- dvölum á spítala, ekki man ég eftir að hafa heyrt þig kvarta. Við ólumst upp í Vestmannaeyjum, vorum fimm systkinin. Pabbi og mamma byggðu sér hús í túni afa og ömmu. Við vorum samheldin systkini og erum enn. Sem unglingar fórum við Sævar, Birna og ég til Skotlands og er sú ferð eftirminnileg. Þú fluttir ungur til Reykjavíkur, eignaðist yndislega fjölskyldu, góða konu, tvær dætur og fjórar afastelpur sem þú elskaðir og dáðir. Þú varst mikill áhugamaður um rósarækt og hafðir yndi af því að vera í garðinum bæði heima og í bústaðn- um. Þú fórst á námskeið í silfursmíði og eru margir fallegir skartgripir til eftir þig. Sumarbústaðurinn var ykkar sælu- reitur og langþráður dagur rann upp. Á skírdag fóruð þið austur en þar sem þið eruð að koma ykkur fyrir hnígur þú örendur niður. Ég bið Guð að taka þig í arma sína og styrkja okkur öll í sorginni. Þín systir Ásta. Elsku hjartans bróðir minn. Það er svo sárt að þú skulir vera farinn frá okkur, en við geymum þig í hjarta okkar. Ég man svo vel þegar þú varst aðeins fimm ára gamall á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum vegna þess að þú varst veikur í mjöðm og lást á stóru stofunni. Flest- ir þarna voru fullorðnir karlmenn. Þú áttir strax gott með að tala við fólk á öllum aldri. Hjúkrunarkonurnar báru þig á höndum sér, fóru með þig út á svalir þegar sólin skein. Það var til- breyting því þú varst á sjúkrahúsi í rúmt ár í gipsi. Þegar elsta systir okk- ar var fermd, máttir þú fara úr göngugrindinni sem þú varst búinn að vera bundinn við í rúmt ár, en það gekk ekki. Þú gast ekki gengið án hennar. Það tók tíma fyrir þig að æfa þig en þú varst svo duglegur, aðeins 6 ára gamall. Og aldrei kvartaðir þú. Elsku bróðir. Heimili þitt var þér allt. Ágústa þín, Svava, Alda Lára, Halldór og afabörnin Jóhanna María, Þórunn Ágústa, Ella og Anna Lillý. Öll elskuðu þig og virtu enda ekki annað hægt. Þú varst svo mikill heim- ilisfaðir. Það sama má segja hvernig þú hugsaðir alltaf um mömmu okkar, sem nú má sjá á eftir synir sínum, orðin 93 ára gömul. Þú áttir líka þín áhugamál. Allar rósirnar þínar sem þú hafðir öll nöfn á, sumarbústaðurinn í yndislegu langi, einnig allt sem þú varst búinn að gróðursetja. Þú varst einmitt staddur á þessum óskastað þínum þegar líf þitt á þessar jörð endaði. Góður Guð geymi þig og varðveiti elsku bróðir. Sjáumst síðar. Góða nótt. Þín systir Birna Valgerður. Elsku Ágústa, Svava, Jóhanna María, Alda Lára, Halldór, Þórunn Ágústa, Ella, Anna Lillý og mamma. Ég bið algóðan Guð að gefa ykkur styrk til að ganga í gegnum þessa miklu sorg. Guð varðveiti ykkur og blessi. Birna og Ingi. Góður drengur hefur kvatt okkur svo allt of fljótt og allt of snögglega, þvílíkt reiðarslag. Hann Sævar sem var svo stór og sterkur hlekkur í fjöl- skyldukeðjunni, hefur verið tekinn brott. Ég efast ekki um að honum hefur verið ætlað mikið starf en við höfðum líka mikla þörf fyrir hann lengur en við fáum engu ráðið. Ég hitti þennan góða dreng fyrir 32 árum (ótrúlegt), ég man það eins og það hafi gerst í gær þar sem ég var stödd í herbergi kærasta míns (Binna litla bróður hans), sat þar í sófanum í mesta sakleysi þegar hann stormaði inn og kynnti sig með þéttu handtaki sem mér er minnisstætt. En ég var svo yfirþyrmandi feimin að ég þorði ekki að líta á manninn, hef eflaust bara horft á gólfið, í það minnsta man ég mjög vel eftir tíkinni hans, henni Perlu, og litlu stelpunni sem stóð við hlið hans (og er í dag þriggja afas- telpna móðir). En síðan eru liðin mörg ár og ég átti eftir að kynnast þessum mági mínum vel og hef alltaf verið að kynnast því betur og betur hversu stórkostlegur hann var. Það er alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur þessi drengur, það lék allt í höndum hans, að byggja sér hús var leikur einn, halda heimili, þrífa, þvo þvotta, töfra fram matarveislur, út- búa yndisleg jól, skreyta, baka smá- kökur, aðhlynning sjúkra. Allt þetta var leikur einn og þar fyrir utan var hann heilsteyptur og ljúfur einstak- lingur. Það var mér mikill styrkur í haust er leið að geta leitað til mágs míns, þegar uppgötvaðist sami sjúk- dómur hjáeiginmanni mínum og hann sjálfur hafði uppgötvast með fyrir 15 árum síðan og gengið í gegn- um stóra aðgerð þar að lútandi. Nú var sem sagt komið að því að litli bróðir skyldi ganga í gegnum það sama. Það var gott að eiga þig að elsku Sævar og leita ráða og uppörv- unar, sjá hvað þér hafði gengið vel, það var okkur gott haldreipi. Ég átti alltaf eftir að þakka þér nógu vel fyr- ir. Kannski er það best fyrir þann sem kveður að fara snöggt og losna við kvöl, þjáningar og kvíða en fyrir þá sem eftir lifa er það afar sárt. Okkur er ekki tamt að vera svona dagsdag- lega að þakka þeim sem okkur þykir vænt um fyrir að vera bara til og fyrir allt sem þeir hafa fyrir okkur gert, við ætlum bara að gera það þegar réttur tími gefst til en allt í einu er það bara of seint. Elsku Sævar, ég reyni í huga mín- um að senda þér þakkir fyrir það sem þú hefur verið mér og minni fjöl- skyldu og trúi því að við hittumst síð- ar. Ég sakna þín en óska þér alls góðs í nýjum heimkynnum og samgleðst þér, hversu vel mun verða tekið á móti þér. Ég veit að þú munt síðar taka vel á móti okkur. Jóhannes Sævar Jóhannesson ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, GUÐRÚN LILJA HALLDÓRSDÓTTIR íþróttakennari, Barðaströnd 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 4. apríl kl. 15.00. Örn Ármann Sigurðsson, Halldór Ármann Sigurðsson, Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir, Magnús Ármann Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg vinkona okkar, ÞÓRA VIGFÚSDÓTTIR, síðast til heimilis að Gullsmára 11, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 4. apríl kl. 15.00. Sendum starfsfólki í Gullsmára okkar bestu þakkir fyrir umönnunina. Ragnhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TÓMAS TÓMASSON fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Keflavíkur, Langholti 14, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 28. mars. Útför hans verður gerð frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartaheill. Halldís Bergþórsdóttir, Ásgerður Kormáksdóttir, Jón R. Jóhannsson, Jórunn Tómasdóttir, Skúli Thoroddsen, Halla Tómasdóttir, Pálmi B. Einarsson, Bergþóra Tómasdóttir, Stefán Eyjólfsson, Tómas Tómasson, Svala B. Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Ólafsvegi 19, Ólafsfirði, lést á sjúkradeild Hornbrekku, Ólafsfirði, sunnudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta dvalarheimilið Hornbrekku njóta þess. Sigurður Guðmundsson, Birna Friðgeirsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Gunnhildur Guðmundsdóttir, börn og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS KONRÁÐSSON frá Brúsastöðum, Vatnsdal, lést aðfaranótt föstudagsins 28. mars á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útförin verður gerð frá Blönduóskirkju laugar- daginn 5. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður í Undirfellskirkjugarði. Ragnheiður Blöndal, Benedikt Blöndal Lárusson, Svala Runólfsdóttir, Sigurlaug Björg Lárusdóttir, Þórir Haraldsson, Gróa Margrét Lárusdóttir, Sigurður Ólafsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.