Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 27
Hvað gera börn
tvö ein á völtum báti
á straumhörðu fljóti?
Þau halda hvort utan um annað
og berast með straumnum.
(Böðvar Guðmundsson.)
Elsku Gústa, Svava og Jóhanna
María, Alda Lára og fjölskylda,
tengdamamma, Binni minn, systurn-
ar og aðrir aðstandendur. Guð gefi
ykkur styrk til að takast á við sorgina
og að halda áfram að lifa. Elsku Sæv-
ar góða ferð og takk fyrir allt.
Þín mágkona,
María.
Mágur minn – Sævar – er látinn.
Enginn veit hvenær kallið kemur. En
nú kom það skyndilega og óvænt.
Engum gat dottið í hug að þetta yrði
hans síðasta ferð í Unaðshól í sum-
arbústaðinn, þessa glaða og fríska
manns sem ætlaði að njóta páskanna
þar í faðmi fjölskyldunnar. Hann ólst
upp í Vestmanneyjum með dugandi
fjölskyldu, og fór ungur að vinna við
fiskveiðar og skyld störf. Undir tví-
tugt fór hann í nám í pípulögnum hjá
Sigurði Þorkelssyni í Kópavogi og
vann við þau störf í allmörg ár. Á
þeim árum kynntist hann konu sinni
Ágústu Ágústsdóttur sem kom með
sólargeislann Svövu inn í líf þeirra.
Fljótlega stækkaði fjölskyldan og við
bættist Alda Lára. Orkukona sem
kornung var orðin aðstoðarkona
pabba í pípulögnum. Saman hafa þær
dætur þeirra staðið eins og klettur
með foreldrum sínum í gleði og þraut.
Sævar réðst til starfa hjá Slökkviliði
Reykjavíkurborgar. Þau störf eru oft-
ar en ekki upp á líf og dauða, að flytja
sjúka og kafa elda. Eftir að hafa
kynnt sér alþjóðlegar kröfur um köf-
un almennt ákvað hann að gera allt
sem í hans valdi stæði til að tryggja líf
þess fólks sem við það vinnur. Og
stofnaði fyrirtækið Prófun, til eftirlits
og viðhalds á köfunarbúnaði. Mörg-
um þótti hann ganga of langt í við-
haldi þessara tækja og ég undraðist
það líka. Hann svaraði mér þannig:
„Líf kviknar bara einu sinni og mitt
hlutverk er að það týnist ekki fyrir
handvömm.“ Kafarar eiga honum
meira að þakka en þeir gera sér grein
fyrir. Svo var honum gefin fjögurra
kynslóða þekking og ást á gróðri og
árangur hans á því sviði var einstak-
ur. Sama verður sagt um skartgripa-
gerð hans, þar speglaðist vandað hug-
arfar til verksins. Upp úr öllu þessu
stendur einstakur heimilisfaðir, eig-
inmaður og afi sem við aðstandendur
söknum sárt.
Við eigum enn eftir gleðina af góðri
samfylgd og biðjum Guð að blessa
fjölskylduna.
Páll Sig.
Það er alltaf sárt að missa einhvern
sem stendur manni nærri. Það skiptir
ekki máli hversu gamall maður er –
það er alltaf sárt að missa þann sem
manni þykir vænt um.
Og nú er hann Sævar frændi okkar
dáinn. Eins og þruma úr heiðskýru
lofti barst okkur þessi fregn. Og jafn-
vel þó við höfum ekki haft tök á að
hitta Sævar svo oft hin síðari ár –
vegna búsetu okkar erlendis höfum
við misst af jóla- og fjölskylduboðum
sl. 20 ár eða svo – en þrátt fyrir það,
vitum við, að í hverju einasta boði og
hverri einustu heimsókn þar sem
Sævar var með, þar var hann með sín
mildu augu, sitt hlýja bros og með
glettni í fasi. Því þannig var Sævar.
Sterkur, glaður, ljúfur.
Elsku Gústa, Svava og Alda Lára
og allar stelpurnar ykkar. Við getum
ekkert sagt til að létta ykkur áfallið.
Við eigum engin orð til að hugga, en
við viljum að þið vitið að við hugsum
til ykkar, handan við höfin sem skilja
okkur að.
Og elsku amma, mamma, Birna,
Ásta og Binni. Það er stórt skarð
höggvið í hópinn.
Við verðum að muna að það er sam-
einginlegur fjársjóður okkar allra að
hafa átt svona góðan frænda, bróður,
son, eiginmann, pabba og afa.
Kveðjur frá Atlanta og Järna.
Jóhannes og Alda.
Fleiri minningargreinar
um Jóhannes Sævar Jóhann-
esson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BJARNI JÓNSSON
frá Skeiðháholti á Skeiðum,
verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn
5. apríl kl. 13.30.
Kristín Skaftadóttir,
Anna Fríða Bjarnadóttir, Gunnar Jónsson,
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason,
Björgvin Skafti Bjarnason, Camilla Maria Fors,
Jón Bjarnason, Margrét Lilliendahl
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN SIGURÐSSON
vélstjóri,
Lækjargötu 4,
Hvammstanga,
verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju laugar-
daginn 5. apríl kl. 14.00.
Ástbjörg Ögmundsdóttir,
Birgir Jónsson,
Anna Kristín Jónsdóttir, Arne Braaten,
Ósk Jónsdóttir, Magnús Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
HAUKUR KRISTJÁNSSON,
Hlíðarvegi 34,
Siglufirði,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar
miðvikudaginn 26. mars.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
5. apríl kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hugborg Friðgeirsdóttir,
Ingibjörg Jósefsdóttir,
V. Ingi Hauksson, Anna Jóhannsdóttir,
Sigurlaug J. Hauksdóttir, Hörður Júlíusson,
Guðný S. Hauksdóttir, Jóhann Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
GUNNARS ÞORGILSSONAR,
Ægissíðu 3,
Rangárvallasýslu,
sem lést föstudaginn 7. mars.
Guðrún Halldórsdóttir,
Daníel Gunnarsson, Kristrún G. Guðmundsdóttir,
Þorgils Gunnarsson, Guðrún A. Tómasdóttir,
Halldór Jón Gunnarsson, Aðalheiður D. Matthíasdóttir,
Kristín Gunnarsdóttir, Finnbogi Helgi Karlsson,
Katrín Jónína Gunnarsdóttir, Einar Rafn Ingvaldsson,
Torfi Gunnarsson, Dröfn Svavarsdóttir,
Hannes Kristinn Gunnarsson, Oddný Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær bróðir okkar, stjúpfaðir, mágur, frændi og
vinur,
STEINDÓR HALLDÓRSSON
frá Ísafirði,
andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimili Kumbara-
vogs á Stokkseyri sunnudaginn 30. mars.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
4. apríl kl. 13.00.
Málfríður Halldórsdóttir, Arnór Stígsson,
Jón Hjörtur Jóhannesson, Ólöf Guðmundsdóttir,
Jóhann Egill Hólm, Helga Jónsdóttir,
Rebekka Stígsdóttir,
Jón Einarsson,
systkinabörn og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HULDA KRISTINSDÓTTIR,
Skarðshlíð 6d,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn
4. apríl kl.13.30.
Kristinn Ásgeirsson, Þórunn Ingólfsdóttir,
Aðalheiður Björk Ásgeirsdóttir, Jóhann Hauksson,
Harpa Dögg Kristinsdóttir, Eiríkur Stefán Ásgeirsson,
Elvar Örn Kristinsson, Tina Paic,
Ásgeir Jóhannsson,
Jóhann Ari Jóhannsson, Anna Sæunn Ólafsdóttir,
Ásgeir Bjarni Eiríksson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og
systir,
KRISTÍN BJÖRK AÐALSTEINSDÓTTIR
fyrrverandi leigubílstjóri,
Fífusundi 11,
Hvammstanga,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 7. apríl kl. 13.00.
Hafþór Jóhannsson, Þórunn Grétarsdóttir,
Rósa Jóhannsdóttir, Guðjón Hildibrandsson,
Ágústa B. Jóhannsdóttir, Einar J. Gunnþórsson,
Aðalsteinn Jóhannsson,
Jóhann Gunnar, Alexandra Sif, Hrannar Már, Telma Rut,
Hjördís, Eydís Birna, Kristín Björk, Þórdís Lilja,
Valdís Anja og Bjarndís Júlía,
Aðalsteinn Björnsson, Jóhanna S. Árnadóttir,
Árný R. Aðalsteinsdóttir, Jóhannes S. Stefánsson,
Björn Á. Aðalsteinsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför,
RAGNARS HALLDÓRSSONAR
rafvélavirkja.
Björgvin Ragnarsson, Hólmfríður Oddsdóttir,
Halldór Ragnarsson, Andrea Ólafsdóttir,
Ólafur Hafsteinn Einarsson,
Ingimundur Guðmundsson, Oddný S. Magnúsdóttir,
Þórunn Katrín Björgvinsdóttir, Karen Mjöll Björgvinsdóttir,
Jóhann Ari Björgvinsson, Ragnar Mikael Halldórsson,
Þórarinn Ingi Halldórsson, Hinrik Örn Halldórsson,
Sigríður Birna Ingimundardóttir, Þóra Björg Ingimundardóttir.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HREFNA MAGNÚSDÓTTIR
frá Litla- Dal,
til heimilis í Fremri Hundadal,
Dalasýslu,
verður jarðsungin frá Munkaþverárkirkju laugar-
daginn 5. apríl og hefst athöfnin kl. 13.30.
Snæbjörg Bjartmarsdóttir, Ólafur Ragnarsson,
Kristján Bjartmarsson, Halldóra Guðmundsdóttir,
Jónína Bjartmarsdóttir,
Benjamín Bjartmarsson, Ólöf Steingrímsdóttir,
Fanney Bjartmarsdóttir, Bert Sjögren,
Hrefna Bjartmarsdóttir, Aðalsteinn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
ELÍN RÓSA FINNBOGADÓTTIR,
Rauðagerði 39,
er látin.
Jarðarför auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristján Sigurgeir Guðmundsson.