Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 28

Morgunblaðið - 03.04.2008, Side 28
✝ Ingibjörg Þor-steinsdóttir fæddist á Þver- hamri í Breiðdal 23. apríl 1917. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. mars síð- astliðinn. Foreldrar Ingibjargar voru Þorsteinn Sigurður Stefánsson búfræð- ingur og hrepp- stjóri, f. 26. okt. 1883, d. 16. feb. 1982, og Anna Ara- dóttir kennari og húsfreyja, f. 30. des. 1891, d. 17. des. 1960. Önnur börn þeirra voru Margrét, f. 10. júlí 1918, d. 13. nóv. 1998, Rósa, f. 16. júlí 1920, d. 8. ágúst 1992, og Ragnar, f. 6. feb. 1923, d. 6. jan. 2000. Ingibjörg giftist 14. nóv. 1940 Alf Elliot Johansson, f. 14. nóv. 1919, d. 1. júní 1988. Synir þeirra eru: Ari Villy Johansson, f. 8. apr- íl 1941, d. 8. júní sama ár, og Þor- steinn Johansson, f. 25. júní 1942. Þau Alf skildu 13. feb. 1942 og Alf flutti til heimalandsins, Svíþjóðar. Ingibjörg giftist 3. júlí 1948 Ólafi Austfjörð Björnssyni, f. 13. apríl 1912, 22. feb. 1958. Þeim varð ekki barna auðið en Ólafur ættleiddi Þorstein 27. apríl 1956. Þor- steinn kvæntist 28. sept. 1963 Kolfinnu Ketilsdóttur, f. 10. ágúst 1943. Börn þeirra eru 1) Katla, f. 11. jan. 1964, maki Páll Sverrir Pétursson, f. 13. maí 1960, d. 23. feb. 2001. Börn þeirra eru Ólafur, f. 15. maí 1990, og Diljá, f. 21. sept. 1993. Sonur Kötlu af fyrra hjónabandi er Þorsteinn, f. 5. des. 1983. Fósturdóttir Kötlu er Arna Pálsdóttir, f. 18. apríl 1985. 2) Ólafur, f. 7. nóv. 1965, d. 21. jan. 1984. 3) Þorsteinn, f. 30. maí 1969. Börn hans eru Alexandra, f. 9. ágúst 1993, og Óðinn Örn, f. 11. jan. 2006. Stjúpdóttir Þorsteins er Ísabella Mist, f. 20. júní 1998. 4) Ingibjörg, f. 26. mars 1971, maki Maríus Helgason, f. 8. jan. 1964. Börn Ingibjargar eru Hanna Björg Egilsdóttir, f. 27. maí 1989, Kolfinna Guðlaugsdóttir, f. 26. mars 1992, og Eggert Garðar Jó- hannsson, f. 18. feb. 1996. Ingibjörg verður jarðsungin í dag frá Laugarneskirkju og hefst athöfnin klukkan 15. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt ömmu Gull, ást hennar og umhyggju. Minningarnar streyma og þær mun ég alltaf varðveita. Minningar um næturgistingar sem ég sótti fast í æsku. Skatthol og gling- ur sem ég elskaði að skreyta mig og hana með. Ferðir í Vesturbæjarlaug- ina, leikhús og bíó. Nammiskúffa og Ginger ale. Sögurnar af bernskunni í Breiðdalnum. Mín fyrsta utanlands- ferð til Danmerkur, þá 10 ára. Þvílíkt ævintýri. Amma og Inga Björns, vin- kona hennar, þvældust með mig í Tí- volí, dýragarðinn og Strikið á daginn og svo fékk ég að þvælast með þeim á barinn á SAS-hótelinu á kvöldin. Amma var skvísa. Hún vann á skrifstofu, spilaði brids og talaði ensku. Alltaf fín og smart. Hún ferð- aðist mikið til Ameríku og dvaldi oft- ast hjá vinkonum sínum, Rútssystr- um, sem áttu elliheimili á Long Island, New York. Hún dýrkaði Am- eríku og það var ævintýraljómi yfir ferðunum. Flottu húsin þeirra systra, búðirnar á Fifth Avenue, leikhúsin á Broadway, ströndin, veislurnar, happy hour á veröndinni. Svo ekki sé minnst á útlenska gjafaflóðið til okk- ar. Amma sletti alla tíð ensku. Sagði „oh my god“ og hún talaði um „souce“ og „boyfriends“. Og mig dreymdi um amerískan hreim og eftirnafn. 17 ára, sjálfráða, bjó ég hjá ömmu. Hún hafði allt annan skilning en ég á sjálfræði mínu og við áttum storma- saman vetur, báðar harðákveðnar í að stjórna mér. Ég átti eftir að átta mig á því að í augunum hennar ömmu hafði sjálfræði mitt ekkert með aldur að gera. Oft mættust stálin stinn, báðar óhemjuþrjóskar og með miklar tilfinningar hvor til annarrar. Amma var stjórnsöm og afskiptasöm við okkur, fjölskylduna, en hún hefði líka vaðið eld og brennistein fyrir okkur. Alltaf hafði hún brennandi áhuga á því hvað var að gerast í lífi okkar og þótt minnið hefði verið orðið gloppótt spurði hún alltaf hvað við værum að gera, að vinna, um skóla barnanna og sígilda spurningin til mín; hvort ég ætti „boyfriend“. Hún hafði mikinn áhuga á því. Vinmörg var hún og ég kynntist mörgum þeirra. Jossa, Inga, Agga, Hjördís, Ásta, Magnús, Begga, Gúna, Dóra; fólk sem mér finnst magnað að hafa kynnst í gegnum ömmu. Svo ekki sé minnst á fjölskylduhúsið, Hrísateig 8, og íbúana þar. Á Litlu- Grund var gestabók sem var mikil- vægt eftir að minnið fór að lasna og það var gott að sjá allar heimsókn- irnar. Mamma og pabbi voru klett- arnir og ekkert kom í veg fyrir að þau kæmu, minnst annan hvern dag, nema ráðstafanir væru gerðar. Varla leið sá dagur að amma fengi ekki heimsókn. Systurdæturnar, Anna K., Ágústa, Anna Þóra og Mansý, voru sérlega góðar og ræktarsamar við hana enda var sterkt og elskulegt samband milli hennar og þeirra. Ömmu var farið að lengja eftir svefninum langa. Eitt af því síðasta sem hún sagði við mig var: „Enginn vill verða svona gamall, if you ask me.“ Hún lifði barnungan son sinn, eiginmann, sonarson og öll yngri systkini sín sem voru henni mjög kær og hennar nánustu vinir. Ég trúi því að nú líði henni vel og dansi þar sem hún er. Fyrir þá trú er ég þakklát. Guð geymi elsku ömmu Gull. Katla Þorsteinsdóttir. Elsku amma mín, það er skrýtið að kveðja þig, þú hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu, alltaf svo áhuga- söm um daglegt líf mitt og fjölskyldu minnar og alltaf mikill samgangur milli okkar þótt landfræðileg fjar- lægð væri stundum mikil. Síðustu ár og þá ekki síst síðustu mánuðir hafa verið þér erfiðir, þú varst farin að þrá hvíldina og erfitt hefur verið fyrir okkur fólkið þitt að horfa upp á þig svo máttfarna. Það er ljúfsár tilfinn- ing að hugsa til þess að nú sértu kom- in til Óla þíns sem þú hefur saknað svo lengi og Ara sem þú misstir fljót- lega eftir fæðingu. Það er ég viss um að miklir endurfundir eru á himnum núna enda flest af þínu samferðafólki farið á undan þér. Það eru ótrúlega margar minning- ar sem ég á um þig amma mín, alveg frá því ég man fyrst eftir mér, sem rifjast nú smám saman upp. Þessar minningar eru mér dýrmætar, elsku amma mín, og ég mun geyma þær vel. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér allt það sem þú hefur verið mér, það hafa sannarlega verið forréttindi að eiga svo yndislega ömmu. Hvíl í friði. Þín Ingibjörg. Í dag kveðjum við ömmu Gull. Þrátt fyrir að þú hafir fengið rúm níu- tíu ár á þessari jörðu er erfitt að kveðja. Dauðinn er svo endanlegur. Þegar við lítum til baka og horfum yfir minningar okkar um þig eru þær margar og góðar. Helst minnumst við þín sem mikillar félagsveru, þér fannst gaman að fá fólk í heimsókn og heyra sögur um hvað væri að gerast í lífi okkar og þeirra í kringum okkur. Þú lagðir mikið upp úr því að okkur liði vel hjá þér og oftar en ekki var okkur boðið eitthvað á 10 mínútna fresti þegar við vorum hjá þér. Þú varst alltaf ljúf og góð við okkur en þú gast líka verið hörkukelling! Við mun- um seint gleyma því þegar við vorum hjá þér og Möggu í næturpössun á Gullteignum eitt desemberkvöld. Við tókum upp á því seint um kvöldið að laumast út að leika okkur. Tíminn flaug burt og allt í einu sáum við þig storma til okkar þung á brún, tilbúin til að tuska okkur til. Orðin „það ætti að rassskella ykkur“ eru okkur ennþá fersk í minni. Þú hefur vonandi fyr- irgefið okkur þetta, allavega fengum við happaþrennu í skóinn þessa nótt en ekki kartöflu. Þú varst ekki mikil um þig elsku amma en skarðið sem þú skilur eftir hjá okkur og öllum hinum er mikið. Nú ertu komin á betri stað og án efa voru margir sem tóku á móti þér. Guð geymi þig elsku amma, Þorsteinn og Arna. Nú kveðjum við Immu móðursyst- ur okkar. Hún var elst systkina sinna sem öll eru farin áður. Hún saknaði þeirra mikið og þótti ekki réttlæti í því að vera ein orðin eftir. Imma var falleg, góð, skemmtileg, fróð, bók- menntaþyrst, ljóðelsk og á allan hátt yndisleg. Hún var glæsileg kona og mjög vinmörg. Þær mamma voru fæddar hvor á sínu árinu í fallegu sveitinni þeirra, Breiðdalnum. Þær voru afskaplega góðar vinkonur alla ævi og sá vinskapur átti ekki síst þátt í því að hlúa að og halda saman fjöl- skyldunni okkar. Þótt Imma hafi ekki búið í húsi stórfjölskyldunnar á Hrísateigi þá var hún þar mjög oft. Í því húsi bjuggu afi og amma ásamt börnunum sínum, Rósu, Ragnari og Margréti, og þeirra fjölskyldum. Þar var líf og fjör, landsmálin rædd, spilað – að sjálfsögðu bridge, lesin ljóð og saum- aðir kjólar. Á meðan mamma var að vinna hjálpaði Imma oft við heimilis- störfin og uppeldið á okkur systrun- um. Hún sá um að við borðuðum mat- inn okkar og kom okkur svo í rúmið, vel þvegnum og greiddum. Síðan kom amma og signdi yfir hvert barn. Allar eigum við systurnar Immu mikið að þakka, en þó Anna Þóra sýnu mest. Allt frá fæðingardegi hennar átti hún sérstakt pláss í hjarta Immu, kannski vegna þess að á þeim sama degi hefði drengurinn sem hún missti orðið átta ára gamall. Imma var boðin og búin að gera allt sem hún gat fyrir hana. Fyrsta heimili Önnu Þóru og Sveins var hjá Immu og fyrstu börnin þeirra fæddust inni á hennar heimili, enda var hún þeim ævinlega sem önnur móðuramma og þau elska hana sem slíka. Mamma hélt heimili fyrir afa og ömmu, en eftir að þau dóu bjuggu þær Imma og mamma saman ásamt Sigrúnu systur okkar. Þetta voru skemmtileg ár þar sem þær nutu samveru og stuðnings hvor af ann- arri. Seinna fluttu þær hvor í sína íbúðina í nýju húsi á Snorrabrautinni. Þrátt fyrir að vera ólíkar manneskjur áttu þær þó ótalmargt sameiginlegt og voru yfirfullar af elsku hvor til annarrar. Á síðustu árum áttu æskuárin í sveitinni oft hug Immu. Rifjaði hún upp margar skemmtilegar sögur það- an af leikjum krakkanna, dýrunum og náttúrunni. Hestarnir og bæjarlæk- urinn voru henni sérlega hugleikin. Á heiðskírum nóttum virðist hljóðlega fetað af stjörnu á stjörnu – okkur heyrðist einhver stikla himingeiminn eins og læk (H.P.) Við óskum elsku Immu okkar vel- farnaðar á ókunnum stigum. Drottinn blessi hana. Ágústa, Anna Þóra, Sigrún og Margrét. En þegar alls staðar ljómar vor yfir vegum og veröldin réttir sinn faðm móti ljósinu bjarta kveður Imma föð- ursystir okkar þennan heim og leggur upp í ferð til annarra og bjartari heimkynna. Imma var elst fjögurra systkina, næst henni var Magga, þá Rósa og yngstur var Ragnar, pabbi okkar. Þetta voru samheldin systkin og bjuggu þrjú þeirra til dæmis lengst af í sama húsi, á Hrísateigi 8. Það var sannkallað fjölskylduhús og þess nut- um við í ríkum mæli, börnin sem þar ólust upp. Þótt Imma væri sú eina af systkinunum sem ekki bjó í húsinu var hún í miklu og góðu sambandi og kom oft á Hrísateiginn. Nú eru systk- inin og makar þeirra öll látin. Á kveðjustund koma margar minn- ingar og myndir upp í hugann. Einna sterkust er myndin af Immu sem heimskonu og dömu en hún lagði allt- af mikið upp úr því að vera fín og vel til fara. Hún var glæsileg kona sem geislaði af krafti og orku. Imma átti marga vini enda var hún mjög fé- lagslynd og elskaði að vera innan um annað fólk. Hún var líka virk í alls kyns félagsstarfi og hennar helsta tómstundaiðja var að spila bridds. Það eru ekki nema örfá ár síðan hún hætti að spila einu sinni til tvisvar í viku en hún hætti aldrei að vera dama. Imma fylgdist vel með því hvað var að gerast í lífi afkomenda sinna og okkar frændfólks síns. Hún hafði áhuga á fólki og málefnum líðandi stundar og hafði gaman af rökræðum. Það var skemmtilegt að heimsækja Immu á Víðimelinn þar sem hún bjó lengst af. Þar átti hún fallegt heimili. Íbúðin hennar var svo fín og dömuleg. Okkur stelpunum fannst til dæmis gaman að skoða allt fíneríið inni á baði: ilmvötn, baðsalt og alls kyns annað skvísudót. Flottir sloppar og inniskór með háum hælum og dúsk- um! Jólaboðin á Víðimelnum koma líka upp í hugann. Þá tók Imma á móti stórfjölskyldunni af Hrísateignum með miklum myndarbrag. Eftir hátíð- armálsverð var alltaf farið í leiki og var sérstaklega vinsælt að fela mann eða leika bókatitla. Stundum voru málefni líðandi stundar brotin til mergjar eða lesin ljóð því konurnar í þessari fjölskyldu voru allar afskap- lega ljóðelskar og nutum við krakk- arnir þess. Í minningunni eru jólaboð- in hjá Immu ljómuð hátíðleika og samveru. Þorsteini, Kollu og afkomendum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við minnumst Immu frænku okkar með virðingu og þakklæti og biðjum góðan guð að blessa minningu hennar. Krakkarnir á miðhæðinni. Ingibjörg Þorsteinsdóttir 28 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Amma mín, þú hefur verið mér góð amma, gjafmild og hugulsöm. Nú líður þér vel. Ég mun allt- af sakna þín. Eggert Garðar. HINSTA KVEÐJA ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, stjúpmóður, ömmu og langömmu. HELGU ÞURÍÐAR MARSELLÍUSDÓTTUR, Austurvegi 7, Ísafirði. Einnig þökkum við hjúkrunarfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu og starfsfólki heimahjúkrunar, Ísafirði, innilega fyrir aðhlynninguna. Stuðningur ykkar allra er okkur ómetanlegur. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórður Pétursson, Áslaug Jóhanna Jensdóttir og Finnur Guðni Þórðarson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU OLSEN, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Brynjars Viðarssonar læknis og starfsfólks á blóðmeinadeild Landspítalans v. Hringbraut. Þorsteinn Sigurðsson, Jakob J. Möller, Rut Ágústsdóttir, María S. Jónsdóttir, Þorsteinn Gíslason, Hafdís Þorsteinsdóttir, Jörundur Kristinsson, Ásthildur S. Þorsteinsdóttir, Sigurður Páll Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLVEIGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Guðni Þ. Skúlason, Magnea Valdimarsdóttir, Snorri S. Skúlason, Sigrún Einarsdóttir, Guðrún Skúladóttir, Björn Bjarnason, Birna B. Skúladóttir, Sigurður H. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Ingi- björgu Þorsteinsdóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.