Morgunblaðið - 03.04.2008, Qupperneq 36
„Ahh, var þetta nú
ekki óþarfi?“ hugsar
maður og klórar sér í
klisjubólunni … 41
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
TÖKUR á kvikmyndinni Brim
standa yfir um þessar mundir og
fara þær að mestu fram um borð í
skipi í og við Reykjavíkurhöfn. Tök-
ur hafa gengið vel og er áætlað að
þeim ljúki í næstu viku.
Það vildi hins vegar til að loknum
14 tíma tökudegi í fyrradag að skip-
inu sem tökur fara fram í var siglt í
strand. Um er að ræða gamalt skip
sem Vesturport fékk lánað til þess
að nýta við tökurnar, en búist er við
því að það fari í brotajárn að þeim
loknum. Þegar tökulið var á leið í
land að loknum tökum gaf sig eitt-
hvað í vélbúnaði skipsins með þeim
afleiðingum að skipstjóranum tókst
ekki að hægja á því og sá hann því
þann kost vænstan að stýra því upp í
sand við Reykjavíkurhöfn. Þurfti því
að kalla til dráttarbát sem dró skipið
á flot. Engum varð meint af volkinu
og fremur litlar skemmdir munu
hafa orðið á skipinu.
Kvikmyndin Brim er byggð á
samnefndu leikverki Jóns Atla Jón-
assonar sem Vesturport setti upp-
haflega upp á sviði árið 2004. Leik-
stjóri myndarinnar er Árni Ólafur
Ásgeirsson, sá hinn sami og gerði
kvikmyndina Blóðbönd árið 2006.
Stefnt er að því að frumsýna Brim
um jólin.
Brimi siglt í strand
Á strandstað Engum varð meint af strandinu sem gerði langan vinnudag
tökuliðsins þó enn lengri, enda þurfti að kalla til dráttarbát.
Eins og greint
var frá í Morg-
unblaðinu í síð-
ustu viku eru
margir stórir titl-
ar ófáanlegir í
verslunum Skíf-
unnar, en ástæðan er sú að Skífan
sætti sig ekki við þær hækkanir
sem dreifingar- og útgáfufyr-
irtækið Sena gerði á vörum sínum
fyrir nokkrum vikum. Því hefur
Skífan ekki keypt neinar vörur af
Senu að undanförnu, og er nú svo
komið að fjölmargar plötur eru ófá-
anlegar í verslununum. Sem dæmi
þar um má nefna nýjustu plötu
REM, Accelerate, Dig, Lazarus,
Dig!!! með Nick Cave and the Bad
Seeds, Vatnaskil, safnöskju Sálar-
innar hans Jóns míns, Ökutíma með
Lay Low og safnöskju Hins íslenska
Þursaflokks.
Samningaviðræður á milli Senu
og Skífunnar standa víst enn yfir en
á meðan ganga niðurlútir við-
skiptavinir Skífunnar tómhentir út
úr versluninni.
Æ færri titlar fáanlegir
í verslunum Skífunnar
Skemmti- og veitingastaðurinn
Café Oliver verður opnaður að nýju
í kvöld, en staðurinn hefur verið
lokaður undanfarnar tvær vikur.
Nokkrar breytingar hafa verið
gerðar á húsnæðinu og herma
fregnir að staðurinn hafi aldrei litið
betur út en nú, en upprunalegir eig-
endur Olivers með Arnar Þór Gísla-
son fremstan í flokki hafa tekið við
staðnum að nýju eftir talsvert öldu-
rót undanfarna mánuði. Meðal nýj-
unga á staðnum má nefna að eld-
húsið verður opið til kl. 1 frá
fimmtudegi til laugardags.
Upprunalegur Oliver
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
BARNALEIKSÝNINGIN Skoppa og Skrítla í
söng-leik verður frumsýnd í dag í Kúlunni,
barnasviði Þjóðleikhússins, kl. 17. Linda Ás-
geirsdóttir er Skoppa og Hrefna Hallgrímsdóttir
er Skrítla, svo það sé á hreinu. Að gera út tvíeyk-
ið Skoppu og Skrítlu er enginn barnaleikur.
Sjónvarpsþættir, leiksýningar, leikferðir út í
heim og ferðalag til Tógó í Afríku, það er alltaf
nóg að gera.
Hrefna semur allt efni fyrir þær Lindu og
reynir að höfða til allra yngstu áhorfendanna, á
aldrinum níu mánaða upp í fjögurra ára. „Við
vorum með tvær sýningar í morgun, fengum 200
börn hingað. Þessi sýning er tæknilega flóknari
en sú síðasta og það veitir ekki af því að hafa
sem flest rennsli,“ sagði Hrefna þegar blaðamað-
ur náði tali af henni í gær.
Þær Linda eru ekki bara tvær á sviði að þessu
sinni heldur með þrjú börn sem dansa og bregða
sér í ýmis hlutverk. Í sýningunni er farið milli
ýmissa landa og staða og ýmsum sögufrægum
persónum bregður fyrir, m.a. Shakespeare og
Hróa hetti.
Mikilvægt að vera í góðu formi
Hrefna viðurkennir að hún sé ansi þreytt eftir
rennslið en segir starfið svo skemmtilegt að það
komi ekki að sök. Börnin hafi tekið verkinu vel í
gær. „Þau eru svo ofboðslega heiðarleg og falleg
alltaf þessi börn, þau láta mann fá það óþvegið ef
þetta er ekki að ganga upp. Þá púa þau ekki en
láta það í ljós á einhvern annan hátt, fara að iða í
sætinu.“
– Er þetta ekki gríðarleg áskorun að halda at-
hygli og skemmta svona ungum áhorfendum?
„Jú, það er það, maður þarf að taka lýsið sitt á
morgnana, halda sér í góðu formi, það er engin
spurning. Við sjáum fram á að leika þetta tvisvar
til þrisvar á dag, það er svo frábær aðsókn,“
svarar Hrefna. Sýningin reynir ekki aðeins á lík-
amlega heldur andlega líka, því engar tvær sýn-
ingar eru eins. „Maður er í svo miklum tjáskipt-
um við salinn og börnin, þau taka svo mikinn
þátt að það eru engar tvær sýningar eins. Það er
það sem reynir svolítið á, maður þarf alltaf að
vera tilbúinn að grípa augnablikið, svara ein-
hverju o.s.frv., vera á tánum,“ segir Hrefna.
Mamman sem fór til Englands
– Eitthvað spaugilegt hlýtur nú að koma upp á
á sýningum, fyndin inngrip frá ungum áhorf-
endum er það ekki?
Hrefna hlær og segir það hárrétt. Í gærmorg-
un hafi þær Linda verið staddar á Englandi í
sýningunni og þá hafi ungur drengur farið að
segja þeim söguna af því þegar móðir hans fór til
Englands. „Það varð bara að stoppa sýninguna,
gefa þessu smástund og þakka honum svo fyrir
söguna,“ segir Hrefna og hlær innilega.
Hrefna segir að sér hafi þótt vanta fegurð og
jákvæðni í barnaefni þegar hún hóf að semja fyr-
ir Skoppu og Skrítlu fyrir mörgum árum. Hún
hafi viljað sýna fallegri hliðar lífsins og tilver-
unnar. ,,Það þarf ekkert strax að fara að blanda
öllu hinu inn í,“ segir Hrefna.
Þær Linda séu knúnar áfram af kærleik, af
væntumþykju fyrir börnum og fegurð barnæsk-
unnar sem skíni úr hverju andliti.
Verða að vera á tánum
Skoppa og Skrítla fá það óþvegið ef þær ná ekki til áhorfenda sinna
Morgunblaðið/Valdís Thor
Skrítla og Skoppa „Þau eru svo ofboðslega heiðarleg og falleg alltaf þessi börn, þau láta mann fá það
óþvegið ef þetta er ekki að ganga upp,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir.
Vefsíða Skoppu og Skrítlu:
www.skoppaogskritla.is
■ Í kvöld kl. 19.30
Einstakur gestur
Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann
leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin
kadensur. Að auki er á efnisskránni forleikur eftir Dvorák og stórkost-
legt tónaljóð Richard Strauss um Don Quixote þar sem Bryndís Halla
Gylfadóttir bregður sellóinu sínu í hluterk riddarans sjónumhrygga.
Hljómsveitarstjóri: Carlos Kalmar. Einleikari: Robert Levin
Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á
Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir.
■ Á morgun 4. apríl kl. 21.00
Heyrðu mig nú! Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleik-
ar þar sem listamennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós
á eftir. Róbert Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út
frá lögum sem tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna
iPod í boði FL Group.
■ Lau. 5. apríl kl. 17.00
Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu
Oktett eftir Ludwig Spohr, sem á sinni tíð var talinn standa jafnfætis
Beethoven og Mozart.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is