Morgunblaðið - 03.04.2008, Page 43

Morgunblaðið - 03.04.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2008 43 - kemur þér við Ölfusingar mótmæla peningalyktinni Hjálparstofnanir undirbúa kreppu SigríðurVíðis borðaði íslenskt súkkulaði í Sviss Allir tapa á bankakreppu Pólverjar taka yfir sal borgarstjórnar Ásdís Rán seilist í milljón dollarana Hvað ætlar þú að lesa í dag? A Ð A L F U N D U R C C P H F . Aðalfundur CCP hf. verður haldinn föstudaginn 4. apríl 2008 á skrifstofu félagsins að Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 17:00. Dagskrá: Skýrsla stjórnar félagsins um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á reikningsárinu. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna. Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórn félagsins heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 400.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 5 ár og má einungis nota í tengslum við efndir kaupréttarsamninga við starfsmenn félagsins, dótturfyrirtækja eða fyrirtækja innan sömu fyrirtækjasamstæðu. Hluthafar skulu ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. Tillaga stjórnar CCP hf. um að veita stjórn félagsins heimild í samþykktum félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að kr. 1.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Heimildin gildi í 2 ár og skulu hluthafar ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að þessum nýju hlutum. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. Kosning stjórnar. Kosning endurskoðanda. Önnur mál, sem löglega eru upp borin. Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf. skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, sbr. 63. gr. (a) hlutafélagalaga nr. 2/1995. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku. Reykjavík, 20. mars 2008 Stjórn CCP hf. I. II. III. IV. V. VI. VII. VIII. IX. X. KOMIÐ hefur í ljós að grein sem birtist í gær um aprílgabb var ekki með öllu nákvæm. Í því ágæta riti Sögu daganna er ranglega sagt að fyrsta apr- ílgabb fjölmiðils á Íslandi hafi verið gabb Ríkisútvarpsins 1957 um fljótaskipið Vanadís. Reykavík — Akranes Líklegra er að Mogginn hafi átt fyrsta gabbið, þegar hann birti fréttina hér að ofan árið 1953 „af flugvél, er var á sveimi hér yfir borginni. Þetta er fjögurra hreyfla farþega- og flutningavél af nýjustu gerð. Hefir komið til mála að flugvél þessarar tegundar verði fengin til þess að halda uppi sam- göngum milli Reykjavíkur og Akraness – Myndin er að sjálf- sögðu tekin úr annarri flug- vél.“ – Segir með myndinni. Einnig varð sá ruglingur í myndatexta að pilturinn sem skoðar „Silfur Egils“ með Guð- mundi Árnasyni er Guð- mundur Jónsson stórbóndi (en ekki Jón Guðmundsson) og eru þeir ekki feðgar, þó því væri haldið fram í gögnum mynda- safns. Allir í flugstrætó Aprílgabb Morgun- blaðsins nokkrum árum eldra en gabb RÚV Háfleygt Þurft hefur mikið föndur til að gera aprílgabbið 1953 að veruleika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.