Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 13

Morgunblaðið - 05.04.2008, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 13 FRÉTTIR HINN 9. apríl verður haldið upp á afmæli áfangastaðarins Dyngj- unnar, en hann tók til starfa þenn- an dag fyrir tuttugu árum. Mark- mið og tilgangur Dyngjunnar er að taka á móti konum sem eru að koma úr áfengis- og eiturefna- meðferð, hjálpa þeim að fóta sig í lífinu aftur ásamt því að styðja þær í hvívetna. Á þessu tuttugu árum hafa 860 konur innritast eftir með- ferð. Forstöðukona undanfarin ár hefur verið Edda V. Guðmunds- dóttir. Í tilefni dagsins verður opið hús í Snekkjuvogi 21 kl. 17-19 og er öllum vinum og velunnurum boðið. 20 ára afmæli Dyngjunnar UPPSELT er á sýninguna Verk og vit sem verður haldin dagana 17.- 20. apríl nk. í íþrótta- og sýning- arhöllinni í Laugardal. Verk og vit er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum og mann- virkjagerð en þetta verður í annað skipti sem sýningin er haldin. Um 100 sýnendur taka þátt í Verki og viti 2008 og nú stefnir í að sýningin verði sú veglegasta sem haldin hef- ur verið á þessu sviði hér á landi, segir í tilkynningu. Sýningin verður afar fjölbreytt og koma sýnendur af fjölmörgum sviðum atvinnulífsins. Sem dæmi um þátttakendur má nefna bygg- ingarverktaka, verkfræðistofur, tæknifyrirtæki, tækjaleigur, fjár- málafyrirtæki, orkufyrirtæki, skóla, ráðagjafarfyrirtæki og sveit- arfélög. Þá fjölgar jafnframt er- lendum sýnendum frá Verki og viti 2006. Uppselt á Verk og vit í Höllinni Morgunblaðið/Kristinn GISTINÆTUR á hótelum í febrúar voru 77.00 en voru 65.600 í sama mánuði í fyrra. Gistinóttum fjölgaði því um 17% milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á höf- uðborgarsvæðinu, úr 47.600 í 61.000 eða um 28%. Gistinóttum á Norðurlandi fjölgaði um 6%, úr 3.300 í 3.500. Á Suðurlandi fækkaði gistinótt- um um 22%, úr 7.000 í 5.700. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum um 21%, úr 1.900 í 1.500. Á sam- anlögðum Suðurnesjum, Vest- urlandi og Vestfjörðum fækkaði um 5%, úr 5.400 í 5.200. Gistinóttum Ís- lendinga fjölgaði í heildina um 25% en gistinóttum útlendinga um 14%. Gistinóttum fjölgaði um 17% Á SUNNUDAG verður stofn- fundur félagsins Vina Tíbets hald- inn á Kaffi Hljómalind, Laugavegi 23 kl. 13 og er öllum frjálst að mæta sem vilja styðja við þetta málefni. Í dag, laugardag, klukkan 13 er boðað til vikulegrar mótmælastöðu fyrir utan kín- verska sendiráðið. Mótmælastaðan er til að sýna kínverskum stjórn- völdum að mannréttindabrot þeirra í Tíbet gleymast ekki, sem og að taka þátt í hinni alþjóðlegu bylgju stuðnings til handa Tíbetum og þeirra baráttu fyrir frelsi og mannréttindum, segir í tilkynn- ingu. Stofnfundur Vina Tíbets STUTT ÓSKAR Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks segir Ólaf F. Magnússon borgarstjóra ekki hafa svarað spurningum sem lagðar voru fram á fundi borgarstjórnar 1. apríl s.l. um ásakanir hans í garð Framsóknarflokksins. Í viðtali við Ríkissjónvarpið 31. mars sagði Ólafur Framsóknar- flokkinn hafa „gengið lengst flokka í þjónustu við verktaka og auð- magn“ og að sjást muni í skipu- lagsmálum og uppbyggingu í borg- inni að núverandi borgarstjórn ætlaði að „gæta hagsmuna borg- arbúa en ekki einhverra tiltekinna sérhagsmuna- hópa eða flokks- manna eða verk- taka.“ Lagði Óskar fram spurningar á fundi borgar- stjórnar 1. apríl, þar sem hann bað Ólaf að skýra fullyrðing- ar sínar nánar, hvernig Framsóknarflokkurinn hafi þjónustað verktaka og auð- menn og hvernig það tengdist að mati borgarstjóra niðurlægingu miðborgarinnar. Í tilkynningu sem Óskar sendir frá sér gagnrýnir hann Ólaf fyrir að hafa ekki svarað spurningum sínum: „Ég krefst rökstuðnings borgarstjóra og sannana fyrir þessum ummælum eða að hann dragi ummæli sín til baka og biðjist afsökunar,“ segir Óskar í tilkynn- ingunni. Borgarfulltrúi mótmælir ummælum borgarstjóra Óskar Bergsson BROT 45 ökumanna voru mynduð á Bæjarbraut í Garðabæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bæjarbraut í austurátt, milli Hofsstaðabrautar og Karla- brautar. Á einni klukkustund, fyrir há- degi, fóru 112 ökutæki þessa akst- ursleið og því ók stór hluti öku- manna, eða 40%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 67 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Tólf óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 91, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hraðakstur á Bæjarbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.