Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 13 FRÉTTIR HINN 9. apríl verður haldið upp á afmæli áfangastaðarins Dyngj- unnar, en hann tók til starfa þenn- an dag fyrir tuttugu árum. Mark- mið og tilgangur Dyngjunnar er að taka á móti konum sem eru að koma úr áfengis- og eiturefna- meðferð, hjálpa þeim að fóta sig í lífinu aftur ásamt því að styðja þær í hvívetna. Á þessu tuttugu árum hafa 860 konur innritast eftir með- ferð. Forstöðukona undanfarin ár hefur verið Edda V. Guðmunds- dóttir. Í tilefni dagsins verður opið hús í Snekkjuvogi 21 kl. 17-19 og er öllum vinum og velunnurum boðið. 20 ára afmæli Dyngjunnar UPPSELT er á sýninguna Verk og vit sem verður haldin dagana 17.- 20. apríl nk. í íþrótta- og sýning- arhöllinni í Laugardal. Verk og vit er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum og mann- virkjagerð en þetta verður í annað skipti sem sýningin er haldin. Um 100 sýnendur taka þátt í Verki og viti 2008 og nú stefnir í að sýningin verði sú veglegasta sem haldin hef- ur verið á þessu sviði hér á landi, segir í tilkynningu. Sýningin verður afar fjölbreytt og koma sýnendur af fjölmörgum sviðum atvinnulífsins. Sem dæmi um þátttakendur má nefna bygg- ingarverktaka, verkfræðistofur, tæknifyrirtæki, tækjaleigur, fjár- málafyrirtæki, orkufyrirtæki, skóla, ráðagjafarfyrirtæki og sveit- arfélög. Þá fjölgar jafnframt er- lendum sýnendum frá Verki og viti 2006. Uppselt á Verk og vit í Höllinni Morgunblaðið/Kristinn GISTINÆTUR á hótelum í febrúar voru 77.00 en voru 65.600 í sama mánuði í fyrra. Gistinóttum fjölgaði því um 17% milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á höf- uðborgarsvæðinu, úr 47.600 í 61.000 eða um 28%. Gistinóttum á Norðurlandi fjölgaði um 6%, úr 3.300 í 3.500. Á Suðurlandi fækkaði gistinótt- um um 22%, úr 7.000 í 5.700. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum um 21%, úr 1.900 í 1.500. Á sam- anlögðum Suðurnesjum, Vest- urlandi og Vestfjörðum fækkaði um 5%, úr 5.400 í 5.200. Gistinóttum Ís- lendinga fjölgaði í heildina um 25% en gistinóttum útlendinga um 14%. Gistinóttum fjölgaði um 17% Á SUNNUDAG verður stofn- fundur félagsins Vina Tíbets hald- inn á Kaffi Hljómalind, Laugavegi 23 kl. 13 og er öllum frjálst að mæta sem vilja styðja við þetta málefni. Í dag, laugardag, klukkan 13 er boðað til vikulegrar mótmælastöðu fyrir utan kín- verska sendiráðið. Mótmælastaðan er til að sýna kínverskum stjórn- völdum að mannréttindabrot þeirra í Tíbet gleymast ekki, sem og að taka þátt í hinni alþjóðlegu bylgju stuðnings til handa Tíbetum og þeirra baráttu fyrir frelsi og mannréttindum, segir í tilkynn- ingu. Stofnfundur Vina Tíbets STUTT ÓSKAR Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks segir Ólaf F. Magnússon borgarstjóra ekki hafa svarað spurningum sem lagðar voru fram á fundi borgarstjórnar 1. apríl s.l. um ásakanir hans í garð Framsóknarflokksins. Í viðtali við Ríkissjónvarpið 31. mars sagði Ólafur Framsóknar- flokkinn hafa „gengið lengst flokka í þjónustu við verktaka og auð- magn“ og að sjást muni í skipu- lagsmálum og uppbyggingu í borg- inni að núverandi borgarstjórn ætlaði að „gæta hagsmuna borg- arbúa en ekki einhverra tiltekinna sérhagsmuna- hópa eða flokks- manna eða verk- taka.“ Lagði Óskar fram spurningar á fundi borgar- stjórnar 1. apríl, þar sem hann bað Ólaf að skýra fullyrðing- ar sínar nánar, hvernig Framsóknarflokkurinn hafi þjónustað verktaka og auð- menn og hvernig það tengdist að mati borgarstjóra niðurlægingu miðborgarinnar. Í tilkynningu sem Óskar sendir frá sér gagnrýnir hann Ólaf fyrir að hafa ekki svarað spurningum sínum: „Ég krefst rökstuðnings borgarstjóra og sannana fyrir þessum ummælum eða að hann dragi ummæli sín til baka og biðjist afsökunar,“ segir Óskar í tilkynn- ingunni. Borgarfulltrúi mótmælir ummælum borgarstjóra Óskar Bergsson BROT 45 ökumanna voru mynduð á Bæjarbraut í Garðabæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Bæjarbraut í austurátt, milli Hofsstaðabrautar og Karla- brautar. Á einni klukkustund, fyrir há- degi, fóru 112 ökutæki þessa akst- ursleið og því ók stór hluti öku- manna, eða 40%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 67 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Tólf óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 91, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hraðakstur á Bæjarbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.