Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 2

Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 2
2 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞAÐ eru sannarlega geggjaðar kröf- ur að ætlast til þess að bílstjórar uppfylli allar kvaðir samgönguráðu- neytisins án þess að skapa þeim nokkur skilyrði til þess. „Við erum bara sektaðir,“ sagði Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, vegna orða Kristjáns Möller samgönguráð- herra um að kröfur atvinnubílstjóra séu „geggjaðar“. Sturla sagði þær kvaðir vera lagð- ar á atvinnubílstjóra að þeir mega ekki vinna meira en níu klukku- stundir á sólarhring, fimm daga vik- unnar og ekki lengur en fjóra og hálfa klukkustund samfleytt. Eftir 4,5 tíma verða þeir að hvíla sig amk. í 45 mínútur. Í bílunum er klukka með skífu sem skráir vinnutímann og ýmsar aðrar upplýsingar. Sturla segir að samkvæmt reglunum eigi bílstjóri að setja klukkuna í gang um leið og hann byrjar að vinna við bíl- inn. Hann segir þessar reglur ekki vera í neinu samræmi við veru- leikann og vinnutíma hér á landi og því ekki hægt annað en að brjóta þær. Sturla segir að Vegagerðin hafi t.d. ekki gert neitt í því að útbúa hvíldaraðstöðu með snyrtingu fyrir atvinnubílstjóra við vegi landsins. Erlendis séu slíkir hvíldarstaðir með reglulegu millibili við helstu þjóð- vegi. Hér er bílstjórum vísað á plön einkaaðila og veitingastaða við þjóð- veginn, sem þó eru ekki staðsettir með tilliti til þessara reglna og að- eins opnir hluta sólarhringsins. Sturla tók sem dæmi bílstjóra á vöruflutningabíl sem ekur út á land frá Reykjavík og byrjar vinnudaginn kl. 8 að morgni. Þá á hann að gang- setja klukkuna. Svo vinnur hann í tvo tíma við að lesta bílinn og leggur af stað um kl. 10. Eftir tvo og hálfan tíma er hann kominn upp á Holta- vörðuheiði og samkvæmt reglunum á hann að stoppa og hvíla sig í 45 mínútur. Það skipti engu þótt hann sjái niður í Brú í Hrútafirði og þurfi bæði að komast á snyrtingu og fá sér að borða. Ekki heldur að óvíða sé hægt að stöðva stóran flutningabíl á heiðinni með góðu móti. Láti bíl- stjórinn sig hafa það að aka niður í Brú eða Staðarskála er hann orðinn brotlegur og má eiga von á hárri sekt og punktum í ökuskírteinið komist upp um brotið. Starfsmenn Vegaeft- irlitsins og lögreglan geta stoppað bílinn hvar sem er og lesið af skíf- unni. „Þeir sekta okkur og ætla að halda því áfram þótt það sé engin aðstaða til að fara eftir þessum reglum,“ sagði Sturla. „Vegagerðin hefur sagt mönnum að stoppa bara á planinu hjá Jóni Jóns og taka út hvíldina og gera það sem þeir þurfa þar. Við ætl- um ekki að gera neitt – bara sekta ykkur.“ Sturla sagði að ríkið færi sjálft ekki eftir Evrópureglum, t.d. um breidd þjóðveganna sem víða séu allt of mjóir og jafnvel vart ökufærir ut- an hringvegarins. Eins nefndi hann að ákvæði um hvíldartíma ættu t.d. ekki við um strætisvagnastjóra, öku- menn póstbíla, mjólkurflutningabíla eða sorpbíla. Þá bætti Sturla því við að engin ákvæði væru um hvíldar- tíma alþingismanna. Þeir gætu stað- ið í pontunni tímunum saman og sett landinu lög eftir langar vökur. „Við erum bara sektaðir“ Mjög skortir á að Vegagerðin hafi útbúið fullnægjandi hvíldaraðstöðu við þjóðvegina svo atvinnu- bílstjórar geti uppfyllt kvaðir um hvíldartíma, að sögn Sturlu Jónssonar talsmanns bílstjóra Morgunblaðið/Kristinn Skortur Sturla Jónsson segir hvíldaraðstöðu vanta við vegina. NEMENDUR úr Dulwich College í London nutu vetr- arveðurs við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi á dög- unum. Þeir skoðuðu náttúruna og höfðu gaman af að handfjalla brot úr ísjökum sem strönduðu á leið til sjáv- ar. Nemendurnir eru 12-14 ára gamlir og voru þeir hér í vettvangsferð á sviði náttúrufræði. Morgunblaðið/RAX Handfjölluðu brot úr ísjökum Nemendur úr Dulwich College í London í vettvangsferð EINAR K. Guðfinnsson sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra sagði á opnum fundi í Valhöll í gær, að frumvarp um nýja matvælalög- gjöf sem hann mælti nýverið fyrir á Alþingi, fæli í sér miklar breytingar fyrir neytendur. „Þar með erum við að taka algerlega upp matvælalög- gjöf Evrópusambandsins. Þetta breytir heilmiklu fyrir neytendurna og gerir ráð fyrir heimild til hvers konar innflutnings á kjöti sem við- urkennt er af viðurkenndum stofn- unum. Með öðrum orðum: þetta er grundvallarbreyting. Í dag er for- takslaust bann í flestum tilvikum á innflutningi á ósoðnu kjöti, en hér eftir mun þetta í sjálfu sér verða op- ið.“ Einar sagði breytinguna hafa heil- mikið í för með sér. „Þetta mun leiða til þess að við fáum meira framboð af fersku kjöti í búðunum sem mun stuðla að meiri samkeppni á kjöt- markaði.“ Einar sagði jafnframt að sam- keppnisstaða innlends landbúnaðar gæti breyst til batnaðar á tímum þar sem hækkandi heimsmarkaðsverð veldur hækkun á innfluttum mat- vælum auk gengislækkunar krón- unnar. Hvort tveggja væri neikvætt fyrir neytendur. „En þetta hefur líka þau áhrif að hlutfallsleg sam- keppnisstaða hins innlenda landbún- aðar kann að vera að breytast með jákvæðum hætti. Möguleikar okkar á að takast á við vaxandi samkeppni verða betri en áður og það er út af fyrir sig jákvætt út frá sjónarhóli ís- lensks landbúnaðar.“ Grundvallarbreyting á matvælalöggjöfinni boðuð með nýju frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Meira af fersku kjöti Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kjöt Ráðherra væntir þess að sjá ósoðið innflutt kjöt í búðunum. MAÐUR kom á slysadeild á höfuð- borgarsvæðinu aðfaranótt laugar- dags með stungusár á hálsi sem hann hafði hlotið í átökum í heima- húsi í austurborginni, að því er fram kom hjá lögreglunni. Skömmu síðar voru þrír handteknir á vett- vangi átakanna. Sá sem grunaður er um að hafa veitt manningum sárið gisti fanga- geymslur. Til stóð að yfirheyra manninn í gær. Stunginn í hálsinn VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, fól borgarlögmanni að svara erindi umboðsmanns Alþingis til borgar- ráðs frá 9. október s.l. Eftir að nýr meirihluti tók við kynnti borgarlög- maður nýjum borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, þessa ráðstöfun og staðfesti Dagur hana. Hann fól einn- ig borgarlögmanni að kynna drög að svari til umboðsmanns fyrir stýri- hópnum sem stofnaður var um mál- efni Orkuveitu Reykjavíkur. Svar- drögin voru kynnt í stýrihópnum á tveimur fundum. Þrátt fyrir að stýri- hópurinn gerði ýmsar athugasemdir við drögin rötuðu þær ekki inn í svardrög borgarlögmanns. Þetta kemur m.a. fram í svari borgarráðs við ósk umboðsmanns frá 22. febrúar sl. um frekari upplýs- ingar varðandi atburði sem tengjast áformum um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Drög að svari við þeim voru rædd í borgarráði sl. fimmtudag. Þar segir m.a.: „Rétt hefði verið að fjalla um svörin [þau fyrri] í borgarráði áð- ur en þau voru send og verður þess gætt framvegis að ganga ekki með sama hætti fram hjá kjörnum fulltrúum þegar svo háttar til.“ | 46 Athugasemd- ir ekki með STOFNAÐUR hefur verið styrkt- arsjóður til að standa straum af mögulegum sektum vegna mót- mæla bílstjóra. Sturla Jónsson segir að þurfi ekki að nota sjóðinn renni féð óskert til góðgerðarmála. Í dag gefa atvinnubílstjórar gest- um sýningarinnar Sumarið 2008 í Fífunni í Kópavogi ís og pylsur í þakklætisskyni fyrir veittan stuðn- ing undanfarna daga. Pylsur og ís ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær vegna fjórhjólaslyss í nágrenni Kleifarvatns. Ekki var talið að um alvarlegt slys væri að ræða en ökumaðurinn var á hjóli sínu langt frá vegum. Það gerði erf- itt um vik fyrir björgunarmenn að komast að honum nema á fjór- hjólum auk þess sem ástand hins slasaða bauð ekki upp á flutning öðruvísi en með þyrlu. Maðurinn var með þremur félögum sínum er hann velti hjóli sínu í hlíð austan megin Kleifarvatns. Slasaðist á fjórhjóli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.