Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÞAÐ eru sannarlega geggjaðar kröf- ur að ætlast til þess að bílstjórar uppfylli allar kvaðir samgönguráðu- neytisins án þess að skapa þeim nokkur skilyrði til þess. „Við erum bara sektaðir,“ sagði Sturla Jónsson, talsmaður atvinnubílstjóra, vegna orða Kristjáns Möller samgönguráð- herra um að kröfur atvinnubílstjóra séu „geggjaðar“. Sturla sagði þær kvaðir vera lagð- ar á atvinnubílstjóra að þeir mega ekki vinna meira en níu klukku- stundir á sólarhring, fimm daga vik- unnar og ekki lengur en fjóra og hálfa klukkustund samfleytt. Eftir 4,5 tíma verða þeir að hvíla sig amk. í 45 mínútur. Í bílunum er klukka með skífu sem skráir vinnutímann og ýmsar aðrar upplýsingar. Sturla segir að samkvæmt reglunum eigi bílstjóri að setja klukkuna í gang um leið og hann byrjar að vinna við bíl- inn. Hann segir þessar reglur ekki vera í neinu samræmi við veru- leikann og vinnutíma hér á landi og því ekki hægt annað en að brjóta þær. Sturla segir að Vegagerðin hafi t.d. ekki gert neitt í því að útbúa hvíldaraðstöðu með snyrtingu fyrir atvinnubílstjóra við vegi landsins. Erlendis séu slíkir hvíldarstaðir með reglulegu millibili við helstu þjóð- vegi. Hér er bílstjórum vísað á plön einkaaðila og veitingastaða við þjóð- veginn, sem þó eru ekki staðsettir með tilliti til þessara reglna og að- eins opnir hluta sólarhringsins. Sturla tók sem dæmi bílstjóra á vöruflutningabíl sem ekur út á land frá Reykjavík og byrjar vinnudaginn kl. 8 að morgni. Þá á hann að gang- setja klukkuna. Svo vinnur hann í tvo tíma við að lesta bílinn og leggur af stað um kl. 10. Eftir tvo og hálfan tíma er hann kominn upp á Holta- vörðuheiði og samkvæmt reglunum á hann að stoppa og hvíla sig í 45 mínútur. Það skipti engu þótt hann sjái niður í Brú í Hrútafirði og þurfi bæði að komast á snyrtingu og fá sér að borða. Ekki heldur að óvíða sé hægt að stöðva stóran flutningabíl á heiðinni með góðu móti. Láti bíl- stjórinn sig hafa það að aka niður í Brú eða Staðarskála er hann orðinn brotlegur og má eiga von á hárri sekt og punktum í ökuskírteinið komist upp um brotið. Starfsmenn Vegaeft- irlitsins og lögreglan geta stoppað bílinn hvar sem er og lesið af skíf- unni. „Þeir sekta okkur og ætla að halda því áfram þótt það sé engin aðstaða til að fara eftir þessum reglum,“ sagði Sturla. „Vegagerðin hefur sagt mönnum að stoppa bara á planinu hjá Jóni Jóns og taka út hvíldina og gera það sem þeir þurfa þar. Við ætl- um ekki að gera neitt – bara sekta ykkur.“ Sturla sagði að ríkið færi sjálft ekki eftir Evrópureglum, t.d. um breidd þjóðveganna sem víða séu allt of mjóir og jafnvel vart ökufærir ut- an hringvegarins. Eins nefndi hann að ákvæði um hvíldartíma ættu t.d. ekki við um strætisvagnastjóra, öku- menn póstbíla, mjólkurflutningabíla eða sorpbíla. Þá bætti Sturla því við að engin ákvæði væru um hvíldar- tíma alþingismanna. Þeir gætu stað- ið í pontunni tímunum saman og sett landinu lög eftir langar vökur. „Við erum bara sektaðir“ Mjög skortir á að Vegagerðin hafi útbúið fullnægjandi hvíldaraðstöðu við þjóðvegina svo atvinnu- bílstjórar geti uppfyllt kvaðir um hvíldartíma, að sögn Sturlu Jónssonar talsmanns bílstjóra Morgunblaðið/Kristinn Skortur Sturla Jónsson segir hvíldaraðstöðu vanta við vegina. NEMENDUR úr Dulwich College í London nutu vetr- arveðurs við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi á dög- unum. Þeir skoðuðu náttúruna og höfðu gaman af að handfjalla brot úr ísjökum sem strönduðu á leið til sjáv- ar. Nemendurnir eru 12-14 ára gamlir og voru þeir hér í vettvangsferð á sviði náttúrufræði. Morgunblaðið/RAX Handfjölluðu brot úr ísjökum Nemendur úr Dulwich College í London í vettvangsferð EINAR K. Guðfinnsson sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra sagði á opnum fundi í Valhöll í gær, að frumvarp um nýja matvælalög- gjöf sem hann mælti nýverið fyrir á Alþingi, fæli í sér miklar breytingar fyrir neytendur. „Þar með erum við að taka algerlega upp matvælalög- gjöf Evrópusambandsins. Þetta breytir heilmiklu fyrir neytendurna og gerir ráð fyrir heimild til hvers konar innflutnings á kjöti sem við- urkennt er af viðurkenndum stofn- unum. Með öðrum orðum: þetta er grundvallarbreyting. Í dag er for- takslaust bann í flestum tilvikum á innflutningi á ósoðnu kjöti, en hér eftir mun þetta í sjálfu sér verða op- ið.“ Einar sagði breytinguna hafa heil- mikið í för með sér. „Þetta mun leiða til þess að við fáum meira framboð af fersku kjöti í búðunum sem mun stuðla að meiri samkeppni á kjöt- markaði.“ Einar sagði jafnframt að sam- keppnisstaða innlends landbúnaðar gæti breyst til batnaðar á tímum þar sem hækkandi heimsmarkaðsverð veldur hækkun á innfluttum mat- vælum auk gengislækkunar krón- unnar. Hvort tveggja væri neikvætt fyrir neytendur. „En þetta hefur líka þau áhrif að hlutfallsleg sam- keppnisstaða hins innlenda landbún- aðar kann að vera að breytast með jákvæðum hætti. Möguleikar okkar á að takast á við vaxandi samkeppni verða betri en áður og það er út af fyrir sig jákvætt út frá sjónarhóli ís- lensks landbúnaðar.“ Grundvallarbreyting á matvælalöggjöfinni boðuð með nýju frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Meira af fersku kjöti Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kjöt Ráðherra væntir þess að sjá ósoðið innflutt kjöt í búðunum. MAÐUR kom á slysadeild á höfuð- borgarsvæðinu aðfaranótt laugar- dags með stungusár á hálsi sem hann hafði hlotið í átökum í heima- húsi í austurborginni, að því er fram kom hjá lögreglunni. Skömmu síðar voru þrír handteknir á vett- vangi átakanna. Sá sem grunaður er um að hafa veitt manningum sárið gisti fanga- geymslur. Til stóð að yfirheyra manninn í gær. Stunginn í hálsinn VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, fól borgarlögmanni að svara erindi umboðsmanns Alþingis til borgar- ráðs frá 9. október s.l. Eftir að nýr meirihluti tók við kynnti borgarlög- maður nýjum borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, þessa ráðstöfun og staðfesti Dagur hana. Hann fól einn- ig borgarlögmanni að kynna drög að svari til umboðsmanns fyrir stýri- hópnum sem stofnaður var um mál- efni Orkuveitu Reykjavíkur. Svar- drögin voru kynnt í stýrihópnum á tveimur fundum. Þrátt fyrir að stýri- hópurinn gerði ýmsar athugasemdir við drögin rötuðu þær ekki inn í svardrög borgarlögmanns. Þetta kemur m.a. fram í svari borgarráðs við ósk umboðsmanns frá 22. febrúar sl. um frekari upplýs- ingar varðandi atburði sem tengjast áformum um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Drög að svari við þeim voru rædd í borgarráði sl. fimmtudag. Þar segir m.a.: „Rétt hefði verið að fjalla um svörin [þau fyrri] í borgarráði áð- ur en þau voru send og verður þess gætt framvegis að ganga ekki með sama hætti fram hjá kjörnum fulltrúum þegar svo háttar til.“ | 46 Athugasemd- ir ekki með STOFNAÐUR hefur verið styrkt- arsjóður til að standa straum af mögulegum sektum vegna mót- mæla bílstjóra. Sturla Jónsson segir að þurfi ekki að nota sjóðinn renni féð óskert til góðgerðarmála. Í dag gefa atvinnubílstjórar gest- um sýningarinnar Sumarið 2008 í Fífunni í Kópavogi ís og pylsur í þakklætisskyni fyrir veittan stuðn- ing undanfarna daga. Pylsur og ís ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær vegna fjórhjólaslyss í nágrenni Kleifarvatns. Ekki var talið að um alvarlegt slys væri að ræða en ökumaðurinn var á hjóli sínu langt frá vegum. Það gerði erf- itt um vik fyrir björgunarmenn að komast að honum nema á fjór- hjólum auk þess sem ástand hins slasaða bauð ekki upp á flutning öðruvísi en með þyrlu. Maðurinn var með þremur félögum sínum er hann velti hjóli sínu í hlíð austan megin Kleifarvatns. Slasaðist á fjórhjóli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.