Morgunblaðið - 07.05.2008, Page 1

Morgunblaðið - 07.05.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 124. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is SYNGJANDI BÓLSTRARI GLEYMDI SÉR VIÐ ÚTSAUMINN SIGURJÓN SJÚSSBERT >> 19 LEGGHLÍFAR OG AXLAPÚÐAR FYRIR NÝJA KYNSLÓÐ >> 36 SÖNG- LEIKUR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í NÝRRI landhelgisgæsluáætlun fyrir ár- in 2008-2010 sem kynnt var í gær eru boðaðar svo umfangsmiklar breytingar á starfsemi Landhelgisgæslunnar að segja má að bylting verði á starfseminni, verði hún að veruleika. Ekki er búið að sam- þykkja aukin fjárframlög til Gæslunnar en ljóst er að það myndi kosta mörg hundruð milljónir króna að hrinda áætluninni í framkvæmd. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í gær að auknar siglingar stórra skipa, þ. á m. olíu- og gasskipa um norð- urslóðir væru helsta ástæðan fyrir því að efla þyrfti Landhelgisgæsluna. Samkvæmt áætluninni á að auka á út- hald varðskipanna verulega. Á næsta ári er ætlunin að tvö varðskip verði að jafnaði á sjó í einu, hvort staðsett í sínum lands- hluta. Frá og með 2010, eftir að nýtt varð- skipið verður tekið í notkun verði þrjú varðskip að jafnaði á sjó í einu. Á Ægi og Tý eru 18 manns í áhöfn í hverri siglingu en vegna fría þarf í heild 27 manns í áhöfn hvors skips. Til að hægt sé að auka úthaldið þarf að skipta áhöfn- unum út. Þurfa 36 manns að vera í áhöfn hvors skips. Þetta er 33% fjölgun frá árinu 2007. Frá og með árinu 2010 verða því tvöfalt fleiri í áhöfnum varðskipanna en eru nú; 108 skipverjar í stað 54, þegar áhöfn nýja skipsins er talin með. Aukinn rekstrarkostnaður skipastólsins gæti num- ið 250 milljónum. Í heild myndi starfs- mönnum Gæslunnar fjölga úr um 170 í allt að 250. Ratsjárstöðvar í landi Aukið úthald varðskipanna er aðeins einn liður í auknu eftirliti og björg- unarþjónustu. Markmið Gæslunnar er að innan tveggja ára ráði hún yfir búnaði og upplýsingum til að fylgjast með allri skipaumferð við Ísland. Í þeim tilgangi verður m.a. unnið að því að koma upp rat- sjárstöðvum í landi sem munu fylgjast með skipaumferð á helstu siglingaleiðum. Jafnframt verður unnið að því að öll skip, íslensk sem erlend, sem hafa leyfi til at- hafna innan efnahagslögsögu Íslands verði í sjálfvirku tilkynningaskyldukerfi fyrir árslok 2009. Sjófarendur verða áþreifanlega varir við þessa uppbyggingu Gæslunnar – enda er það tilgangurinn – því auka á skyndiskoð- anir um borð í skipum þannig að árið 2010 verði farið um borð í 10% íslenskra skipa sem stunda veiðar á Íslandsmiðum og jafnframt um borð í 10% erlendra skipa sem eiga leið um efnahagslögsöguna. | 8 Bylting hjá Gæslunni Þrjú varðskip verði að jafnaði á sjó í einu Ljósmynd/Landhelgisgæslan Á leiðinni Nýtt varðskip verður vænt- anlega tekið í notkun síðla árs 2009. „ÞAÐ virðist vera að þessi vax- andi titringur í kringum Íran og óróleiki milli Bandaríkja- manna og Írana hafi valdið því að menn eru farnir að tala um það að olíuverðið muni hækka. Það virðast ekki vera nein tak- mörk á þessari veikingu á doll- aranum. Menn hamra alltaf stöðugt á því að það sé hún sem sé drifkrafturinn að baki þessu háa olíuverði núna,“ segir Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá N1, um horfurnar um olíuverðið. Olíuverðið hefur farið stöð- ugt hækkandi á síðustu miss- erum og fullyrðir Mamdouh G. Salameh, sérfræðingur hjá Al- þjóðabankanum, að þriðja olíu- kreppan sé þegar hafin og að ólíkt þeim fyrri sé ástæðan nú fyrst og fremst stóraukin eft- irspurn. Búast megi við því að verðið á tunnu af hráolíu muni hækka í 150 dali næstu miss- erin. Heimsvinnslan á olíu hafi þegar náð hámarki árið 2004 og ljóst að nýir olíufundir muni engu um það breyta. Heims- birgðirnar á olíu séu stórlega ofmetnar og verðið muni því haldast hátt um alla framtíð. „Við erum fyrst og fremst að horfa á þetta frá degi til dags og auðvitað spyrjum við okkur: Hvar endar þetta? Það er verið að spá því núna að það verði samdráttur á birgðum bensíns í Bandaríkjunum. Það er slæmt,“ segir Magnús Ásgeirsson. | 9 Auðlind Eftirspurn eftir olíu hefur aukist mikið undanfarið. Reuters Olíutunnan gæti farið í 150-200 dali Þriðja olíu- kreppan hafin Magnaðar stundir í leikhúsinu Dagbók Önnu Frank >> 37 Leikhúsin í landinu BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að gengið yrði að kauptilboði Novators í Fríkirkjuveg 11. „Þetta hefur verið langt, strangt og skringilegt ferli,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borg- arstjórnar, og fagnaði því að ferlinu væri loksins lokið. Í breytingartillögu sem Ólafur F. Magnússon, borg- arstjóri, lagði fram og samþykkt var á fundinum kemur fram að ekki verði aðrar breytingar gerðar á Hall- argarðinum en þær er lúta að aðkomutorgi sunnan við húsið til að bæta aðgengi almennings. Engar breytingar verði gerðar á garðinum sjálfum. Almenningi verði einnig tryggt óskert að- gengi að garðinum. | 11 Söluferlinu lokið Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is YFIR 22.000 manns fórust í felli- bylnum í Búrma og 41.000 manns er enn saknað fimm dögum eftir að óveðrið gekk yfir suðurströnd landsins. Embættismenn Samein- uðu þjóðanna sögðu í gær að allt að milljón manna kynni að vera heimilislaus. Mjög erfitt er að koma hjálp- argögnum til bæja sem urðu verst úti þar sem vegir eru ónýtir og stór svæði undir vatni. Starfs- menn hjálparstofnana segja að ástandið á hamfarasvæðunum sé skelfilegt og lík liggi eins og hrá- viði á hrísgrjónaökrum. Fólk, sem lifði óveðrið af, hefur verið matar- og vatnslaust í fimm daga. Óttast farsóttir Óttast er að margir þeirra, sem komust lífs af, deyi úr hungri, vosbúð eða af völdum farsótta sem geta blossað upp vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. „Við óttumst mest að eftirköstin verði mannskæðari en fellibylur- inn sjálfur,“ sagði Caryl Stern, formaður landsnefndar Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Bandaríkjunum. Richard Horsey, talsmaður stofnunar sem samhæfir hjálpar- starf Sameinuðu þjóðanna, sagði að mjög erfitt yrði að flytja hjálp- George W. Bush Bandaríkja- forseti bauðst til að senda banda- rísk herskip til að aðstoða við hjálparstarfið. Herforingjastjórn- in hefur sagt að hún sé tilbúin til að þiggja alþjóðlega aðstoð en semja þurfi um hana. Starfsmenn hjálparstofnana bíða enn eftir vegabréfsáritunum til að geta far- ið til Búrma. ekki forgang í neyðaraðstoðinni, heldur vatn og skjól.“ Íbúar Búrma eru um 57 millj- ónir og tæpur fjórðungur þeirra býr á hamfarasvæðunum. Um 95% íbúðarhúsanna í Bogalay, 190.000 manna borg, skoluðust burt í 3,5 metra hárri flóðbylgju og flestir íbúanna eru heimilis- lausir. argögn á hamfarasvæðin og nota þyrfti þyrlur og báta til að koma þeim til afskekktustu svæðanna. „Við höfum mestar áhyggjur af sjúkdómum sem berast með vatni,“ sagði hann. „Þess vegna er mjög áríðandi að sjá fólkinu fyrir hreinu vatni. Síðan koma mosk- ítónetin, eldunaráhöldin og fötin næstu dagana. Matvælin hafa Óttast að 60.000 manns hafi farist í Búrma Reuters Vatnsskortur Íbúar Yangon þvo sér og sækja vatn á götu í borginni. Mikill vatnsskortur er í Yangon og nær öll borgin er án rafmagns. A.m.k. 670 manns fórust í óveðrinu í Yangon en tugir þúsunda við strönd landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.