Morgunblaðið - 07.05.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 07.05.2008, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Skúli RagnarJóhannsson fæddist í Sand- gerði 18.nóvember 1952. Hann lést á heimili sínu í Sand- gerði 28. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Fanney Ingi- björg Sæbjörns- dóttir f. 23.2. 1923 og Jóhann Óskar Þorkelsson f.13.11. 1915, d. 25.6. 1999. Systkini Skúla eru Edda Sigurveig f. 1946, Sig- urður Þorkell f. 1948, Ásta Sæ- björg f. 1948, Ingibjörn Guðjón f. 1949, Sesselja Sigríður f. 1950, Hulda Ósk f. 1951, Óskar Fann- berg f. 1955, Svan- hvít Sigríður f. 1959. Skúli kvænt- ist 7.10. 1978 Sól- rúnu Maríu Hen- riksdóttir f. 13.7. 1958. Börn þeirra eru Vilhjálmur f. 10.8. 1979, Svava Kristín f. 2.1. 1982, Hrafnhildur f. 11.12. 1986, unn- usti hennar er Almar Viktor Þór- ólfsson f. 20.1. 1988. Útför Skúla verður gerð í dag frá Safnaðarheimilinu í Sand- gerði og heft athöfnin kl. 14. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja frá eiginkonu og börnum. Skúli Ragnar Jóhannsson ✝ Jóhannes SölviSigurðsson var fæddur á Brekku í Sveinsstaðarhreppi þann 11. júní 1921. Hann lést á Lands- spítalanum að kvöldi 30. apríl sl. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigurður Jóhann- esson f. 20.5. 1895, d. 1960 og Kristín J. Jónsdóttir f. 29.8. 1891, d.1984. Bræður hans eru: Björn f. 4.6. 1918, d. 1959, Ingi- mar f. 3.8. 1924, d. 2005, Sigurður Hilmar f. 4.3. 1927 og Þórketill f. 25.7. 1930, d.1995. Jóhannes Sölvi kvæntist 23.5. 1959 Halldóru Ólafsdóttur f. 5.6. 1928 frá Eyri við Seyðisfjörð. For- eldrar hennar voru Ólafur Hálf- dánarson f. 4.8. 1891, d. 1973 og María Rögnvaldsdóttir f. 13.1. 1891, d. 1989. Börn Jóhannesar Sölva og Hall- dóru eru: Guðmundur Sigurður f. 7.9. 1958. Björn f. 2.8. 1960, sambýliskona Eva Hjaltadóttir f. 26.2. 1958, börn þeirra: a) Bjarkey f. 26.4. 1980, börn hennar Efemía Rún og Þóra Berglind, b) Logi f. 13.6. 1985 sambýliskona Heiðdís Traustadóttir f. 1983, c) Perla Dögg f. 26.8. 1988, d) Hjalti f. 8.7. 1994. Lind f. 2.11. 1952. Sambýlismaður Jón Stefánsson. Börn Jóhönnu Lindar frá fyrra hjónabandi eru: a) Salóme Halldóra f. 11.11. 1969, maður hennar Úlfar Ægir Þórðarson f. 6.1. 1963, börn þeirra: Orri Levi, Gunnar Hlynur og Lára Sólveig. b) Jón Birgir Gunnarsson f. 23.10. 1971, hans kona Edda Svanhildur Holmberg f. 27.6. 1962, börn þeirra: Heiðar Hólmberg og María Lind. c) Bald- ur Smári f. 14.12. 1976, kona hans Dagbjört Hildur Torfadóttir f. 9.3. 1979, börn þeirra: Máney Dís og Sóldís Eva. Á yngri árum starfaði Jóhannes Sölvi aðallega sem bifreiðastjóri á stórum fólksflutningabílum og einnig um árabil hjá Vélasjóði rík- isins við skurðgröft víða um land. Sumarið 1957 var örlagaríkt í lífi Jóhannesar Sölva því þá vann hann á skurðgröfunni vestur í Ísa- fjarðadjúpi og kynntist þar Hall- dóru konuefni sínu. Árið 1959 gengu þau í hjónaband. Þá lá leið þeirra að Gilsstöðum í Vatnsdal þar sem Jóhannes Sölvi gerðist ráðsmaður hjá systkinunum Magn- úsi og Emilíu í eitt ár. Árið 1960 hófu þau búskap á Hellu á Árs- skógsströnd þar sem þau bjuggu til ársins 1967 en þá festu þau kaup á jörðinni Skálá í Sléttuhlíð, Skagafirði. Árið 1980 brugðu þau búskap og fluttu búferlum í Kópa- vog. Eftir það starfaði Jóhannes Sölvi við akstur og fl. Samhliða búskapnum sem og öðrum störfum sinnti Jóhannes Sölvi hesta- mennsku, sem var alla ævi hans aðal-áhugamál. Útför Jóhannesar Sölva fer fram frá Kópavogskirkju í dag, miðvikudaginn 7. maí og hefst kl. 13. Rannveig María f. 10.6. 1961, hennar maður Árni Guðni Einarsson f. 12.3. 1955, börn þeirra eru: a) Jóhannes Ingi f. 21.5. 1982, b) Ein- ar Ágúst f. 1.8. 1984, sambýliskona hans Sigurleif Ólafsdóttir f. 7.2. 1984, barn þeirra er Ísak Smári, c) Guðrún Dóra f. 15.3. 1992. Guðbjörg Sólveig f. 27.8. 1963, synir hennar: a) Pétur Friðrik f. 15.3. 1989, b) Sölvi Þór f. 31.1.1993. Ólafur Ágúst f. 7.2. 1967, hans kona Kirsten Winum Hansen f. 15.7. 1967, synir þeirra: a) Sigurd Olaf f. 31.1. 1999, b) Peter August f. 10.6. 2000, c) Tomas Björn f. 4.12. 2004. Ingimar Þór f. 3.9. 1969, hans kona Tinnu Manswell Stef- ánsdóttur f. 13.3. 1973, börn þeirra: a) Stefán Ólafur f. 14.1. 1997, b) Dagur f. 24.1. 2002, c) Freyr f. 23.3. 2005, dóttir Ingi- mars Rebecka Dóra f. 13.8. 1992 og uppeldisdóttir Hrafnhildur Ása f. 30.10. 1991. Fyrir átti Jóhannes Sölvi Krist- ínu f. 19.5. 1955, maður hennar Sigurjón Snær Friðriksson f. 17.3.1953, sonur þeirra Arnar Snær f. 18.1. 1985. Uppeldisdóttir Jóhannesar Sölva, dóttir Halldóru er Jóhanna Þann 30. apríl lést pabbi, Jó- hannes Sölvi. Kallið er komið, pabbi er dáinn. Hann fæddist 1921 og hefði því orðið 87 ára í júní. Hann var sonur Guðmundar Sig- urðar Jóhannessonar og Kristínar Jónsdóttur. Bræður hans voru Björn, Ingimar, Þórketill og Sig- urður Hilmar sem lifir bræður sína. Pabbi giftist 1959 Halldóru Ólafsdóttur sem lifir mann sinn. Ég er elst barna pabba og á hann mig fyrir hjónaband þeirra Hall- dóru. Þau eignast saman tvær dætur og fjóra syni, en fyrir átti Halldóra eina dóttur. Maður er aldrei búinn undir andlát nákominna ættingja og því er þetta erfið stund nú, ég sakna pabba sárt og sértaklega þess að geta ekki talað við hann og séð hann, en fallegar og góðar minn- ingar lifa í hjarta mínu. Pabbi byrjaði ungur að vinna eins og tíðkaðist í hans ungdæmi. Hann varð svo síðar bóndi á Skála í Sléttuhlíð í Skagafirði og síðar bifreiðarstjóri eftir að hann flutti suður, en mörg önnur störf vann hann áður en hann varð bóndi. Veikindi settu mark sitt á hann seinustu ár og hefur hann orðið hvíldinni feginn. Ég er heppin að eiga mörg systkini og nú getum við rifjað upp svo margt um pabba. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Sigurjón og Arnar þakka fyrir allar stundir með þér. Minning þín lifir, megir þú hvíla í friði, pabbi minn. Þín dóttir Kristín. Mig langar með örfáum orðum að kveðja uppeldisföður minn sem borinn er til grafar í dag, miðviku- daginn 7. maí. Þegar kemur að þessari óum- flýjanlegu kveðjustund okkar mannanna taka minningarnar að streyma fram. Ein af fyrstu minn- ingum mínum um þig er frá því Siggi bróðir fæddist, en þá var ég að verða sex ára. Ég spurði mömmu hvort ég mætti ekki kalla hann Jóhannes pabba, því ef ég kallaði hann Jó- hannes þá myndi litli bróðir gera það líka en hann væri nú alvöru pabbi hans. Mamma játti því en sagði að ég skyldi spyrja hann sjálfan líka sem ég og gerði. Svar þitt var afdráttarlaust. „Jú, auð- vitað ég er líka pabbi þinn“ og við það stóðst þú alla tíð. Einhvern tíma þegar ég var orðin eldri man ég að kona sem ekki þekkti fjöl- skylduna vel talaði um hvað krakkarnir þínir væru öll lík þér, og þá sérstaklega elsta stelpan, hún væri nú bara alveg eins og þú. Sú stelpa var ég og mikið hlógum við að þessu. Sennilega var þetta ekki eins fyndið og fráleitt og við héldum, heldur bara sannleikur. Já, pabbi minn, kannski var það af því að við vorum svo lík að við átt- um ekki alltaf skap saman. Leiðir okkar hafa stundum skilið en allt- af legið saman aftur sem betur fer. Ég hef þá trú að við eigum enn á ný eftir að hittast og ræða málin og rifja upp góðar minn- ingar þegar ég kem þangað sem þú ert nú. Að lokum bið ég Guð að gefa þinni duglegu konu, henni mömmu minni, styrk á þessum erfiðu tíma- mótum og votta henni og systk- inum mínum alla mína samúð. Jóhanna Lind. Jóhannes Sölvi Sigurðsson Elsku afi. Þú og ég náðum aldrei að tala mikið saman. En þau fáu skipti sem ég kom til Íslands eða þú til Svíþjóðar og ég hitti þig lærði ég mjög mikið um hvernig allt var og hvernig allt er. Ég óska þess að ég og þú hefðum hist oftar og talað sam- an. Ég elska þig afi og sakna þín mjög mikið. Sölvi Þór. HINSTA KVEÐJA ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, EINARS ÞORGEIRSSONAR, Heimalind 28, Kópavogi. Sigrún Edvardsdóttir, Runólfur Einarsson, Þórunn Halla Unnsteinsdóttir, Laufey Karítas Einarsdóttir, Jónas Haukur Einarsson, Magnús Ingvar Þorgeirsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Ingigerður G. Þorgeirsdóttir, Ingólfur Guðnason Anna Þorgeirsdóttir, og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar og tengdamóður, ÖNNU MARGRÉTAR ÞORKELSDÓTTUR. Vilhjálmur Hjálmarsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Páll Vilhjálmsson, Kristín Gissurardóttir, Sigfús Vilhjálmsson, Jóhanna Lárusdóttir, Stefán Vilhjálmsson, Helga Frímannsdóttir, Anna Vilhjálmsdóttir, Garðar Eiríksson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LEÓ GUÐBRANDSSON fyrrv. sparisjóðsstjóri í Ólafsvík, Núpalind 2, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 9. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Helga Kristín Lárusdóttir, Ásta Lára Leósdóttir, Þorvarður Sæmundsson, Guðbrandur R. Leósson, Gunnhildur Tryggvadóttir, Erla Leósdóttir, Hjörtur Þorgilsson, Ágúst H. Leósson, Sigrún Ellertsdóttir, Þröstur Leósson, Steinunn Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mágkona og frænka, VILBORG ÓSK ÁRSÆLSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, Vesturhólum 21, Reykjavík, sem lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 29. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 8. maí kl. 13.00. Finnbogi G. Kristinsson, Kristinn Finnbogason, Pálína K. Pálsdóttir, Guðrún H. Ársælsdóttir, Páll H. Ársælsson, Sigurður Ársælsson, Anna Dóra Guðmundsdóttir og systkinabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, PÁLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Birkimel 10, Reykjavík. Kristín Björk Friðbertsdóttir, Friðbert Friðbertsson, Soffía Huld Friðbjarnardóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Guðrún Gyða Hauksdóttir, Jóhann Grímur Friðbertsson, Kristine Feldthus og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.