Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
ÍTARLEGA er fjallað um markmið
og áherslur Landhelgisgæslunnar í
landhelgisgæsluáætlun fyrir árin
2008-2010 sem kynnt var á blaða-
mannafundi í flugskýli Gæslunnar í
Nauthólsvík í gær. Verði allt að
veruleika sem áætlunin boðar er
ljóst að starfsemi Gæslunnar mun
stóraukast og eftirlitsgeta hennar og
geta til björgunarstarfa verður
meiri en nokkru sinni fyrr. Georg
Kr. Lárusson, forstjóri Landhelg-
isgæslunnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki væri ofmælt
að tala um að bylting yrði á starf-
semi Gæslunnar.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra tók þó skýrt fram á blaða-
mannafundinum að áætlunin væri
ekki fjárhagslega skuldbindandi og
fjárveitingavaldið ætti eftir að
leggja blessun sína yfir hana. Áætl-
unin væri hins vegar mikilvægur
grunnur fyrir Landhelgisgæsluna til
að byggja á og hún sýndi hvað Gæsl-
an gæti gert með þeim nýja tækja-
búnaði sem hún mun fá til afnota á
næstu árum.
Auknar siglingar stórskipa
Meðal þess sem kemur fram í
áætluninni er að gert er ráð fyrir að
flutningur á eldsneyti frá Norð-
vestur-Rússlandi og Norður-Noregi
aukist mjög á næstu árum. Árið 2015
er t.a.m. gert ráð fyrir að 500 olíu-
skip, yfir 100.000 tonn hvert, fari um
íslensku efnahagslögsöguna. Jafn-
framt er búist við að siglingar stórra
skemmtiferðaskipa aukist frá því
sem nú er en árið 2006 komu 77 slík
skip við á Íslandi.
Það eru einmitt þessar auknu sigl-
ingar olíu- og gasflutningaskipa auk
umferðar skemmtiferðaskipa sem
Björn Bjarnason sagði að væru meg-
inástæða þess að efla þyrfti Land-
helgisgæsluna. Hlýnun loftslags
hefði gert það að verkum að farið
væri að nota siglingaleiðir umhverfis
Ísland sem hefðu lítt eða ekki verið
notaðar hingað til. Þessi nýja heims-
mynd kallaði á breytta örygg-
isgæslu. Á þessu væri tekið í land-
helgisgæsluáætluninni. „Ég er líka
þeirrar skoðunar að borgaralegt eft-
irlit borgaralegra löggæslustofnana
skipti meira máli varðandi þessi ör-
yggismál heldur en hernaðarleg
uppbygging,“ sagði hann. Björn vildi
ekki ræða um það hvaða kostnaður
hlytist af áætluninni, yrðu öll atriði
hennar að veruleika, það væri seinni
tíma mál.
Allir verði varir við Gæsluna
Meðal helstu markmiða sem
Gæslan setur sér í áætluninni er að
auka öryggis- og löggæslu á hafinu
þannig að öll skip sem sigla um lög-
söguna verði vör við gæslueiningar,
þ.e. skip, flugvélar eða þyrlur, með
einum eða öðrum hætti. Þetta er
ekkert smávegis verkefni í ljósi þess
að efnahagslögsagan er gríðarstór,
hátt í 800.000 ferkílómetrar og á
hverjum degi eru að jafnaði um 300
íslensk skip í lögsögunni, stundum
aðeins 50 en stundum allt upp í 800.
Þessu markmiði á að ná með auknu
úthaldi varðskipa og með eftirlits-
flugi á þyrlum og flugvél Gæslunnar.
Eftirlitið lýtur jafnt að fisk-
veiðistjórn, mengunarvörnum og
vörnum gegn hryðjuverkavá, svo
helstu atriði séu nefnd.
Einnig á að auka eftirlitið með því
að bæta við ratsjám í landi sem geta
fylgst með skipaumferð, auka kaup á
gervitunglamyndum og efla sam-
starf við erlendar stofnanir. Ein slík
ratsjá er nú þegar í Vestmanna-
eyjum og er ætlunin að bæta annarri
við á Reykjanesi innan skamms.
Stytta viðbragðstíma
Fyrir utan öryggis- og löggæslu á
hafinu umhverfis Ísland fer Land-
helgisgæslan með yfirstjórn leitar-
og björgunar innan íslenskrar efn-
hagslögsögu og á nærliggjandi al-
þjóðlegum hafsvæðum. Leitar- og
björgunarsvæðið er raunar ríflega
tvöfalt stærra en efnahagslögsagan
og spannar um 1,8 milljóna ferkíló-
metra svæði. Varla þarf að fjölyrða
um að lífslíkur sjófarenda sem þurfa
að yfirgefa skip sitt byggjast á því að
björgunartæki séu sem skemmst
undan og í áætluninni er ítarlega
fjallað um hvernig stytta megi við-
bragðstíma Gæslunnar – skipa, flug-
véla og þyrlna.
Í áætluninni er miðað við að á
næsta ári verði ávallt tvö varðskip á
sjó og frá árinu 2010, þegar nýtt
varðskip bætist í flotann, verði að
jafnaði þrjú skip á sjó. Þetta myndi
stytta verulega viðbragðstíma varð-
skipanna. Ef aðeins eitt skip er sjó-
fært er hámarksviðbragðstími innan
efnahagslögsögunnar 46 klukku-
stundir, með tveimur er hann 23
klukkustundir og með þremur skip-
um yrði hann 18 klukkustundir. Eft-
ir því sem fleiri varðskip eru á sjó
lengist einnig flugþol og öryggi
þyrlnanna því þær verða með búnaði
til að taka eldsneyti af skipunum.
Aukið úthald krefst fleiri skipverja
og þyrfti að fjölga í áhöfnum um 33%
frá því sem nú er.
Gæslan stefnir einnig að því að
stytta viðbragðstíma þyrluáhafna úr
um 30 mínútum í 15 mínútur. Þetta
verður gert með því að áhafnirnar
verða á vakt á flugvelli frá og með
2009. Jafnframt verður sett bakvakt
á flugvél Gæslunnar árið 2010.
Eftirlit og geta til björgunarstarfa
verði meiri en nokkru sinni fyrr
Morgunblaðið/G. Rúnar
Splunkuný Sænska strandgæslan fékk sína Dash 8Q-300 vél afhenta frá kanadísku Bombadier-verksmiðjunni 2.
maí og sýndi gripinn í tengslum við blaðamannafundinn í gær. Gæslan fær alveg eins vél næsta sumar.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Gæslan Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Georg Kr. Lárusson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, kynna landhelgisgæsluáætlun 2008-2010.
Í HNOTSKURN
»Nýtt varðskip kostar 34 millj-ónir evra, um fjóra milljarða
króna. Afhent í árslok 2009.
» Ný flugvél af gerðinni Dash8-Q300 verður afhent næsta
sumar. Vélin er m.a. búin full-
kominni eftirlits- og leitarratsjá,
hitamyndavél og hliðarratsjá
sem nýtist sérstaklega vel við
mengunareftirlit. Verðið er 36,6
milljónir bandaríkjadala, 2,8
milljarðar króna.
» Miðað er við að þrjár nýjarbjörgunarþyrlur verði af-
hentar á árunum 2011-2014.
Efla á starfsemi Gæsl-
unnar á öllum sviðum,
hvort sem um ræðir
gæslu landhelginnar og
löggæslu á hafinu,
björgun og meng-
unarvarnir.
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra hefur skipað Söndru Baldvins-
dóttur í embætti héraðsdómara við
Héraðsdóm Reykjaness frá og með
15. maí næstkomandi.
Sandra hefur verið settur héraðs-
dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
að undanförnu.
Aðrir umsækjendur um embætti
héraðsdómara voru:
Anna Mjöll Ketilsdóttir lögfræð-
ingur, Guðmundur Kristjánsson
hæstaréttarlögmaður, Halla Bach-
mann Ólafsdóttir, lögfræðingur hjá
Tryggingastofnun ríkisins, Halldór
Björnsson, aðstoðarmaður hæsta-
réttardómara, Jón G. Briem, hæsta-
réttarlögmaður og Unnur Gunnars-
dóttir, skrifstofustjóri í
samgönguráðuneytinu.
Nýr dómari við Hér-
aðsdóm Reykjaness
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
HÁTT á fjórða hundrað kvenna hefur
skráð sig á ráðstefnuna Tengslanet
IV – Völd til kvenna sem haldin verð-
ur í lok mánaðarins. Dr. Herdís Þor-
geirsdóttir, prófessor við lagadeild
Háskólans á Bifröst, stendur fyrir
ráðstefnunni en hún var haldin fyrst
árið 2004 og mættu þá 160 konur. Að
sögn Herdísar hefur ekki liðið einn
dagur frá því opnað var fyrir skrán-
ingar í mars að ekki hafi kona skráð
sig til þátttöku. „Það stefnir í algera
metaðsókn.“
Þema ráðstefnunnar er „Konur og
réttlæti“ og munu fjölmargar þekktar
íslenskar konur halda fyrirlestra. T.d.
munu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ut-
anríkisráðherra, Hanna Birna Krist-
jánsdóttir, forseti borgarstjórnar,
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi
ráðherra, og Hjördís Hákonardóttir
hæstaréttardómari stjórna um-
ræðum. Þá munu m.a. Vigdís Gríms-
dóttir rithöfundur og Svanhildur
Hólm Valsdóttir sjónvarpskona flytja
erindi um efni á
borð við pólitíska
rétthugsun og
kvenorkuna í at-
vinnulífinu.
Tveir fyrirles-
aranna koma er-
lendis frá. Maud
de Boer Buquic-
chio er annar
framkvæmda-
stjóri Evrópu-
ráðsins og er hún fyrsta konan til að
gegna því starfi. „Innan lögsögu Evr-
ópuráðsins eru 46 aðildarríki og þar
búa 800 milljónir. Hún hefur farið um
flest þessara ríkja og flutt fyrirlestra
og er með fingurinn á púlsinum
hvernig mannréttinda- og jafnréttis-
málum er háttað víða,“ segir Herdís.
Þá er aðalfyrirlesari ráðstefnunnar
Judith Resnik, prófessor við lagadeild
Yale-háskólans í Bandaríkjunum.
„Ég hef reynt að fá hana af og til í
gegnum árin af því hún þykir svo
skemmtilegur fyrirlesari,“ segir Her-
dís og bendir á að fyrir skömmu valdi
Lögmannafélag Bandaríkjanna Res-
nik sem athyglisverðasta fræðimann-
inn á sviði lögfræðinnar en fáum kon-
um hefur hlotnast sá heiður. „Þema
ráðstefnunnar, konur og réttlæti, er
að nokkru leyti tileinkað henni en hún
hefur fjallað mikið um konur og rétt-
arríkið. Hún vill ekki tala um það sjálf
en þær sem hafa fengið þessa útnefn-
ingu áður hafa farið í Hæstarétt
[Bandaríkjanna]. Þetta er stórmerki-
leg fræðikona.“
Ólíkar konur úr öllum geirum
„Það eru alltaf sömu hlutirnir sem
við erum að fást við,“ segir Herdís.
„Hvernig aukum við áhrif kvenna í
samfélaginu? Hvernig samræmum
við fjölskylduábyrgðina og atvinnulíf-
ið? Hvernig náum við þessum mark-
miðum? Öllum þessum vinklum er
velt upp.“ Herdís segir það skemmti-
lega við tengslanetið vera þennan
fjölda ólíkra kvenna sem ræðir þessi
málefni. „Þarna eru konur á öllum
aldri og úr öllum geirum. Konur í vel-
flestum lögum samfélagsins. Þar
kemur þessi dýnamík. Hún væri ekki
væri hópurinn einsleitur.“
Stefnir í metaðsókn
á kvennaráðstefnu
Fjórða árið sem Tengslanet IV – Völd til kvenna fer fram
Herdís
Þorgeirsdóttir