Morgunblaðið - 07.05.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 07.05.2008, Síða 19
|miðvikudagur|7. 5. 2008| mbl.is daglegtlíf Ég söng hástöfum á trak-tornum á Stóra-Ási íBorgarfirði þegar ég varpolli, en ég var sendur þangað í sveit þegar ég var sex ára og var þar nokkur sumur,“ segir Sig- urjón Kristensen og hlær að minn- ingunni en hann hefur alla tíð verið söngglaður maður og gekk í Karla- kór Reykjavíkur fyrir rúmum tveim- ur áratugum, þá aðeins nítján ára gamall. „Það var helber tilviljun. Ég var staddur á einhverri árshátíð sem endaði með söng úti í horni eins og oft vill verða. Þar heyrði Ragnar Einarsson í mér sem þá var með- limur í Karlakór Reykjavíkur. Hann var búinn að bóka mig í prufu hjá Páli Pampichler stjórnanda kórsins tveimur dögum seinna og ég komst inn sem fyrsti tenór.“ Gleymdi sér alveg við útsaum Sigurjón á ekki langt að sækja tónelskuna, því hann er sonur Karls Kristensen, sem er þrælmúsíkalskur og spilar á hvaða hljóðfæri sem er og hefur líka samið heilmikið bæði af lögum og textum. Eins er bróðir hans Guðmundur Vignir, betur þekktur sem Kippi Kaninus, raftónlistarmaður og mikill söngv- ari. En Sigurjóni er fleira til lista lagt en að syngja. Hann er lærður bólstr- ari og segir hvers konar handverk ævinlega hafa höfðað til sín. „Handavinna og smíðar voru uppáhaldsfögin mín þegar ég var krakki. Þegar ég komst í leðurvinnu í gagnfræðaskóla var ég alveg heill- aður og þegar við strákarnir vorum látnir sauma út gleymdi ég mér al- veg. Ég datt eiginlega úr sambandi af því mér fannst svo gaman. En þetta liggur sjálfsagt líka í blóðinu, rétt eins og söngurinn, því mamma mín, Gréta Sigurjónsdóttir, er ansi góð í höndunum og ég á forföður sem var silfur- og koparsmiður. Fóstur- afi minn var með leðurverkstæði á Víðimelnum og ég var mikið að sniglast þar og fylgjast með honum búa til skólatöskur og annað úr leðri.“ Tók próf með ráðherrabréfi Sigurjón segist hafa lært til bólstrara vegna fjölbreytninnar sem starfið býður upp á. „Ég vildi vinna við að gera eitthvað í höndunum, það lá alveg ljóst fyrir. Og ég heillaðist af bólstrun þegar ég kynntist meist- aranum mínum, Sveini Halldórssyni, þegar ég vann hjá fyrirtækinu Pétri Snæland fyrir rúmum tuttugu árum. Ég var kominn á samning hjá honum átján ára og ég var eini bólstrara- neminn á landinu.“ Sigurjón segir að vegna fæðar nemenda hafi kennslan í faginu fallið niður hjá Iðnskólanum og nú þurfi þeir sem leggja þetta fyrir sig að fara út fyrir landsteinana til að klára. „Ég tók á sínum tíma sveinspróf með ráðherrabréfi, en slík bréf eru ekki gefin út lengur.“ Eftir nám var Sigurjón lengi vel sjálfstæður einyrki og tók að sér fjölbreytt verkefni. „Á þeim tíma öðlaðist ég víðtæka og dýrmæta reynslu. Ég var til dæmis heilmikið í því að leðurklæða bílsæti en það krefst mikillar nákvæmni. Eins vann ég um tíma hjá Leðuriðjunni Atson og var þá að sauma veski en þá gat eitt spor skipt sköpum, svo það var eins gott að vera nákvæmur.“ Fyrir fjórum árum keypti Sigurjón sig inn í fyrirtækið GÁ húsgögn í Ármúla, þar sem hann starfar. „Nú erum við fjórir bólstrarar sem eigum þetta saman, þar á meðal stofnandinn, Grétar Ágústsson. Auk þess erum við með eina bólstraranemann á Ís- landi hjá okkur í læri. Þetta er mjög spennandi og verkefnin fjölbreytt. Ég tek mikinn þátt í hugmyndavinn- unni en ég er líka sterkur á svellinu þegar kemur að því að sníða og sauma. Við sérhæfum okkur í að smíða húsgögn eftir óskum fólks og við förum á staðinn og tökum mál, til dæmis ef sófi á að smellpassa inn í eitthvert ákveðið rými. Auk þess sjáum við um viðhald og framleiðslu á húsgögnum á mörgum hótelum og veitingastöðum um allt land. Hér er íslensk framleiðsla og við erum með trésmíðaverkstæði við hliðina á okk- ur, þar sem þrír menn smíða grindur fyrir okkur,“ segir Sigurjón sem fékk hugmyndina að því að klæða af- greiðsluborð með leðri og fallegum saum sem hann notaði þegar hann saumaði forðum saman leður á stýri á Mercedes Benz. Kallaður Sjússbert af Palla Bólstrarinn og söngvarinn Sigur- jón segir félagsskapinn í Karlakór Reykjavíkur vera frábæran og þakk- ar það ekki síst Friðriki Kristins- syni, núverandi stjórnanda. „Hann leggur mikið upp úr því að allir séu vinir og að það sé gaman hjá okkur. Þeir sem hafa sungið með mér í þessa tvo áratugi eru orðnir góðir vinir mínir og mér þykir svo vænt um þessa karla að ég get ekki hugs- að mér að skilja við þá.“ Og söngurinn heldur áfram með nýrri kynslóð, því Anton, sonur Sig- urjóns, er byrjaður að æfa söng í Drengjakór Reykjavíkur hjá Frið- riki. „Frikki segir að við fullorðnu karlarnir séum miklu óþekkari en litlu strákarnir í drengjakórnum,“ segir Sigurjón og bætir við að Páll Pampichler hafi ekki verið síður gamansamur stjórnandi. „Hann kallaði mig til dæmis alltaf Sjúss- bert, af því ég var að vinna á barnum í félagsheimili kórsins. Við ætlum einmitt núna á síðustu vortónleikum þessa árs, á laugardag, að flytja nokkur lög eftir Pál í tilefni þess að hann verður áttræður á þessu ári.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Skjalda í húsgagn Sigurjón býr sig til að skera kýrskinn á verkstæðinu. Skinnið mun eflaust sóma sér vel sem áklæði. „Ég var til dæmis heilmikið í því að leðurklæða bílsæti en það krefst mik- illar nákvæmni.“ Gleymdi sér við útsauminn Hann bólstrar eftir óskum fólks á milli þess sem hann þenur radd- böndin í Karlakór Reykjavíkur. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti syngjandi bólstrara. www.kkor.is www.gahusgogn.is khk@mbl.is Þær Dóra Egilson, Erla Sigurbjörns-dóttir, Ester Kaldalóns og KolbrúnValdimarsdóttir hafa hist reglulega á afmælum hver annarrar síðastliðin 22 ár. Vin- skapur þeirra nær hins vegar 64 ár aftur í tímann og allt byrjaði það í Austurbæjarskól- anum í Reykjavík haustið 1944. „Þrjár okkar voru saman í bekk og sú fjórða í öðrum bekk en í sama árgangi,“ út- skýrir Erla. Síðan hafa vinkonurnar haldið hópinn. Þrjár þeirra fóru úr Austurbæjarskól- anum í Kvennaskólann í Reykjavík og nú 15 börnum, 34 barnabörnum og fimm lang- ömmubörnum síðar hittast þær enn reglu- lega. „Það hefur semsagt verið ærin ástæða til að skála í gegnum tíðina,“ segir Dóra hlæj- andi og vísar til barnafjöldans. Og þrátt fyrir börn, buru og fyrri störf hafa þær haldið hóp- inn í meira en hálfa öld. „Eiginmenn okkar urðu einnig vinir og saman stofnuðum við um árið Vínarklúbbinn,“ segir Dóra. Þær útskýra að sá klúbbur hafi haldið vínarkvöld til skiptis á heimilum þeirra þar sem hlustað var á vín- artónlist, farið var á vínardansleiki og að lok- um var safnað í sjóð og haldið til Vínarborgar. Sú ferð var ógleymanleg að mati þeirra allra, en einnig spila þær bridds, bæði saman og við aðra. Holtið stendur upp úr Í ár fagna þær afmælum sínum með sér- stökum glæsibrag enda allar að verða sjötug- ar. „Við hittumst yfirleitt á Holtinu því þar er dekrað við okkur,“ segir Dóra og Erla bætir við að þjónustan þar sé með afbrigðum. Þetta er þriðja afmælið sem þær fagna í ár, en af- mæli þeirra stallsystra eru í janúar, mars, apríl og loks í september. Þær hafa reynt að sýna svolitla fjölbreytni í gegnum þessa tvo áratugi; fagnað afmælisdögum sínum saman og reynt að gera aðra skemmtilega hluti sam- an, en einhvern veginn hefur hádegisverður á veitingastað gefist best og þá sérstaklega á Holtinu. Þá gefst nefnilega góður tími til að spjalla og oft sitja þær langt frameftir degi og skrafa saman. En hvað er það sem þær ræða um? „Við tölum einungis um það sem er skemmtilegt og því er pólitíkin ekki á dagskrá hjá okkur,“ segir Erla ákveðin. „En við fylgjumst auðvit- að allar með,“ skýtur Dóra inn í og Ester bætir við: „Annars rifjum við mest upp gaml- ar minningar, tölum um gamla skólafélaga og höfum það fyrst og fremst skemmtilegt og hlæjum saman.“ Engin lognmolla Þær eru allar hættar að vinna en eru sam- mála um það að ekkert tómarúm hafi mynd- ast síðan vinnu sleppti og að það sé jafnvel meira að gera hjá þeim nú en oft áður. Tvær þeirra syngi nefnilega í kór, aðrar stundi sund daglega, tvær séu í gönguklúbbi, ein stundi línudans og læri spænsku og meira að segja stefnir ein í nám í haust. Það er því greinilega engin lognmolla í kringum þessar glaðværu og kraftmiklu kon- ur sem taka aldrinum fagnandi, eða eins og Dóra segir að lokum: „Það er svo gaman að eldast þegar maður á góða vini og er í góðum félagsskap.“ Vinkonur í 64 ár Morgunblaðið/Eggert Afmælisfögnuður vinkvenna Frá vinstri: Dóra Egilson, Kolbrún Valdimarsdóttir, Erla Sig- urbjörnsdóttir og Ester Kaldalóns hafa haldið hópinn frá því í barnaskóla. Vinskapurinn nær ein 64 ár aftur í tímann og allt hófst það í Austurbæjarskóla haustið 1944. Halldóra Traustadóttir hitti glaðværan hóp fjögurra kvenna á besta aldri er þær fögnuðu afmæli einnar þeirra á Holtinu á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.