Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 43
Í KVIKMYNDINNI Clockwork Orange, sem byggð var á skáldsögu Anthony Burg-
ess, leikur Malcolm McDowell sadíska hrottann Alex, sem skálmar um sviðið og læt-
ur sem hann eigi heiminn. Kvikmynd Stanleys Kubricks er bæði kunn og dáð, þótt
mörgum hafi ofboðið ofbeldið. Tónlistin í kvikmyndinni er einnig rómuð: klassískir
standardar, meðal annars eftir Elgar og Beethoven.
Samkvæmt dagblaðinu The Guardian hefði kvikmyndin getað orðið allt öðruvísi. Í
bréfi, sem gert var opinbert í vikunni og er frá framleiðandanum Si Litvinoff til leik-
stjórans Johns Schlesingers (hann leikstýrði Midnight Cowboy og Marathon Man),
sem hann var að reyna að fá til að leikstýra myndinni, kemur fram að Mick Jagger
hafi haft hug á að leika Alex. Og Bítlarnir vildu leggja til tónlistina.
„Þetta getur orðið tímamóta-kvikmynd, hvað varðar tungumál, kvikmyndastíl og
tónlist. Og Bítlarnir elska verkefnið,“ segir í bréfinu.
En útkoman varð ekki á þessa leið þar sem Schlesinger hafði ekki áhuga; sagði að
þetta væri ekki verkefni af því tagi sem hann hefði áhuga á. Aðdáendur Bítlanna og
The Rolling Stones verða því að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og sjá fyrir
sér hvernig útkoman hefði orðið.
Jagger vildi leika í Clockwork Orange
Reuters
Rokkarinn Mick Jagger.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÞAÐ hefur varla farið framhjá nokkrum manni að Friðrik krón-
prins Dana og Mary Donaldson krónprinsessa hafa verið í op-
inberri heimsókn hér á landi og farið víða með íslensku forseta-
hjónunum. Friðrik og Mary hafa heimsótt virðulega staði og
hámenningarlega, skoðað handrit og konungssteina fyrir ofan
Geysi, svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta gott og blessað en þó má
spyrja þess hvort kóngafólkið fái nógu víða mynd af íslenskri menningu og Ís-
lendingum. Heimsóknir á borð við þessa hljóta að vekja spurningar um hvað út-
lendingum þyki merkilegt við Ísland og hvað við Íslendingar höldum að útlend-
ingum þyki merkilegt við Ísland og Íslendinga.
Er Sigur Rós flottari en Nýdönsk? Er lambahryggur með apríkósum betri en
hákarl og brennivín? Friðrik og Mary eru ung og hress og líklega opin fyrir því
að prófa nýja hluti. Því ákvað blaðamaður að sjóða saman sérstaka dagskrá fyrir
þau, ef ske kynni að þau dveldu einum degi lengur á Íslandi en til stendur.
1 Prýðileg leið fyrir Friðrik og Mary að byrja daginn, eftir lýsi og hafragraut,er að halda niður í Nauthólsvík og skella sér í sjósund. Að sundi loknu bregða
þau sér í glímubúninga og fá skyndikennslu í þjóðaríþróttinni góðu á mjúkum
sandi ylstrandarinnar. Að lokinni glímu bregða þau sér í heita laug til að ná úr sér
hrollinum, enda skammt liðið á sumar.
2 Frá Nauthólsvík halda þau í Kolaportið, kaupa sér vínylplötur með BjartmariGuðlaugssyni, hákarl og súrsaða hrútspunga. Ekki er hægt að sleppa þeim úr
portinu án þess að þau hámi þetta hnossgæti í sig. Nú fyrst vita þau hvernig Ísland
er á bragðið!
3 Stutt er í Sægreifann úr Kolaportinu og þar fá hjónin sér hádegisverð, ólg-andi humarsúpu að hætti sægreifans Kristins Halldórssonar, sem fer með
gamanmál og segir sjóarasögur yfir matnum.
4 Nú eru Mary og Friðrik æst í að koma blóðinu á hreyfingu á ný og fá smá adr-enalín-innspýtingu. Sigling út í Viðey er málið og þar fá hjónin forláta seglbíla
sem þau þeysa um eyjuna á í hálftíma eða svo. Með vindblásið hár halda þau sæl
og rjóð inn í Viðeyjarstofu þar sem kveðnar eru rímur yfir rótsterkum uppá-
hellingi og hnoðningum.
5 Nú er brunað í áttina að Hveragerði og í Eden fá Friðrik og Mary séraftur rjómaís, enda besti rjómaís í heimi á Íslandi. Apinn í Eden er á
sínum stað og segir konungshjónunum brandara á íslensku. Að því loknu
taka þau nokkra þythokkíleiki við heimamenn.
6 Friðrik og Mary eru í sigurvímu eftir þythokkíið og vilja endilegaskoða fleira skemmtilegt á landsbyggðinni. Því er brunað með þau út á
Reykjanes. Þar fá þau að ganga milli heimsálfa á brúnni upp af Sandvík og fá
viðurkenningarskjöl að launum.
7 Dagur er að kveldi kominn og þótt Friðrik og Mary séu úrvinda er ekkihægt að sleppa heimsókn í álverið í Straumsvík. Friðrik og Mary fara í
hjólatúr um kerskálana og eru leyst út með fallegum álhúðuðum hraunmola.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 43
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500
Súpersól til
Salou
23. maí
frá kr. 39.995
Terra Nova býður frábært tilboð til Salou í sumarbyrjun. Salou er
fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar
er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar.
Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú
bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita
hvar þú gistir.
Kr. 39.995
Netverð á mann. M.v. 2-4 saman í
herbergi/stúdíó/íbúð. Súpersól tilboð. 23. maí í viku.
Aukavika kr. 12.000.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Öðruvísi dagur
fyrir Friðrik
og Mary
●2
●4
●3
●1
●5