Morgunblaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 21
heilsa
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 21
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir
-hágæðaheimilistæki
Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Amerískir GE kæliskápar
*Tilboðið gildir meðan birgðir endast.
GCE21LGWFS – Stærð: h 176 x b 90,9 x d 60,7 sm – Með ryðfríum stálhurðum
381 ltr. kælir og 173 ltr. frystir – Orkunotkun: A
TILBOÐ kr.: 219.900*
Kristján Gaukur Kristjánssonsendir kveðju frá Tasmaníu
með sléttuböndum sem ort voru í
tilefni af 1. maí. Fyrst er það
„Auðmaðurinn“:
Duga tekjur, aldrei einn
arkar lífsins brautir.
Huga gleður, sjaldan sveinn
svæsnar hefur þrautir.
Afturábak breytist vísan, eins og
jafnan er um sléttubönd, og þá
nefnist hún „Öreiginn“:
Þrautir hefur svæsnar sveinn
sjaldan gleður huga.
Brautir lífsins arkar einn
aldrei tekjur duga.
Pétur Stefánsson yrkir mishenda
ferskeytlu:
Einn vill tóna og yrkja um frið,
annar þjóna stúlkum djörfum.
– Ýmsir róa á andans mið,
aðrir fróa líkamsþörfum.
Svo breytir hann mishendunni í
hringhendu:
Einn vill þróa ást og frið,
annar sóa fé á kránni.
– Ýmsir róa á andans mið,
aðrir fróa líkamsþránni.
Ósk Þorkelsdóttir fór austur á
Breiðdal og kom fram í
hagyrðingaþætti þar. Í rútunni á
leiðinni gerði hún „skelfilega
uppgötvun“:
Verst er það í vetrarferð
veigunum að gleyma.
Að játa synd ég vísast verð
vasapelinn er heima.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir eða
Fía var sem betur fer með í för
enda veðurútlitið ekki björgulegt:
Ef við hreppum ís og snjó
má andann Guði fela.
Til öryggis ég átti þó
ögn í vasapela.
Af þörfum og vasapela
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur
thuridur@mbl.is
Það er krafa sérhversmanns að líkami hans séheilbrigður og hugurinnrór. Samt sem áður
kennir okkur enginn að vinna úr
neikvæðum tilfinningum, hvorki í
skóla né heima við.“ Þessi orð Sri
Sri Ravi Shankar, stofnanda
mannræktar- og sjálfboðaliða-
samtakanna The Art of Living,
eru grunnur að starfi jóga- og
hugleiðslukennarans Jurga Pie-
kute sem var nýlega stödd hér á
landi til að kenna Íslendingum að
vinna á stressinu, sem hrjáir
margan nútímamanninn, með því
að einblína á öndunina.
Rúman helming hvers árs
ferðast Jurga víða um Evrópu út
frá heimalandi sínu Litháen með
göfugt markmið að leiðarljósi; að
kyrra huga fólks með aðferð sem
er blanda af jóga, hugleiðslu og
öndunaræfingum. Hún viðurkennir
að þessi miklu ferðalög geti verið
streituvaldandi en að sjálfsögðu
nýtir hún boðskapinn líka í eigin
þágu. Hún ásamt öðrum úr The
Art of Living-samtökunum hefur
m.a. leiðbeint föngum á Litla-
Hrauni og í fangelsinu í Kópavogi
og segir hún aðferðina hafa gefið
góða raun enda sé um að ræða
leið til að takast á við erfiðleikana
í lífi fólks, allt með því að vinna
með hugann.
Hún kveður þessa sérstöku
tækni afar praktíska í amstri
dagsins til að vinna á stressi og
hafa hemil á tilfinningum og hugs-
unum. Mikilvægt sé að gera sér
grein fyrir samspili líkama og sál-
ar en því miður sé lítið sem ekkert
lagt í skilning á hinu síðarnefnda.
Vissulega takist okkur að slaka á
á ýmsa vegu, t.d. í líkamsræktinni
eða úti í náttúrunni, en með önd-
unartækninni sé mögulegt að ná
algjörri hvíld og slökun og losa
um djúpstæðari streitu. Útkoman
sé manneskja full orku og gleði.
En þessar öndunaræfingar
koma svolítið spánskt fyrir sjónir,
við öndum jú öll …? „Hárrétt!“
segir Jurga einbeitt á svip. „En ef
við erum meðvituð um öndunina
getum við virkilega losað um
streitu. Stressið kemur nefnilega
líka fram í andardrættinum enda
er hann nátengdur huganum. Þeg-
ar maður verður reiður breytist
öndunin um leið og hver tilfinning
hefur þessi áhrif. Það er ekki
hægt að segja við sjálfan sig ef
maður er langt niðri að verða
glaður, hins vegar er hægt að ná
til hugans með önduninni,“ segir
Jurga og fullyrðir að hægt sé að
halda þunglyndi niðri með þessari
tækni þannig að sumir þurfi ekki
á lyfjagjöf að halda. Verkefnið sé
ærið því 27% Evrópubúa þjáist af
einhverri tegund þunglyndis.
Íslensk fangelsi eins
og raunveruleikaþáttur
Það sem Jurga finnst skemmti-
legt við námskeiðsvinnuna er að
„baráttan“ við hugann sé sam-
mannleg. Hugur Íslendinga,
Litháa, Þjóðverja jafnt sem Rússa
hafi tilhneigingu til að fara víða,
leita til fortíðar eða bara vera alls
staðar annars staðar en í nútíman-
um. „Við festumst öll í neikvæðn-
inni. Af tíu athugasemdum sem
við fáum á degi hverjum munum
við bara eftir einu neikvæðu at-
hugasemdinni og veltum henni
endalaust fyrir okkur. Rétt eins
og þegar fólk kemur úr skemmti-
legu fríi þarf það alltaf að tíunda
sérstaklega það sem afvega fór.“
Þegar Jurga er spurð út í hvort
Íslendingar séu stressaðri en aðrir
Evrópubúar segir hún svo alls
ekki vera. „Það er reyndar erfitt
að mæla stress eða hvort fólk sé
hamingjusamt. Þegar maður lítur
í kringum sig eru vissulega fá
brosandi andlit og allir eru annars
hugar sem er til marks um stress.
Þetta er okkur öllum eðlilegt en
við þurfum að finna leið til að
vinna á stressinu,“ segir Jurga.
Vinna hennar í íslenskum fang-
elsum hafi hins vegar varpað ljósi
á að íslenskir fangar búi við betri
aðstæður en margir aðrir, í fang-
elsum í Litháen sé t.d. mun meira
stress því fangar þar þurfi jafnvel
að vera 20 saman í klefa. „Íslensk
fangelsi eru eins og raunveru-
leikaþættir; allir eru með nefið
niðri í hvers manns koppi en búa
samt við ágæt þægindi,“ segir
Jurga en hún hefur kennt þátttak-
endum í raunveruleikaþáttum
jóga. Auk þess hefur hún unnið
hjá ýmsum fjölmiðlum í Litháen
og er því vel kunnug þeirri streitu
sem leysist auðveldlega úr læðingi
í fjölmiðlaheimum. En það sem
hún kann umfram marga er að
stökkva óvininum – stressinu – á
flótta.
Munum bara
eftir því
neikvæða
Morgunblaðið/Golli
Jóga- og hugleiðslukennari Jurga Piekute hefur þrisvar komið hingað til
lands til að kenna landanum sérstaka öndunaraðferð til að losa um streitu.
Námskeið á vegum The Art of Liv-
ing verður haldið 30. maí – 2. júní í
Rósinni, Bolholti 4. Einnig er von á
að stofnandi samtakanna haldi al-
mennan fyrirlestur hér í ágúst.
Það er ekki hægt að
segja við sjálfan sig
ef maður er langt
niðri að verða glaður,
hins vegar er hægt að
ná til hugans með
önduninni.